Morgunblaðið - 17.12.1994, Side 34
iTOFAGUÐRWARÓNNíí
34 LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Ný ryhsuga frá Miele
Margfaldir verðlaunagripir
fyrirhönnun og gæði.
EIRVIK heimilistæki hf.
Suöurlandsbraut22,108 Rvík, sími 91-880200.
HELGARTILBOÐ
Laugardaginn 17. des. opið kl. 10-22.
Sunnudaginn 18. des. opið kl. 13-17.
Herrakuldaskór
Stærðir 41 -45
Verð aðeins
kr. 3.490
Barnajólaskór
Svartir/brúni.
Stærðir 23-30
Verð aðeins
kr. 2.900
Leðurkuldaskór
Stærðir 30-41
Verð aðeins
kr. 2.790
Barnajólaskór
Svart lakk/hvítt
Stærðir 20-28
Verð aðeins
kr. 1.290
lakk
SKOVERSLUN KOPAVOGSHamraborg3'
sími 41754.
AÐSENDAR GREINAR
Fróðlegnr pistill
ÞAÐ kom í Morgunblaðinu föstu-
daginn 25. nóvember sl. smáklausa
sem hljóðaði um 10% útreikning
launahækkunar. Ekki virtist það nú
í fljótu bragði vera nema umþenking
á eðlilegum hlutum. En viti menn!
Þessi smáklausa er eftir Guðna ein-
hvem Níels Aðalsteinsson, og segir
okkur þá sögu í raun, á ósköp siðleg-
an og hógværan hátt, að hér á Is-
landi ráði lögum og lofum í margri
ráðsmennsku þessarar þjóðar þeir
yfirþyrmandi fáráðlíngar og fábján-
ar, að ekki nokkur iifandi meðalmað-
ur getur botnað í öðru eins, og hvern-
ig í dauðanum á þjóðin annað en
vera hangandi á heljarbrúnum tilveru
sinnar, eftir lestur þessa litla og sak-
leysislega smápistils, þessa hagfræð-
ings Vinnuveitendasambands Is-
lands, um það stórkostlega mál, að
aðeins ein króna iendi að lokum í
buddunni hjá launamanninum af 20
króna launahækkun. Eða lesið þið
bara pistilinn í Mogganum!
En fyrst að þessi ágæti maður er
nú búinn að upplýsa okkur sauð-
svartan almúgan um þessa dýrmætu
útkomu á þessari 20 kr. launahækk-
un, fyndist mér nú ekki óviðeigandi
að hann skryppi uppí eitthvert ráðu-
neytið, til að upplýsa þar um hvað
hágöfuga andsk. vitleysu við erum
látnir búa við hér á þessu landi í
þessum launa- og efnahagsmálum
okkar, þegar í einu og öðru formi
fara 19 kr. af 20 kr. kauphækkun,
svo norður og niður, að menn standa
svo agndofa yfír einni krónunni sem
eftir verður í vasa launþegans. En í
engu efast ég um þennan útreikning
hagfræðingsins og þakka honum
bara fyrir að fletta upp fyrir framan
andlit þjóðarinnar, svo best megi sjá
hvaða fálkar ríða hér röftum í þeim
eyðimerkurathöfnum, og því siðlausa
dagfari sem okkur er ætlað að búa
við, og lifa eftir.
Það mætti þá líka
kannski koma við hjá
þeim öðlingum sem
ekkert sjá sér háleitara
í dagfari ráðandi afla
þjóðarinnar, en að
stoppa alveg þá ham-
ingju þeirra sem verst
eru settir á berangrin-
um að taka fyrir þá lið-
veislu sem gömiu fólki
og lasburða er lífsnauð-
syn að njóta úr þeirra
líknarhöndum, sem
fram sig vilja leggja til
að gera þeim síðustu
lífdaga þeirra mann-
eskjulegri en annars, án
þeirra þjónustu. Bara
þessar kr. 5.500, sem sjúkraliðar
Svona óráðsíu má ekki
láta afskiptalausa, segir
Jens í Kaldalóni, sem
segir að taka verði til
hendi í snarhasti.
gerðu kröfu um sér til fullnægingar
í mánaðar kaupauka virðast nú ekki
vera þau ósköp í vasa komin að engu
sé viðmiðandi í kaupæði okkar liðnu
daga, þetta gerir nú ekki nema að-
eins litlar 184 kr. á dag að meðaltali
á mánuði.
Já, mikil er sú dásemd.
En það er annað og öllu mikilvæg-
ara, sem nú stendur hnífurinn í kúnni
um, og það er orðin einn hinn hrika-
legasti ófögnuður sem nokkurntíma
á þessa blessaða þjóð okkar sótt
hefur, og lýsir sér best í orðum þessa
ágæta hagfræðings Guðna Níelsar,
að 6.000 kr. bein-
greiðsla í vor til fólksins
hafi dregið á eftir sér
4.800 kr. lánskjaravísi-
töluhalahækkun uppá
hveija fjögurra manna
ijölskyldu, og launa-
tekjubótin orðið lítil sem
engin. En ég spyr bara
hvað eiga svona voða-
verk, sem á pappír eru
skráð til þess að þegnar
þjóðar okkar megi eftir
þeim lifa að ekki megi
um nokkrar krónur
umbuna blessuðu fólk-
inu í launum sínum á
nokkurn máta talið, að
ekki hækki húsnæðis-
skuldabaggi þess eða aðrar skuldir
um allt að eins hárri upphæð og
launaaukinn, sem þó ekki í sumum
tilfellum dugar fyrir hálfri soðning-
unni í matinn einu sinni.
