Morgunblaðið - 08.12.1994, Side 38

Morgunblaðið - 08.12.1994, Side 38
38 FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Sæði sáð í ÞRETTÁNDA kafla Matteusarguð- spjalls og í íjórða kafla Markúsarguðspjalls er sagt frá því að mikill mannfjöldi hefði safn- ast að Jesú, sem oftar. Eins og kunnugt er talaði Jesús oft til fólksins í dæmisögum og í umrætt skipti sagði hann. „Sáðmað- ur gekk út að sá, og þá er hann sáði féll sumt hjá götunni, og fuglar komu og átu það upp. Sumt féll í grýtta jörð, þar sem var lítill jarðvegur, og það rann skjótt upp, því það hafði ekki djúpa jörð. Þegar sól hækkaði, visnaði það, og sökum þess, að það hafði ekki rætur, skrælnaði það. Sumt féll meðal þyrna, og þyrnarnir uxu og kæfðu það. En sumt féll í góða jörð og bar ávöxt, sumt hundrað- faldan, sumt sextugfaldan og sumt þrítugfaldan.“ Merking dæmisögunnar Lærisveinar Jesú vildu fá að vita hvers vegna hann talaði til þeirra í dæmisögum. Og þeir vildu að sjálf- sögðu einnig fá að vita um merk- ingu dæmisögunnar. Hann svaraði þeim: „Heyrið þá hvað dæmisagan um sáðmanninn merkir: Þegar einhver heyrir orðið um ríkið og skilur ekki, þá kemur hinn vondi og rænir því, sem sáð var í hjarta hans. Það sem sáð var við götuna, merkir þetta. Það sem sáð var í grýtta jörð, merkir þann, sem tekur orðinu með fögnuði, um leið og hann heyrir það, en hefur enga rótfestu. Hann er hvikull, og er þrenging verður eða ofsókn vegna orðsins, bregst hann þegar. Það er sáð var meðal þyrna merkir þann, sem heyrir orðið, en áhyggjur heimsins og tál auðæfanna kefja orðið, svo það ber engan ávöxt. En það er sáð var í góða jörð, merkir þann, sem heyrir orðið og skilur það. Hann er sá, sem ber ávöxt og gefur af sér hundraðfalt, sextugfalt eða þrítugfalt." Halló! Maður nokkur skrifaði eitt sinn bréf. í bréfínu stóð eitthvað á þessa leið: „Halló! Ég skrifa þetta klukkan fjögur að nóttu á hótelherbergi. Ekki veit ég hvort nokkur á eftir að lesa þetta. Ég er tónlistar- maður, sem vinn óreglulegan vinnutíma og þarf því oft að vaka á nóttinni. Ég hef kom- ist að raun um að lífið er ekki ávallt eins og maður býst við eða eins og maður vill hafa það. Héma er ég á hótelher- berginu, gat ekki sofið og hafði ekkert að gera til þess að láta tímann líða. Eftir nokkra stund og mikil hugarbrot fann ég bók hérna í náttborðsskúffunni. Þetta var Biblían. í hreinskilni sagt þá hef ég aldr- ei haft neinn áhuga á trúarbrögð- um. Samt hugsa ég með mér: „Hvers vegna ekki að lesa svolítið?" Við erum, hvert og eitt, jarðvegur orðsins, að mati Sigurbjörns Þor- kelssonar, og mikil- vægt er, að jarðvegur- inn sé góður. Mér til mikillar undrunar upp- götvaði ég nýja leið mér til hjálpar úr því tómarúmi, sem ég hafði ver- ið í. Ég hef uppgötvað Jesú Krist, sem frelsara minn, og ég hef einnig fengið áhuga á ýmsu, sem ég hafði aldrei áður talið mikilvægt, jafnvel aldrei hugsað út í. Þetta er allt sem mig langaði til að segja.“ Guð gefi að orðið hans hafí fallið í góða jörð í þessu tilviku. Hann gefí að orðið falli í góða jörð hjá flestum, svo við getum borið ávöxt. Ávöxt, sem varir. íklædd Kristi Kristur kom til þess að við rétt- lættumst í trú. „Þér eruð allir Guðs börn fyrir trúna á Krist Jesú. Allir þér, sem eruð skírðir til samfélags við Krist, þér hafði íklæðst Kristi." (Gal. 3:26-27.) Höfundur er framkvæmdastjóri Gideon félagsins á Islandi. Sigurbjörn Þorkelsson blabib - kjarni málsins! Sjábu hlutina í víbara samhengi! Kjör daglaunamannsins EINS OG aðrir hefur undirritað- ur fylgst forvitinn og stundum for- viða með átökum á launamarkaðn- um undanfarin misseri. Samkeppni/samstaða/einokun Nú á þessum krepputímum er aukin samkeppni lausnarorðið jafnt fyrir hinn almenna borgara sem hið opinbera. Allt skal lúta þessari „frelsandi gyðju“; samkeppninni. Én oft vill gleymast að það eru að minnsta kosti tvær hliðar á því goðsagnakennda fyrirbrigði. Hlið kaupandans og hlið seljandans. Þessu hafa kartöflubændur þurft að kynnast nýlega. Á meðan ný verkalýðsfélög berj- ast fyrir tilveru- og sjálfsákvörðun- arrétti sínum reyna önnur að fella þau í verkfallsklafa með tilvísun til laga frá fjórða áratugnum. Þegar bankar hækka vexti heitir það leiðrétting, þegar verkalýðsfélög fara fram á leiðréttingu launa, heitir það hækk- un umfram aðra. Á meðan einkarek- inn fyrirtæki keppa um fjármagn á fijálsum markaði eru verðbréf seld með sérstökum vildarkjörum til kaupa á hlutabréfum í ríkis- fyrirtæki. Hvar eru áhyggjum- ar um réttláta sam- keppni í þessum dæm- um? Eru sumir jafnari en aðrir? Á meðan verkalýðsfélög eru í sífelldum samanburði á kaupi og kjörum er heilum starfsstéttunum meinað að hafa minnsta samráð um verð á útseldri vinnu. Mönnum gæti virst það ákveðin launaparadís að geta sett upp sitt eigið verð. En því er öfugt farið, alltaf virðast ein- hveijir tilbúnir að undirbjóða! Sá sem er til dæmis að leita sér að ódýrum hönnuði getur auðveld- lega sagt að hinn eða þessi vilji teikna fyrir miklu minni þóknun. Hvernig á viðkomandi að sannprófa fullyrðingu? Hönnuðir hafa heldur engan ráð- herra sem gengur fram fyrir skjöldu og bannar innfluttning á hönnunar- þjónustu, á þeim grundvelli að inn- lend „framleiðsla" anni eftirspum. Og jafnvel þótt sett yrðu lög hér á landi sem gerði það óheimilt að selja „vöruna “ undir kostnaðar- verði, eins og Bandaríkjamenn ku hafa gert, getur mönnum reynst erfítt að fínna út „kostnaðarverð“ sérfræðiþjónustu. Verð og gæði Sjálfstætt starfandi þjónustuaðil- um eins og arkitektum, lögfræðing- um, tannlæknum, viðskiptafræð- ingum og verkfræðingum, svo nokkrar stéttir séu nefndar, er hreinlega bannað með samkeppnis- lögum, að styðjast við sameiginlega gjaldskrá sem tryggi þeim þó hugs- anlega einhveija lágmarksþóknun fyrir vinnu þeirra. Þetta er talið tryggja viðskipta- vininum sem hagkvæmust kaup. En hver tryggir kjör þess sem selur vinnu sína í sífellt harðnandi samkeppni? Og hvernig tryggir lög- gjafínn kaupandanum hámarks- gæði þess sem hann borgar fyrir? Varðandi lyfjakaup hefur verið gefín út sérstök bók sem á að gefa vísbendingu um „bestu kaupin“ fyr- ir „sambærileg lyf“. Hvenær fær almenningur slíka bók sem styðjast megi við til að bera saman gæði til dæmis hönnunar, lögfræðiþjón- ustu ellegar tannviðgerða miðað við ákveðið verð? Eða er öll lögfræði- þjónusta og öll húsahönnun „sam- bærileg að gæðum“? Að selja tíma Það er deginum ljósara að mun erfiðara er að réttlæta verð á út- seldri þjónustu, þegar hún byggist fyrst og fremst á sérfræðilegum grunni (t.d. ráðgjöf eða hönnun) heldur en ef hún felur í sér ein- hveija efnissölu (t.d. gullsmíðar, bílviðgerðir eða tannlækningar). Með mikilli lækkun þóknunar er afleiðing- in því miður oft minni/verri þjónusta. Ræstingamaðu sem fær allt í einu helmingi lægri laun fyrir vinnu sína þrífur bara þeim mun verr, þar sem hann reynir að komast yfír sama yfirborð á helmingi skemmri tíma, svo tekið sé ein- falt dæmi til að út- skýra hið augljósa. Það má til sanns vegar færa að aukin tækni (betri verkfæri) geti stytt þann tíma sem í verkið fer án þess að minnka gæðin, en hugverk, eins og til dæm- is hönnun húss eða undibúningur vamar í dómsmáli, verður seint stytt svo nokkru nemi jafnvel með nýjustu tölvutækni. Sú tölva (það forrit) hefur enn ekki verið fundin upp sem hefur raunverulega sköp- unargáfu eða sjálfstæða hugsun. Með öðrum orðum; „Rusl inn = rusl út.