Morgunblaðið - 08.12.1994, Síða 45

Morgunblaðið - 08.12.1994, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1994 45 Reykjavíkur þá um haustið, hóf nám við Iðnskólann og var þar þá um veturinn. Reyndar fór það - þannig að þetta varð eina skólavist- in, því næstu vetur hélt meistarinn Sigfúsi við bryggjusmíði í Viðey en þaðan var þá rekin umfangsmik- il útgerð. Námstíminn var þrjú ár og á þeim árum voru samningar þannig að lærlingar fengu engin laun en meistarinn sá þeim fyrir fæði og húsnæði. Sigfús varð því að vinna við uppskipun á kvöldin og um helgar til að geta fatað sig og haft einhvena vasapeninga. Sumarið 1924 fylgdi Sigfús meistara sínum til ísafjarðar þar sem þeir voru við bryggjusmíði en síðan voru þeir við brúargerð á sumrin það sem eftir var náms- tímans. Sumarið 1925 byggðu þeir t.d. mikla brú yfir Vesturós Héraðs- vatna, en sú brú fær reyndar hvíld- ina nú í þessum mánuði þegar umferð verður hleypt á nýja þrú yfir ósinn. Námstímanum var lokið haustið 1926 og þá strax byggði Sigfús sína fyrstu brú. Það kom þannig til að þeir Sigurður voru nýkomnir norðan úr landi þegar þeir voru kallaðir á Túngötu 20 þar sem Geir G. Zoéga þáverandi vegamála- stjóri bjó og hafði skrifstofu sína. Geir hafði það erindi við þá að Sig- urður átti að fara austur á Eski- fjörð og taka við verki, en þar hafði brúarsmiðurinn orðið bráðkvaddur. Sigfús átti hins vegar að fara aust- ur í Ölfus og byggja brú yfir Varmá hjá Hveragerði. Eitthvað kom þetta flatt upp á Sigfús og hann var treg- ur til fararinnar, því annars ágætur meistari hans hafði ekki gert mikið af því að sýna honum brúarteikn- ingar og kenna honum að lesa úr þeim. En Geir tók ekki annað í mál en að Sigfús færi og var hann sendur af stað með þau áhöld og verkfæri sem þurfti. Brúin var síð- an byggð og gekk það vel þrátt fyrir einhver veðuráhlaup. Tveimur vikum eftir að Sigfús steypti brúna og var kominn í bæinn hringdi Geir í hann með þær fréttir að hlaup hefði komið í Varm- ána og hafði tekið undirsláttinn undan brúnni. Bílar hefðu síðan ekið yfir hana, þar sem bráða- birgðabrú hafði einnig tekið af. Geir hafði skiljanlega áhyggjur af brúnni, þar sem venjan var að láta standa undir brúm í a.m.k. 28 daga og þá sérstaklega þar sem steypa harðnar hægar á þessum árstíma. En brúin stóð og má eflaust þakka það þeim sið Sigfúsar að hafa að- eins hæfilega mikið vatn í steyp- unni þegar hún var hrærð. Sigfús varð eftir þetta sjálfstæð- ur brúarsmiður og byggði brýr öll sumur þrátt fyrir að hann tæki ekki sveinspróf fyrr en í byijun árs 1931. Á veturna var hann í áhalda- húsi Vegagerðarinnar og var m.a. annars við að smíða hestvagna sem notaðir voru við mölburð í vega- gerð. Árið 1929 var sérlega mikið unnið við veginn til Þingvalla um Mosfellsheiði, vegna fyrirhugaðrar Alþingishátíðar. Þann vetur voru smíðaðir 90 vagnar sem flestir fóru til notkunar við Þingvallaveginn um vorið. Sumarið eftir byggði Sig- fús svo m.a. tvær brýr á Þingvöll- um, yfir Peningagjá og Öxará við Valhöll. Þessi vinna hélt áfram næstu árin, eða fram til 1942. Þá höfðu verkefni minnkað það mikið í brúargerð að Sigfús varð að snúa sér að húsasmíði í Reykjavík. Hann byggði Landsmiðjuhúsið 1942-43 og næstu árin þar á eftir nokkur hús við_ Sundlaugaveginn og þar í kring. Árið 1953 fór hann aftur til Vegagerðarinnar og var þar stans- laust til ársins 1974. Þetta síðara tímabil var Sigfús nánast eingöngu á Vestfjörðum. Vegakerfið þar var þá afar frum- stætt og margt ógert. Sigfús byggði um 150 brýr fyrir Vega- gerðina og voru langflestar þeirra fyrir vestan. Það má því segja að hann hafi lagt dijúgan skerf til samgöngumála í þessum lands- hluta. Starfsævi hans við brúasmíð- ar náði yfír 50 ára tímabil, enda fór svo að hann brúaði nokkrar ár tvisvar sinnum á sama stað. Sigfúsi fannst sjálfum að mesta mannvirkið sem hann byggði hafi verið brúin yfir Bjarnadalsá á Vest- fjarðavegi um Bröttubrekku. Hún var byggð 1930 og þótti það mikil og erfið brúargerð. Gólfið var í 17 m hæð yfír vatnsfleti árinnar og undirslátturinn því mikill. Þarna fékk Sigfús fyrst steypuhrærivél sem hann hafði síðan yfirleitt við stærstu verk, en áður hafði allt verið hrært á bretti. Stórir kranar voru hins vegar lítið notaðir fyrr en undir það síðasta. Sumarið 1971 byggði Sigfús mikla bogabrú yfir Haukadalsá í Dölum og var hún síðasta bogabrú- in sem byggð var hér á landi og með stærsta bogann, þar