Morgunblaðið - 08.12.1994, Side 16
16 FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Sex sjúkrarúm til Hlíðar
KONIJR í kvenfélaginu Framtíðinni hafa löngum stutt myndarlega við bakið á Dvalarheimilinu Hlíð.
í fyrradag afhentu þær heimilinu sex ný sjúkrarúm, og hér eru framtíðarkonur ásamt ánægðum
vistmönnum við eitt rúmið.
Meira atvinnuleysi nú en á sama tíma í fyrra
Erfitt framundan
í byggingariðnaði
TIL orðahnippinga kom milli fyrr-
verandi og núverandi formanna at-
vinnumálanefndar Akureyrar á
fundi bæjarstjórnar á þriðjudag.
Heimir Ingimarsson, Alþýðu-
bandalagi og fyrrverandi formaður
atvinnurriálanefndar, sagði að at-
vinnuleysið hefði verið eitt af aðai-
kosningamálunum í vor „og töldu
sumir hvurjir ekki vandkvæðum
bundið að ráða þar bót á,“ sagði
hann og benti á að atvinnuleysis-
dagar á Akureyri í nóvembermán-
uði hefðu verið 10.053 en í fyrra
9.826, þeim hefði fjölgað um 227,
sem léti nærri að vera heilt árs-
verk. Um síðustu mánaðamót hefðu
482 verið á atvinnuleysisskrá en
voru 465 á sama tíma í fyrra. Alvar-
legast væri þó að ástandið horfði
til verri vegar og hefðu til að mynda
forystumenn í byggingariðnaði
nefnt að allt stefndi í 30-40% at-
vinnuleysi í greininni er liði á vetur-
inn. „Þetta vekur ekki vonir um að
verið sé að vinna að úrbótum á
þessu sviði,“ sagði Heimir.
Guðmundur Stefánsson formað-
ur atvinnumálanefndar benti á að
fram tii þessa hefði atvinnuleysi
verið minna en í fyrra og Heimir
vissi mæta vel að atvinnumálanefnd
gæti ekki stokkið til og bjargað
málum í einum hvelli. „Ef atvinnu-
málanefnd á sök á þessu atvinnu-
leysi ætti fyrrverandi formaður að
líta í eigin barm og skoða hvað
fyrri atvinnumálanefnd gerði,“
sagði Guðmundur og bætti við að
verið væri að vinna að ýmsum
málum er til framtíðar horfðu.
Lítið til framdráttar
atvinnulausum
Heimir sagði að á fyrra kjörtíma-
bili hefði langt verið gengið í að
halda úti átaksverkefnum, en þau
væru með allra minnsta móti nú.
Reynt hefði verið að bregðast við
vandanum, en sér virtist lítið gert
í þeim efnum um þessar mundir.
Guðmundur sagði atvinnuátaks-
verkefni á vegum bæjarstjórnar
ekki atvinnumálanefndar og lægi
fyrir að slík verkefni yrðu áfram í
gangi. „En þessar umræður eru lít-
ið til framdráttar þeim sem atvinnu-
lausir eru, en staðreyndin er þó sú
að atvinnuástandið er ívíð skárra
en á undanförnum árum, því ber
að fagna, þó vissulega sé það enn
alltof mikið,“ sagði Guðmundur.
Aðstaða
fótbolta-
manna
slæm
KNATTSPYRNURÁÐ Akur-
eyrar hefur skorað á bæjaryf-
irvöld á Akureyri að leggja nú
þegar fram fjármuni til að bæta
aðstöðu knattspyrnumanna í
bænum. Öllum megi Ijóst vera
að æfinga- og keppnisaðstaða
akureyskra knattspymumanna
sé með öllu óviðunandi og að
úrbóta sé þörf þegar í stað.
Flygill á til-
boðsverði
ODDUR Halldórsson bæjarfull-
trúi Framsóknarflokks sem fyr-
ir nokkru lýsti hugmyndum sín-
um um að draga úr framlögum
til Tónlistarskólans og taldi
kaup á konsertflygli ekki fyrst
í forgangsröðinni sagði við
umræður um íjárhagsáætlun
bæjarsjóðs á fundi bæjarstjóm-
ar í fyrradag að mikið væri
rætt um hagræðingu í tengslum
við áætlunina. Fyrst þegar rætt
hefði verið um konsertflygilin
hefði verið talað um að hann
kostaði 6 milljónir króna. Síðan
hefði sér verið boðinn flygill á
4,5 milljónir og nú fyrir stuttu
hefði hannfrétt af flygli sem
væri falur fyrir 2,7 milljónir.
