Morgunblaðið - 17.12.1994, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1994 31-
Lffeyrissj. starfsm. ríkisins Lífeyrissj. ráöherra Lífeyrissj. alþíngism.
4.528 24 112
2.461 m. 15,3 m. 101 m.
544.000 636.000 902.000
82.000 95.000 135.000
34.000 39.000 56.000
11,0% 4,2 % 6,7% |
Verkamaður sem er að fara
á eftirlaun eftir að hafa greitt
í lífeyrissjóð frá upphafi
(með 30 stig í lífeyrissjóði):
Hann segir að nú vanti hvata í lífey-
riskerfið, hvata til fólks að spara til
eiliáranna. Hópar standi fyrir utan
kerfið þó að nafninu til sé skylduaðild
að sjóðunum. Slíkur hvati myndi færa
sífellt stærri hluta framfærsluskyldu
almannatryggingakerfis ríkissjóðs
yfir í lífeyrissjóðakerfið og sparaði
ríkinu verulega fjármuni í framtíð-
inni. Hann segir einfaldast að gera
þetta með því að heimila frádrátt líf-
eyrissjóðsiðgjalda frá tekjum eins og
gert sé í flestum ríkjum innan OECD
og stofnunin beinlínis ráðlegði ríkis-
stjórnum að taka upp.
Gylfi segir að óréttlætið felist í því
að fjöldi þeirra sem nú taka lífeyri
hafi greitt iðgjöld sín fyrir 1988 og
séu því ekki að tvígreiða þegar þeir
greiði skatt af úttekt sinni úr lífeyris-
sjóði. ASÍ vill því taka upp frádráttar-
kerfið sem notað var fyrir 1988 og
líta þar með framhjá þeirri tvísköttun
sem verið hefur við líði í sjö ár, í stað
þess að byrja upp á nýtt með skattaaf-
slátt í nýju kerfi með þeirri mismunun
sem það telur að í því felist vegna
mismunandi stöðu lífeyrisþega.
í greinargerð Gylfa um málið seg-
ir, eins og fram hefur komið í blað-
inu, að þeir sem hafa lífeyri undir
skattleysismörkum, flestir úr almennu
lífeyrissjóðunum þar sem það kerfi
er ekki farið að virka til fulls, fái
ekki notið þessa 15% frádráttar. Því
__________ hærri sem lífeyririnn er því
núver- mun Þyn£ra vegi i)essi frá'
. dráttur og skeri lífeyrir fyrr-
Stao- . verandi ráðherra og alþing-
lukerfl ismanna sig úr hvað þetta
. varðar. Þessi útfærsla muni
færa þeim sem þegar búa að mun
betri lífeyriskjörum en þorri almenn-
ings, skattaafslátt því til viðbótar.
Kemur þessi samanburður Gylfa
fram í meðfylgjandi töflu. í annarri
töflu, sem byggð er á upplýsingum
Sambands almennra lífeyrissjóða um
lífeyri venjulegs verkamanns sem
greitt hefur í lífeyrissjóð frá upphafi
lífeyrissjóðakerfisins, sést að hann
fær 1.600 króna skattaafslátt á mán-
uði, þ.e. ef hann á annað borð kemst
upp fyrir skattleysismörk.
Bolli segir að sú hugmynd hafi
komið upp að setja þak á skattafslátt
til að koma til móts við þessi sjónar-
mið. Hann segir raunar að ekki sé
munur á kostunum tveimur varðandi
þetta atriði, hátekjufólk greiði hærri
iðgjöld og fengi því hærri skattaaf-
slátt en verkafólk ef sú leið yrði frek-
ar farin.
Islendingar reyna nú að laða að erlent fjármagn en þar er á brattann að sækja
Erlend fjárfesting
hefur dregist saman
Erlend fjárfesting á íslandi hefur dregist sam-
an á síðustu árum á sama tíma og viðhorf
--y——---------------------------------------------
Islendinga til hennar hafa orðið mun jákvæð-
------------------3*------------------------------
ari, segir Hugi Olafsson í úttekt sinni. Stefnt
er að því að rýmka lög sem takmarka erlenda
fjárfestingu og nú eftir áramót hefst skipulegt
átak til að laða að erlent auðmagn til flögurra
atvinnugreina.
Erlent f jármagn til innlendra fjárfestinga, hlutfall
af vergri fjármagnsmyndun, meðaltal 1987-1991
35 %
Belgfa/Lúxemb.
