Morgunblaðið - 08.12.1994, Qupperneq 48
48 FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1994
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
GUÐMUNDUR TÓMAS ÁRNASON
Guðmundur
Tómas Arnason
var fæddur í Reykja-
vík 21. janúar 1969.
Hann lést 27. nóvem-
ber síðastliðinn.
Foreldrar hans eru
Selma Guðmunds-
dóttir píanóleikari
og Árni Tómas
Ragnarsson læknir.
Systkini Guðmundar
Tómasar eru: 1.
Ragnar Tómas laga-
nemi, f. 28. ágúst
1970, kvæntur Sig-
ríði Freyju Ingi-
marsdóttur píanónema, Þeirra
sonur er Ingimar Tómas. 2.
Kristján Tómas menntaskóla-
nemi, f. 6. desember 1978, og
3. Selma Lára, f. 10. desember.
Unnusta Guðmundar Tómasar
er Ólöf Sigríður Valsdóttir
söngnemi. Guðmundur Tómas
lauk BA-prófi í heimspeki frá
Háskóla Islands veturinn 1993
og var á öðru ári í læknisfræði
er hann lést. Útför Guðmundar
Tómasar verður gerð frá Dóm-
kirkjunni í dag.
ALDREI hafa sporin verið jafnþung
og nú síðustu daga. Fráfall Guð-
mundar Tómasar er ekki einungis
missir yndislegs og umhyggjusams
frænda, heldur þjóðarmissir sjald-
gæfs gáfumanns, sem hafði þegar
sýnt þvílíka þekkingu, skilning og
víðsýni á mönnum og málefnum að
við, eldri kynlóðin, fundum til
smæðar okkar.
Það sem efst er í huga þegar ég
hugsa til Gumma, eins og hann var
kallaður, eru bláu augun heiðríku,
full áhuga og skilnings, og ótrúlegt
næmi gagnvart málefnum líðandi
stundar, hvað sem um var rætt.
Ég minnist fyrstu nánu samskipta
okkar, er ég kom í heimsókn á
Njálsgötuna, litlu kjallaraíbúðina,
sem foreldrar hans, Selma og Ámi,
bjuggu fyrst í. Gummi var þá hálfs
annars árs og von var á Ragnari
(Ragga) bróður mánuði síðar. Ég
dáðist að drengnum, hreinum svipn-
um, augunum og ljósa hárinu og
hversu fljótur hann var til og allar
hreyfingar hans þroskaðar. En það
sem kom mér mest á óvart þegar
ég fór að hlaða með honum kubba-
borgina var, að kornabarnið kunni
allt stafrófíð. Hann var einungis
fjögurra ára, þegar mamma hans
keypti handa honum fíðlu í Tékkó-
slóvakíu og auðvitað greip hann
hljóðfærið fegins höndum, svo
spennandi sem það var.
Það fór ekki milli mála eftir því
sem árin liðu, að Gummi var óvenju
bráðþroska og fór þekking og hæfni
iðulega ekki saman við ungan ald-
ur. Það hefur ekki verið auðvelt að
ná almennum skilningi á þessum
sérstöku hæfíleikum í samfélagi
meðalmennskunnar.
Árin liðu og ég minnist heim-
sókna til Stokkhólms, þar sem fjöl-
skyldan bjó i nokkur ár og Kiddi,
yngsti bróðir, fæddist. Þangað var
yndislegt að koma. Gummi og
Raggi, sem voru mjög samrýndir
og sjaldnast var þeirra getið nema
beggja í einu, voru þá tíu og níu
ára og sýndu ' báðir óvenjulegan
þroska, þótt ólíkir væru. Það sem
efst er í huga er minningin um
snaggaralega snáða sem þyrsti í
fróðleik, hvort heldur var á sviði
þjóðfélagsmála, menningar og lista
eða vísinda í víðustu merkingu -
og blíðan sem streymdi gegnum
hvert faðmlag.
Við heimkomuna til íslands voru
táningsárin að heíjast. Þessi ár
hafa flestum okkar verið erfíð á
einhvem hátt, en ég veit af reynslu
að ekki léttast þau þegar flutt er
landshoma milli, hvað þá heldur
landa á milli. Gummi ætlaði sér þó
áfram, og hann gerði það með
giæsibrag. Skólagangan var glæsi-
leg og þar að auki hallaði hann sér
að skákgyðjunni með eftirminnileg-
um hætti. En auðvitað var frelsis-
leit unglingsáranna
með í farteskinu.
