Morgunblaðið - 08.12.1994, Qupperneq 35
~j~ MORGUNBLAÐIÐ
flSLUM
Morgunblaðið/Sverrir
ir við endurnýjun allrar geymsl-
lurbæturnar.
hafi menn getað dregið úr slíku. Auk
þess sé mjög fyrirbyggjandi að fá
menn í eftirlitsferðir á staðinn. Síðan
hafi menn gengið lengst með því að
setja upp myndavélar sem séu í gangi ‘
allan sólarhringinn.
Hann segir að þótt hann viti ekki
til þess að beðið hafi verið um eftirlit
í bílageymslum sem séu lokaðar sé
oft erfitt að hafa eftirlit með um-
gangi um þær. Oft sé tiltölulega auð-
velt að komast inn í þær og þótt þær
eigi að vera læstar sé oft mikill mis-
brestur á því.
Vöktun fælir frá
Jóhann Ólafsson, þjónustustjóri
Vara, segir að fyrirtækið hafi tekið
að sér eftirlit í bílageymslum. Þá séu
famar vaktferðir og sett upp merki
um að svæðið sé vaktað til að fæla
frá. Þá segir Jóhann að sett hafi verið
upp öryggiskerfi í minni bílageymslur
með öryggisbúnaði á hurðir þannig að
aðeins þeir sem hafi rétt til umgangs
geti farið þar inn og út. Það sé flókn-
ara mál þar sem stæðin séu orðin
mörg.
Eina líkamsárásin
Ómar Smári Ármannsson segir að
bílageymslur séu þekktur glæpavett-
vangur úr kvikmyndum. Hér segist
hann ekki vita um árásir eða rán, sem
átt hafi sér stað í bílageymslum, fyrir
utan árásina á Margréti Guðnadóttur.
Hann segir að svo virðist sem að
þar sem samstaða íbúa um að halda
bílskýlum hreinum sé góð og settar
hafi verið ákveðnar umgengnisreglur
sé ástandið betra en þar sem um-
gengni sé slæm og samstaða lítil.
Ómar Smári segir að brögð hafi
verið að því í ákveðnum bílageymslu-
húsum að krakkar og unglingar hafi
farið inn í þau og leikið lausum hala.
Hann nefnir sem dæmi að í fyrra-
kvöld hafi lögreglan farið í bíla-
geymsluhúsið við Vesturgötu 7 í þrí-
gang og vísað út krökkum. í tveimur
tilvikanna voru þeir að leika sér á
hjólabrettum.
Þá segir hann að fyrst eftir að bíla-
geymsluhúsið við Traðarkotssund hafi
’ verið opnað hafi fólk talsvert leitað
þar inn í skjólið en með betri frá-
gangi og gæslu hafí verið komið í veg
fyrir það.
Seint hægt að útiloka
skemmdarverk og innbrot
Hann segir að þar sem lögreglan
verði ítrekað vör við skemmdarverk
og innbrot í bílageymslur þar sé for-
ráðamönnum bent á að gera ráðstaf-
anir til að ráða bót á því eftir því sem
aðstæður bjóði upp á. Hann segir að
verulega sé hægt að draga úr líkum
á þjófnaði þótt seint sé hægt að úti-
loka að slíkt gerist.
Ómar Smári hvetur þá sem hafa
umsjón með bílskýlum að gera allt
sfem þeir geta til að draga úr Iíkum
á því að óviðkomandi eigi þar greiðan
aðgang og draga þannig úr líkum á
að atvik eins og það sem gerðist á
Skeljagranda geti komið upp aftur á
slíkum stað.
FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1994 35
Hörð viðbrögð á Italíu við afsögn rannsóknardómarans Antonios Di Pietros
HERFERÐ GEGN
SPILLINGU í HÆTTU
“diDiPíeho
* »>;yv
f'; ‘ í* ***» •:• Alt.fjrf&tfr
'%****<&■: -j.*
p «1*JT1^ » w
ÍMnm
CORRIERE DELLA SERJ
4le uevato, con ia morte nel suor
dómara í Mílanó, vera helsta haldreipið í barátt-
unni fyrir því að hreinsa til í stjómmálalífi
landsins sem þjakað er af fjármálaspillingu og
mafíutengslum. Kristján Jónsson hefur kynnt
*
sér viðbrögð á Italíu við afsögn dómarans
ítalir hafa talið Antonio Di Pietro, rannsóknar-
MARGIR ítalir óttast að
óvænt afsögn rannsókn-
ardómarans Antonios Di
Pietros í Mflanó í fyrradag
geti verið upphafið á endalokum á
þriggja ára herferð gegn spillingu sem
valdið hefur umbyltingu í stjórnmála-
lifi landsins. Di Pietro sendi yfirmanni
sínum í borginni, Francesco Borelli
yfirsaksóknara, tilfinningaþrungið
bréf á þriðjudag, sagðist taka þessa
ákvörðun sárnauðugur og „kalinn á
hjarta“ en hann teldi starf sitt hafa
orðið pólitísku reiptogi að bráð. „Mér
finnst að ég hafi verið misnotaður . ..
af þeim sem vilja ná sér niðri á óvinum
sínum og þeim sem gera mér upp
pólitískar hvatir í störfum mínum“,
sagði hann.
Hið virta blað La Repubblica birtir
að jafnaði á forsíðu mynd eftir einn
þekktasta skopteiknara landsins, For-
attini. Hann þótti túlka viðhorf margra
ítala í gær er hann lét fylla rammann
með svörtu. Ezio Mauro, leiðarahöf-
undur La Stampa. sagði að Di Pietro
hefði „fórnað sjálfum sér á hinu mikla
og sann-ítalska altari: Vissunnar um
að engu sé hægt að breyta".
Giancarlo Caselli, yfirsaksóknari í
Palermo á Sikiley, hefur verið í farar-
broddi baráttu yfirvalda gegn maf-
íunni. Hann harmaði ákvörðun Di Piet-
ros, sagði meirihluta Itala vilja að lög-
um yrði framfylgt en að verki væru
spillingaröfl sem hindruðu störf heið-
arlegs fólks. „Nú hafa þessi spilltu
öfl knúið Di Pietro til afsagnar,
ástandið í landinu okkar er hryggilegt
og veldur auknum áhyggjum.“
Lifandi tákn
Di Pietro er 44 ára gamall, fyrrver-
andi lögreglumaður og ættaður frá
Suður-Ítalíu. Hann hefur orðið Iifandi
tákn baráttunnar gegn „Tangento-
polis“ (Mútubæ) eins og útbreidd spill-
ing ráðamanna í stjórnmála- og efna-
hagslífi hefur verið nefnd.
Herferðin hófst er embættismaður
úr Sósíalistaflokknum var handtekinn
í Mílanó í febrúar 1992 fyrir að þiggja
mútur. Di Pietro rannsakaði málið og
fékk manninn til að játa sekt sína og
koma auk þess upp um kerfi svika
og pretta sem viðgengist höfðu ára-
tugum saman og nær allir hefðbundn-
ir stjórnmálafiokkar höfðu tekið þátt í.
Hefðarmenn í gapastokkinn
Umbrotin á Ítalíu síðustu árin hafa
verið mikil og atburðarásin hröð, með-
al þeirra sem hlotið hafa fangelsis-
dóma er fyn-verandi forsætisráðherra,
sósíalistinn Bettino Craxi,
sem reyndar flúði til Túnis
og sagðist of veikur til að
mæta fyrir rétt. Einn
þekktasti leiðtogi Kristi-
lega demókrataflokksins
eftir stríð, Giulio Andreotti
nýjum stjórnmálamanni, fjölmiðla- og
kaupsýslujöfrinum Silvio Berlusconi,
til æðstu valda.
