Morgunblaðið - 08.12.1994, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1994 23
ERLENT
Reuter
Ók inn í verslun og- varð níu að bana
Statoil útilokað
frá olíuvinnslu?
Þórshöfn. Morgunblaðið.
ÓLI Breckmann og John Petersen,
báðir þingmenn úr Fólkaflokknum,
hafa lagt fram frumvarp til laga
á Lögþingi Færeyja, sem á að
koma í veg fyrir að Statoil-olíufé-
lagið norska taki þátt í olíuvinnslu
á færeysku hafsvæði.
Breckmann og Petersen segja í
frumvarpinu að sýni norsk yfírvöld
nágrönnum sínum ekki meira vin-
arþel, þá er m.a. átt við Smugu-
veiðar, verði stjórn Gro Uarlem
Brundtland tilkynnt að ríkisfyrir-
tækinu Statoil verði ekki leyft að
taka þátt í neinni samvinnu um
mögulega olíuvinnslu í framtíðinni.
Vísa tvímenningarnir m.a. til
mörg hundruð milljóna, jafnvel
milljarða kr. sem Færeyingar hafi
lagt í norskan skipaiðnað. Þá vísa
þeir einnig til þess sem Færeying-
ar hafi fengið þess í stað; norskur
floti og strandgæsla séu á hælum
þeirra.
Ólíkir íslendingum
„Það er gjörólíkt viðmóti bræðra
okkar á íslandi, sem, hafa leyft
Færeyingum að veiða svo mikinn
botnfisk að það hefur orðið til þess
að halda rekstri nokkurra skipa
og vinnslustöðva gangandi, og það
án þess að krefjast nokkurs í stað-
inn,“ segja Breckmann og Peters-
en.
NÍU manns biðu bana og 50 slös-
uðust þegar vörubíl var ekið á
80 km hraða á klst. inn í stór-
verslun á aðalverslunargötunni í
Andorra á þriðjudag, fór þar í
gegnum veitingastað sem var
fullur af fólki og stöðvaðist loks
við afgreiðsluborð snyrtivöru-
verslunar. Bannað er að aka vö-
rubílum á götunni, sem er mjög
þröng, en bílstjórinn segir að
hemlarnir hafi bilað og hann
hafi ekki náð að beygja af henni.
„Mér þykir þetta miður, ég lít á
mig sem morðingja," sagði hann.
• •
Qryggisráð Rússlands hefur í hótunum við Tsjetsjena
Krefst afvopnunar
allra hersveitanna
Moskvu. Reuter.
DEILA rússneskra stjórnvalda og
yfirvalda í Tsjetsjníju harðnaði að
nýju í gær þegar æðstu embættis-
menn Rússlands á sviði öryggis-
og varnarmála kröfðust þess að
öllum ráðum, sem stjórnarskráin
heimilar, yrði beitt til að afvopna
stríðandi fylkingar í Tsjetsjníju.
Frjálslyndir þingmenn í Moskvu
gagnrýndu þessa hörðu afstöðu og
töldu hana draga mjög úr líkunum
á því að friðsamleg lausn fyndist á
deilunni.
Tvær rússneskar herflugvélar
flugu yfír Grozní, höfuðstað
Tsjetsjníju, og gerðu árás á skrið-
drekastöð í grennd við flugvöllinn
í gær.
Öryggisráð Rússlands, sem er
skipað æðstu embættismönnum
landsins á sviði öryggis- og varnar-
mála, krafðist þess að „allir ólögleg-
ir og vopnaðir hópar“ yrðu afvopn-
Rússneskar her-
þotur gera árás á
skriðdrekastöð
aðir og leystir upp með öllum ráðum
sem stjórnarskráin heimilar. Sam-
kvæmt henni getur forsetinn lýst
yfír neyðarástandi í Tsjetsjníju, sem
hefur lýst yfir sjálfstæði frá Rúss-
landi, og sent þangað hermenn.
Öryggisráðið vill að stuðnings-
menn Dzokhars Dúdajevs, leiðtoga
Tsjetsjníju, verði afvopnaðir, en
ljóst er af fyrri ummælum hans að
það kemur ekki til greina af hans
hálfu.
Dregið hafði úr spennunni eftir
Dúdajev og Pavel Gratsjov, varnar-
málaráðherra Rússlands, lýstu því
yfir á þriðjudag að deilan yrði ekki
leyst með hernaði.
„Þeir ljúga allan tímann," sagði
Shamsedin Yúsef, utanríkisráð-
herra Tsjetsjníju, um kröfu öryggis-
ráðsins og bætti við að Rússar
væru enn að undirbúa innrás i hér-
aðið. Hann sagði að Tsjetsjenar
myndu beijast til síðasta manns.
Hermönnum sleppt
Grígoríj Javlínskíj, áhrifamikill
fijálslyndur þingmaður, og Sergej
Júshenkov, formaður varnarmála-
nefndar neðri deildar þingsins,
gagnrýndu kröfu öryggisráðsins og
töldu að hún gæti leitt til átaka í
Tsjetsjeníju. Þeir hafa báðir verið í
héraðinu síðustu daga til að freista
þess að frelsa rússneska hermenn,
sem voru teknir þar til fanga. 14
hermönnum var sleppt í gær, en
um 10 munu vera þar enn í haidi
liðsmanna Dúdajevs.
dömu og herra
Stærðir:
S-XXL
Póstsendum. 5% staðgreiðsluafsláttur,
einnig af póstkröfum greiddum innan 7 daga.
muTiuFPfm
GLÆSiÐÆ SÍMI 812922
N Ú E R R É T T I T í M t N N T I L A Ð F Á S É R G S M F A R S í M A
um helgar!
í desember og janúar gefst GSM farstmæígendum kostur á
að hringja gjaktfrýákt um helgar.* Tíibodíð gíidír frá
10. desember 1994 til 29. janúar 199S á tímanum frá
kL 20:00 á föstudagskvöidum ti! kl. 08:00 á mánudagsmorgnum.
PÓSTUR OG SÍMJ GSEI’
*Tilboðið á ekki við um símtöl til útlanda eða í Símatorg. Símtöl í GSM
farsímakerfið úr venjulegum síma eru gjaldfærð á venjulegan hátt.