Foreldrar Gumma
voru honum fyrirmynd
á svo margan hátt,
enda má segja heimili
þeirra einstaka menn-
ingarmiðstöð. Tónlist-
aráhugann erfði hann
frá þeim báðum, en
ekki síst frá listamann-
inum Selmu móður
sinni. Árni Tómas gaf
sonunum keppnis-
manninn og tennis varð
snemma aðalíþrótt
þeirra feðga. Keppnis-
harkan var oft slík, mér varð stund-
um nóg um það örlitla sem ég
kynntist af þessari ástríðu feðg-
anna. Tennisinn batt þá feðga órjúf-
anlegum böndum og veit ég að
Ámi pabbi og Ragnar Tómas munu
eiga eftir að minnast margra
spennu- og samherjastunda í tenn-
isboltanum. En Gummi átti líka
nána sálufélaga í nafna sínum, afa
Guðmundi, og ömmu Salóme sem
hann átti athvarf hjá síðustu árin,
og einnig heimsótti hann ömmu
Nennu æ oftar. Hann var nátengd-
ur Kidda bróður sínum og eyddi
mörgum stundum með honum. Svo
var það litli sólargeislinn, Selma
Lára systir hans, sem brátt verður
eins árs. Hún er ekki allra á þessum
aldri. Gummi átti þó ekki í vand-
kvæðum með hug og hjarta þessar-
ar litlu systur sinnar.
Eitthvað það dýrmætastas sem
hægt er að hugsa sér er djúp vin-
átta náinna ættmenna. Það er slík
vinátta sem hefur myndast smám
saman við systkinaböm mín og
ekki síst þegar þau hafa náð fullorð-
insaldri. Það var einstök upplifun
að fýlgjast með og fínna elsku
Gumma minn verða að fulltíða
manni. Ég fann að hann hafði not-
að unglingsárin betur en margur
annar. Hann var einstaklega víðles-
inn og geymdi þann fróðleik sem
nánast aðeins öldnum þulum er
ætlað að geyma. Hvort heldur var
heimspekin, sem hann svo eftir-
minnilega lauk við í Háskóla ís-
lands, sagan, tónlistin, rökfímin og
yfírsýnin, allt þetta var honum jafn
tamt og okkur hinum að klæðast
ög eta. Enn hélt Gummi áfram og
fann sér vettvang fyrir fróðleiks-
fýsn sína og mannkærleika. Hann
hóf nám í læknisfræði fyrir rúmu
ári og þar sem annars staðar vann
hann sína sigra. Lækningar eru
vandmeðfarin vísindi svo mjög sem
mannlegar tilfínningar og hrein vís-
indi samtvinnast. Veit ég að nú er
genginn maður sem hefði orðið
sannur læknir.
Eftir að ég settist á þing kom
Gummi stundum á þingpalla og
taldi ég hann þá á að spjalla við
mig yfir kaffísopa um þær ræður
sem hann hafði hlýtt á. Alltaf kom
umfjöllun Gumma mér á óvart. Allt-
af hafði hann víðari sjóndeildar-
hring en aðrir og miðlaði óspart og
af brennandi áhuga af þekkingu
sinni.
Og í sumar birtist okkur ástin
hans, hún Óla Sigga. Ég hafði séð
blikið í augum Gumma, en skynjaði
fyrst þýðingu þess í ágúst á tón-
leikakvöldi Selmu móður hans og
Sigrúnar Eðvaldsdóttur. Þá fann
ég þá bræður, Gumma og Ragga,
í fordyri Sigurjónssafns. Raggi þar
með elsku Freyju sína, en við hlið
Gumma var komin Ijóshærð stúlka
með eftirminnileg mild og djúp blá
augu og bros sem yljaði. Þá trúði
ég svo sannarlega að Gumma væri
borgið fyrir lífstíð.
Guðmundur Tómas var ákaflega
vel liðinn og mikils metinn af vinum
og umhverfí. En kröfur hans til
sjálfs sín voru nánast óendanlegar.
Hann gat aldrei gert nægilega vel,
hvort heldur var í mannlegum sam-
skiptum eða faglega. Þó vorum við
sem næst stóðum einhuga um að
fáir væru hans líkar, hvar sem á
var litið.
