Morgunblaðið - 19.11.1994, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
£F þt& HALPtP Af? ,
FU<5LAFÓ€>tSAæ-l S£
plTTHVAÐ!■- ÉG
VA£ AÞ HOZFA Á
BIöAKÞANH
'SSZA A£> SETJA
OPP FOÖUABAD
V. *
{0~z£~ C1968 Trlbun« M*ði« S**vtc«*. Inc.
Grettir
Tommi og Jenni
Ljóska
Ferdinand
Heldurðu að það sé mögulegt Líklega Þetta herbergi er þétt- En það er ekki Svei!
að verða ástfanginn þvert skipað, er það ekki? töfrandi kvöld ...
vfir þéttsetið herbergi?
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 691100 • Símbréf 691329
InterNet og
Kastljós
Frá Frey Bergsteinssyni og
Jóhannesi Tryggvasyni:
í KASTLJÓSI fyrir nokkru var tal-
að um InterNet, útbreiddasta tölvu-
net heims. Aðalefni þáttarins var
hversu mikið framboð er af klámi
og ofbeldi og hversu ódýrt það er
að nálgast slíkt efni. Önnur notkun
InterNetsins var
lítið rædd og
hinn almenni
sjóvnvarpsáhorf-
andi gæti því
dregið þá álykt-
un af þessu að
netið sé lítið ann-
að en samskipta-
miðill fyrir öfug-
ugga. Sem virk-
um notendum
netsins finnst
okkur þetta gefa
ranga mynd því
aðeins lítill hluti
af þeim upplýsingum sem hægt er
að nálgast er klám. InterNetið er
ekkert annað en fijáls miðlun upp-
lýsinga á milli fólks, hvaðanæva
úr heiminum. Enginn á það og eng-
inn stjórnar því. Þar af Ieiðandi
getur hver sem er komið hveiju sem
er á framfæri við aðra og enginn
getur ritskoðað það. En notendur
InterNetsins eru u.þ.b. 30 milljónir
manns. Óhjákvæmilega hlýtur eitt-
hvað af þessu fólki að dreifa klámi;
það sama gildir um tímarit og
myndbönd.
Aðalatriðið er að það er hægt
að læra mikið af þeim upplýsingum
sem eru á netinu. Þú getur spurst
fyrir um nánast hvað sem er og
fengið svar frá einhveijum af þeim
milljónum manna sem nota Inter-
Net. Gott er að nota það við nám,
vinnu og eigin áhugamál, t.d. til
að hafa samband við vin eða kunn-
ingja hinum megin á hnettinum á
verði sem hver sem er ætti að ráða
við; þar að auki
er það tíma-
spursmál upp á
örfáar mínútur
þar til viðkom-
andi fær þitt
bréf, hvílík þjón-
usta!
Þátturinn
gaf mjög
neikvæða
mynd
Það sem við
viljum koma á
framfæri er það
að þátturinn var stuttur og gaf
óneitanlega mjög neikvæða mynd
um notkun InterNetsins. Þetta
gæti leitt til þess að foreldrar banna
börnum sínum að nota þennan sí-
fellt stækkandi upplýsingamiðil
(börn undir 18 ára þurfa samþykki
foreldra til að fá aðgang að Inter-
Netinu hjá Reiknistofnun) sem væri
samsvarandi því að banna börnum
sínum að fara út í myndbandaleigu
vegna þess að það gætu verið klám-
myndir þar.
FREYR BERGSTEINSSON,
Þangbakka 8, Reykjavík,
JÓHANNES TRYGGVASON,
Víðimel 37, Reykjavík.
Hin gleymda stétt í
verkfaili sjúkraiiða
Frá Fjólu G. Ingþórsdóttur
I ÞEIRRI miklu umræðu undanfar-
ið um kjarabaráttu sjúkraliða og
verkfall þeirra þykir full ástæða til
að minna örlítið á þátt sóknarfélaga
í umönnunarstarfi. En áður en
lengra er haldið er rétt að undir-
strika stuðning okkar við kjarabar-
áttu sjúkraliða sem er fullur og
einlægur.
í starfsmannafélaginu Sókn,
sem nær yfír höfuðborgarsvæðið,
eru um 3.600 félagar og þar af
starfa um 1.500 við umönnun á
sjúkrastofnunum. I þessu starfi eru
nær eingöngu konur og eru margar
þeirra með langa starfsreynslu og
flestar búnar að sækja öll þau nám-
skeið sem Sókn hefur boðið upp
á. Það er námskeið í umönnun aldr-
aðra, þroskaheftra, geðsjúka og
hjálp í viðlögum. Þessar konur
vinna við dvalarheimili aldraðra,
alkólista, þroskaheftra og að sjálf-
sögðu sjúkrahús. Sóknarfélagar
vinna við hlið sjúkraliða, nákvæm-
lega sömu störfín og bera sömu
ábyrgð en bera annað starfsheiti á
launaseðli.
Á mörgum stofnunum í heil-
brigðiskerfínu eru fleíri sóknarfé-
lagar í starfí við umönnun heldur
en sjúkraliðar og nú þegar verkfall
sjúkraliða stendur sem hæst eru
sóknarkonur beðnar að fara ekki í
störf sjúkraliða. Að sjálfsögðu virð-
um við verkfallsrétt þeirra en betra
hefði verið að orða hlutina á þá
leið að sóknarkonur færu ekki í
stöður þeirra eða tækju ekki vaktir
þeirra því verkefnin eru nákvæm-
lega þau sömu.
í allri þessari umræðu, bæði í
fréttum og fréttaviðtölum, hefur
ekki verið minnst einu orði á þá
sóknarfélaga frekar en þær væru
ekki til innan heilbrigðiskerfísins
að því er best verður séð. í verk-
falli sjúkraliða mæðir mikið á sókn-
arfélögum í umönnunarstarfi svo
og hjúkrunarfræðingum. Að sjálf-
sögðu þarf ekki að taka fram að
sóknarfélagar vinna á mun lægri
launum en sjúkraliðar enda ekki
gerð athugasemd við það. En þrátt
fyrir það er hætt við í þessari
umræðu að sóknarfélagar í umönn-
un spytji sig hverjir fari næst í
verkfall!
FJÓLA G. INGÞÓRSDÓTTIR
félagi í Sókn
Dalatangq 19, Mosfellsbæ.
Allt efni sem birtist f Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í
upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það-
an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu
efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.