Morgunblaðið - 08.12.1994, Page 28
28 FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
í sólarátt
Hanna Sigrún
Johannessen Magnúsdóttir
Sigríður Toby Sigrún
Atladóttir Herman
BOKMENNTIR
Endurminningar
BETRI HELMINGURINN
Sigrún Magnúsdóttir, Hairna Johann-
essen, Sigríður Atladóttir og Toby
Sigrún Herman. Skrásetjarar: Bragi
Bergmann, Sólveig Jónsdóttir og
Bjarki Bjamason. Skjaldborg, 1994.
AÐ SEGJA frá sjálfum sér,
ævi sinni og annarra er mest
koma við sögu á lífsleiðinni er
alltaf vandasamt og orkar oft
tvímælis hvað á að opinbera öðr-
um. Nú er í tísku að segja allt
og stundum margt harla auvirði-
legt. Þessar frásagnir einkenn-
ast ekki af slíku.
Þetta er sjötta bókin í bóka-
röðinni „Betri helmingurinn" og
eilítið frábrugðin hinum fyrri í
því að nú koma aðeins fjórar
konur til sögu og höfundar eru
þrír.
Sigrún Magnúsdóttir segir frá
í fyrsta þættinum Kaupmaður
og borgarfulltrúi. Hún er kunn
öllum þeim er eitthvað fylgjast
með borgarmálum í Reykjavík.
En fæstir vita að þessi bráð-
hressa, framsækna kona, sem
ólst upp í einstöku dálæti föður
síns, sat aðeins tvo daga í MR.
Hélt til Þýskalands 17 ára, gift
námsmanni. Árin hennar fimm í
Þýskalandi fóru í það að vinna
fyrir manni sínum auk þess að
feta sjálf upp metorðastiga af
sérstökum dugnaði og með trú
föður síns í vitundinni: að Sigrún
- kjarni málsins!
gæti sigrast á öllu. Árin á Bíldu-
dal og síðan í Reykjavík virðast
öll markast af bjartsýni, fram-
girni og ástríki gagnvart þeim
er næst henni standa. Og gegn-
um alla frásögnina skín góðvild
til samferðamanna einnig á vett-
vangi stjórnmálanna. Dætur
hennar tvær og núverandi eigin-
maður virðast eiga ríkan þátt í
því. Lesandin hefur á tilfinning-
unni að þessari kappsfullu, iífsg-
löðu konu bíði enn sigrar í stjórn-
málum.
„En Matthías hefur nú bætt
sinn hag“ nefnist frásögn Hönnu
Johannessen, sem ólst upp í 15
systkina hópi austur á Hólsfjöll-
um. Hógværð Hönnu nær djúpt
til þess besta er í lesanda býr.
Ung að árum giftist hún náms-
manni. Frá bernsku hefur hún
miðað líf sitt við að hjálpa öðrum
— styðja aðra, bera blóm og gleði
á annarra vegi. Hún hjálpaði
manni sínum í námi og rak hár-
greiðslustofu á fyrstu hjúskapar-
árum þeirra. Markmið hennar
var að búa fjölskyldu sinni
ástríkt skjól og stuðla að miklum
frama eiginmanns síns ekki síst
á sviði listarinnar. En lífsstarf
hennar er víðfeðmara. Árum
saman og enn lætur hún sig
miklu varða utangarðsmenn og
veglausa. Syni sína ól hún upp
í því að jólin væru allra og dvel-
ur því á hveiju aðfangadags-
kvöldi um margra ára skeið með
hinu veglausa fólki í „Vernd“
nokkrar stundir. Verður einnig
gangmenntaður, viðsýnn heims-
borgari sem oft langdvölum er
með manni sínum og sonum víðs-
vegar um veröldina. Tíðum um-
kringd þekktu og frægu fólki í
hópi stjórnmála- og listamanna
heima og erlendis. Kærleiksríkt
viðhorf hennar og samkennd
hræra innstu strengi lesanda.
Það er ekki út í loftið að synir
þeirra tveir hafa valið sér lífs-
starf sem felur í sér að vernda,
hjálpa og lækna.
„Jörðin tekur þá sem vaxa hér
úr grasi“ er yfirskrift á þætti
Sigríðar Atladóttur húsfreyju á
Laxamýri í Þingeyjarsýslu. Hið
fræga stórbýli, sem var lands-
þekkt er tengdaforeldrar hennar
bjuggu þar — og er enn.
Frásögn Sigríðar angar oftast
af ilmi grænnar náttúru, ef svo
má að orði komast. Þar blandast
inn í félagsmálin, söngurinn og
lífsnautnin. Laxveiðin færir þeim
heim gott og þekkt fólk víðs
vegar að. Þingmennska (um
skeið) manns hennar kynnir
þeim stórborgarlífið.
