Morgunblaðið - 08.12.1994, Síða 46

Morgunblaðið - 08.12.1994, Síða 46
46 FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1994 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Svandís Sigurð- ardóttirfæddist á Hafnarnesi við Fáskrúðsfjörð 1. desember 1940. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 29. nóvember síðastlið- inn. Móðir hennar var Ragnhildur Sigurðardóttir, en hún er látin. Svand- ís átti einn bróður, Eirík Stefánsson. Fyrstu sex ár sín var Svandís í fóstri hjá Gróu Einars- dóttur og Kristjáni Jóhannssyni í Hvammi við Fáskrúðsfjörð, en árið 1948 kom hún til Reykjavíkur og tóku hjónin Katrín Krístjánsdóttir ljósmóð- ir og hjúkrunarkona og Jósef Einarsson verkstjóri hjá Reykjavíkurborg við henni og ólst hún upp hjá þeim eða allt þar til að Katrín fór á Elliheim- ÞAÐ var 1. desember fyrir tíu árum, sem ég hóf störf á sambýlinu í Auð- arstræti 15. Nokkrum dögum seinna flutti Svandís til okkar. Eg hygg að okkur hafi báðum liðið vel þar frá fyrsta degi. Svandís átti afmæli 1. desember þannig að á afmælunum hennar átti ég starfsafmæli og þess minntumst við ár hvert. Svandís setti fljótt mark sitt á heimilislíf í Auðarstræti. Eiginleikar hennar komu smám saman í ljós. Fyrst kannski létt skap og glettni og svo góðlátleg stríðni. En fljótlega líka eftirtektarsemi, ábyrgð, hlýja, væntumþykja og tryggð. Hún var sjálfri sér nóg, vildi ekki skulda nein- um neitt, gjafmild og við starfsfólk- ið máttum passa okkur á að láta ekki heyrast um efnahagsleg vand- ræði, því þá vildi hún endilega létta undir og lána af því litla sem hún átti. Hún bar umhyggju fyrir sam- býlingum sínum og bauð þeim ávallt af sínu ef einhvem vantaði eitthvað. Hún átti til að kaupa smáhluti s.s. tannkrem eða sjampó, ef hún hafði séð að þá vantaði. Svandís fylgdist vel með öllu sem gerðist og gott var að spyrja hana ef eitthvað var óljóst þegar maður kom á vakt eftir nokk- urra daga fjarveru. Hún var líka oft beðin fyrir skilaboð og það var nokk- uð öruggt að hún kom þeim til skila. Hún kallaði á okkur um leið og við komum á vaktina, oft til að sýna okkur eitthvað skemmtilegt, sem hún hafði heyrt eða séð t.d. í blöðun- um og klippti það síðan út og setti í möppu. Daglegt líf Svandísar var í föstum skorðum. Hún tók daginn snemma og fór í Bjarkarás þar sem hún vann af kappi. Þegar heim kom vildi hún ljúka heimilisverkum af ef einhver voru og ef það gekk ekki var oft stutt í óþolinmæðina. Henni féll illa að draga hlutina og bíða. Fyrri árin sat hún við útsaum í frístundum og saumaði þá stærðar myndir, sem prýða veggi sambýlisins. Seinni árin var það hins vegar pijónaskapur sem hún hafði meiri áhuga á. Hún sat oft allt kvöldið og pijónaði einkum leista og borðklúta. Á þessa hluti var hún síðan ónísk. „Vantar þig ekki leista? En Öddu Kristínu?" Og þeir eru margir sem fengu hjá Svandísi borðklút. Svandísi þótti íslenskur matur sá besti. Hún var í essinú sínu í slátur- tíðinni og við munum lengi minnast sláturgerðarinnar nú í haust þegar hún sat lasin, en samt sæl og glöð og þvoði sviðakjammana og fylgdist með sláturgerðinni og tók sínar ár- legu heimildarmyndir. Já, Svandís var ljósmyndari hússins. Hún hafði næmt auga fyrir skemmtilegum augnablikum og var fljót að ná í myndavélina og smella og náði oft góðum myndum. Hún var óhrædd að segja skoðanir sínar og einlæg benti hún á ýmislegt sem henni fannst betur mega fara svo sem varðandi klæðnað og klippingu. Undanfarin ár hefur verið unnið ilið Grund 1982. Jósef var þá látinn. Hann lést 1966, en Katrín 1983. Fóst- ursystkin Svandís- ar voru: 1) Oli Bjarni Jósefsson, d. 10. júlí 1991, var kvæntur Sesselju Eiríksdóttur. Börn þeirra eru Unnur, Katrín og Krislján. 