Morgunblaðið - 08.12.1994, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1994 11
FRETTIR
Borgin
greiði bólu-
setningu við
kattafári
DRIFA I 1. SÆTI
Veljum Drífu Sigfúsdóttur,
forseta bœjarstjórnar Kejlavíkur — Njaróvíkur —Hafna, í 1. sœti í
prófkjöri Framsóknarflokksins í Reykjaneskjördœmi 10. desember nk.
Metum þekkingu hennar og reynslu í stjórnmálum.
Stuðningsmenn.
Prófkjörsskrifstofur:
Keflavík: Hafnargötu 45 (fyrir ofan gleraugnaverslun), símar 1402S og 14135.
Kópavogur: Hamraborg 10 (gengió inn bakatil), símar 644744 og 644734.
KATTAVINAFELAG Islands
hefur óskað eftir að Reykja-
víkurborg greiði framvegis 400
krónur á dag í allt að 10 daga
vegna katta í óskilum sem félag-
ið tekur að sér. Borgin hefur til
þess greitt 200 krónur á dag.
Auk þess er óskað eftir að borg-
in greiði kostnað vegna bólu-
setningar gegn kattafári.
I erindi Kattavinafélagsins til
borgarráðs segir að félagið hafi
að undanförnu tekið á móti
óskilaköttum úr borgarlandinu.
Hefur lögreglan haft aðgang að
Kattholti að nóttu sem degi til
að afhenda ketti sem kvartað
hefur verið undan. Samkomulag
er í gildi um að borgin greiði
félaginu fyrir móttöku og
geymslu í tíu daga meðan reynt
er að finna rétta eigendur
þeirra. Oft gengur erfðilega að
finna eigendur og er þá nauð-
synlegt að geyma þá lengur. Ef
það ekki tekst er reynt að finna
þeim annað heimili annars eru
kettirnir aflífaðir á kostnað fé-
lagsins.
Kattafár meðal óskilakatta
Fram kemur að sumarið 1993
hafi komið upp kattafár meðal
óskilakatta sem leiddi til þess
að flestir þeirra veiktust og varð
að aflífa marga þeirra. Eftir það
var ákveðið að breyta aðstöð-
unni. Kettirnir eru nú i fjórum
herbergjum og þannig komið í
veg fyrir smit. Er það mat dýra-
lækna að bólusetning sé nauð-
synleg við kattafári óskilakatta
og með sérstökum samningi við
dýralækna greiðir félagið 1.250
krónur fyrir hvern kött en ann-
ars eru greiddar 1.800 krónur
fyrir hverja bólusetningu.
Borgarráð vísaði erindinu til
framkvæmdastjóra Heilbrigðis-
eftirlitsins og meindýraeyðis.
Hlúum að
börnum heims
-framtíðin
er þeirra
FRAMLAG ÞITT
ER MIKILS VIRÐI
hjálparstofnun
Vnr/ KIRKJUNNAR
\ll/ - meö þinni hjálp
Þetta hefur þér aldrei boðist áður:
Hlutabréf
með grciðslufresti
afborjjunarkj'ór í allt að 24 mánuði
- skattaafsláttur ojj vaxtaafsláttur
Landsbréf hf. og umboðsmenn Landsbréfa í útibúum Landsbanka íslands um allt land
bjóða þér fram til áramóta að njóta 5% vaxtaafsláttar um leið og þú nýtir
skattaafsIáttinn á greiðslukjörum! Skattaafslátturinn nemur allt að 42.000 kr. miðað við
kaup fyrir 127.000 kr. hjá einstaklingi og helmingi hærri fjárhæð hjá hjónum.
Samkvæmt núgildandi skattalögum mun skattafrádráttur vegna hlutabréfakaupa verða afnuminn um áramótin 1997-1998.
Kaupár Fjárhæð vegna fjárfestingar Skattafrádráttur
1994 127.000 kr. rúmar 42.000 kr.
1996 200.000 kr. rúmar
1997 200.000 kr.rúmar
42.000 kr.
Endurgreiðsia skatts
ágúst1995
ágúst1997
.000 kr.
Framúrskarandi ávöxtun
Við bjóðum þér að kaupa hlutabréf í öllum skráðum hlutafélögum á Verðbréfaþingi Islands
gegn gjaldfresti, s.s. í íslenska hlutabréfasjóðnum sem hefur oft skilað hluthöfum sínum
framúrskarandi ávöxtun, samanborið við aðra hlutabréfasjóði.
Einstök kjör með bónus
Auk þess að njóta einstakra kjara í hlutabréfakaupum, færð þú ómetanlegan bónus:
• Faglegar ráðleggingar við kaup hlutabréfa
• Ráðleggingar í sambandi vjð æskilegar skattaráðstafanir fyrir áramót
• Aðferðir við að byggja upp verðbréfasafn og draga úr áhættu
Leitaðu upplýsinga hjá ráðgjöfum okkar
og umboðsmönnum í Landsbanka íslands um allt land.
Miðstöð hlutabréfaviðskiptanna.
íf
LANDSBRÉF HF.
Landsbankinn stendur með okkur
Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, sími 588 9200, bréfasími 588 8598. Löggilt verðbréfafyrirtæki. Aðili að Verðbréfaþingi íslands.
VjS / VJOISVOMSADHV ONTIJH