Stóra-Bretland
Holland
Portúgal
Ástralía
Spánn
Grikkland
Bandaríin
'Svfþjóð
Nýja-Sjáland
Sviss
Frakkland
Danmörk
Kanada
Noregur
Tyrkland
Ítalía
Austurríki
írland
Finnland
Þýskaland
Japan
ísland
36,67%
Heildareignir erlendra aðila í atvinnurekstri á
íslandi voru 8.163 milljónir króna í ársiok 1993
Eftir atvinnugreinum: Erlendir eigendur frá:
Stóriðja
Annar iðnaður-
Fjármálaþjónusta 17}
og vátryggingar
Verslun og önnurþjónu
Millj.
króna
Sviss 4.422
Bandar. 1.160
Danmörku 846
Bretlandi 482
Noregi 385
Svíþjóö 382
Þýskalandi 174
Oörum löndum 311
FYRIR skömmu voru hér á
ferð kanadískir auðjöfrar,
Irving-feðgar, sem lýstu
yfir áhuga á að kaupa lóð-
ir undir bensínstöðvar í Reykjavík
og stunda olíuviðskipti hér á landi.
Þeir sögðust meðal annars væntan-
lega getað .boðið neytendum lægra
verð. Koma þeirra feðga olli nokkr-
um skjálfta og meðal annars var
spurt - eins og stundum áður þegar
erlenda fjárfestingu á íslandi hefur
borið á góma - hvort risafyrirtæki
eins og Irving Oil geti ekki undirboð-
ið íslenska%keppinauta sína og komið
þeim á kné og náð þannig yfirburða-
stöðu, sem verði neytendum ekki
síður en samkeppnisaðilum til tjóns
þegar til lengri tíma er litið.
Ógnvænlegi áhugaleysi
Ahugi Irving Oil á íslandsmarkaði
virðist hins vegar vera undantekn-
ing. Hugsanleg undirboð og yfir-
gangur erlends auðvalds á ekki að
vera íslendingum áhyggjuefni, ef
marka má skýrslu Aflvaka Reykja-
víkur um samkeppnisstöðu íslands,
sem birt var skömmu eftir að feðg-
arnir flugu af landi brott. Þjóðinni
stafar ekki hætta af áhuga erlendra
fjárfesta, segir þar í kynningu Ragn-
ars Kjartanssonar, framkvæmda-
stjóra Aflvaka: „hin raunverulega
framtíðarógn stafar miklu fremur
af nánast algjöru áhugaleysi er-
lendra fjárfesta á að taka þátt í að
byggja upp atvinnustarfsemi á Is-
landi.“
Samkvæmt skýrslunni er ísland í
18. sæti af 23 ríkjum Efnahags- og
framfarastofnunarinnar (OECD)
sem fýsilegur fjárfestingarkostur.
Ef litið er á beinharðar tölur eru
erlendar fjárfestingar á íslandi þó
jafnvel enn minni en athugun Afl-
vaka gefur tilefni tii að ætla.
Minnst fjárfest á Islandi
Erlent fjármagnsstreymi til inn-
lendra fjárfestinga nam um 0,12%
af heildarfjárfestingu á Islandi á
árunum 1987-’91 og var það hlut-
fall hvergi lægra í neinu OECD-ríki.
Erlend fjárfesting þyrfti að þrítug-
faldast til að hún næði sama hlut-
falli og að meðaltali hjá hinum Norð-
urlöndunum og rúmlega þtjúhundr-
uðfaldast til að við skákuðum Belgíu
og Lúxemborg, sem eru reyndar í
nokkrum sérflokki. Það er rétt að
hafa það í huga að engar stóriðju-
framkvæmdir stóðu yfir á þessum
tíma og að ísland myndi færast veru-
lega upp á við á meðfylgjandi töflu
ef hér yrði til dæmis reist sink- eða
álverksmiðja á næstu árum.
í fyrra keyptu erlendir aðilar
hlutabréf í íslenskum fyrirtækjum
fyrir 181 milljónir króna, samkvæmt
bráðabirgðatölum Seðlabankans.
Heildarfjárfestingar, þ.e. hlutafjár-
kaup umfram sölu, voru hins vegar
neikvæðar um 340 milljónir á árinu,
að því að fram kemur í grein eftir
Björgvin Sighvatsson hagfræðing,
sem birtist í komandi hefti Pjármál-
atíðinda. Þær voru neikvæðar um
700 milljónir 1992, jákvæðar um 920
milljónir 1991 og nei-
kvæðar um 510 milljónir
1990.
Heildareignir erlendra
aðila á íslandi hafa rýrnað
um 800 milljónir á árun-
um 1990-1993, en þær eru nú um
8,1 milljarður. Eigið fé þeirra hefur
rýrnað um hvorki meira né minna
né 2,7 milljarða á síðustu þremur
árum. Þar munar fyrst og fremst
um taprekstur í áliðnaðinum, en
jafnvel þó að ál og járnblendi sé
undanskilið hefur arðsemi útlend-
inga af íslenskum fjárfestingum ver-
ið neikvæð að meðaltali þessi ár. Til
dæmis hefur eigið fé út-
lendinga í fiskeldi þurrkast
út og reyndar gott betur.
