Morgunblaðið - 19.11.1994, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 19.11.1994, Qupperneq 42
42 LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ c HASKOLABIO SÍMI22140 Háskólabíó STÆRSTA BÍÓIÐ. ALLIR SALIR ERU FYRSTA FLOKKS. Stærsta sprenging sem fest hefur verið á filmu! Kolklikkaður sprengjusérfræðingur heldur Boston í helgreipum. Fyrrum lærisveinn hans er sá eini sem getur stoppað hann... Aðalhlutverk: JEFF BRIDGES, TOMMY LEE JONES OG FOREST WHITAKER. LEIKSTJÓRI STEPHEN HOPKINS. Bönnuð innan 14 ára. Sýnd kl. 2.40, 4.45, 6.55, 9 og 11.20 NIFL OG FERÐIN AÐ MIÐJU JARÐAR BEIN OGNUN ÞRIR LITIR: HVITUR „Nifl: Gott handrit, mjög góð vinnubrögð *** F.S. Dagsljós. Sýndar kl. 3, 7 og 9. Tom Hanks Forrest Gump ZBIGNIEW ZAMACHOWSKI JULIE DELPY TROIS COULEURS AÐALHLUTVERK JÓHANNAJÓNAS OG JAKOB ÞÓR EINARSSON HflRRISON FORQ 140 min Aðalhlutverk: Harrison Ford og Willem Dafoe Sýnd kl. 9.10 og 11.10. niÆTURVORÐURINN * + * A.I. MBL *** Ó.H.T. Rás2 Fjögur brúðkaup og jarðarför 40 mín. Geislaplatan frábæra fæst í öllum hljómplötuverslunum. Sýnd kl. 3, 5.05, 6.45 og 9.15. „Mátulega ógeðsleg , hrollvekja og á skjön við I huggulega skólann i b t danskri kvikmyndagerð" p. *** Egill Helgason b* Morgunpósturinn. Sýnd kl. 9 og 11. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 3 og 5.05. Sýningum fer fækkandi. Bíómagasínið - Alltaf í Sjónvarpinu kl. 19.55 um helgar. Búið ykkur undir Heilagt hjónaband! Helgartilboð Fiistud., laugard. og sunnud. Fiparhuffsteik. med hakaðri karliinu kl'. 980. Hvítlauksristaðar lúðukinnar, nieð safransósu kr. 980. Lambagrillsneiðar Bearnais, mtð risluðum su'ppum kr. 1.190. Orlvsfeíktir humarhalar, rned karrí-engif'ersósii kr. 1.090. Súpa og brauð l'ylyir iilliim rtllum. Börnin fá íspínna o» pabbi og maninia l'á ostatertu á ef'tir niatnum. BIRTHMARK-FÉLAGAR í Real World hljóðverinu. ^Mjog vandaðir lebur • barnaskór SKÓVERSLUN KÓPAVOGS Hamraborg 3, sími 41754. Opið laugardaga kl. 10-16 Uppgjör upphafsáranna Nýjar hljómplötur Hljómsveitin Birthmark sendi frá sér sína fyrstu breiðskífu í dag. Annar helmingur sveitarinnar, Valgeir Sigurðsson, segir að platan sé einskonar safn bestu laga. IN ÞEIRRA hljómsveita sem senda frá sér sína fyrstu útgáfu í fyrsta sinn fyrir þessi jól er dúóið Birthmark. Hljómsveitin á sér ekki nema nokkurra mánaða sögu undir þvi nafni, en hét áður Orange Empire og sendi frá sér lög undir því nafni. Þegar kom að því að taka málin fastari tökum segir þó annar helmingur sveitarinnar, Valgeir Sigurðsson, að þeim hafí þótt rétta að skipta um nafn. Valgeir, sem rekur hljómsveitina með félaga sínum Svan Kristbergs- syni, segir að platan, sem kemur út í dag, sé einskonar safn bestu laga þeirra félaga frá síðustu fimm árum. „Þannig byrjar platan á lagi sem er fyrsta lagið sem við sömd- um saman, um það leyti og við vorum að byrja. Að vísu er ekkert glænýtt lag, en við höfðum úr miklu að velja og völdum það besta sem við áttum frá þessum tíma og sem passaði í samhengi við annað sem var á plötunni. Það má segja að við séum að gera upp þennan tíma og það er ekki víst að við eigum nokkuð eftir að nota það sem er eftir, nú vill maður halda áfram og gera eitthvað meira. Við