Morgunblaðið - 08.12.1994, Qupperneq 44
44 FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR/PRÓFKJÖR
MIIMNINGAR
Eflum
atvinnulífið
NÚVERANDI ríkisstjórn hefur
með afskiptaleysi sínu kallað at-
vinnuleysisböl yfir þjóðina. At-
vinnuleysi hefur vaxið, í dag eru
um 7.000 manns atvinnulausir. Á
hveiju ári koma 1.700
manns í fyrsta sinn inn
á vinnumarkaðinn. Það
þýðir að fyrir aldamót
.^þarf að skapa 10.000
ný störf ef tala at-
vinnulausra á ekki enn
að hækka. Atvinnu-
leysið er í dag um
4,7%. í ár hafa verið
greiddir 2,6 milljarðar
í atvinnuleysisbætur,
og hefur þá bótaupp-
hæðin þrefaldast frá
árunum 1990 og 1991.
Samkvæmt upplýsing-
um Hagstofunnar er
atvinnuleysi hlutfalls-
lega meira meðal
kvenna en karla og mest meðal
yngri aldursflokka. Mælist atvinnu-
leysið 15% meðal 16-19 ára fólks,
*og 7% meðal fólks á aldrinum
20-29 ára. Slíkt atvinnuleysi er
óásættanlegt og ætti að vera
áhyggjuefni allra stjórnmálaflokka.
Núverandi ríkisstjórn hefur ekki
burði til að minnka atvinnuleysið.
Hún hefur þvert á móti notað at-
vinnuleysið sem hagstjórnartæki.
Launafólk hefur sætt sig við lélegri
og lélegri kjör einungis til þess að
halda vinnunni.
Álögur ríkisstjórnarinnar
--<«•* Á kjörtímabili þessarar ríkis-
stjórnar hafa skattar hækkað, þvert
á gefin loforð. Fólk trúði því fyrir
kosningar síðast að Sjálfstæðis-
flokkurinn myndi ekki hækka skatt-
ana. Efndirnar eru engar. Auk þess
hafa verið lögð á allskyns þjónustu-
gjöld sem eru ekkert annað en
skattar. Barnabæturogvaxtabætur
hafa verið lækkaðar. Á sama tíma
vill ríkisstjórnin ekki leggja á fjár-
magnstekjuskatt, og afleggja á
hátekjuskatt. Það þekkist ekki í
nokkru nágrannaríki okkar að efna-
meira fólki er hlíft við fjármagns-
tekjuskatti. Það er greinilegt hveija
ríkisstjórnin er að vernda. Þeim sem
betur mega sín skal sérstaklega
hlíft, aðrir eiga að bera uppi samfé-
lagið. Framsóknarmenn hafna slíkri
stefnu. Þeir hafa fólk í fyrir rúmi
og vilja manngildi ofar auðgildi.
Tillögur framsóknarmanna
Á nýafstöðnu flokksþingi mótuðu
framsóknarmenn stefnu sem trygg-
Stretsbuxur
kr. 2.900
Mikið úrval af
allskonar buxum
Opið á laugardögum
kl. 11 - 16
ir að atvinnulífinu verði komið í
gang, atvinnuleysi minnkað og hag-
vöxtur aukinn. í stefnunni segir að
starfsemi Byggðastofnunar, At-
vinnuleysistryggingasjóðs og at-
vinnuráðgjafa verði
sameinuð í Atvinnu-
þróunarstofnun sem
hafi það hlutverk að
stuðla að eflingu at-
vinnulífs, nýsköpun i
atvinnulífi með
áhættuíjármagni og
aðstoða þá sem vilja
stofna fyrirtæki. Ríkis-
sjóður leggi fram einn
milljarð árlega í ný-
sköpun atvinnulífs, og
samið verði við lífeyris-
sjóði um að þeir leggi
5-10% af ráðstöfun-
arfé sínu sem áhættufé
í atvinnulífið. Með
þessum hætti á að
auka hagvöxt um 2,5-3% á ári.