2) Sigurþór Jósefs- son, kvæntur Ing- veldi V. Þórarins- dóttur, d. 1992. Börn þeirra Katrín og Guðný. 3) Þorgerður Péturs- dóttir, gift Jóni Sigurðssyni. Sonur þeirra er Sigurður. Árið 1982 fór Svandís á Kópavogshæli og þaðan á sam- býlið við Auðarstræti 15 eða árið 1984. Útför Svandísar verður gerð frá Bústaðakirkju í dag. að því að skipta sambýlinu i íbúðir. Helgina fyrir andlát Svandísar höfð- um við opið hús til að sýna hversu vel þær breytingar hafa tekist og erum við þakklát fyrir að Svandís náði að vera með okkur þann dag og drekka kaffi með gestunum og sýna íbúðina sem hún og Óli bjuggu í. Milli Óla og Svandísar ríkti vin- átta og væntumþykja, tillitssemi og virðing. í veikindum Svandísar var Óli óþreytandi að snúast í kringum hana og sinnti orðalaust öllum heim- ilisverkum með aðstoð starfsmanna. Þau voru ánægjuleg árin tvö sem þau bjuggu saman. Þar var heimilis- hald mótað af þeim í sameiningu og þau virtu þarfir hvort annars. Óli er þakklátur fyrir þennan tíma en jafnframt glaður að nú skuli þjáning- um Svandísar lokið og að nú líði henni vel. Veikindum sínum tók Svandís af slíku æðruleysi að ekki er annað hægt en að dást að því og læra. Oft gátu atburðir og upplýsingar farið þversum í hana og jafnvel hrætt hana en frá upphafi tók hún fréttum af alvarlegum veikindum rólega og lét hveijum degi nægja sína þján- ingu. Henni tókst að halda sínu striki, sat og pijónaði, hlustaði á tónlist í herberginu sínu, gekk frá jólagjöfum og jólakortum, hringdi í vini og vandamenn og fór flesta daga stutta stund til vinnu í Bjarkar- ás. Þennan tíma notuðum við líka mikið til að spjalla og kom það ekki síst í hlut okkar Nönnu að útskýra málin, en Nanna hefur tilsjón með íbúð Öla og Svandísar. Fyrir rúmri viku ræddum við um að hveiju stefndi. Ekki var hægt að sjá að Svandísi brygði. Örlögunum sínum tók hún rólega og viss um góða dvöl hjá Guði. Þar myndi hún hitta móður sína, fóstrurnar sínar tvær, Óla uppeldisbróður sinn og alla hina. Hún var ættuð frá Hafnarnesi í Fáskrúðsfirði og var stolt af uppruna sínum og byijaði á að segja frá því þegar hún hitti fólk. Síðan spurði hún það hvaðan það væri ættað og væru menn að austan komust þeir umsvifalaust á hærra þrep. Hún hafði reglulega samband við Eirík hálfbróður sinn á Fáskrúðsfirði og lét hann vita af því helsta. Ég hef lofað að setja blóm frá honum á leiði hennar og það veit ég að henni hefði þótt vænt um, Ég hef heyrt á nokkrum ættingj- um Svandísar að þeim finnist að þeir hafi ekki heimsótt hana nógu oft og eru leiðir þess vegna, en ég fullyrði að því hafði Svandís aldrei orð á. Hún hafði samband við þá þegar hún sjálf vildi. Hún var sátt við sitt líf og naut þess best að vera heima og hringja til þeirra þegar henni datt í hug. Samband Svandísar við fjölskyldu mína var sérstakt. Þegar við kom- umst að því að maðurinn minn, Björn, væri frændi hennar varð hún okkur nákomnari. Hún fylgdist með meðgöngu dóttur minnar og síðan uppvexti. Adda Kristín var frænka hennar