„Komdu aftur, Di Pietro“
Um 400 stuðningsmenn Di Pietros
söfnuðust saman fyrir utan dómhúsið
í Mílanó er fréttir bárust af ákvörðun
rannsóknardómarans. Nokkur hundr-
uð manns efndu einnig til mótmæla
við skrifstofu Berlusconis forsætisráð-
herra í Róm og hrópuðu „Skömm sé
Ítalíu, komdu aftur, Di Pietro". Oscar
Luigi Scalfaro forseti, er sjálfur var
eitt sinn rannsóknardómari, hvatti Di
Pietro eindregið til að halda áfram
starfi sínu.
Margir spá því að Di Pietro muni
nú gerast stjórnmálamaður en hann
ANTONIO Di Pietro rannsóknardómari.
Reuter
Ítalíu að svipta bæri rannsóknardóm-
arana í Mílanó réttinum til að lög-
sækja skattalögreglumenn borgarinn-
ar sem sakaðir hafa verið um mútu-
þægni. Réttarhöldin í máli mannanna
hafa verið flutt til nágrannaborgarinn-
ar Brescia, því er borið við að það
gæti leitt til hagsmunaárekstra ef
sérdeildin kannaði mál fyrrverandi
starfsbræðra sinna í Mílanó. Talið er
að úrskurðurinn geti orðið til þess að
Hreinum höndum verði ekki falið að
AFSÖGN Di Pietros var forsíðuefni dagblaða á Ítalíu í gær. Corri-
ere della Sera í MHanó vitnaði í þau orð dómarans að hann hyrfi
á braut „kalinn á hjarta“ en vinstriblaðið L’Unita lét nægja „Vertu
sæll, Di Pietro".
verður
senn dreginn fyrir rétt þar sem kann-
aðar verða ásakanir um að hann hafi
verið í slagtogi við glæpasamtök maf-
íunnar. Mörg hundruð áhrifamenn að
auki hafa annaðhvort þegar hlotið dóm
eða bíða réttarhalda, þrír kunnir kaup-
sýslumenn hafa fyrirfarið sér f fang-
elsi. Flokkakerfið hefur tekið stakka-
skiptum, einkum með hruni kristilegra
demókrata sem voru burðarásinn í
stjórnarfari landsins frá stríðslokum
en urðu fyrir barðinu á reiði kjósenda
í kosningunum í mars sl. Þær lyftu
hafnaði á sínum tíma embætti inn-
anríkisráðherra í núverandi stjórn. Ef
marka má skoðanakannanir er hann
sá maður sem flestir ítalir myndu
treysta til að stjórna landinu. Sjálfur
sagðist hann í gær þurfa tíma til að
----------------- hugsa sig um en minnti
Álíta Di Pietro uienn á að hann hefði eitt
hæfastan til saft. að sér gæti vel
» _... dottið í hug að hverfa aftur
O StjOrna heim í gamla þorpið sitt og
"“™“~ geras^ bóndi, þetta hefðu
ekki verið nein gamanyrði.
Borelli yfirsaksóknari í Mílanó
harmaði afsögnina en sagði að ekki
yrði látið staðar numið, sérdeild emb-
ættisins, sem kölluð er „Mani Pulite“
(Hreinar hendur), væri eftir sem áður
vel mönnuð.
Nýlega mótmælti deildin þeirri
ákvörðun ríkisstjórnarinnar að láta
sveit eftirlitsmanna kanna hvort lög
hefðu verið brotin í rannsóknarstarfi
Mílanómannanna. Það var hins vegar
enn meira áfall er dundi yfir 29. nóv-
ember sl. Þá úrskurðaði hæstiréttur
rannsaka meintar mútugjafir og aðra
spillingu sem tengist stórfyrirtæki
Berlusconis, Fininvest.
Þeir sem sakað hafa Di Pietro og
menn hans um að láta stjórnmálaskoð-
anir hafa áhrif á störf sín, meðal þeirra
er Berlusconi, hafa fagnað ----------
þessari niðurstöðu hæsta- Berlusconi
réttar ákaft, telja að hún
renni stoðum undir fullyrð-
ingar um að andstæðingar
Berlusconis reyni að beita
sérdeildinni fyrir sig til að gera for-
sætisráðherrann tortryggilegan.