„Þannig að greinilegt er að víða
er hægt að hagræða," sagði
Oddur.
Bókakynning*
BÓKAKYNNING verður í
Deiglunni í kvöld, fímmtudags-
kvöldið 8. desember og hefst
það kl. 20.30.
Lesið verður úr Sniglaveisl-
unni eftir Ólaf Jóhann Olafsson,
Grandavegi 7 eftir Vigdísi
Grímsdóttur, Kvikasilfri eftir
Einar Kárason, Tvílýsi eftir
Thor Vilhjálmsson, Kvæði 94
eftir Kristján Karlsson, Játn-
ingum landnemadóttur eftir
Lauru Goodman og Sögu Ak-
ureyrar eftir Jón Hjaltason.
Nokkrir rithöfundanna legga
leið sína í Deigluna og lesa sjálf-
ir úr verkum sínum. Flutt verð-
ur tónlist á undan upplestri.
Bæjarsljóri um fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Akureyrar
Gæta þarf verulegs að-
halds í rekstri bæjarins
Taka þarf tillit til aukinna útgjalda
vegna Grenilundarmálsins
JAKOB Bjömsson, bæjarstjóri á
Akureyri, sagði við fyrri umræðu
um fjárhagsáætlun bæjarsjóðs og
stofnana bæjarins að afkoma yfir-
standandi árs væri mun verri heldur
en reiknað var með og rekstur
málaflokka farið verulega fram úr
áætlun eða því sem næst um 50
milljónir króna. Við gerð áætlunar-
innar þyrfti að taka tillit til aukinna
útgjalda vegna niðurstöðu dóms-
mála, þ.e. Grenilundarmálsins, 30
milljóna króna auk skuldaaukningu
bæjarsjóðs á undanfömum árum.
Það markmið hefði verið sett að
auka ekki á skuldir bæjarsjóðs.
„Til þess að halda skerðingu
framkvæmdafjár í lágmarki þurfti
því að gæta verulegs aðhalds í
rekstri og sýna fyllstu varkámi við
að taka upp nýmæli og viðbætur,"
sagði Jakob. Ákveðið hefði verið
að halda inni sem raunhæfustum
tölum og öllum liðum er lytu að
atvinnumálum. „Og í þessari
þröngu stöðu var sú ákvörðun tekin
að hækka álagningarprósentu úr 9
í 9,2%. Þessi hækkun mun gefa
bæjarsjóði 24 milljónir í auknar
tekjur á næsta ári en þrátt fyrir
það og þrátt fyrir 3,4 milljóna króna
hækkun fráveitugjalda sem til er
komin vegna hækkunar álagningar-
stofns eru heildarskatttekjur bæjar-
sjóðs áætlaðar 15,9 milljónum
króna lægri en þær reyndust vera
við endurskoðun ijárhagsáætlunar
yfirstandandi árs.“
Óviðunandi
í máli bæjarstjóra kom fram að
staða Framkvæmdasjóðs væri all-
sendis óviðunandi, en verði ekkert
að gert munu skuldir hans aukast
um ríflega 100 milljónir króna.
Greiðslubyrði lána sjóðsins á næsta
ári er áætluð um 200 milljónir
króna, þar af rúmlega 146 milljónir
vegna greiðslu langtimalána. Gert
sé ráð fyrir að tekin verði ný lang-
tímalán að upphæð 255 milljónir
króna. Búist er við að hreint veltufé
sjóðsins hækki á árinu um 35 millj-
ónir króna en verði neikvætt í árs-
lok um nær 18 milljónir króna.
