Morgunblaðið - 19.11.1994, Side 32
32 LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Jólabasar
Sólheima í
Grímsnesi
SÓLHEIMAR í Grímsnesi halda
sunnudaginn 20. nóvember árlegan
jólabasar sinn í Templarahöllinni við
Eiríksgötu og verður húsið opnað kl.
13.
Á basamum verða til sölu fram-
leiðsluvörur Sólheima s.s. handofnir
dúkar og mottur, tréleikföng, hand-
steypt bývaxkerti, jólakort, pijóna-
töskur, lífrænt ræktað grænmeti,
auk annars smávamings. 40 heimil-
ismenn starfa á vinnustofum Sól-
heima sem em vefstofa, kertagerð,
garðyrkja og listasmiðja.
Samhliða basamum mun For-
eldra- og vinafélag Sólheima verða
með kaffisölu og kökubasar. Allur
ágóði af sölunni rennur til uppbygg-
ingar starfsins á Sólheimum. Basar-
inn hefur skipað fastan sess í lífi
höfuðborgarbúa síðustu ár og er í
hugum margra fyrstu merki um upp-
haf jólaundirbúnings.
Basar Wald-
orfsskólans
HALDINN verður jólabasar Wald-
orfs-skólans í Lækjarbotnum
sunnuaginn 20. nóvember og hefst
hann kl. 13 og stendur til kl. 17.
Fólki gefst kostur á að koma
og kaupa handunnar vörur, sjá
brúðuleikhús, taka þátt í happ-
drætti, drekka kaffi og borða kök-
ur, skoða skólann o.fl. Waldorfs-
skólinn stendur við Suðurlands-
braut fyrir ofan Lögbergsbrekk-
una við Gunnarshólma.
RAÐ/AUGÍ YSINGAR
Viðskiptafræðingar
Óskum eftir að ráða viðskiptafræðing af end-
urskoðunarkjörsviði til starfa á skrifstofu
okkar á Húsavík. Starfið felur m.a. í sér vinnu
við endurskoðun, bókhald og skattamál
félaga og einstaklinga.
Frekari upplýsingar um starfið veitir Björn
St. Haraldsson, löggiltur endurskoðandi,
sími 96-41865, Húsavík.
Endurskoðunarmiðstöðin
COOPERS & LYBRAND HF.
Bæjarritari
Bæjarsjóður Snæfellsbæjar auglýsir laust til
umsóknar starf bæjarritara í Snæfellsbæ.
Háskólamenntun æskileg og/eða
starfsreynsla.
Nánari upplýsingar veitir bæjarstjóri
í síma 93-66637 eða 93-61153.
Umsóknarfrestur er til 10. desember nk.
Umsóknum skal skila á bæjarskrifstofu
Snæfellsbæjar, Hellissandi.
Bæjarstjórinn í Snæfellsbæ.
FUNDIR - MANNFAGNAÐUR
Almennur
félags- og fræðslufundur
verður haldinn í Ársal, Hótel Sögu, í dag,
laugardaginn 19. nóvember, kl. 14.00.
Félagsmenn eru hvattir til að mæta og taka
með sér gesti.
FÉLAG HJARTAS JÚKLING A
Á REYKJAVÍKLRSVÆÐINU
1
Auglýsing til þeirra
sem hafa söfnunarlíftryggingu hjá
Sjóvá-Almennum líftryggingum hf.
í samræmi við 86. gr. laga nr. 60/1994 um
vátryggingastarfsemi hafa Sjóvá-Almennar
líftryggingar hf. og Sameinaða líftryggingar-
félagið hf. sótt um leyfi til Vátryggingaeftir-
litsins til að yfirfæra stofn Sjóvá-Almennra
líftrygginga hf. í söfnunarlíftryggingum til
Sameinaða líftryggingarfélagsins hf.
í samræmi við ofangreind lög hefur Vátrygg-
ingaeftirlitið birt tilkynningu í Lögbirtingablaði
vegna yfirfærslubeiðnarinnar og óskað eftir
skriflegum athugasemdum vátryggingartaka
og vátryggðra. Frestur til að skila inn athuga-
semdum rennur út hinn 28. nóvember nk.