Hrós Berlusconis
Berluscpni, einn af auðugustu
mönnum Ítalíu og leiðtogi flokksins
Forza Italia, sagði í gær að Di Pietro
dómari hefði áunnið sér virðingu þjóð-
arinnar með störfum sínum. „Það er
erfitt að kyngja þeirri ákvörðun hans
að yfirgefa embættið, einnig fyrir þá
sem dregið hafa í efa réttmæti ákveð-
inna atriða í rannsókninni", sagði for-
sætisráðherrann um afsögnina.
Talsmaður ríkisstjórnarinnar full-
yrti að Di Pietro hefði ekki lengur
getað sætt sig við að stjórnarand-
stöðuleiðtogar nýttu sér störf hans til
að reyna að klekkja á stjórninni. Leið-
togar stjórnarandstöðunnar fullyrtu á
hinn bóginn að dómarinn hefði verið
hrakinn úr starfi og töldu að saksókn-
araembættið í Mílanó væri að tapa
stríðinu gegn spillingaröflunum. „Það
er ekki hægt að vísa því á bug að
tengsl eru á milli afsagnarinnar og
þeirrar umsáturstilfinningar sem
rannsóknardómarar hafa fundið fyrir
undanfarna rnánuði", sagði Massimo
D’Alema, leiðtogi Lýðræðislega vinst-
riflokksins. Flokkurinn var stofnaður
á rústum gamla kommúnistaflokksins
og er nú stærstur stjórnarandstöðu-
flokka.
Daginn sem Di Pietro sagði af sér
krafðist hann þess að Umberto Bossi,
leiðtogi stjórnarflokksins Norðursam-
bandsins, yrði dæmdur í 10 mánaða
fangelsi fyrir að hafa tekið við ólögleg-
um greiðslum í flokkssjóðinn. Norður-
sambandið er ein þeirra þriggja fylk-
inga sem standa að stjórn Berluscon-
is, hin þriðja er Þjóðarfylkingin, arf-
taki gamla fasistaflokksins, sem hefur
sloppið við spillingarákærur fram til
þessa.
í sveitarstjórnarkosningum fyrir
skömmu hélt Þjóðarfylkingin velli en
hinir stjórnarflokkarnir tveir töpuðu
miklu fylgi. Stjórn Berlusconis hefur
margsinnis verið spáð falli undanfarna
mánuði en hörðustu deilurnar hafa
verið milli Þjóðarfylkingarinnar og
Norðursambandsins, leiðtogar þeirra
hafa skipst á hreinræktuðum svívirð-
ingum. Þess ber þó að geta að þar
koma ekki einvörðungu meint spilling-
armál Ieiðtoganna við sögu heidur
harðar deilur um niðurskurð á fjárlög-
um sem stefnt er gegn ofvöxnu vel-
ferðarkerfi landsins.
Bjargað í horn
Eftirlaunagreiðslur eru að sliga rík-
iskassann. Berlusconi tókst með
naumindum að koma í veg fyrir að
verkalýðsfélög efndu til allsherjar-
verkfalls gegn niðurskurðinum 2. des-
ember, gjaldið var að hann mildaði
verulega fyrirhugaðar sparnaðarað-
gerðir. Allir voru sammála um að það
---------- yrði reiðarslag ef ekki tæk-
ist að koma saman fjárlög-
um fyrir áramótin en gjald-
ið gæti reynst of hátt. Þótt
talið sé að forsætsiráðherr-
ann hafi bjargað stjórn
úlfakreppunni um sinn er
styrkir stöðu
sína um sinn
smm ur
óvíst að lausnin dugi til frambúðar.
Staða Berlusconis hefur a.m.k. á
yfirborðinu breyst til batnaðar á fáum
dögum, fyrir nokkru hvatti breska
tímaritið The Economist ráðherrann
reyndar til að segja af sér vegna spill-
ingarákæranna. Eftir er að sjá hvern-
ig kjósendur launa manninum sem hét
þeim að beijast gegn spillingunni eí
þeir telja hann hafa misnotað vald
sitt til að brjóta á bak aftur herferð
Di Pietros þegar hún fór að ógna
honum sjálfum.