„Ég reikna með að flestum bæj-
arbúum sé eins farið og mér að
þeir vildu gjarnan hafa hærri fjár-
hæðir til ráðstöfunar til þarfra verk-
efna sem alls staðar blasa við. En
mikilvægt er að halda stöðugleika,
sýna ábyrgð og festu í fjármála-
stjórn, því hét núverandi meirihluti
að gera. Ég tel að áætlunin beri
þess merki,“ sagði bæjarstjóri og
lagði til að henni yrði vísað til síð-
ari umræðu sem verður á fundi
bæjarstjórnar 20. desember.
Bæjarfulltrúar Alþýðubandalags
Útsvarshækkun skárri
en auknar lántökur
Sigurður J. Sigurðsson, Sjálfstæðisflokki
Hagræðing í rekstri
betri en skattahækkun
BÆJARFULLTRÚAR Alþýðu-
bandalagsins sátu hjá við af-
greiðslu á hækkun útsvars úr 9
í 9,2% við fyrri umræðu um fjár-
hagsáætlun bæjarsjóðs Akur-
eyrar, en þeir telja útsvars-
hækkun skárri kost en auknar
lántökur til að standa undir
rekstri og framkvæmdum.
„Áður en gripið var til þessarar
ráðstöfunar hefði þurft að leita
leiða til sparnaðar í bæjarrekstr-
inum og sýna fram á með skýr-
um hætti að verið væri að ná
ákveðnum markmiðum í þjón-
ustu við bæjarbúa,“ segir í bók-
un fulltrúa Alþýðubandalagsins
af þessu tilefni.
Þeir fallast á hækkun sorp-
hreinsigjalds með þeim rökst-
uðningi að verið sé að bæta með-
ferð sorps og stuðla að endur-
vinnslu.
Sigríður Stefánsdóttir bæjar-
fulltrúi Alþýðubandalags sagði
við umræðu um fjárhagsáætlun-
ina að hún bæri keim af nokkru
kæruleysi, meiri tíma þyrfti til
að fara betur í marga þætti henn-
ar.
Fram kemur í bókun fulltrú-
anna að afstaða til áætlunarinnar
í heild muni mótast af því hvaða
hljómgrunn skoðanir þeirra og
áherslur fengju áður en áætlunin
verður lögð fram til Iokaaf-
greiðslu. I máli Sigríðar kom
fram að Alþýðubandalagið legði
áherslu á uppbyggingu í skóla-
málum, áframhaldandi fram-
kvæmdum við Sundlaug Akur-
eyrar og við ákveðna áfanga í
menningarmálum.
„BÆJARBÚAR ætlast til þess af
okkur að farið sé í saumana á
rekstrinum og skoðað hvort það
séu einhveijir þeir þættir sem
mega bíða fremur en að málið
sé Ieyst með skattahækkunum,"
sagði Sigurður J. Sigurðsson
bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks
við fyrri umræðu um fjárhags-
áætlun bæjarsjóðs Akureyrar.
Að hans mati gætir ekki mik-
ils baráttuhugar í fyrstu fjár-
hagsáætlun nýs meirihluta í bæj-
arstjórn Akureyrar, ferskleikinn
sé lítill og áerslubreytingar nán-
ast engar. Áætlunin beri þess að
mörgu leyti merki að hana leggi
fram þreyttur meirihluti sem sé
að gefast upp fyrir vandanum
fremur en nýr sem sóst hafi hart
eftir að komast að.
Sigurður sagði við umræður
um áætlunina að ástæða hefði
verið til að horfa gagnrýnum
augum á rekstur bæjarins frem-
ur en að hækka skatta. „Það er
mikilvægara en nokkru sinni
áður að skoða reksturinn gaum-
gæfilega ef það gæti leitt til þ ess
að hægt sé að draga úr rekstrar-
gjöldum. Mér finnst að engan
vegin hafi verið farið yfir rekstr-
arþættina á gagnrýnan hátt með
það fyrir augum að hagræða,"
sagði Sigurður. Hann benti á að
launakostnaður bæjarins næmi
950 milljónum króna þar af væru
135 milljónir vegna yfirvinnu,
bærinn keypti vörur fyrir 140
milljónir á ári og orku og þjón-
ustu fyrir 400 milljónir. Það hlyti
að vera eitthvert svigrúm til að
skoða þessa þætti betur með hag-
ræðingu í huga.