Morgunblaðið - 17.12.1994, Side 12

Morgunblaðið - 17.12.1994, Side 12
12 LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Viðræður standa yfir um sölu Viking Brugg KEA og Valbær vilja kaupa fyrirtækið Fyrsti óbó- leikarinn útskrifaður í FYRSTA sinn verður braut- skráður nemendi í óbóleik frá Tónlistarskólanum á Akureyri en á sunnudaginn, 18. desem- ber kl. 17 verða 8. stigs tón- leikar Gunnars Benediktsson- ar óbóleikara á sal skólans. Gunnar hóf nám í óbóleik 9 ára, fyrst hjá Roari Kvam, síð- an hjá Christopher A. Thorn- ton en síðastliðið ár hefur hann lært hjá Jacqueline F. Simm. Gunnar hefur m.a. leikið með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, Sinfóníuhljóm- sveit æskunnar og Orkester Norden. Hann brautskráist af tónlistarbraut frá MA næsta vor. Á efnisskrá tónleikanna eru verk eftir Telemann, Bellini, Walmisley og Berkeley. Að- gangur er ókeypis. Félagsvist SÍÐASTA félagsvist Þórs verður annað kvöld, sunnu- dagskvöldið 18. desember kl. 20.00 í féalgsheimiiinu Hamri við Skarðshiíð. MESSUR ■ AKUREYRARPRESTA- KALL: Sunnudagaskóli Akur- eyrarkirkju verður i Safnaðar- heimilinu kl. 11.00. Gengið verður í kringum jólatré og jólasaga lesin. Guðsþjónusta verður í Akureyrarkirkju kl. 17.00 á morgun, sunnudag. Jólatónleikar Kórs Akur- eyrarkirkju kl. 20.00. ■ GLERÁRKIRKJA: Guðs- þjónusta verður kl. 11.00 ár- degis, sunnudag. Einleikur á fiðlu, Anna Podhajska. Barna- samkoma verður í kirkjunni á sama tíma. Börnin munr. taka þátt í fyrri hluta guðsþjón- ustunnar, en undir sálmi fyrir predikun munu þau ganga inn í safnaðarsalinn. Þar verður brúðuleikhúsið „Litlu-jólin hjá Guðfinnu" flutt. Jólafundur æskulýðsfélagsins verður í kirkjunni kl. 18.00. Kyrrðar- stund í hádeginu næsta mið- vikudag frá kl. 12-13. Orgel- leikur, helgistund, altaris- sakramenti og fyrirbænir. Léttur málsverður með jóla- bragði að stundinni lokinni. ■ HVÍTASUNNUKIRKJAN: Samkoma í umsjá ungs fólks kl. 20.30 í kvöld, laugardags- kvöld. Safnaðarsamkoma sunudag kl. 11.00. Jólin sungin inn á sunnudag kl. 20.00. ■ HJÁLPRÆÐISHERINN: Fjölskyldusamkoma kl. 17.00. á sunnudag. Jólin sungin í garð. Krakkar verða með helgileik. Opið hús verður á aðfangadagskvöld kl. 18.00. Þátttaka tilkynnist til Hjálp- ræðishersins fyrir 19. desem- ber. ■ KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa í dag, laugardag kl. 18.00. og sunnudag kl. 11.00. Safnað í áramóta- brennu FÉLAGARNIR Jóhann, Sverr- ir, Viðar, Eyjólfur og Sigurður hafa síðustu daga safnað efni í áramótabrennu á Bárufellsk- löppum. Fjölmargir hafa lagt þeim lið og komið með eldsmat í brennuna en þeir sögðust ekki hafa mikinn áhuga á að fá járnarusl í hana ein eitthvað hafði borið á slíkum sending- SÍÐARI umræða um fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Akureyrar verður á fundi bæjarstjómar á þriðjudag, en á milli umræðna hafa komið fram nokkrar breytingartillögur við áætlunina. Hvað tekjur varðar er gert ráð fyrir að skattar af