Niðurstaða Björgvins er
að „í raun er ekki hægt
að tala um stöðnun í fjár-
festingum erlendra aðila hérlendis,
heldur miklu frekar sámdrátt því að
eigið fé þeirra hefur verið að rýrna
vegna mikils taprekstrar á undan-
förnum árum.“
Smæð íslenska hagkerfisins og
einhæft atvinnulíf er nefnt sem meg-
inástæða lélegrar samkeppnishæfni
landsins í slagnum um erlent fjár-
magn í skýrslu Aflvaka. Sagt er að
erlendis sé hverfandi
áhugi á íslandi sem fjár-
festingarkosti og ekki
dugi að auglýsa blint eftir
fjárfestum, heldur þurfi
að „klæðskerasauma“ til-
boð sem höfða til ákveðinna geira á
völdum mörkuðum.
Þetta hefur að nokkru leyti verið
gert af markaðsskrifstofu Iðnaðar-
ráðuneytisins og Landsvirkjunar
(MIL) síðan 1987, en hún einbeitir
sér að að kanna stóriðjukosti - sem
er ekki skrýtið þegar haft er í huga
að um 60% af erlendri fjárfestingu
á íslandi er í orkufrekum iðnaði.
Síðan í nóvemberbyijun hefur svo
starfað á vegum Iðnaðarráðuneytis-
ins sérstök markaðsn’efnd um er-
lenda fjárfestingu, sem í eiga sæti
tíu manns úr stjórnkerfinu og at-
vinnulífinu. Ráðuneytið hefur samið
við Útflutningsráð um að annast
skipulagða markaðskynningu er-
lendis, sem hefst væntanlega í byij-
un næsta árs.
Halldór J. Kristjánsson, skrif-
stofustjóri í Iðnaðarráðuneytinu og
formaður nefndarinnar, sagði að hún
hefði ákveðið að byija á átaksverk-
efni er beindist að fjórum atvinnu-
greinum sem líklegt er talið að geti
vakið áhuga útlendinga. Þar er um
að ræða: orkuiðnað smærri en stór-
iðju, þar sem um samnýtingu gufu-
og raforku er að ræða; úrvinnslu
matvæla; hugbúnaðarframleiðslu; og
heilsu- og ferðaiðnað.
Frumvarp um breytingar
Friðrik Sophusson fjármálaráð-
herra sagði að sá stöðugleiki sem
náðst hefði í efnahagslífínu hefði
stuðlað að því að fleiri erlendir fjár-
festar skoðuðu möguleika á fjárfest-
ingum hérlendis. Við hefðum gengið
of langt í hindrunum, til dæmis með
því að banna útlendingum eignarhlut
í fyrirtækjum tengdum náttúruauð-
lindum okkar og sjávarútvegi. (í
þessu sambandi má nefna að af 22
skráðum félögum á Verðbréfaþingi
Islands eru fjárfestingar erlendra
aðila óheimilar eða óæskilegar í að
minnsta kosti 14, að sögn Guðmund-
ar Haukssonar, forstjóra Kaupþings
hf.) „Við megum ekki gleyma því
að erlend fjárfesting er ekki einung-
is erlent fjármagn heldur fylgja þar
í mörgum tilvikum erlend markaðs-
og sölusambönd og fleira."
Frumvarp sem nú liggur fyrir í
ríkisstjórn og á að liðka fyrir er-
lendri fjárfestirigu hérlendis er skref
í rétta átt, sagði Friðrik, en gengur
þó ekki nógu langt. Til dæmis er
nokkur andstaða við hugmyndir um
auknar fjárfestingarheimildir fyrir
útlendinga í fyrirtækjum sem vinna
við úrvinnslu í sjavarútvegi. „Ég
finn þó að viðhorfin virðast vera að
snúast mjög á þessa sveif og með-
byrinn mun án efa aukast,“ sagði
hann.
Hverjir eiga ísland?
Það er óhætt að segja að viðhorf
til erlendra fjárfestinga hafi breyst
mikið, eins og reyndar alls staðar í
heiminum. Deilur um hlut útlendinga
í hugsanlegu stóriðjuveri yrðu varla
jafn hatrammar nú og þegar álverið
í Straumsvík var byggt fyrir nærri
30 árum.
Þessi viðhorfsbreyting skýrist
kannski að hluta af því að hér hefur
ekki orðið nein skriða erlendra fjár-
festingar eftir að álverið komst á
laggirnar og Alusuisse er raunar
ennþá langstærsti erlendri fjárfestir-
inn hér. Eignir Alusuisse, Elkem,
Texaco, Skandia og annarra erlendra
fyrirtækja á íslandi nema
um 0,7% af þjóðarauð ís-
lendinga, eða um 3% af
erlendum skuldum þjóðar-
búsins, svo reynt sé að
setja hlutina í lauslegt sam-
hengi. Það virðist því raunhæft að
segja að áhrif útlendinga í íslensku
atvinnulífí geti vart talist mikil og
að það sé rétt mat hjá Aflvaka
Reykjavíkur að erfiðara gæti reynst
að laða erlent fjármagn til landsins
en að bægja því frá.
Gengið of
langt í
hindrunum
Hverfandi
áhugi á ís-
landi erlendis