Svanur kynntumst í hljóð- veri sem ég var með á Klapparstíg og byijuðum að taka upp gömul lög sem við áttum með öðrum. Með tímanum sáum við að við vor- um þeir einu sem höfðum einhvern áhuga á að halda þessu áfram af einhveiju viti. Við ákváðum því að halda áfram tveir og fá til liðs við okkur aðra hljóðfæraleikara eftir því sem þörf krefði. Það kallar á mikið vesen þegar við ætlum að spila á tónleikum, sérstaklega vegna þess að þeir menn sem við helst vildum fá til að spila með okkur eru ekki alltaf á lausu. Það skýrir því það hvers vegna við höfum ekki haldið nema fímm tón- leika á þessum fímm árum. Að mörgu leyti er slæmt að spila ekki meira á tónleikum, því þó við kunnum mjög vel við okkur í híjóð- verinu, þá langar okkur að spila meira. Eg held að það sé öllum hollt að spila eitthvað með öðrum, því það verður alltaf eitthvað nýtt til í samspili á milli manna,“ segir Valgeir. Hann segir að þeim fínn- ist ekki koma til greina að koma fram með hluyta tónlistarinnar af bandi, við erum þannig sinnaðir að þegar við erum að koma fram viljum við að það sé lifandi, því það kviknar alltaf einhver neisti þegar menn eru að spila.“ Valgeir segir að allt sé „hand- gert“ á plötunni er allt spilað, þ.e. tölvur komi lítt við sögu, en alls leggja um 25 hljóðfæraleikarar og söngvarar þeim lið á plötunni. Platan var nánast öll tekin upp hér á landi, en söngur var tekinn upp ytra og platan hljóðblönduð, í einu helsta hljóðveri Bretlands, Real World hljóðverinu, sem Peter Gabriel reisti til að taka upp plötur fyrir samnefnt fyrirtæki sitt. Val- geir segir að það hafí verið ævin- týri líkast að vinna í hljóðverinu, það sé ekki bara að tæknin hafi öll verið fyrsta flokks, heldur var andrúmsloft allt á staðnum eftir- minnilegt og umhverfi allt mjög fagurt. „Tæknilega hliðin kom ekki svo mjög á óvart, heldur var allur við- urgjömingur fyrsta flokks og þama vom á vappi menn sem við höfum haft dálæti á sem tónlistar- menn, til að mynda hittum við þama Peter Gabriel. Þetta var því bæði skemmtilegt að hitta þessa menn og svo nýttist dvölin þama vel til að komast í samband við menn sem geta kanski hjálpað okkur við að koma plötunni í hend- umar á mönnum sem myndu þá hlusta á hana fyrir vikið. Hljóðverið er byggt í gamalli kornmyllu og til að mynda er eitt upptökuherbergið með glergólfí og þú horfír niður í vatnið sem knúði mylluhjólið áður. Hljóðvinnan þama var og öll sérlega skemmti- leg og hljómur allur á plötunni er eins og best verður á kosið, en við leggjum mikla áherslu á hljómur- inn sé góður.“ Valgeir segist telja nauðsynlegt fyrir þá sem eru að fást við líka tónlist og þeir félagar að ná inn á stærri markað, því þó þeir geti vonandi selt eitthvað af plötum hér heima, þá sé loku fyrir það skotið að þeir geti lifað af tónlistarsköp- un, því sveitaballamarkaðurinn sé ekki fyrir þá. „Við gemm okkur engar grillur um heimsfrægð og milljónatekjur. Draumurinn er að geta selt plötur í það stóm upplagi að það borgi upptöku- og útgáfu- kostnað og að við höfum það gott kaup að við getum tekið til við næstu plötu og haldið áfram að semja og taka upp þá tónlist sem við viljum gera.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.