Með því að gera fjárlög til fjögurra
ára, halda ríkisútgjöldum föstum
og með auknum hagvexti er hægt
að eyða ríkissjóðshallanum.
Lífskjarajöfnun
Lífskjarajöfnun er annað mál
sem framsóknarmenn leggja mikla
áherslu á. Ríkisvaldið á að hafa
Varið verði þremur
milljörðum króna af
hálfu ríkisins, segir
Siv Friðleifsdóttir,
til að greiða fyrir
kj arasamningnm.
forystu um að ganga frá kjara-
samningum við aðila vinnumarkað-
arins. Varið verði þremur milljörð-
um króna af hálfu ríkisins til að
greiða fyrir kjarasamningum sem
hafi lífskjarajöfnun og framsækna
atvinnustefnu að markmiði. Þetta
fjármagn verði sótt til þeirra sem
betur mega sín og með uppstokkun
og einföldun í skattakerfinu. Líf-
skjarajöfnunin felst m.a. í að skatt-
leysismörk verði hækkuð, persónu-
afsláttur milli hjóna og sambýlis-
fólks verði millifæranlegur að fullu,
vaxta- og barnabætur verði hækk-
aðar, vextir í bankakerfinu lækkað-
ir og orkukostnaður milli landshluta
jafnaður.
Manngildi ofar auðgildi
Miklar hræringar eru nú í ís-
lenskum stjómmálum eins og skoð-
anakannanir sýna. Á umrótartím-
um er mikilvægt að traust og
ábyggilegt afl eins og Framsóknar-
flokkurinn er taki að sér að leiða
þjóðina á farsælar brautir. Gæði
landsins og mannauður gerir það
kleift að hér á að geta þrifist fyrir-
myndar velferðarsamfélag sem ber
hag allra fyrir brjósti. Til að svo
geti orðið þurfa íslendingar að
flykkja sér um þau öfl sem setja
manngildi ofar auðgildi.
Höfundur tekurþátt íprófkjöri
framsóknurmnnnu í
Reykjaneskjördæmi.
Siv Friðleifsdóttir
SIGFÚS TRYGGVI
KRISTJÁNSSON
+ Sigfús Tryggvi
Kristjánsson,
brúarsmiður, fædd-
ist í Holtsmúla,
Staðarhreppi í
Skagafirði 23. júní
1904. Hann lést í
Borgarspítalanum
28. nóvember síð-
astliðinn. Foreldr-
ar Sigfúsar voru
Daníel Kristján
Bjarnason, bóndi á
Þröm og síðar
Lækjarbakka, f.
2.3. 1877, d. 21.10.
1949, og Guðrún
Stefanía Jónsdóttir, húsmóðir,
f. 24.12. 1870, d. 3.9. 1945.
Bræður Sigfúsar voru fjórir:
Bjarni, f. 19.12. 1902, nú látinn,
Halldór, f. 7.5. 1908, Konráð,
f. 2.2. 1906, nú látinn, og Guð-
mundur, f. 27.5 1910, nú látinn.
Sigfús kvæntist 27.9. 1930 Sig-
riði Elínu Guðbjartsdóttur frá
Hjarðarfelli, f. 22.2. 1911. Börn
Sigfúsar og Elínar eru: 1) Sig-
fús Örn, f. 5.1. 1932, verkfræð-
ingur hjá Alþjóðabankanum í
Washington DC, kvæntur Mar-
gréti Jensdóttur. Þau eiga eina
dóttur og hafa alið upp tvo
syni Margrétar. 2) Sigríður, f.