Mildin, mannúðin, elskan, skiln-
ingurinn og víðsýnin er það sem
Guðmundur Tómas veitti okkur til
eftirbreytni. Algóður Guð vemdi
hann og blessi á eilífðar vegum.
Lára Margrét Ragnarsdóttir.
í kjarrhrauni
og í kærleikum við sumarið
rís tjaldið ljósa -
tjaldið þitt og mitt.
Hér vaknar hvem morgun hugur okkar
til heimsins:
blikandi tjamar
sem enginn blær
og ekkert fiðrildi
hefur nokkra sinni
hefur nokkra sinni snortið!
Gleði þín
og gleði mín er hið fyrsta
sem glampar í lygnunni.
(Hannes Pétursson)
Svo stillt og rótt ein stjama á himnum skín -
sú stjama leiðir huga minn til þín
(Ólafur Jóhann Sigurðsson)
Ólöf Sigríður Valsdóttir.
Vinurinn okkar kæri, Guðmund-
ur Tómas Árnason, hefur verið kall-
aður á brott á morgni lífs síns. Við
spyrjum drottin særð: Hver vegna?
Svarið er okkur hulið.
Guðmundur var óvenju vel af
guði gerður: fallegur, gáfaður og
góður drengur. Gleði okkar yfir
kynnum hans og elskulegrar unn-
ustu hans, Ólu Siggu, var einlæg.
Samband þeirra var tært og fagurt.
Strax við fyrstu sýn vakti Guð-
mundur athygli allra fyrir heiðan
svip og greindarleg og falleg augu.
Við skynjuðum strax mannkosti
hans og við nánari kynni varð sú
skynjun að fullvissu. I framkomu
og tali sýndi hann þroska spekings-
ins sem veit og skilur öðrum frem-
ur. Hógværð og mildi var hans að-
alsmerki,
Við þökkum fyrir að hafa fengið
að kynnast honum og upplifa ham-
ingju hans og Ólu Siggu ogtilhlökk-
un bundna ófæddu bami þeirra.
Það er heiðríkja í hugum okkar
þegar við minnumst hans. Guð-
mundur var afburðamaður og fal-
legur yst sem innst. Slík fegurð er
eilífur gleðigjafí. Við viljum gera
orð Ólafar, ömmu Ólu Siggu, að
okkar:
.. ,því eins og
ljós kveikir ljós,
lifnar rós upp af rós,
meðan röðull er
sterkari en ský.
Sigríður Ólafsdóttir,
systkini Ólafar Sigríðar
Valsdóttur og ástvinir
þeirra.
Litlar myndir til að varðveita og
elska koma upp í huga mér og
mynda óútskýranlega fléttu fegurð-
ar og sársauka. Ég finn mig sveifl-
ast á milli nútíðar og fortíðar, á
milli litla bróðursonar míns og hins
fullorðna gefandi vinar.
Hann var rúmlega ársgamall, ég
sautján ára unglingsstúlka í Amer-
íku, þegar mér barst úrklippa úr
Morgunblaðinu með mynd af honum
í fangi foreldra sinna. Þau voru
fréttaefnið, með stúdentshúfur á
höfðinu og nýjan bróður í maganum.
Á þeirri stundu var það litli prinsinn
með gullnu lokkana og fallega
augnatillitið sem fangaði hug minn
allan og kynti undir tilhlökkuninni
að koma heim og kynnast.
Gummi varð snemma maður þótt
ungur væri að árum og bjó yfír
náðargáfu á flestum sviðum. Mér
fannst hann alltaf vera litla undrið
sem ég þreyttist seint á að segja
sögur af - söguna af fallegu
frönsku konunni sem ég kom með
á heimili hans þegar hann var fímm
ára gamall. Hún talaði vitaskuld
framandi tungu og brosti ti| litla
víkingsins sem hvarf hljóðalaust úr
stofu. Skömmu síðar birtist hann á
ný með blómvönd úr íslenskum tún-
blómum til að færa gestinum sem
hafði heillað hann svo mjög. íhug-
ull, hrifnæmur og gefandi hélt hann
áfram að vera og hafði einstakt lag
á að fá viðmælendur sína til að
upplifa að þeir skiptu máli og hefðu
eitthvað sérstakt til að bera.