fasteignum hækki um 4 milljónir króna og verða heildar- skatttekjur bæjarins því 1.490.540 þúsund. í kjölfar breytinga sem lagt er tii að gerðar verði við frumvarp að fjárhagsáætlun er áætlað að kostn- aður við rekstur málaflokka verði 1.094.539 þúsund sem er nokkru lægra en áætlað var við fyrri umræðu. Fjárveiting til leikskóla í einka- rekstri hækkar um 3 milljónir sem er vegna rekstrarkostnaðar á 10 rýmum á leikskólanum Stekk. Þá hækkar launaliður hjá tónlistarskól- anum og heimilisþjónustu en stefnt er að því að ná fram hagræðingu í VIÐRÆÐUR standa yfir um sölu á verksmiðju Viking Brugg á Akur- eyri. Delta hf. í Hafnarfirði á verk- smiðjuna en um skeið hafa farið fram viðræður við hugsanlega kaupendur sem eru Kaupfélag Ey- firðinga og hlutafélagið Valbær á Akureyri. rekstri upp á 15 milljónir króna. í því sambandi er nefnt að ekki er gert ráð fyrir að ráðinn verði sérstak- ur nýr starfsmaður til að sinna verk- efnum reynslusveitarfélags heldur verði um að ræða færslu starfsmanns frá öðru verkefni, en með því verður hægt að ná fram sparnaði í launa- kostnaði. Leikskólanefnd er falið að taka til umfjöllunar og úrvinnslu skýrslu urn úttekt á rekstri leikskóla og gert er ráð fyrir endurskoðun á rekstri skóladagheimila í tengslum við einsetningu skóla. Launakostnaður endurskoðaður Þá er íþrótta- og tómstundaráði falið að ijalla um skýrslu um íþrótta- mannvirki og leggja tillögur fyrir bæjarráð. Rekstrarkostnaður Iþróttaskemmunnar verður endur- Verði af kaupum þessara aðila á versmiðjunni mun eignarhaldið skiptast til helminga milli KEA og Valbæjar og er hugmyndin sú að stofnað verði nýtt hlutafélag um rekstur verksmiðjunnar. Hugsanleg sala verksmiðjunnar var kynnt starfsmönnum Viking skoðaður með tilliti til minnkandi nota með tilkomu leikfimihúss við Oddeyrarskóla og sviðsstjórnum er falið að skoða launakostnað ein- stakra deilda og stofnana bæjarsjóðs og móta tillögur sem geta lækkað hann. Þá verða innkaup á rekstrar- vörum, þjónustu og efni til fram- kvæmda skoðuð sérstaklega með til- liti til útboða og eins verður nefnda- kerfi bæjarins endurskoðað. Lagt er til að fjárveiting til gjald- færðrar fjárfestingar verði tæplega 143 milljónir króna, þar af fara 55 milljónir til gatnagerðarfram- kvæmda og 35 til holræsafram- kvæmda. Þá er lagt til í fjárhagsáætl- un að um 195 milljónir króna fari til eignfærðrar fjárfestingar, þar af 50 milljónir vegna byggingar leik- skóla við Kiðagil og 83 milljónir til framkvæmda við skóla. Brugg á fimmtudag. Samningavið- ræður eru langt komnar og er stefnt að því að nýir eigendur taki við rekstrinum um næstu áramót. Hjá Viking Brugg eru framleidd- ar nokkrar bjórtegundir, meðal ann- ars Viking, Thule, Lövenbrau og Icebjór. Signrður J. Signrðsson Hlutabréf seld fyrir 100 millj. SIGURÐUR J. Sigurðsson, bæjar- fulltrúi Sjálfstæðisflokks í bæjar- stjórn Akureyrar, lagði til á fundi bæjarráðs í vikunni að bæjarstjóra verði heimilað að selja af hlutabréfa- eign