Morgunblaðið - 17.12.1994, Page 29
'ÖRKIN 2163-23-21
I
Omar Ragnarsson
Omar Ragnarsson er sannkallaður
meistari þegar hann fjallar um fólk sem
kýs að búa utan alfaraleiðar og bindur
ekki bagga sína nákvæmlega sömu
hnútum og samferðamennirnir. Innsæi
hans, næmi og skilningur á högum og
viðhorfum þessa fólks endurspeglast
í þessari bók þar sem Ómar fer í ferðalag
á Skaftinu sínu og kemur víða við.
Meðal söguhetja Omars í bókinni eru
Þórður í Haga, systkinin í Knarrarnesi
á Mýrum, Sigríður á Hrafnabjörgum,
Óli kommi í Hornbjargsvita,
Guðmundarstaðabræður í Vopnafirði
og bræðurnir og vísindamennirnir á
Kvískerjum í Öræfum. Auk þess rifjar
Ómar upp kynni sín m.a. af Gísla
á Uppsölum og bregður upp nýrri mynd
af óvenjulegri hegðun hans og lífsmáta.
Á ferð sinni hefur Ómar yfir firnindi að
fara og þeim lýsir hann af sama næmi og
virðingu og fólkinu sem kemur við sögu
í bókinni.
„...Frásögn Omars einkennist fyrst og síðast af
mikilli einlœgni. Samúð hans með því fólki
sem hann lýsir leynir sér heldur ekki eða
einlœg aðdáun þegar því er að skipta.
Áhugi hans og ánœgja afverkefninu er
sömuleiðis augljós enda verður honum tíðrœtt
um hversugott sé fyrir "streittan fréttamann"
að komast með þessum hœtti út lir skarkala
borgarinnar..."
(úr ritdómi Gunnlaugs A. Jónssonar íDV)
1. prentun
2. prentun
3. prentun
4. prentun
BÓKA & BLAÐAÚTGÁFA
stiklað á Skaftinu
Ömar Ragnarsson
UPPSELD
UPPSELD
NÆR UPPSELD
A LEIÐINNI
LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1994 29
MORGUNBLAÐIÐ