2.1. 1934, gift Birni Kjaran
skipstjóra. Þau eiga fjögur
börn og fimm barnabörn. 3)
HEIÐURSMAÐURINN Sigfús
Kristjánsson, brúarsmiður, hefur
nú kvatt eftir langa og viðburðaríka
ævi. Brúarsmiðir og vegagerðar-
menn leggjast út á sumrin en að-
búnaður var nokkuð frumstæðari
lengst af starfstíma Sigfúsar en
hann er orðinn nú. Helgarleyfi tíðk-
uðúst varla og því var líf Sigfúsar
svo nátengt starfi hans, hann og
brúarvinnuflokkurinn voru nánast
eitt. Elín, kona hans, var í mörg
ár ráðskona og synir Sigfúsar voru
löngum með honum í sumarleyfum
sínum.
Haustið 1939 var brúarvinnu-
flokkur Sigfúsar staddur við
Reykjadalsá í Reykholtsdal. Þá
aðstoðaði ung systir Elínar, Guð-
björg, við ráðskonustörfin. Og einn
af heimamönnum úr sveitinni, ung-
ur stúdent, Helgi J. Halldórsson,
starfaði við flokkinn um skeið. Þar
hófust fyrstu kynni foreldra minna
og má því segja að Sigfús hafi
verið mikill áhrifavaldur í lífl þeirra.
Foreldrar mínir gengu í hjónaband
í febrúar 1945 og brúðkaupsveislan
var að sjálfsögðu haldin á Hrísa-
teignum hjá Ellu og Sigfúsi. Líf
fjölskyldu minnar hefur æ síðan
verið samofið lífi þeirra heiðurs-
hjóna. Yngsti sonur þeirra er fædd-
ur sama ár og ég og vorum við
alin upp sem systkini værum. Syst-
urnar, Sigga og Helga, voru kallað-
ar til þess að gæta mín og systra
minna þegar mikið lá við. Og þegar
foreldrar mínir þurftu að bregða
sér af bæ var okkur að sjálfsögðu
komið fyrir hjá Ellu frænku. Sigfús
var höfðinglegur maður og yfir
honum ríkti mikil heiðríkja. Hann
var einstaklega barngóður og vilj-
ugur að tala við börn og leika við
þau og alltaf til í svolítið sprell.
Ógleymanleg eru jólaboðin á Hrísa-
teignum þegar við systur vorum
litlar. Þar ríkti ævintýrið, allt var
svo fínt og fallegt, farið var í leiki,
spilað púkk og borðaðar krásir úr
eldhúsi Ellu og Sigfús sprellaði.
Sigfús varðveitti þennan eiginleika
sinn alla tíð. Þau eru ófá barna-
börnin og barnabarnabörnin sem
hafa notið ástúðar hans fyrir utan
önnur börn í fjölskyldunni eins og
börnin mín sem ævinlega kölluðu
hann Sigfús afa.
Faðir minn tók upp þráðinn að
nýju við brúarsmíð með Sigfúsi
rétt eftir miðjan sjötta áratuginn
og var með honum öll sumur þang-
að til síldarævintýrið hófst. Eitt
Helga, f. 2.5. 1937,
gift Gunnari D.
Kjartanssyni, sem
lést 9.9. 1970. Dæt-
ur þeirra eru tvær
og tvö barnabörn.
Helga er nú gift
Hjalta Stefánssyni.
4) Guðbjartur, f.
11.8. 1945, yfir-
verkfræðingur hjá
gatnamálas tj óra
Reykjavíkurborg-
ar, kvæntur Ragn-
heiði Ásgrímsdótt-
ur, kennara. Þau
eiga þijú börn. Sig-
fús ólst upp hjá vandalausum á
ýmsum bæjum í Eyjafirði þar
til hann fór til náms í trésmíði
og brúarsmíði hjá Sigurði
Björnssyni brúarsmið. Sigfús
lauk sveinsprófi í trésmíði árið
1931. Frá 1926 starfaði Sigfús
að brúarsmið fyrir Vegagerð
ríkisins á sumrum og í áhalda-
húsi Vegagerðarinnar á vetr-
um. Sigfús vann hjá Vegagerð-
inni til ársins 1942 en frá 1942
til 1953 starfaði hann við húsa-
smíðar í Reykjavík en kom aft-
ur til Vegagerðarinnar árið
1953 og starfaði þar óslitið við
brúarsmíðar og í áhaldahúsi til
ársins 1974. Útför Sigfúsar hef-
ur farið fram í kyrrþey.
