Morgunblaðið - 08.12.1994, Page 58

Morgunblaðið - 08.12.1994, Page 58
58 FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Innilegar þakkir fœri ég öllum þeim, sem glöddu mig með heimsóknum, skeytum oggjöf- um á 100 ára afmceli mínu 30. nóvember sl. Elín Guðmundsdóttir frá Bolungavík. Ókeypis lögfræðiaðstoð á hverju fimmtudagskvöldi milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 11012. ORATOR, félag laganema. IESTEE LAUDERl Snyrtivörukynning föstudaginn 9. desember frá kl. 13-18. Óvcentur glabningur frá Estée Lauder fyrir vibskiptavini. fíny/itisto^cm W/tund Grœnatúni 1, Kópavogi, sími 44025. Árborgaríóla- hlaoborð á Hótel Örk 1 ö. xles! Márus Jóhannsson og Sigurður L. Hall setur upp glæsilegt jólahlaðborð Hjnn oviðjarnanlegi Ómar Ragnarsson fer með gamanmál. Vox Feminae syngur jólalög undir stjórn Margrétar Pálmadóttur. Vio hljóðfærið Svana Víkingsdóttir. Kynnir og veislustjóri Einar Bárðarson. Hljómsveitin KRASS leikur fyrir dansi til kl. 03. Verð aðeins kr. 2.900. Innifalið jólahlaðborð, jólaglögg og skemmtiatriði. Húsið opnað kl. 19 Ath:. Fyrir hópa, 20 og fleiri, bjóðum við ókeypis í rútu til og frá Hótel Örk. Heiðursgestur Össur Skarphéðinsson, umhverfisráðherra. Ótrúlegtgistitilhoð: 1.500 á mann í tvíbýli Borðapantanir berist Jyrir fostudaginn 9. desember í síma 98-34700. ÍHhótel ökk ^ HVERAGERÐI. Sími 98-34700. Bréfsími 98-34775 TPavaclis ráH kcmdcm við kae.ðina Eitt blab fyrir alla! - kjarni málsins! I DAG Með morgunkaffinu Af hverju heldurðu að ÉG hafi keyrt yfir hjólið þitt? ÉG FER ekkert ofan af þvi, Margrét, að mér finnst þú koma fram við mig eins og ég væri húsgagn. Farsi //AbaJókri&tofan styðurpig í þessu, iCornnóJcuir." VELVAKANDI Svarar í síma 691100 frá 9-5 frá mánudegi til föstudags Um ráðstöfunar- tekjur ÁNÆGÐUR lesandi hringdi og vildi þakka fyrir umfjöllunina um tekjur forræðislausra feðra. Hann sagði að mun fleira hefði mátt tína til í þessari umfjöll- un sem talið væri sjálf- sagt að forræðislausir feður borguðu, óháð því hvort móðirin hefur aðra fyrirvinnu. Þar má nefna fermingarveislur, jóla- og afmælisgjafír og ótal margt fleira sem aldrei er minnst á. Því fer ijarri að feður séu að afneita börnum sín- um þó þeir hafi ekki getu til að halda uppi heilu ijölskyldunum, enda er viljinn stundum meiri en getan. Þá geti það líka lagst þungt á feður að hafa ekki tæki- færi til að vera samvist- um við börnin sín eins oft og þeir kysu. Lausn á verkföllum og fjárhagsvand- anum EMBÆTTISMENN lækki sig í launum um helming og meira eða þar til enginn hafi meira en tvöföld verka- mannalaun. Sparið gjaldeyri og greiðið all- ar erlendar skuldir sem fyrst. Eyðið ekki gjaldeyri í að flytja inn óþarfa. Hættið flakkinu til út- landa. Embættismenn og aðrir þegnar landsins: farið nú að vinna fyrir þjóðina og hættið að bera ísland saman við aðrar þjóðir. Okkur kemur ekkert við hveiju aðrar þjóðir eyða í ýmsa málaflokka. Sýnið nú, þið sem stjórnið, að þið séuð komnir af víkingum og hættið spillingunni og sællífinu og vinnið landi ykkar allt. Óðinn Pálsson, Stóru-Völlum, Holta- og Landssveit. Kenwood hrærivél VIL gefa ýmsa hluti úr úrbræddri Kenwood- hrærivél, s.s. grænme- tiskvörn, skál, hakkavél og fleira. Upplýsingar í síma 35901. Tapað/fundið Örorkuskírteini