Sjóvá-Almennar líftryggingar hf.
Sameinaða líftryggingarfélagið hf.
Kosningaskrifstofa opnar
Vegna prófkjörs framsóknarmanna í Reykja-
neskjördæmi verður opnuð í dag, laugardag,
kl. 21.00, kosningaskrifstofa mín á Nýbýla-
vegi 14-16, Kópavogi.
Allir stuðningsmenn velkomnir.
Siv Friðleifsdóttir.
Uppboð á lausafjármunum
Eftirtaldar bifreiðar verða boðnar upp við lögreglustöðina, Vestur-
götu 17, Ólafsfirði, föstudaginn 2. desember kl. 14.00:
Ó 104 og HT 861.
Vænta má að greiðsla verði áskilin við hamarshögg.
Ólafsfirði, 18. nóvember 1994.
Sýslumaðurinn i Ólafsfirði,
Björn Rögnvaidsson.
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirtöldum eignum verður háð á þeim sjálf-
um sem hér segir:
Hellisbraut 7, efri hæð, Snæfellsbæ, þingl. eig. Eyþór Áki Sigmars-
son, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins og innheimtumaður
rikissjóðs, 25. nóvember 1994, kl. 11.00.
Háarif 59a, Snæfellsbæ, þingl. eig. Snæfellsbær, gerðarbeiðendur
Byggingarsjóður ríkisins og húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar ríkis-
ins, 25. nóvember 1994, kl. 12.30.
Munaðarhóll 13, Snæfellsbæ, þingl. eig. Snæfellsbær v/Neshrepps
u. Ennis, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna, 25. nóvem-
ber 1994, kl. 12.00.
Stekkjarholt 9, Snæfellsbæ, þingl. eig. Páll Þ. Matthíasson, gerðar-
beiðendur Bifreiðar og landbúnaðarvélar og Byggingarsjóður ríkis-
ins, húsbréfadeild, 25. nóvember 1994, kl. 13.30.
Vb. Helga Hafsteinsdóttir SH-345, þingl. eig. Þórður Á. Magnússon,
gerðarbeiðendur Gjaldtökusjóður og Tollstjórinn í Reykjavík, 25.
nóvember 1994, kl. 09.30, á skrifstofu embættisins, Aöalgötu 7,
Stykkishólmi.
Sýslumaðurinn í Stykkishólmi,
18. nóvember 1994.
Sorppokar
Óskað er tilboða í sorppoka fyrir Dalvík,
Ólafsfjörð, Árskógshrepp og Svarfaðardal,
samtals 64.500 poka.
Tilboðum skal skila til Tæknideildar Dal-
víkur, Ráðhúsinu, Dalvík, sími 96-61376, fax
96-61899, fyrir 28. nóvember 1994, sem jafn-
framt veitir allar nánari upplýsingar.
Pokarnir skulu afhentir til áhaldahúss við-
komandi sveitarfélags.
Bæjartæknifræðingurinn á Dalvík.
Húsnæði óskast
Opinber stofnun í Hafnarfirði óskar að taka
á leigu á næsta ári 600-700 m2 skrifstofuhús-
næði í norð-austurhluta Hafnarfjarðarbæjar.
Húsnæðið þarf að vera nýlegt og við það
góð bílastæði.
Upplýsingar um leiguhúsnæði sendist til af-
greiðslu Mbl. eigi síðar en 22. nóvember nk.,
merktar: „Leiga - 220“.
Austurver - blómabúð
Til leigu er 105 fm húsnæði á einum besta
stað í Austurveri, Háaleitisbraut 68, með
góðum ýtstillingargluggum, sem snúa út að
Háaleitisbraut.
Upplagt fyrir blóma- og gjafavöruverslun eða
annan rekstur. Mikill sölutími framundan.
Húsnæðið er laust 1. desember nk.
Upplýsingar í síma 684240 (Arnar eða Sigríður).
SWiOouglýsingor
Styrktarfélag
íslensku óperunnar
Aðalfundur Styrktarfélagsins
verður haldinn í íslensku óper-
unni mánudaginn 28. nóvember
kl. 18.00.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
FÉLAGSLÍF
St. St. 5994111916 IX kl. 16.00.