sumarið var móðir mín einnig ráðs-
kona og tók yngstu systur mínar
tvær með sér. Sigfús starfaði um
þær mundir á Vestfjörðum þar sem
vegakerfið var enn mjög ófullkom-
ið. Ég fékk ekki að heimsækja þau
í tjöldin og sennilega hefur þetta
útilegulíf fengið á sig meiri ljóma
í mínum huga af því að ég fékk
ekki tækifæri til þess að kynnast
því. En ég ímyndaði mér að sólin
skini allt sumarið í þessari undra-
paradís á Vestfjörðum þar sem hinn
frækni brúarvinnuflokkur Sigfúsar
brúaði hveija ófæruna á fætur ann-
arri... Sennilega hefur þó oft verið
kalt og blautt í tjöldunum. En samt
virtist það vera eftirsóknarvert hjá
ungum skólastrákum að komast í
flokk Sigfúsar og unnu þeir þar
með hinum þrautseigu Bílddæling-
um sem löngum fylgdu Sigfúsi.
Mig grunar að þeir séu ófáir
menntamennirnir og aðrir á miðjum
aldri sem fengu fyrsta smjörþefinn
af vinnu í brúarvinnunni hjá Sigf-
úsi. Ég mun ekki fjölyrða um brúar-
vinnustörf Sigfúsar, til þess hef ég
ekki þekkingu, en ég veit að hann
var góður smiður og sérstaklega
vandvirkur.
Með þessum fátæklegu orðum
langar mig til þess að fá að þakka
Sigfúsi fyrir allt sem hann gerði á
sinni löngu ævi fyrir foreldra mína
og okkur systur og börnin okkar
og maka. Ég sendi Ellu, móðursyst-
ur minni, og börnum þeirra hjóna,
bamabörnum og barnabarnabörn-
um innilegar samúðarkveðjur. Ég
veit að þið hafið misst mikið. En
um leið get ég ekki látið hjá líða
að óska þeim til hamingju með að
hafa átt slíkan lísförunaut sem Sig-
fús. Blessuð sé minning hans.
Sigrún Helgadóttir.
Með söknuði kveð ég móðurafa
minn, Sigfús Kristjánsson, sem er
látinn níræður að aldri. Að deyja í
hárri elli, saddur lífdaga, eftir lang-
an og farsælan veg hljóta að vera
þau ævilok sem allir kýsu, mættu
þeir sjálfir ráða og því ekki annað
hægt en samgleðjast þeim sem eru
svo lánsamir að fá þá ósk upp-
fyllta. Samt fyllir söknuður og tregi
hugi okkar sem eftir lifum, því við
höfum misst þann sem okkur var
kær, hann afa Sigfús. Lífsþrek
hans var búið og hvíldin kærkomin.
Upp í hugann koma minningar
liðinna ára. Órfá brot frá bernsku
hans og uppvaxtarárum eins og
sagan af góðu konunni sem gaf
honum sokkana þegar hann var
barn og niðursetningur í Eyjafirði
og líka hvernig hann vann fyrir
trésmíðanáminu með því að bera
kolapoka á bakinu upp úr skipunum
á morgnana áður en hann fór í
skólann. Ekki má heldur gleyma
sögunni af því þegar hann kom
með brúarvinnuflokkinn vestur á
Snæfellsnes og kynntist heimasæt-
unni á Hjarðarfelli sem seinna átti
eftir að verða konan hans og amma
mín.
Ævintýraljómi er yfir þessum
minningum og afi og brúarvinnu-
flokkurinn sem hann var verkstjóri
yfir eru í huga mínum merkilegur
hlekkur í sögu samgöngumála á
íslandi. Nokkrum sinnum heimsótt-
um við hann og ömmu í brúarvinn-
una, en hún var ráðskona flokksins
mörg sumur.