“ Úrvinnsla endanlegrar lausnar getur verið fljótlegri, en hin eiginlega sköpun (hönnun eða rök- hugsun) fer enn fram í „litlu gráu frumunum" í höfði þess sem selur sérþekkingu sína. Það er fyrst og fremst fyrir tím- ann sem fer í þessa vinnu (það er líka vinna að hugsa!) sem við borg- um þegar við kaupum sérfræðiþjón- ustu. Eins og t.d. skákmenn vita eru bein tengsl milli þess tíma sem menn eyða í hugsunina og gæða þeirra ákvarðana sem af hennir leið- ir. Þessu er til dæmis eins farið með hönnunarferlið; þeim mun meiri tíma sem varið er í að leita að lausnum og sannreyna þær (á pappímum/í tölvunni) þeim mun meiri gæði felast í endanlegri lausn verksins. Þetta á jafnt við um innra og ytra útlit, nýtingu og varanleika viðkomandi byggingar. Kjör daglaunamannsins Hver er þá raunveruleg staða hins sjálfstætt starfandi, einyrkjans svokallaða? Hann er í raun nokkurs konar daglaunamaður. Með hveiju verkefni sem býðst þarf hann að semja um kaup og kjör. Og um leið er hann að beijast fyrir virðingu sinni sem fagmanns. Hversu lágt getur hann lagst, áður en hann segir: „Hingað og ekki lengra, menntun mín og hæfileikar eru meira virði en þetta." Oft bera menn saman „brúttó“ tölur einyrkjans við „nettó“ tölur launþegans, sem launagreiðandi hefur greitt öll launatengd gjöld og tryggingar fyrir. Til frekari glöggvunar vil ég benda Iesendum á grein Jóhönnu Þráinsdóttur og Veturliða Guðna- sonar; „Einyrkjar, nútíma þrælar?“ í Morgunblaðinu hinn 22. sept. sl. Hveijum þjónar samkeppnin? Óþolinmæði er eitt af sterkustu þjóðareinkennum íslendinga. Þetta einkenni á ekki síst við um þá sem hyggjast fara út í byggingarfram- kvæmdir. Allir hönnuðir kannast við það viðhorf að hönnunin megi helst engan tíma taka, það þurfi Kostnaðarvitund er lítils virði, segir Arni Þorvaldur Jónsson, nema gæðavitund sé efld samhliða. að fara að grafa. Þar að auki má hún helst ekkert kosta. Við þetta bætist svo hið rótgróna viðhorf (sem á rót sína trúlega að rekja til andúð- ar íslendinga á menntaðri yfírstétt Dana) að hugsun (þ.m.t. hönnun) sé í rauninni ekki vinna, heldur skemmtun eða dægradvöl. Það er ekki erfítt að sjá í hendi sér hveijum samkeppnin, þjónar best. „Göslurum" í húsahönnun kemur það einkar vel að fá viðskiptavini með „ofþroskaða kostnaðarvitund“. Slíkur „kúnni“ sér ekki lélegt nýtingarhlutfall hússins í ánægju sinni yfir lágri þóknunarupphæð. Hann tekur ekki eftir yfirhleðslu í steypumassa vegna ánægjunnar fyrir því hversu meðfærilegur og þægilegur hönnuðurinn var í sam- skiptum þeirra. Hann lítur fram hjá því hversu húsið er í rauninni lítið augnayndi, vegna ánægjunnar yfír því að geta nú farið að grafa fyrir grunninum. Við slík viðhorf eru arkitektarstöð- ugt að glíma. Það er gott og blessað að menn efli með sér „kostnaðarvit- und“ á öllum mögulegum sviðum, en hún er lítils virði ef menn efla ekki „gæðavitund" sína samhliða. Ný teikn? Það eru sem betur fer einhver teikn á lofti að við íslendingar séum að fara að átta okkur á eigin skammsýni. Steinsteypan var til langs tíma álitin því sem næst eilíf. Opinberum byggingum var ekki haldið við og lánakerfíð veitti ein- ungis lán til nýbygginga. Nú virð- ast menn vera að vakna til vitundar um mikilvægi viðhalds og er þá nokkur von til þess að menn átti sig á því að hið fornkveðna; að „lengi býr að fyrstu gerð“, á ekki síst við um byggingar. Menn fara þá ef til vill að átta sig á því að byggingar eiga mismik- ið tilkall til þess að þeim sé haldið við. Og þar munu, hér eftir sem hingað til, byggingalistfræðileg gæði vega þyngst á metunum. Höfundur er sjálfstætt starfandi arkitekt. Árni Þorvaldur Jónsson 20% AFSLÁTTUR gföllum vörum verslunarinnar í dav> á morvun og sunnudaz 1 ■■ Lítið innl- Mikið úrval blóma og gjafa. Blómabúðin RÓSÍn Ooið alla daga frá kl. 12 - 22. (Heimsendingarþjónusta) Nethyl 2 sími 673370.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.