Gummi frændi var líka frændi
fyrir fólk á öllum aldri. Frændurnir
og frænkumar sem skiptust í kyn-
slóðir lærðu ýmist að boxa, tefla,
rökræða eða reikna og það eins og
að drekka vatn, því lærifaðirinn
átti svo auðvelt með að sjá það sem
við þurftum að sjá til að skilja.
Kærkomnar voru heimsóknirnar
til okkar starfssystranna í Náms-
ráðgjöfinni í Háskólanum, þegar
hann tók sér hlé frá lestri til að líta
inn og stappa í okkur stálinu, spyija
fregna og gefa góð ráð útfrá óvænt-
um sjónarhornum. Vangaveltur
tóku sjaldnast stefnuna í það að
vera sammála eða ósammála en
beindust fremur að þungamiðju sem
í voru fyrirbæri sem bar að skoða
frá fleiri hliðum, meta gæði og leita
skýringa til að sættast á. Með þá
leiðsögn þína að leiðarljósi leitast
ég nú við að vinna úr sorg minni,
elsku frændi.
í amstri hversdagsleikans síðla
sumars komstu léttur í spori á
móti mér á ganginum uppí skóla
og kvaðst vilja ræða við mig eins-
lega. Þú tjáðir mér að þú hefðir
fundið ástina og ef ég kæmi á tón-
leikana hjá mömmu þinni um kvöld-
ið myndirðu kynna mig fyrir henni.
Með glampann í augum leiddirðu
hana út úr mannþrönginni á fund
minn og gafst mér hlutdeild. Rauð-
leit ágústbirtan og sólin sem kyssti
hafíð þetta kvöld í Laugamesinu
mun ávallt tengjast í huga mér
ástinni sem þú varst búinn að finna.
Ásta Kr. Ragnarsdóttir.
Ég gleymi aldrei augunum þínum
er ég leit þig fyrst í vöggu þinni
og fram á síðasta dag eða tveimur
dögum fyrir. andlát þitt.
Þú fékkst mestu og bestu gjafír
guðs við fæðingu; alla þína hæfí-
leika, hvort sem var til líkama eða
sálar. Námið var þér leikur, að
hlusta á músík var annar leikur og
svo var hugsunin um lífíð og tilver-
una enn eitt áhugamál þitt.
Ég þakka þér allar þær stundir
sem við áttum saman, oftast tvö
ein en stundum með þínum elsku-
lega bróður Ragnari og Freyju konu
hans. Þær stundir voru mér svo
mikils virði. Ef öðru hvoru okkar
fannst of langt um liðið frá að við
höfðum hist, hringdum við hvort í
annað og spurðum: „Er ekki kominn
tími til að borða saman?"
Síðastliðið haust hringdir þú svo
og sagðist hafa fréttir að færa.
Stoltur og glaður sagðist þú hafa
hitt stúlku sem þú vildir búa með
til æviloka. Nafn hennar væri Ólöf
Sigríður Valsdóttir. Þú geislaðir
þegar þú sagðir mér frá henni og
spurðir: „Amma, er hægt að elska
svona mikið?“ og ég svaraði: „Já
elskan, það er hægt.“
' Skömmu eftir að þú hafðir heim-
sótt hana, þar sem hún var við nám
i Bandaríkjunum, komstu til min
og sagðir mér að þið ættuð von á
bami. Ekki var gleðin minni hjá þér
þá. Þú sagðir að hún kæmi heim
um jólin og þá mynduð þið bæði
koma til mín. Ég minnist þess líka
þegar þú komst nokkur síðustu árin
til mín með vin þinn, Kára, sem þú
hafðir tilsjón með. Þá var glatt á
hjalla hjá okkur.
Næturstað sínum fær enginn
ráðið. Ég bið guð að blessa unnustu
þína og ófædda bamið ykkar, elsk-
an mín. Þú dóst fyrsta dag í jólaað-
ventu, svo ég kveð þig eins og séra
Matthías kvaddi vin sinn, langa-
langafa þinn Tómas Hallgrímsson
lækni:
Á jólunum þú dóst
sem jólabam þú ávallt í huga mínum bjóst.
Svo döpur urðu stundum vor jarðnesku jól
en á jólunum boðast hin eilífa sól.
Eg kveð þig minn elsku vinur, þitt líf var
sem ljós.
Þín amma,
Vigdís Schram.
