Morgunblaðið - 08.12.1994, Page 6

Morgunblaðið - 08.12.1994, Page 6
6 FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1994 FRÉTTIR morgunblaðið Formaður Dagsbrúnar um kröfugerð í kjarasamningum Rætt um 10 þús. kr. launahækkun HUGMYNDIR eru uppi innan Dags- brúnar um að krefjast 10 þúsund kr. launahækkunar á mánuði fyrir alla launaflokka í stað prósentuhækkana, að sögn Guðmundar J. Guðmunds- sonar, formanns Dagsbrúnar, en til- lögur að kröfugerð félagsins vegna komandi kjarasamninga voru kynnt- ar á félagsfundi í Dagsbrún í fyrra- kvöld. Framkvæmdastjórn og stjórnir deilda Verkamannasambandsins héldu einnig fund í fyrradag til að fara yfir þá vinnu sem unnin hefur verið að undanförnu vegna sérmála einstakra deilda og að sögn Björns Grétars Sveinssonar, formanns VMSÍ, er undirbúningi lokið og sérkj- araviðræður að hefjast. Þannig verð- ur haldinn fundur fiskvinnslufólks með viðsemjendum þess á morgun um kauptryggingarmál. Viðræðum um gerð sérkjarasamninga verður væntanlega haldið áfram í öllum deildum VMSÍ fram undir jól, að sögn Bjöms Grétars, en í kjölfar þeirra verður svo fyrst farið að ræða launalið samninga og önnur sameig- inleg mál. 50 þús kr. lágmarkslaun og skuldbreytingar Meðal tillagna að kröfugerð sem liggja fyrir innan Dagsbrúnar er að lágmarkslaun verði 50 þús. kr. á mánuði, fram fari ný röðun úr lægri í hærri iaunafiokka og starfsaldurs- þrep verði lækkuð úr 12-15 árum niður í níu að hámarki. Þrepahækk- unum vegna aldurs verði fjölgað úr 13 í 18. Þá er tillaga um að desemb- eruppbótin verði hækkuð til jafns við uppbót opinberra starfsmanna eða úr 13 þús. kr. í 25.500 kr. Guðmundur J. Guðmundsson, for- maður Dagsbrúnar, sagði að gíf- urlega þung áhersla hefði komið fram á félagsfundinum á að láns- kjaravísitölunni verði breytt og að ráðist verði í allsheijar skuldbreyt- ingar á skuldum heimiianna hjá Húsnæðisstofnun, lífeyrissjóðum og bönkum. Ekki væri þó þar með verið að leggja til skuldbreytingar hjá öll- um skuldurum. Félagsfundurinn samþykkti áskorun á félagsmálaráð- herra að leggja fram frumvarp á Alþingi um skuldbreytingar á skuld- um heimilanna. Prófkjör framsóknarmanna á Reykjanesi Barátta um 1. sætið Morgunblaðið/Kristinn RÆTT saman á léttu nótunum á miðstjórnarfundi ASÍ í gær, frá vinstri: Hervar Gunnarsson vara- forseti, Benedikt Davíðsson forseti og Guðmundur Gylfi Guðmundsson hagfræðingur. Miðstjórn ASI ályktar um kjaramálin Tvöfeldni í nýrri launastefnu mótmælt Þeir sem betur mega sín fá launahækkanir og skattalækkanir HÖRÐ barátta er milli frambjóðenda í prófkjöri Framsóknarflokksins á Reykjanesi sem fram fer nk. laugar- dag. Þrír gefa kost á sér í efsta sæti listans. Sex framsóknarmenn bjóða sig fram í prófkjörinu, sem er opið. Þátt- takendur eiga að raða frambjóðend- um í fjögur efstu sætin. Baráttan er mest milii þeirra þriggja sem sækjast eftir fyrsta sæt- inu. Það gera Drífa Sigfúsdóttir for- seti bæjarstjómar Keflavíkur,_ Njarð- víkur og Hafna, Hjálmar Amason skólameistari í Keflavík og Siv Frið- leifsdóttir bæjarfulltrúi á Seltjamar- nesi. Unnur Stefánsdóttir fóstra í Kópavogi gefur kost á sér í 2. sætið, Björgvin Njáll Ingólfsson í Mosfellsbæ í það þriðja og Sigurbjörg Björgvins- dóttir í Kópavogi ekkert ákveðið sæti. Úrslit á laugardagskvöld Kjörstaðir verða opnir frá 10 til 20 á laugardag á sjö stöðum: Mos- fellsbæ, Seltjamamesi, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfírði, Grindavík og Keflavík. Atkvæðum verður safnað í Hraun- holt í Hafnarfírði þar sem talning fer fram. Að sögn Ágústs B. Karlssonar sem sæti á í kjömefnd er að því stefnt að talning hefjist klukkan 21 og úr- slit verði kynnt þá um kvöldið. MIÐSTJÓRN ASÍ mótmælir harð- lega þeirri tvöfeldni sem felst í nýrri launastefnu fjármálaráðherra og ríkisstjómarinnar, segir í samþykkt sem gerð var á fundi miðstjórnar- innar í gær. Miðstjómin segir að þessi nýja launastefna gangi út á það að binda almennt launafólk og þá sérstak- lega láglaunafólkið inn í kjarasamn- inga með litlum sem engum launa- hækkunum, á meðan efnahagsbat- inn sé nýttur til þess að þeir sem betur mega sín fái launahækkanir og einnig skattalækkanir. „Slík stefna er til þess fallin að auka ójöfnuð í samfélaginu og því munu almennt launafólk og samtök þess aldrei una.“ Fordæmið gildi gagnvart launafólki Miðstjómin segir að þessi nýja launastefna sé í engu samhengi við þá launastefnu sem samið hafí verið um á vinnumarkaði á undanfömum árum og leitt hafír til þess efnahags- bata sem nú sé farinn að sýna sig. „Ríkisstjórnin og þá sérstaklega fjármálaráðherra verður að gera sér grein fyrir því að það getur ekki ríkt nein sátt um þessa nýju launa: stefnu. Því krefst miðstjórn ASÍ þess að það fordæmi til launahækk- ana sem fjármálaráðherra hefur sýnt gagnvart afmörkuðum hópum ver.ði einnig látið gilda gagnvart almennu launafólki og skorum á hann að ganga nú þegar til samn- inga við sjúkraliða á þessum for- sendum,“ segir í samþykktinni. Verulegar breytingar á félagslega íbúðakerfinu í frumvarpi nefndar félagsmálaráðherra í FRUMVARPI sem nefnd á vegum félagsmálaráðherra hefur samið og er nú til umfjöllunar innan ríkis- stjórnar er gert ráð fyrir nokkrum veigamiklum breytingum á félags- lega íbúðakerfínu. Meðal annars er ábyrgð sveitarfélaga á félagslegum íbúðum aukin og meiri völd til út- hlutunar íbúða færð til húsnæðis- nefnda. Lagt er til að felldur verði niður réttur fulltrúa verkalýðshreyf- ingarinnar til setu í húsnæðisnefnd- um og að sveitarfélög verði ekki lengur skylduð til að greiða félaga- samtökum og fyrirtækjum 3,5% framlag til að koma upp félagslegum íbúðum. Frumvarpið er að miklu leyti byggt á skýrslu nefndar félagsmála- ráðherra sem falið var að meta reynsluna af framkvæmd laga um félagslegar íbúðir. Skilaði nefndin tillögum sínum í frumvarpsformi til ráðherra fyrir nokkrum dögum og verður það væntanlega lagt fram fljótlega á Alþingi og er stefnt að afgreiðslu þess fyrir þinglok, skv. upplýsingum Morgunblaðsins. Verkalýðsfélög héldu rétti sínum til að eiga fulltrúa í húsnæðisnefnd- um sveitarfélaganna eftir að stjórnir verkamannabústaða voru lagðar niður árið 1990. Nefnd sú sem samdi frum- varpið telur hins vegar að nú sé tímabært að stíga skrefið til fulls og að felldur verði niður þessi réttur verkalýðsfé- laga og að í húsnæðisnefndum sitji einungis fulltrúar sveitarfélaganna. Skv. frumvarpinu verður sveita- Verkalýðsfulltrúar úr húsnæðisnefndum Fyming íbúða lækki í 1%, vextir geti breyst eftir aðstæðum fólks, húsnæðisnefndir fái aukin völd og opnaðir verði möguleikar á að selja félagslegar íbúðir sem standa auðar á almennum markaði. Þessartil- lögur eru meðal nýmæla ínýju frumvarpi um félagslega íbúðakerfíð stjórnum gert skylt að