Morgunblaðið - 08.12.1994, Page 59

Morgunblaðið - 08.12.1994, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1994 59 ÍDAG Arnað heilla Q /~v ARA afmæli. í dag, Ov/8. desember, er átt- ræð frú Halldóra Jóns- dóttir, Dalsgerði 3f, Ak- ureyri. Hún tekur á móti gestum í félagsmiðstöð aldraðra, Víðilundi 22, laugardaginn 10. desember milli ki. 17 og 20. r r|ÁRA afmæli. í dag, OV/8. desember, er fimmtugur Trausti Víg- lundsson, veitingastjóri á Hótel Sögu. Eiginkona hans er Kristín Berta Harðardóttir. Þau hjónin dvelja í Hollandi, landi blómanna, á afmælisdag- inn. r f\ÁRA afmæli. í dag, OV/8. desember, er fimmtugur Egill Egilsson, yfirmatreiðslumaður Landakotsspítala, Hraunbæ 124, Reykjavík. Hann tekur á móti gestum á Hótel Esju, 1. hæð, milli kl. 18 og 21 í dag, afmælis- daginn. SKÁK HÖGNIHREKKVÍSI llmsjón Margeir Pctursson Þessi staða kom upp í árlegri keppni þjóðanna á Balkanskaga í haust, „Balk- aníödunni" svonefndu. Dragan Kostic (2.525), al- þjóðlegur meistari frá Júgó- slavíu, hafði hvítt og átti leik, en loannis Nikolaidis (2.460), Grikklandi var með svart. 26. Bxc4! og svartur gafst upp. Hann verður mát, hvort sem hann tekur hrókinn eða biskupinn sem standa báðir í uppnámi: 26. — Hxa5, 27. I Dd4 mát, eða 26. — bxc4, | 27. De5 mát. „Júgóslavía" getur nú aft- ur verið með á Ólympíuskák- mótinu, þar sem viðskipta- og samskiptabanni Samein- uðu þjóðanna á Serbíu og Svartflallaland hefur verið aflétt. Þessi tvö lýðveldi geta stillt upp stórmeistaraliði, en það er þó hæpið að það | blandi sér i toppbaráttuna (eins og á árum áður. Margir bestu skákmannanna eins | og þeir Predrag Nikolic, Ivan Sokolov og Zdenko Kozul tefla nú fyrir önnur ríki og stórmeistarar Júgóslava munu æfingaiitlir vegna samskiptabannsins. ,, þe/R. VORU AE>þtZEH&TA 1“ COSPER Áttu börn? , BRIDS | limsjón (Iuómundur Páll Arnarson BRETINN Martin Hoffman og Bandaríkjamaðurinn Matthew Granowetter hafa ' sameiningu skrifað skemmtirit um líf atvinnu- spilara í Bandaríkjunum. Þetta eru stuttar bridssög- ur, skrifaðar í anda Damon Runyon. Aðalsöguhetjan er | Jenny Mae, sem á sér þann | draum í lífinu að verða af- . burða spilari, en hún verður I auðvitað að vinna fyrir dag- legu brauði. Það gerir hún með því að spila við „við- skiptavini". Helsti keppi- nautur hennar er Pickles Peeker, en hann hefur þann leiða löst (að mati Mae) að fá alltaf fleiri slagi en hún. Peek fékk til dæmis 11 slagi , í spilinu hér að neðan, þeg- * ar Mae þóttist góð að taka < 10. j Suður gefur, AV á Norður ♦ G1096 V K9 ♦ 76 ♦ K8643 Vcstur ♦ 874 V D87 ♦ DG105 ♦ Á92 Austur ♦ 32 V Á106 ♦ K98432 ♦ D7 Suður ♦ ÁKD5 V G5432 ♦ Á ♦ G105 Vcslur Norður Austur Suður 1 spaði Pass 2 spaðar 3 tíglar 3 hjörtu 4 tíglar 4 spaðar Allir pass Reyndur „Bridge Pro“ opnar að sjálfsögðu á spaða á spil suðurs, því það dreg- ur stórlega úr líkunum á því að makker verði sagn- hafi. Jenny Mac fær út tíguldrottningu. Hún hugs- ar Iengur en vanalega, en ákveður loks að fara strax í laufið: Spilar gosanum. Þegar vestur lætur fum- laust lítið lauf, stingur Mae upp kóngnum. Trompar síð- an tígul, tekur ÁK í spaða og spilar laufi. Og viti menn, austur lendir inni á drottningunni og verður að gefa slag. Hann spilar tígli, sem Mae trompar heima og hendir hjarta í borði. Hún fríar laufið og leggur upp. Gefur aðeins tvo slagi á laufi og einn á hjarta. Glæsileg tilþrif og 620 í dálkinn. En Peeker gerir enn bet- ur í sama samningi. Hann fer inn í borð í öðrum slag á spaða og spilar litlu laufi þaðan. Austur hefur ekki röntgenaugu og lætur lítið. Vestur drepur laufgosann með ás og spilar tígli. Pee- ker trompar, tekur einu sinni tromp og spilar laufi á kóng og fellir drottning- una. Tíu slagir eru nú ör- uggir, en Peeker vill meira. Hann spilar litlu hjarta úr borði frá kóngnum öðrum. Sjón austurs hefur ekkert batnað og hann hoppar upp með ásinn: 650 og gulltopp- ur til Peekers og félaga. STJÖRNUSPA BOGMAÐUR Afmælisbarn dagsins: Þú hefur gott vit á viðskiptum og átt auðvelt með starfa með öðrum. Hrútur (21. mars - 19. apríl) Gerðu ekki of miklar kröfur til vina þinna í dag. Þú finn- ur farsæla lausn á venda- máli og átt góðar stundir með ástvini í kvöld. Naut (20. apríl - 20. maí) Gættu þess að vanrækja ekki fjölskylduna þótt mikið sé að gera í vinnunni í dag. Njóttu heimilisfriðarins í kvöld. Tvíburar (21.maí-20.júní) Varastu að dragast inn í deilur vina árdegis. Þér gengur vel í vinnunni og þér tekst að ná mjög hagstæðum samningum. Krabbi (21. júnf - 22. júlí) Varastu bæði óhóflega eyðslu og deilur um peninga í dag. Samband ástvina styrkist, og sumir eru að undirbúa ferðalag. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Varastu tilhneigingu til of mikillar stjórnsemi í garð þinna nánustu. Þú hefðir gaman af að bjóða heim gestum í kvöld. Meyja (23. ágúst - 22. september) M Þú verður að takast á við vandamál eða aukna ábyrgð í sambandi við vinnuna. En samband ástvina hefur sjald- an verið betra. Vog (23. sept. - 22. október) Hafðu augun opin fyrir tæki- færum til að bæta stöðu þína í vinnunni, og varastu deilur við vin. Þú skemmtir þér vel í kvöld. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) MHS Þú finnur góða lausn á smá vandamáli tengdu barnaupp- eldi. Varastu óþarfa ýtni í vinnunni, og njóttu kvöldsins með ástvini. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) Láttu ekki þrasgjarnan við- skiptavin spilla góðu gengi í vinnunni. Málefni fjölskyld- unnar þróast til betri vegar í dag.____________________ Steingeit (22. des. - 19.janúar) Varastu tilhneigingu til að deila um peninga árdegis. Vinur hvetur þig til dáða og veitir þér góðan stuðning síð- degis. Vatnsberi (20.janúar- 18. febrúar) ðh Þú þarft að eiga góða sam- vinnu við þína nánustu við lausn á smá vandamáli í dag. Þú hlýtur viðurkenningu í vinnunni. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Smávegis ágreiningur getur komið upp í vinnunni í dag, en þér berast góðar fréttir langt að. Sjálfstraustið fer vaxaníii. Stjórnuspdna á að lesa sem dœgradvöl. Spdr af þessu tagi byggjast ckki á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem glöddu mig á afmœli mínu þann 22. nóv. sl. og fcerðu mér blóm og gjafir. Sérstakar þakkir til stjórnar og starfsfólks Hótels Sögu fyrir rausnarlega gjöf og hlýju í minn garð. GuÖ blessi ykkur öll. Kristín Árnadóttir. Ég vil hér meÖ þakka öllum þeim, sem heiðr- uÖu mig á 80 ára afmœli mínu meÖ blómum, skeytum og allslags munum. Ég þakka innilega börnum mínum, barnabörn- um, tengdadóttur og tengdasonum, sem hafa gert mér þennan dag ógleymanlegan. Einnig þakka ég stjórn Þróttar, starfsfólki öllu og félögum samstarfið á liönum 48 árum. Kœr kveÖja. Svavar Gíslason, Traöarlandi 4, Reykjavík. NVJAR IÍÖRUR - NVJAR VÖRUR (jólapakkann til Þeirra sem Þú vilt senda kærleik 02 líós. Allar innlendar bækur um andleg málefni og sjálfsrækt m.a. (komnar eða væntanlegar): • Boðskapur Maríu til mannkyns, Annie Kirkwood. B°MartfUr • Vitundarvígsla manns og sólar, Alice Bailey. • Móðuraflið-Kunalini jóga, Sri Chinmoy. • Máttur bænarinnar, Norman Vincent Peale. • Tao til jarðar, José Stevens. • Fullkomið heilbrigði, Deepak Chopra. Úrvals erlendar bækur sem hafa verið í undanfarna mánuði: • Celestine Prophesy, James Redfield. • Transforming your Dragons, ný bók eftir José Stevens. • Mutant Message from Downunder og margar fleiri bækur. Silfurskartgripir með orkusteinum og kristölum, meðal annars módelgripir frá Margo Rener. Mondial orkujöfnunararmbandið, skart sem bætir heilsuna. Geisladiskar og snældur með hugleiðslu- og slökunartónlist. Leiddar hugleiðslur á snældum með Guðrúnu Bergmann, Erlu Stefánsd. og Fanný Jónmundsd. Reykelsi og ilmkerti í gífurlegu úrvaii. Vandaðar og sérstæðar gjafavörur og skraut úr náttúruefnum. Náttúrulegar snyrtivörur frá Earth Science - herra og dömu. Víkingakortin, Tarot spil og önnur spáspil. Ný frábær frábær stjörnukort frá Ágústi Péturssyni. Verð aðeins kr. 1.950,- Ágúst kynnir kortin í versluninni frá kl. 15-18 á laugardag. KRINGLUNNI4-sími811380 Persónuleg þjónusta og ráðgjöf Nýtt greiðslukortatimabil beuRÆip Borgarkringlan, '

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.