til ný bogabrú var byggð á Jökulsá á Brú nú í sumar. Aðbúnaður við vinnu og viðlegu breyttist mikið á þessum 50 árum. Lengst af var auðvitað búið í tjöld- um en einhverskonar eldhússkúrar fóru að sjást upp úr 1930. Lengi voru það flekaskúrar sem skrúfaðir voru í sundur fyrir flutninga. Um- fang verka réð einnig miklu um það hvernig aðstaðan var og ef erfitt var með flutninga var lítið í lagt. Það þurfti að fæða mannskapinn og Elín, eiginkona Sigfúsar, var ráðskona í flokki bónda síns í mörg ár. Önnur ár kom hún til starfa á haustin þegar sumarráðskonumar þurftu að hverfa að öðru. Ég hafði ungur komist í raun um að matargerð Elínar tók flestu fram og þótti mér gott að komast í veislur í Stóragerðinu, þar sem heimili þeirra hjóna var lengi. Ég kveið því engu þau sumur sem ég vann hjá Sigfúsi ef von var á að Elín kæmi til starfa í eldhússkúrn- um. Það þurfti mikla útsjónarsemi hjá ráðskonunni við að reka svo stórt mötuneyti þegar dagsferð var í næsta kaupstað. Það var þá gjarn- an „Dóri bróðir“, Halldór Kristjáns- son bróðir Sigfúsar, sem fékk það ábyrgðarmikla starf að fara með innkaupalistann í kaupfélagið. Sumir bræðra Sigfúsar voru í vinnu hjá honum um lengri eða skemmri tíma en Dóri var lengst og setti sterkan svip á flokkinn. Hann lifir nú bræður sína. Síðustu árin hafa þau hjónin Sig- fús og Elín búið á vistheimilinu Seljahlíð. Heýrnin var farin að minnka og heilsan að bila en það kom alltaf ljómi í augu Sigfúsar þegar hann fékk tækifæri til að rifja upp sögur af brúargerð og samstarfsmönnum sínum hjá Vegagerðinni. Nú hefur síðasta sagan verði sögð en brýrnar standa víða um landið og bera byggingar- meistaranum vitni. Viktor A. Ingólfsson. SIGRIÐUR PETURS- DÓTTIR FAABERG Frágangur afmælis- og minning- argreina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit afmælis- og minningar- greina séu vel frá gengin, vélrit- uð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl- ingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svo- kallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS- textaskrár. Þá eru ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. Það eru vinsamleg tilmæli olaðsins að lengd greinanna Ári ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallín'ubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Greinarhöf- undar eru beðnir að hafa skím- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. + Sigríður Pétursdóttir Faa- berg fæddist í Reykjavík 6. desember 1919. Hún lést í Nor- egi 4. október síðastliðinn. HINN íjórða október síðastliðinn lézt í Noregi frú Sigríður Pétursdóttir Faaberg en minningarorð um hana hafa þegar birzt, og minningarathöfn farið fram. Okkar kynni voru löng og góð. Við vorum nágrannar, for- eldrar okkar voru vinir og mér fannst öll átta böm Ingibjargar og Péturs á Hólavelli vera systkini mín og lít enn svo á. Að Sigríði meðtalinni eru þijú horfin. Fáein ár voru á milli okkar, nóg til að viðhalda hæfílegri virðingu okkar yngri krakkanna - en ekki svo mörg að hrikti í undir- stöðum, þótt viðhöfð væru gaman- mál. Seinna dró saman með okkur unz allur aldursmunur hvarf. Okkur fannst hún farin ,á heims- enda þegar hún hélt utan til starfa í sendiráði íslands í miðri seinni heimsstyrjöld. Þar kynntist hún sín- um framtíðarförunaut Lars Faaberg, en hann var göfugmenni og drengur góður og fylgdi Sigga honum með börnin víða um heim. Þau bjuggu í Ameríku, Ítalíu, Svíþjóð og Noregi, því hann starfaði sem loftsiglinga- fræðingur hjá SAS (Navro). Það var gott að vera gestur þeirra og böm þeirra íjögur tóku mikinn þátt í þeim höfðinglegu móttökum, sem viðhafð- ar voru þar á bæ. Stutt var ávallt í glettnina hjá Siggu - hún gat horft þessu draum- kennda augnaráði eins og á óráðna gátu eða út í fjarskann en skyndilega svo slegið á léttari strengi, hlegið þessum dillandi hlátri þeirrar ungu sálar er inni var fyrir. Og þetta með ákaflega misjafnri heilsu. Við höfð- um gott samband þrátt fyrir fjar- lægðina. Hún var fáguð kona, sem naut fínni drátta menningarinnar. Tiygg- lynd, raunsæ og staðföst. Hún átti brúðkaupsdag þann dag- inn sem hún var brottkvödd. Ég trúi því að móttökurnar í öðrum heimi hafi ekki valdið þessari ágætu og rómantísku konu neinum vonbrigð- um. Lars var farinn nokkrum áram á undan. Aðstandendum votta ég samúð. Blessuð veri minning Siggu og Lars. Margrét Thors.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.