kjósa nýjar húsnæðisnefndir innan tveggja mán- aða frá því að ný lög taka gildi. Bent er á í greinargerð að ýmsir telji að núverandi fyrir- komulag sé agnúi á lög- unum, einkum þegar meiri hluti í húsnæðis- nefnd sé annar en í sveit- arstjórn og það geti valdið tortryggni sveitarstjórnar í garð húsnæðisnefndar. „Það fyrir- komulag að í nefndinni sitji fulltrúar verkalýðshreyfíngarinnar þykir nú Lánafyrir- komulag verði einfaidað hafa runnið sitt skeið og heyra sög- unni til,“ segir í athugasemdum frumvarpsins. Lögð er til sú breyting að hús- næðisnefndum verði falið að taka endanlega ákvörðun um úthlutun íbúða til einstaklinga. Þá er í frum- varpinu felld niður sú fortakslausa skylda sem hvílt hefur á sveitarfé- lögum að greiða félagasamtökum og fyrirtækjum, sem koma upp fé- lagslegum íbúðum, 3,5% framlag. Þess í stað verði framlagið háð sam- þykki sveitarstjórnar. Lagt er til að húsnæðismálastjórn verði heimilað að færa lán, sem veitt hafa verið til framkvæmdaaðila, milli lánaflokka, t.d. á milli al- mennra og félagslegra kaupleigu- íbúða eftir því hvort þörf fyrir íbúð- ir til eignar eða leigu breytist. Þá gerir frumvarpið ráð fyrir einföldun á lánafyrirkomulagi félagslegra íbúða og að þau tvö lán sem í dag eru veitt til almennra kaupleigu- íbúða, þ.e.a.s. 20% lán til 25 ára og 70% lán, verði sameinuð í eitt 90% lán og jafnframt lengist lánstími þessara lána og verði sá sami og af lánum til annarra félagslegra íbúða eða til allt að 43 ára eða 50 ára. Jafnframt er opnað fyrir þann möguleika að fólk geti fengið Ián til styttri tíma sé þess óskað. Húsnæðisstjórn verður heimilað að telja fjármagnskostnað annarra aðila en Bygging- arsjóðs verkamanna láns- hæfan og fá framkvæmda- aðilar þannig val um hvort þeir taka framkvæmdalán " hjá bönkum eða byggingarsjóðnum, skv. frumvarpinu. Gert er ráð fyrir að gengið verði lengra en áður í þá átt að vaxtakjör Framlag háð samþykki sveitarstjórna miðist við raunverulegar aðstæður fólks, en séu ekki ákveðin í eitt skipti fyrir öll. Skv. núverandi lögum er heimilt að hækka vexti í félagslega íbúðakerfinu í 4,9% ef tekjur íbúa hafa hækkað umfram tekjumörk en hins vegar hefur ekki verið heimilt að lækka vexti á ný ef hagur manna versnar. Nú er lagt til að vextir geti bæði hækkað og lækkað eftir aðstæðum fólks. Að undanförnu hefur mikið borið á því að félagslegar íbúðir sem koma til endursölu standi auðar. Brugðist er við þessu í frumvarpinu og lagðar til tvær leiðir til úrbóta. Þegar um er að ræða íbúðir sem henta vel í félagslega kerfinu sem þó er hvorki hægt að selja né leigja er lagt til að húsnæðismálastjórn verði heimilt að veita framkvæmdaraðila lán sem nemi söluverði þeirra. Vandi vegna þeirra íbúða sem ekki henta sem félagslegar íbúðir vegna stærðar og verðs, verði hins vegar leystur með því að heimilað verði að selja þær á almennum markaði. „Hér er um mikla grundvallarbreytingu að ræða, enda verið litið svo á að „félagslega kerfið“ væri lokað kerfi,“ segir í greinargerð frumvarpsins. --------- Þá er iagt til að 1% fyrning verði á öllum fé- lagslegum íbúðum, óháð eignarhaldstíma og hlut- fallið þannig lækkað úr " 1,5% fyrstu 20 árin eins og verið hefur í lögum frá 1990 en það hefur m.a. leitt til þess að eigna- myndun á felagslegum íbúðum getur verið neikvæð í tæplega 20 ár.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.