Það er sárt að kveðja góðan
frænda, einstakan mann, sem við
systkinin litum alltaf upp til. Hann
Gummi var ekki bara Ijúfur og blíð-
ur frændi, hann var um svo margt
afburðamaður. Hann var greindari
en fólk er flest, og hafði meiri inn-
sýn og næmni á það sem okkur
hinum var hugleikið hveiju sinni.
Hann kunni að spyija spurninga
sem vöktu okkur til umhugsunar,
og athugasemdir hans lýstu oft upp
nýja króka og kima á málefnum
og atburðum líðandi stundar.
Gummi var ávallt tilbúinn að veita
þá hjálp sem hann mögulega gat,
hvort sem það var leiðsögn um vegi
heimspekinnar sem hann þekkti svo
vel, en gat reynst okkur geysityrfín
á stundum, eða bara einföld hvatn-
ing til ýmissa verka í hinu daglega
lífi.
Þó svo við hittumst allt of sjaldan
í seinni tíð, vissum við ætíð að í
Gumma ættum við góðan vin. Núna,
þegar hann er farinn á vit hins
óþekkta, vildum við svo gjaman
hafa tjáð honum skýrar og oftar
.hversu mikils virði hann var okkur
systkinum. Þau skilaboð munum við
geyma í hjörtum okkar þar til við
hittumst í öðrum heimi. Elsku
Gummi, við munum um alla ævi
minnast þín. Guð blessi þig og varð-
veiti.
Veit ég og, hans verða spor
svo þótt Tómas frá oss færi,
fullvel er það sem hann væri
ennþá mitt á meðal vor.
Lengi mun hans lifa rödd
hrein og djörf, um hæðir, lautir,
húsin öll og víðar brautir,
er ísafold er illa stödd.
Sízt vil ég tala um svefn við þig.
Þreyttum anda er þægt að blunda
og þannig bíða sælli funda,
það kemur ekki mál við mig.
Flýt þér, vinur, í fegra heim.
Kijúptu að fótum friðarboðans
og fljúgðu á vængjum morgunroðans
meira að starfa Guðs um geim.
(Jónas Hallgrímsson)
Atli Ragnar, Ingvi Steinar
og Anna Kristín.
Þegar sorgin knýr á virðist
tíminn standa í stað, þegar sláttu-
maðurinn mundar ljáinn fellur gras-
ið við rót. Jafnvel fallegustu blómin
sem standa upp úr grasbreiðunni
og eru rétt að byija að blómgast
falla fyrir ljánum og við spyijum
hvers vegna þegar allt sumarið er
eftir?
Afhveiju? er spurt á síðkvöldum mannlífs-
ins, Og það er brosað, þegar litið er yfir
farinn veg, þó ekki vegna þess að þar sé
nokkra tómiegra en tómið fyrir ofan, bak
við og inni í því, sem gert var.
Afhveiju? er spurt, og litlir fuglar fljúga
yfir stór höf með greinar í negum. Einnig
þar er líf og barátta.
Afhveiju? spyr hann, en í stað þess að svara
grætur hann sig í svefn, rennandi þó gran
í að draumar og vonir era engu veralegri
en stríðið, sem allir töpuðu.
(Vilmundur Gylfason)
Þegar harmurinn er genginn taka
minningamar við. Megi minningin
vera sá ylur sem vermir og styrkir
foreldra og systkini frænda míns
þegar þau kveðja þetta vorblóm lífs
síns. Megi guð almáttugur styrkja
ömmu og afa og minningin um
góðan dreng verða sá sólargeisli
sem brýst skærast fram og vermir
í hjarta.
Pálmi Pálmason.
Fyrir rúmum þremur árum flutt-
ist fjölskylda okkar heim eftir langa
dvöl í Svíþjóð. Það voru erfið um-
skipti, ekki síst fyrir Kára son okk-
ar sem er þroskaheftur og var þá
níu ára. Það varð þá honum og
okkur til happs að honum bauðst
að fá tilsjónarmann vegum Svæðis-
stjómar fatlaðra, ungan heimspeki-
nema sem hét Guðmundur Tómas
Árnason. Við gleymum ekki fyrsta
fundi þeirra, þegar Guðmundur
kom í heimsókn í fyrsta sinn. Þar
hófst vinátta sem aldrei bar skugga
á. Okkur varð þá strax Ijóst að
þessi fríði og sviphreini ungi maður
var kostum prýddur sem skáru