tapaðist RAUÐLEITT örorku- skírteini og sjúkrasam- lagsskírteini tapaðist á bílastæði við íslands- banka í Mjóddinni eftir kl. 14 sl. mánudag. Finnandi vinsamlega hringi í síma 73237. Gæludýr Köttur á flækingi BRÖNDÓTTUR fress- köttur með græna hál- sól hefur verið á flæk- ingi í Hlíðunum í nokkr- un tíma. Upplýsingar í símum 16607 eða 15797. Pennavinir NÍTJÁN ára Tanzaníu- piltur með áhuga á sundi, ferðalögum, kvikmyndum o.fl.: Sawaya Mawalla c/o Eva F. Mawalla, Work Division, P.O. Box 3051, Moshi-Kilimanjaro, Tanzania. LEIÐRÉTT Tímarit Máls og menningar í frétt um nýjasta hefti Tímarits Máls og menn- ingar (4. h. 1994) í blað- inu í gær átti að standa að smásaga birtist þar eftir Guðberg Bergsson og þýðing eftir Erling E. Halldórsson á ljóði eftir Charles Baudelaire. Þetta brenglaðist og er beðist velvirðingar á því. Víkveiji skrifar... NÚ ER farið að styttast veru- lega í jólin, jólaskreytingar komnar upp í öllum verslunum og jólaæðið að byija. Víkveiji veltir því oft fyrir sér hvort allt tilstandið í kringum þessa helgu hátíð sé ekki fyrir löngu gengið út í öfgar. „Jól- in“ eru hætt að snúast um innihald jólanna heldur umbúðir og kaupæði. Fyrir nokkrum árum dvaldi Vík- veiji erlendis, nánar tiltekið í Þýska- landi, um jólin, og var vægast sagt brugðið. Þó svo að ekki hafí skort jólaskreytingamar og jólatilboð verslana þar í landi var andrúms- loftið algjörlega frábrugðið því sem hér tíðkast. í stað þess að stressast upp eftir því sem nær dró jólunum færðist kyrrð og ró yfir fólk. xxx VIÐ íslendingar ættum að hugsa aðeins okkar gang. Jólin eru sá tími sem við sýnum helst okkar nánustu væntumþykju og það gerum við best með kær- leika en ekki gjöfum, sem við höfum varla efni á. Það getur vart verlð eftirsóknarvert markmið að fjöl- skyldur geri út af við fjárhag sinn í nafni jólanna. Það sem fer hins vegar mest í taugarnar á Víkveija á þessum árs- tíma eru ,jólalögin“, sem nú tröll- ríða öllu. Ekki er hægt að kveikja á útvarpi eða ganga inn í verslun eða fara á veitingahús án þess að þau glymji úr hátalarakerfum. Það er fátt betur til þess fallið að bijóta niður jólaandrúmsloftið en þessi skarkali. Víkveiji er farinn að kvíða fyrir þessum ófögnuði strax á haustdögum. XXX RKJUM ísland var yfirskrift tónleika sem sendir voru út af ríkissjónvarpinu sl. laugardags- kvöld. Komu þar fram fjölmargir íslenskir tónlistarmenn og léku ný- útgefna tónlist. Tvennt vakti sér- staklega athygli Víkveija. í fyrsta lagi að greinilega er mikil gróska meðal yngri tónlistarmanna og tæknileg kunnátta þeirra líklega betri en hún hefur oft verið. í öðru lagi kom það Víkveija nokkuð spánskt fyrir sjónir að nær undantekningalaust voru textar yngri hljómsveitanna á ensku. Auð- vitað hefur það tíðkast allt frá ár- dögum poppsins að sungið sé á ensku en hlutfall íslenskra texta hefur þó samt sem áður verið tölu- vert. Nú virðist enskan allsráðandi og það ekki mjög merkileg enska. Einstaka jákvæðar undantekningar voru þó á þessu og vill Víkveiji sérstaklega nefna hljómsveitina Tweety, en þau Andrea og Þorvald- ur sýndu það þegar á tímum Todmobile að þau eru ekki bara með bestu lagahöfundum okkar af yngri kynslóðinni heldur einnig textahöfundum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.