Þessar heimsóknir eru
ógleymanlegar, því þar kynntumst
við allt öðrum afa sem þeim sem
fór með kaffi á brúsa með sér í
Vegagerðina á veturna þar sem
hann vann á trésmíðaverkstæði.
Brýrnar voru hálft hans lif og þeg-
ar hann varð að hætta að vinna
missti hann mikið.
Síðustu árin lá hann margar og
erfiðar sjúkdómslegur, en hann
hafði ótrúlegt þrek og baráttuvilja
sem ekki bognaði fyrr en nú allra
síðast. Þannig gat sonur minn, sem
nú er sex ára, ekki ímyndað sér
neinn eins sterkan og langafa fyrir
tveimur árum. Hann afi var okkur
barnabörnunum hlýr og ljúfur og
ávallt var stutt í kímnina. Hann
fylgdist ótrúlega vel með högum
afkomenda sinna fram á síðasta
dag og spurði ávallt frétta á þann
hátt að maður fann hve vænt hon-
um þótti um okkur öll. í fyrrasum-
ar þegar hann varð níræður ætlaði
hann að koma hingað vestur í
Stykkishólm ásamt ömmu og vera
hjá okkur fjölskyldunni í nokkra
daga. Af því varð aldrei vegna veik-
inda hans. Við héldum þó áfram
að leggja á ráðin um hvenær þau
myndu geta komið, því afi vildi
aldrei gefast upp. Fyrir um tveimur
vikum áttum við afi langt spjall og
ákváðum að hittast nú um jólin.
Ljóst er að ekki verður af þeim
fundi með þeim hætti sem við höfð-
um hugsað okkur. Við fráfall afa
hefur öll fjölskyldan misst mikið.
Mestur er þó missir ömmu, eftir
tæplega 65 ára hjónaband. Megi
góður guð styrkja hana í sorginni.
Ragnheiður Gunnarsdóttir
og fjölskylda, Stykkishólmi.
Látinn er í hárri elli heiðursmað-
urinn Sigfús Tryggvi Kristjánsson
brúarsmiður. Leiðir okkar lágu
saman þegar Margrét móðir mín
giftist Sigfúsi Emi syni hans árið
1964. Ég var þá níu ára gamall
og fylgdist með af áhuga þegar
Sigfús eldri kom með hefilbekkinn
sinn í nýja íbúð fjölskyldunnar og
tók til við að vinna tréverkið. Ferm-
ingarsumarið mitt var ég síðan
ráðinn sem handlangari í brúar-
vinnuflokk Sigfúsar og með honum
var ég síðan næstu fjögur sumur.
Þá voru vinnubrögð önnur en í
dag. Minna var um vélar og því
mátti hafa gagn af strákum þótt
þeir væru ekki háir í loftinu. Það
var því stundum piltastóð í flokki
Sigfúsar og þurfti lagna verk- og
flokkstjóra til að stjórna skaranum.
En þetta var uppbyggjandi tími og
trúi ég að við sem fengum að taka
þátt í þessu, höfum ekki síður haft
gagn af brúargerðinni en þeir sem
nýttu mannvirkið, þótt á annan
hátt væri.
Ég er einn af nokkrum sem ílenst
ha'fa í vinnu hjá Vegagerðinni eftir
að'hafa byijað sem sumarmenn hjá
Sigfúsi. Það er því við hæfi að ég
lýsi hér ævistarfi hans í stórum
dráttum.
Sigfús fékk ungur áhuga á að
komast í nám í trésmíði en fékk
ekki pláss fyrir norðan. Sumarið
1923 var Sigurður Björnsson
brúarsmiður að byggja brýrnar yfir
Eyjafjarðarárnar og fór svo að
hann samþykkti að taka Sigfús í
læri. Sigfús fór því suður til