og fyrir hana dugði ekkert nema það besta. Ég held varla að ég hafi farið af vakt án þess að hún tæki sérstaklega fram að hún bæði að heilsa Bjössa, Öddu Kristínu og Gunnari. Við á sambýlinu erum þakklát fyrir þann tíma sem við fengum með Svandísi eftir að hún greindist nú í byijun október með krabbamein, sem náð hafði að búa um sig og reyndist því ólæknandi. Við höfum færst nær og stöndum þéttar. Við kveðjum hana með söknuði en erum þakklát fyrir að hún gat verið heima þessar síðustu vikur og lifað sínu lífi og að hún skyldi fá að deyja í herberginu sínu örugg og sátt. Ég vil þakka starfsfólki Heima- hlynningar Krabbameinsfélagsins fyrir alla hjálpina og stuðninginn, án þeirra hefði þetta ekki verið mögulegt. Þá vil ég einnig þakka aðhlynningu sem Svandís hlaut á krabbameinsdeild kvennadeildar Landspítalans og skilning sem við starfsfólk sambýlisins nutum þar. Brottfluttir íbúar sambýlisins, þau Auður, Didda, Fúsi, Stefán Lund, Dagbjört og Steini, hafa beðið mig um kveðjur svo og Jói vinur hennar. Þau þakka Svandísi samverustundir og munu minnast hennar. Við í Auðarstræti: starfsfólk, Óli, Ingiborg, Pétur, Snorri, Ingibjörg og Björgvin, þökkum Svandís allt. Hún skilur eftir sig stórt skarð, sem ekki verður fyllt. Minningarnar mun- um við geyma. Þegar við förum okkar árlegu þorrablótsferð á Örkina mun hún verða efst í huga okkar því enginn naut þeirra betur en Svandís. Fjölskylda mín þakkar henni trygglyndið, hlýjuna og væntum- þykjuna. Hjá okkur gleymist hún Svandís frænka ekki. Mig langar að þakka öllu mínu starfsfólki: Nönnu, Petreu, Eygló, Jens, Hörpu, Má, Ingunni, Guð- björgu og Rögnu svo og Sísi félags- ráðgjafa, sr. Braga Skúlasyni og starfsfólki Bjarkaráss fyrir alla að- stoðina og allan stuðninginn sem þau hafa veitt mér og þannig gert mér kleift að annast Svandísi á þann hátt sem ég vildi helst. Þá hefur mágkona hennar, Ses- selja Eiríksdóttur verið mér ómet- anlegur stuðningur en Svandís fól okkur tveimur að annast sín mál. Ég kveð Svandísi okkar með sökn- uði, þakklæti og virðingu. Hvíli hún í friði. Ásta Gunnarsdóttir. Hún Svandís er dáin. Nú er hún ekki lengur kvalin. Nú líður henni vel. Við Aldís áttum erfitt með að trúa þessu og erum mjög leið. Nú getum við ekki lengur talað við hana, en við eigum minningar. Við áttum heima í kjallaranum í Auðarstræti í þijú ár með Svandísi. Hún kom oft í heimsókn og fékk sér kaffi. Ég kom svo oft í heimsókn og Aldís stundum með mér. Hún átti fínt heimili og tók vel á móti gestum. Hún gaf mér kaffi og svo pijónaði hún á meðan ég drakk kaff- ið. Hún var dugleg að pijóna. Stund- um hitti ég Jóa hjá henni og við töluðum um daginn og veginn. Hún Svandís var góð kona. Hún gat oft verið stríðin. „Þú ert með skakka húfu,“ sagði hún og hló. Ég hafði stundum Snúðu, kisuna mína með. Það þótti henni gaman. Hún Svandís var alltaf góð við okkur Aldísi. Það verður tómlegt að koma í Auðarstrætið núna. Við sökn- um Svandísar. Við vitum að Guð tók vel á móti Svandísi og að nú líður henni vel. Við Aldís vottum aðstandendum hennar samúð okkar. Guð geymi Svandísi. Stefán Konráðsson. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofí rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Með þessum orðum vildi ég kveðja Svandísi mína. Ég bjó lengi með henni á hæð- inni í Auðarstræti, þar sem hún bjó ásamt fleirum. Nú er hún látin og við munum alltaf minnast hennar í bænum okkar. Hvemig hún pijón- aði í stólnum sínum og glettist við okkur. Svandís var kát og ánægð, bæði í vinnunni og annars staðar þar sem hún kom. Það geislaði af henni ánægjan hvar sem hún var. Seinna átti ég heima í kjallaran- um og hún kom oft og bankaði og sagði stundum fjósakona og eitt- hvað annað skemmtilegra. Stund- um fékk hún kaffi en þegar hún var búin úr bollanum skaust hún upp og sagði: „Kem bráðum aftur.“ Við Siguijón vottum aðstandend- um samúð og biðjum Guð að geyma Svandísi. Eygló Ebba Hreinsdóttir. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Maigs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Nú er elsku Dísa mín farin. Aldr- ei hringir síminn meir og er sagt: Hvað segir þú, ég segi allt gott, vantar þig ekki orðið tuskur, eða vantar ekki einhvern sokka, eru sokkarnir hans Óla eða Kristjáns orðnir slitnir? Alltaf að hugsa um aðra, svona var Dísa mín, eða þeg- ar ég var svo montin yfir kápunum sem ég var nýbúin að sauma á stelp- urnar mínar og kom til tengda- mömmu til að sýna myndarskapinn og Dísa ekkert nema hreinskilnin. Þær eru ljótar og við næstu útborg- un örorkubóta þá voru keyptar nýj- ar prinsessukápur á dömurnar. Dísu, hana vantaði ekkert, en börn- in þau fengu sko ríkulega frá henni. Eða Dísa ertu ekki blönk? Á ég að lána þér pening? Hún hafði svo mikið að gefa. Dísa mundi alla afmælisdaga. Trygglyndið það var alveg einstakt. Dísa mín var besta bamapía sem nokkur gat fengið og það fékk ég sko í ríkum mæli að reyna. Hún elskaði börnin mín og var óþreyt- andi að hugsa um þau. Einu sinni bjargaði hún Unni, þriggja ára gamalli, frá drukknun. Sú stutta þurfti að gá að ánni og datt. Dísa sem aldrei leit af börnun- um þegar hún var í heimsókn sá bara hárborða fljóta, greip í og dró þá stuttu upp, kom með hana inn og sagði, flugan datt í ána, en hún kallaði hana fluguna. Eða út á róló að hlaupa á milli til að ýta þeim og flugan fór aldrei nógu hátt. Þetta var Dísa, alltaf að hugsa um aðra. Svona mætti lengi telja. Dísa var alveg einstök, trú og trygglynd. Það er varla hægt að segja að Dísu hafi orðið misdægurt þannig að það varð mikið áfall þegar hún greindist með æxli í kviðnum núna í haust og áttum við frekar von á að hún sem alltaf hafði verið frekar hrædd við veikindi, sérstaklega að finna til, myndi ekki taka þessum tíðindum vel, en aðra eins ró og yfírvegun og kraft sem henni var gefínn af aeðri máttarvöldum hef ég ekki séð. Það var eins og hún renndi grun í að hún mundi ekki lifa jólin því allar jólagjafir og kort voru tilbúin og hún var ekki í rónni fyrr en ég var búin að taka þær. Sunnudaginn 27. nóvember síðast- liðinn bauð hún okkur Hjalta í kaffi. Þá hafði verið veisla á laugardegin- um til að fagna nýju skipulagi í húsinu. Dísa var alveg í essinu sínu, tók myndir í gríð og erg. Hún elsk- aði að taka myndir. Þá fyrst sá ég að nú væri eitthvað að gerast. En krafturinn í minni, í vinnuna fór hún á mánudagsmorguninn. En það varð ekki, sem betur fer, langur aðdragandi fyrir elsku Dísu mína og sofnaði hún útaf þriðjudags- morguninn 29. nóvember síðastlið- SVANDIS SIG URÐARDÓTTIR inn heima hjá sér umvafín af okkur sem þótti svo vænt um hana. Kannski gerir maður sér enn betur grein fýrir því í dag hver Dísa var, fráfall hennar er eins og áminning um hlutskipti hennar og áminning til okkar allra um það, hvað lífið er viðkvæmt, brothætt og jiess vegna mikils virði. Ég þakka elsku Dísu minni fyrir allt og allt. Blessuð sé minning hennar. „Þeir sem guðirnir elska deyja ungir.