Framkvæmdasjóðs fyrir allt að 100 millj. kr. til að greiða vaxta- kostnað sjóðsins og lækka skuldir. Jafnframt lagði hann til að Rafveitu Akureyrar verði gert að greiða 20 millj. árlegt fjárframlag sem arð af til Framkvæmdasjóðs. Fram kemur í bókun Sigurðar á fundi bæjarráð, að með vísan til þeirrar skoðunar hans, að hægt væri að ná sambærilegri niðurstöðu í rekstri bæjarins án skattahækkunar, væri hægt_ að grípa til margvíslegra aðgerða. Á meðal tillagna hans er að ráða ekki starfsmann til að vinna að reynslusveitarfélagaverkefninu heldur láta núverandi starfmenn sinna því, flölga ekki starfsmönnum atvinnumálanefndar og hækka ekki fjárveitingar til nefndarinnar, fjölga ekki fastanefndum á vegum bæjarins og að endurskoða rekstur skóladag- heimila og einnig að endurmeta rekstur íþróttaskemmunnar. -----»■♦ '4--- Sigríður Stefánsdóttir Rafveitan greiði afgjald til bæjarins SIGRÍÐUR Stefánsdóttir, bæjarfull- trúi Alþýðubandalags, hefur lagt til að á árinu 1995 greiði Rafveita Akur- eyrar 2% afgjald af eigin fé veitunn- ar í árslok 1994 til bæjarsjóðs. Upp- hæðin, 16,5 millj. kr., eigi ekki að hafa áhrif á gjaldskrá veitunnar held- ur á framkvæmdir og lántökur. Aðrar breytingartillögur Sigríður við íjárhagsáætlun fela í sér hækkun upp á 22 millj. kr. M.a. Ieggur hún til að framlag til jafnréttis- og fræðslufulltrúa verði hækkað um 2 millj., og að til komi 10 milljóna framlag í Framkvæmdasjóð. Þá legg- ur Sigríður til að útgjöld verði lækk- uð um 5,5 milljónir; framlag til skrif- stofu bæjarverkfræðings lækki um 2 milljónir, 2,5 milljónir verði teknar af óskiptu fé til gatnagerðar og vegna atvinnuátaks um 1 millj. kr. um. Morgunblaðið/Rúnar Þór Fjárhagsáætlun afgreidd á fundi bæjarsljórnar í næstu viku Skatttekjur alls um 1,5 milljarðar króna JOLAGJÖF FRA ÞUMALINU 45% afsláttur ULLARNÆRFATNAÐUR fyrir börn og unglinga RÖNDÓTT: Rautt/hvítt, blátt/hvítt. Stærðir 92-164. Sett: Bolir/síðbuxur. ULLAR- OG SILKIFATNAÐUR 30% silki - 70% ull. Unnið án kemiskra efna og hrein ull, mjúk sem siiki. 15% afsláttur. Fyrir KARLA? KONUR7BÖRN? ÚL ;6> y\ í.<, ' t r K V\ \ / KARLAR KONUR KORNBÖRN ELDRI BÖRN Hlýrabolir Hlýrabolir Bolir: Stutterma Hlýrabolir stutterma stutterma langerma stutterma langerma langerma Síðbuxur langerma Síðbuxur Síðbuxur Samfellur Síðbuxur ÝMISLEGT Grifflur, lanolinborin ullarteppi, BH-innlegg, ullarsokkar, ullarskór O.fl. ÞUMAIiNA Leifsgötu 32. Opið laugard. og sunnud. kl 13-17 Sjón er sögu ríkari. Kíktu inn og skoðaðu úrvalið. Allt fyrir litlu börnin frá nærfötum til útigalla og m.a. landsins mesta bleyjuúrval. VERNDUM LANDIÐ. Veljum vistvænar bleijur fyrir hamingjusöm börn. Kostnaður yfir bleijutímabilið aðeins kr. 17.800,- miðað við 30 hágæðableijur og 10 TuffTuff bleijubuxur, þær bestu fáanlegu og mest seldu á Norðurlöndum. GERIÐ VERÐSAMANBURÐ. Póstsendum s. 12136 sb. 626536, ALLTAF í LEIÐINNI. I Í 1 X » » I » 1 í » I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.