Hvítasunnukirkjan
Fíladelfía
Bænasamkoma í kvöld kl. 20.30.
Allir hjartanlega velkomnir.
Dagskrá vikunnar
framundan:
Sunnudagur:
Brauðsbrotning kl. 11.00.
Ræðumaður Mike Fitzgerald.
Almenn samkoma kl. 16.30.
Ræðumaöur Dögg Harðardóttir.
Miðvikudagur:
Biblíulestur kl. 20.30.
Föstudagur:
Unglingasamkoma kl. 20.30.
Laugardagur:
Bænasamkoma kl. 20.30.
FERÐAFÉLAG
# ÍSLANDS
MÖRKiNNI 6 • SÍMI 682533
Sunnudagur 20. nóv. kl. 13:
Litlabót - Gerftavalla-
brunnar - Vörðunes.
Fjölbreytt og skemmtileg strand-
ganga vestan við Grindavík.
Verð 1.200 kr. Frítt f. börn 15
ára og yngri m. foreldrum sínum.
Brottför frá BSf, austanmegin
(stansað m.a. við Mörkina 6 og
vlð kirkjug. I Hafnarfirðl).
Aðventuferð í Þórsmörk
26. -27. nóvember
Brottför laugardag kl. 08.00. Það
verður góð aðventustemmning
í Þórsmörkinni. Gönguferðir,
föndrað með krökkum og full-
orðnum. Sameiginlegt jólahlað-
borð og aðventukvöldvaka á
laugardagskvöldinu. öðruvísi
ferð. Fararstjóri: Guðmundur
Hallvarðsson. Pantið og takið
farmiða tímanlega.
Opið hús I Ferðafélagshús-
inu, Mörkinni 6, sunnudaginn
27. nóvember.
Einnig verður farin stutt afmæl-
isganga (F.f. 67 ára).
Ferðafélag fslands.
Fyrirlestur í Norræna húsinu
laugardaginn 19. nóvember
1994, kl. 14.00.
Lifsins leikur
Leikræn tjáning sem uppeldis-
aðferð. Fyrirlesari: Ása Helga
Ragnarsdóttir, leikari.
Aðgangseyrir 500 kr.
Sólstöðuhópurinn
(P.s. Taktu frænda þinn meðl)
FERÐAFÉLAG
# ÍSLANDS
MÖRKINNI 6 SÍMI 682533
Árbók Ferðafélagsins 1994
Ystu strandir norðan Djúps
Um Kaldalón, Snæfjaliastönd,
Jökulfirði og Strandir. Úr rit-
dómi Guðjóns Friðrikssonar
um árbókina: „Sannast sagna
er hér um gersemi að ræða,
bæði að efni til, myndakosti og
útliti og munu fáar bækur f ár
slá henni við að þessu leyti."
Sjá Mbl. föstudaginn 18. nóv.
bls. 32.
Árbókina geta allir eignast með
því að gerast félagar í Ferðafé-
lagi íslands fyrir 3.100 kr. ár-
gjald. Með innþundinni bók er
árgjaldið kr. 3.500. Árbókin er
kjörin til jólagjafa. Leitið upplýs-
inga á skrifstofunni, Mörkinni 6
(austast v. Suöurlandsbrautina),
s. 91-632533, fax 91-682535.
Ferðafélag (slands.
Hallveigarstíg 1 • sími 614330
Dagsferft sunnudaginn
20. nóvember
Kl. 10.30 Kjalarnestangi.
Gengið með ströndinni frá Hafn-
arvikinni út með Kjalarnestanga
og yfir í Borgarvikina.
Brottför er frá BSf bensínsölu.
Verð kr. 1.200/1.300.
Aðventuf erð í Bása
Helgina 25.-27. nóvember verð-
ur aðventuferð f Bása. Göngu-
ferðir og kvöldvaka með jólalegu
ívafi. Fararstjórár: Anna Soffía
Óskarsdóttir og Ingibjörg S. Ás-
geirsdóttir.
Pantanir óskast staðfestar/sótt-
ar eigi síðar en þriðjudaginn
22. nóvember.
Útivist.