Hin hreina lífsfylling sem náið
samband við móður náttúru og
allt sem hún hefur að gefa kem-
ur glöggt fram í frásögn Sigríðar
og ber um leið góðri, mikilhæfri
konu vitni. En mun Laxamýri
verða í eigu sömu fjölskyldu, þar
sem börnin þeirra og nánir ætt-
ingjar eru mjög tengd æsku-
stöðvunum og sonur þeirra annar
hefur þegar eignast hluta í jörð-
inni.
Að lokum er frásögnin Líf án
landamæra eftir Toby Sigrúnu
Herman, sem ólst
upp í tveim heims-
álfum við tvenns
konar trúarbrögð.
Móðir hennar var
íslensk og faðirinn
bandarískur gyð-
ingur. Líf hennar á
bernsku- og
æskuárum virðist
hafa verið sérlega
fjölbreytilegt.
Langdvalir í lönd-
um Evrópu og víðs-
vegar í Bandaríkj-
unum. Hún lauk
prófi í sálfræði í
Washington DC.
Seinna lágu leiðir
hennar alfarið til
íslands er hún hóf
sambúð með einum
ástsælasta poppara
þjóðarinnar. Enn
bætti hún við
menntun sína í há-
skólanum.
Rósemi og ham-
ingja virðast hafa
tekið völd í lífi
hennar og synir
þeirra tveir fara ekki varhluta
af skilningi og alúð í uppeldi,
þrátt fyrir önnum kafna foreldra
í starfi.
Gegnum þessa grípandi frá-
sögn sakir margbreytilegs lífs
og stundum lífstafli á ystu nöf
birtist heilsteyptur, einlægur
persónuleiki sem virkar vel á le-
sanda. Og þrátt fyrir allt lífs-
hlaup hennar er hún sannur ís-
lendingur í sér.
Frásagnir þessar bera í heild
sinni vitni um konur, er láta sig
miklu varða mannlífið. Eru virk-'
ir þjóðfélagsþegnar hver á sínu
sviði, og það sem miklu varðar
í firrtri samtíð, jákvæðar með
hlýtt hugarþel.
Það er oft erfitt að segja frá
í stuttu máli. Hér ber stundum
á óþarfa orðalengingum og
endurtekningum. Sennilega
verður það að skrifast á þá sem
vinna úr frásögnunum. En oft
er þetta áberandi. Myndir prýða
bókina og segja margt það sem
konurnar láta ósagt. Sérstæð
frásagnabók í þessari bókaröð.
Jenna Jensdóttir
Sýningri
Errós
framlengt
ÁKVEÐIÐ hefur verið að framlengja
til 18. desember yfírlitssýningu á
verkum Errós, sem formlega var opn-
uð á Kjarvalsstöðum 5. nóvember sl.
undir yfírskriftinni Gjöfín.
Haustið 1989 færði Erró Reykja-
víkurborg að gjöf safn eigin lista-
verka. Við þessa höfðinglegu lista-
verkagjöf hefur hann síðan stöðugt
verið að bæta og eru verkin nú alls
um 2.700 talsins. Gjöfín spannar nán-
ast allan feril Errós, allt frá æsku-
myndum til mynda á þessu ári.
í kynningu frá Kjarvalsstöðum seg-
ir: „Alls hafa nú rúmlega 20.000
manns séð sýninguna Erró-gjöfín. Þar
af um 5000 skólaböm, vinnuhópar
og hópar eldri borgara sem hafa pant-
að safnaleiðsögn um sýninguna.“
Sýningin verður opin daglega frá
kl. 10-18. Kaffístofa Kjarvalsstaða
verður opin á sama tíma.
Vinnustofur
Gallerís Kletts
opnar á aðventu
EINS og endranær á aðventu verða
vinnustofur Gallerís Kletts opnar alla
daga nema sunnudaga og miðviku-
daga frá kl. 10-16.
Gallerí Klettur er til húsa á efri
hæð Húsasmiðjunnar í Hafnarfírði
og þar eru starfandi listamennirnir
Erla, Guðrún, Katrín, Sigrún og
Steindóra og bjóða þær upp á úrval
listmuna.
Kelidýnan er yfirdýna
sem bæði hlífir dýnunni
og gerir rúmið ómótstæðilegt!
Þykk, mjúk og hlý.
ff/y)
PASSAR A 0LL RUM
Auk kelidýnunnar eigum við
að sjálfsögðu allt í svefnherbergið,
rúm, ábreiður og sængurfatnað.
Allt til að gera svefnherbergið
enn notalegra.
Það er rum tyrir pig hjá okkur!