“ Að lokum vil ég votta íbúum og starfsfólki í Auðarstræti 15 mína dýpstu samúð og þakklæti fýrir þá ástúð og umhyggju sem þau sýndu Dísu og veit ég að þar leið henni vel og þar átti hún góða vini. Sesselja Eiríksdóttir. Glöð og ánægð, nýkomin heim úr þriggja vikna viðburðaríku ferða- lagi í útlöndum, hringir síminn og Solla Guðmundsdóttir tilkynnir mér að Svandís hafi látist deginum áður. Við andlátsfregn setur mann nær alltaf hljóðan og svo fór fyrir mér. Þrátt fyrir að rúmt ár sé liðið síðan ég lét af störfum sem forstöðukona Bjarkaráss, eru heimsóknir og tengsl töluverð. Svandís hafði dval- ist á sjúkrahúsi í haust, gengist undir læknisaðgerð vegna þess sjúkdóms sem læknavísindin hafa enn ekki unnið bug á. Ég hitti Svandísi er ég kom í heimsókn skömmu fyrir utanlands- ferð mína og innti hana þá eftir heilsu hennar og líðan. Svarið gaf til kynna að líðanin væri ekki sem best. Ekki flaug mér í hug að þetta væri síðasta samvera okkar og sam- tal. Svandís var búin að dvelja á Hæfingarstöðinni Bjarkarási í tæp- an áratug. Það fer ekki hjá því að náin tengsl, vinátta og trúnaður skapist milli fólks sem er samvistum daglega í svo langan tíma. Svandís var lengst af í „Kortaherbergi", en svo nefndist ein hæfingareiningin í Bjarkarási. Þar var Svandís undir góðri og tryggri leiðsögn Sólveigar Sigurðardóttur, starfsleiðbeinanda. Sólveig mat Svandísi mikils sem og við undirritaðar, sem vorum það af starfsliði Bjarkaráss er lengst hafði verið samvistum við Svandísi.- Svandís var samviskusöm í störf- um og sá eiginleiki kom mjög fram í umhyggju hennar fyrir félögum hennar, og ekki síst sambýlisfólki sem dvaldi með henni daglangt í Bjarkarási. Það fengum við svo oft að reyna. Svandís var um margt sérstæður persónuleiki, spaugsöm og stríðin og ósjaldan flugu á milli hennar og Sollu Guðmunds spaugsyrði og létt- ur gáski sem báðum var að skapi. Svandís mat þær nöfnur, Sólveig- arnar, og átti trúnað þeirra enda var oft hringt á ýmsum tímum sól- arhringsins, ef henni lá mikið á hjarta. Við sem höfum unnið til margra ára með vangefnu fólki og kynnst tímunum tvennum hvað varðar hæfingu, þjálfun og kennslu þess- ara einstaklinga, veltum oft fyrir okkur, hvort aðrir og betri mögu- leikar hefðu beðið þeirrar kynslóðar sem Svandís heyrir til, ef hún hefði átt kost á allri þeirri hjálp sem nú stendur til boða. Víst er að mörg móðirin eyddi mörgum stundum í eldhúskrók sínum, kenndi stafi og lestur. Gafst ekki upp, þraukaði af ótrúlegri þolinmæði uns árangur náðist, oft ótrúlega mikill og góður. Það sem í dag nefnist ADL, þjálfun á fagmáli, var ástundað undir öðr- um formerkjum á heimilunum, svo og kennsla í hannyrðum, pijóna- skap o.fl. Svandís var ein af þessum ein- staklingum sem hafði fengið gott uppeldi, kennslu og mannrækt, sem glöggt kom fram í lífi hennar og starfi. Þökk sé fóstru hennar og uppeldissystkinum. Heiður ber þeim fjölskyldum er slíkt lögðu af mörkum án möglunar árum saman. Félagarnir í Bjarkarási munu sakna Svandísar, ekki síst hópurinn í „Kortaherberginu". Við undirritaðar þökkum henni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.