Morgunblaðið - 08.12.1994, Síða 62

Morgunblaðið - 08.12.1994, Síða 62
62 FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Háskólabíó STÆRSTA BIOIÐ. ALLIR SALIR ERU FYRSTA FLOKKS. PRIR LITIR: HVITUR ■ I LOFT UPP FORREST gunbH Gullfalleg og áhrifarík kvikmynd sem var framlag Belga til Óskarsverðlauna 1993. Vann áhorfenda- verðlaunin á Cannes hátíðinni 1993. Sýnd kl. 11.10. Sýnd kl. 5, 6.45 og 9.15. k+* A.I.MBL Ó.H.T. Rás2 IFatuiega ógeðsleg hroíl- :ja og á skjön við huggu- lega skólann í danskrl kvikmyndagerð" Egill hason Morgunpósturinn. Sýnd kl. 9. Bönnuð innan 16 ára. Fjögur brúðkaup og jarðarför ' ♦ k - %18asÉiw IWN Sýnd kl. 5 og 7. Aðalhlutverk: JEFF BRIDGES, TOMMY LEE JONES Bönnuð innan 14 ára. Sýnd kl. 9 og 11.15. bætum við AÐEINS þessum þremur sýningum við: Fim. 8/12 kl. 20, örfá sæti laus. Fös. 9/12 kl. 24. Lau. 10/12 kl. 24, örfá sæti laus. Bjóðum fyrirtækjum, skólum og stærri hópum afslátt. Óséttar pantanir eru seldar 3 dögum fyrir sýningu. Miðapantanir í símum 11475 og 11476. Ath. miðasalan opin virka daga frá kl. 10-21 og um helgar frá kl. 13-20. Ath. miðasala lokuð á sunnudag. Jazz í Djúpinu í kvöld Jazztríó Ómars Einarssonar HORNŒ)/DJÚPH), Haínarstræti 15, sími 13340. Fylgstu meb í Kaupmannahöfn Morgunblaðib fæst á Kastrupflugvelli og Rábhústorginu JUnrgimMaMt* -kjarni málsins! Sungið frá hjartanu TONLIST III j ó m p I a t a BÍSI SIGGA BJÖRNS Bísinn á Trinidad. Siggi Björns: söng- ur, gítar, Aðrir hljóðfæraleikarar: Tryggvi Hiibner: gítar hljómborð. Þorleifur Guðjónsson: bassi. Halldór Lárusson: trommur slagverk. Krist- ján Kristjánsson: munnharpa. Ásbjörn Kristinsson: söngur í „Bubb- inn“. Útsetningar og stjórn upptöku: Tryggvi Hiibner. Upptökur og hfjóð- blöndun: Tómas Tómasson. Útgefandi: Bein leið hf. 41,34 mín., 1.999 kr. SIGGI Björns er maður víðför- ull og hefur á undanfömum árum lifað á því að ferðast um heiminn og spila og syngja fyrir fólk. Þeir sem hafa heyrt hann og séð troða upp hér á landi eru flestir sam- mála um að hann sé bráðskemmti- legur áheyrnar og hafi yfir sér sjarma sem hrífur fólk með. Þess- ir eiginleikar Sigga Björns koma vel fram á nýrri hljómplötu hans, „Bísinn á Trinidad". Þar fara sam- an skemmtileg lög, góðir textar og leiftrandi söng- og spilagleði, sem samanlagt gera þessa plötu að hinum eigulegasta grip. Á vissan hátt minnir hluti af tónlistinni á þessari plötu á KK- bandið enda má þarna heyra rokk- aða blúsa í þeim anda og undirspil- ið sver sig dálítið í KK-ættina. Að auki eru þarna hugljúfar bal- löður og sönglög með írsku þjóð- lagaívafi, sem einnig koma ágæt- lega út í meðförum Sigga Björns og félaga. Tryggvi Hiibner á heið- urinn af útsetningum og hefur unnið þær smekklega auk þess sem honum bregst ekki bogalistin á gítarinn frekar en endranær. Þorieifur Guðjónsson á bassa og Halldór Lárusson á trommurnar falla einnig þétt saman og hljóm- urinn á plötunni í heild er í góðum höndum Tómasar Tómassonar. Sjálfur er Siggi mátulega hijúfur og hás og einhvern veginn heyrir maður ekki fyrir sér þessar tón- smíðar sungnar öðruvísi. Öll lögin á plötunni hafa eitt- hvað við sig og textarnir eru ekki bara bull og kjaftæði út í bláinn, eins og algengt er í íslenskri dæg- urtextagerð, heldur segja allir ein- hveija sögu. Þar blandast saman grín og alvara en auk texta eftir Sigga eru þama ágætir textar, sem suma má reyndar fremur flokka sem ljóð, eftir Ragnar Inga Aðalsteinson, Böðvar Guðmunds- son, Pétur Gíslason og Ólaf Ragn- arsson. Sá síðastnefndi á reyndar einnig lag á plötunni, Hafið eða fjöllin, fallega ballöðu, sem er eina lagið á plötunni sem ekki er eftir Sigga sjálfan. Eftirminnilegasta lagið fínnst mér þó vera Beitningar- tremmi, sérkennilegt lag og vel útfært, með meitluðum texta Sigga. Einnig má nefna Nat- anskvæði, sem er í írskum þjóðlagastíl með afbragðs- góðum texta Böðvars Guð- mundssonar og eins er Þjóðfélagsþrymiar gott dæmi um hvemig einföld laglína magnast upp fyrir áhrif góðs texta, sem í þessu tilfelli er eftir Ragnar Inga Aðalsteinsson. í laginu Bubb- inn slær Siggi hins vegar á léttari strengi með skemmtisögu um það hvernig hugsjónirnar hrynja fyrir breyskleika holdsins. Menn þurfa ekki að setja sig í upphafnar stellingar til að hafa gaman af þessari plötu. Hún kem- ur frá hjartanu og sjálfsagt eiga margir auðvelt með að finna sitt eigið hjarta slá í takt. Og þótt kannski sé full djúpt tekið í árinni að segja að „Bísinn á Trinidad“ sé besta plata ársins, er hún ör- ugglega í hópi hinna skemmtilegri, að minnsta kosti að mati þess sem þetta skrifar. Sveinn Guðjónsson MENN þurfa ekki að setja sig í upp- hafnar stell- ingar til að hafa gaman af plötu Sigga Björns.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.