INGVAR V GYLFPB
Grensásvegi 3, sfmi 681144, fax 888144
Á Grænlands grund
BOKMENNTIR
Ferðasaga
HVÍTI RISINN
eftir Ólaf Örn Haraldsson.
241 bls. Mál og menning.
Prentun: Oddi hf. Reykjavík,
1994. Verð kr. 3.480.
FÖR ÞEIRRA, Ólafs Arnar Haralds-
sonar og félaga, yfír Grænlandsjökul
gat naumast kallast
skemmtiferð. Leiðangur
var það. Þess háttar
landkönnun krefst alls I
senn: þreks, heilsu, sál-
ræns úthaids og full-
komins skipulags. Engu
má gleyma. Engu má
heldur vera ofaukið.
Gangi allt að óskum
getur ferðin síðar meir
fyllt einn af stóru kapít-
ulunum í ævisögunni.
Ólafur örn byrjar að
segja frá því er hann
hugðist ganga á
Hvannadalshnúk en
varð að gefast upp og
horfa á eftir samferðafólkinu. Orsök-
in leyndi sér ekki. Árin á undan hafði
hann öðru hveiju stigið á vigtina.
Og á vigtinni hafði hann jafnan lesið
hækkandi ártöl aldarinnar. Það var
ömurleg staðreynd. Hann ákvað því
að taka sig á. Þegar ártölunum hafði
verið snúið nægilega til baka var tek-
ið að æfa af kappi. Brátt var stefnan
tekin á Mont Blanc. Þar hefur marg-
ur kappinn látið lífíð. En ferðin gekk
sem betur fór slysalaust og sjálfstra-
ustið komst aftur í lag.
Öðru hveiju var augum rennt í
vesturátt. Á Grænlandi eru granít-
fjöll, brött og gneyp. En þar er líka
annað sem ekki var síður freistandi
að glíma við. Sjálfur Grænlandsjök-
ull! Þegar talað er um fjallgöngu á
máli fjallgöngumanna er oftast átt
við klifur einhvers konar. Þar gildir
snerpan. Jökulganga er
annars eðlis. Þar gildir
seiglan.
Ograndi var hug-
myndin. Eigi að síður
var ákveðið að hrinda
henni í framkvæmd. Svo
rann upp stóra stundin
þegar fyrstu sporin voru
stigin áleiðis yfír þenn-
an mesta frera norður-
hvelsins. Þá fyrst reyndi
á þrekið. Og síðan á
ferðasöguhöfundurinn
að láta lesandann ekki
fínna að hver dagur
hafí verið öðrum líkur.
Þrautina þá leysir Ólaf-
ur Örn með ágætum. Á Grænlandi
er annar tími. Þar er ísöld ekki lokið.
Samt er landið langt frá því að vera
lífvana. Að geta sagt frá, því er hóp-
ur sauðnauta stefnir á mann með
ógnarhraða minnir á ferðasögur trú-
boðanna gömlu frá villtu Afríku.
Annars þarf Ólafur Örn (né sonur
hans, Haraldur Örn, sem segir þá
sögu) hvorki á ljónum né sauðnautum
að halda til að styrkja frásögn sína.
Hún ber sig prýðilega uppi sjálf. Og
rækilega minnir hún á, hvers sá fer
á mis sem einatt les ártöl aldarinnar
af vigtinni. Að klífa hátt lyftir mimni
líka upp yfir hversdagsleikann, að
minnsta kosti um stundarsakir; mað-
ur verður sinn eiginn herra og skoðar
tilveru sína í öðru samhengi og út
frá öðru sjónarhorni. Á hábungu
Grænlandsjökuls — í tuttugu og
tveggja stiga frosti — segist höfund-
ur hafa fundið »magnað andrúmsloft
þessa staðar. Hér mættust austur og
vestur, himinn og jökull.«
Þeir félagamir gátu látið vita af
sér, kölluðu í þotur sem flugu yfír,
en voru annars í friði fyrir heiminum;
þreyttu göngu sína frá degi til dags
í fullkomnu fréttaleysi. Og lifðu það
af.
Hvíti risinn er í senn ferðasaga og
ferðaheimspeki. Sýnu líflegra er að
fletta bókinni vegna litmynda,
margra og góðra, sem hana prýða.
Þar gefur að líta skínandi jökul-
skalla, skrautlega búninga, brosandi
böm á Grænlandi og sitthvað fleira.
Örugglega mun bók þessi kveikj.'
hugljómun með mörgum ferðagarpin-
um sem nú má láta ímyndunaraflið
bera sig gegnum myrkur skammdeg-
isins á vit birtu, víðsýnis og öræfa-
kyrrðar.
Erlendur Jónsson
Ólafur Örn
Haraldsson