Já, mínu kæru landsdrottnar, ég
skal segja ykkur eins og er, að það
þýðir ekki lengur að láta svona óráðs-
íu afskiptalausa um alla framtíð, hér
verður í snarhasti að taka til hendi,
ef ekki á að fara í ógeðslegustu ósköp
svona á næsta leiti sjóndeildarhrings-
ins. Ójafnræðið í þjóðlífi okkar blasir
svo við allra augum, og inngrópað í
huga og vitund hvers einasta skyni
borins manns, að þegar hæstlaunuðu
bankastjórar og allra handa hátekju-
postular eru farnir að fá þrettánda
mánuð ársins, sem hvergi er þó til,
með stórri viðbótargreiðslu ofaná
milljóna króna árstekjur, en aðrir
mega ekki fá 184 krónur í tekjuauka
án þess að skuldir þeirra vaxi um
annað eins eða meira. Úr svona ijósi
verða menn að fara að moka flórinn
ef ekki eiga allir landsmenn hreint
og klárt að kafna í ólykt.
Höfundur er bóndi.
Jens Guðmundsson
ÍSLENSKT MÁL
MEÐ mikilli velþóknun hlýddi
ég á Baldur Hafstað um miðjan
mánuð sem var, í útvarpinu, þegar
hann gerði harða hríða að óyrðinu
„ókei“ sem nú er orðið „graftar-
kýli“ á fögrum líkama máls okkar
og æðir hér um eins og yfir af-
ganginn af heimsbyggðinni. Ég
tek hér upp það sem sagði í 725.
þætti og skora á alla máivini og
móðurmálskennara að hefja sókn
og kveða þennan máldraug niður.
„Bæ“ mætti þá fylgja með, enda
eigum við nóg af stuttum íslensk-
um kveðjuorðum, svo sem sæll eða
sæl, blessaður, blessuð eða bara
bless. (Hæ er allt annars eðlis,
enda gamalt ávarpsorð úr þjóðsög-
um: „Hæ, hæ og hó, hó.“). En hér
tek ég upp úr 725. þætti:
„Ég nefni heldur ekki Bylgju-
manninn sem hélt því fram að
orðskræpið „ókei“ væri íslenska.
Ég ætla ekki að ljölyrða um það
nú, gerði það fyrir skemmstu,
hvernig þetta auma orð æðir um
heimsbyggðina og hefur ýmiss
konar merkingu, allt eftir því
hvernig menn æla því út úr sér.
Atakanlegt dæmi um orðfátækt,
en kannski hentugt fyrir bóklausa
menn.“
Aldrei skyldum við svo gleyma
því, hversu hið sígilda kveðja okk-
ar vertu sæl(l) er fögur og yfirlæt-
islaus. Nú er því miður ýmislegt
notað að bresk-bandarískum
hætti í staðinn, eins og smekkleys-
an „eigðu góðan dag“.
★
Nikulás norðan kvað:
Mér er minni stundin,
en Marbendill lamdi hundinn,
en hundurinn hló
og húsfreyjan dó
út við himinbláu, bláu sundin.
★
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
775. þáttur
„Sýslumaður Þórarinn var með
hærri meðalmönnum að vexti, en
umfram það þrekinn og gildur
maður, kringluleitur í andliti og
nokkuð samijóður, skipti þó vel
litum, skarpeygður og fríður sýn-
um, nefsléttur og með öllu velfar-
inn í andliti, reistur vel og höfðing-
legur í framgöngu, skrautmenni í
klæðaburði. Hann var maður flug-
skarpur, skynsamur og vel tal-
andi, bráðlyndur, en þó gætinn,
trúfastur og góðhjartaður við
auma og volaða. Sumir héldu hann
kvenhollan."
Þannig lýsti Bogi Benediktsson
Þórarni Jónssyni sýslumanni á
Grund í Eyjafirði, og verður um-
sjónarmaður að játa að þetta þyk-
ir honum stórum betur stíluð
mannlýsing en þær sem nú eru
algengastar í eftirmælum, ekki
síst þegar menn skrifa um sína
nánustu.
★
Álappir
Ef að sé og ef að mundi,
átta fætur á einum hundi.
Ef að mundi og ef að sé
átta lappir á einu fé.
(Höf. ókunnur.)
★
Verðlaunaritgerð úr barna-
skóla: „Afengi er tær og litiaus
vökvi. Ef maður drekkur það, fær
maður svima og gleymir hvort
maður sé giftur."
★
Ófeigum eigi
átuskortur fargar,
sverðs feigum fleygi
föpr steik ei bjargar.
Engu enn skal kvíða,
af mér sel ég kjólinn
og ét hann um jólin.
(Jón Thoroddsen, 1818-1868.)
★
Tíningur.
1) Ekki mun af veita að minna
menn á beygingu þess nafns sem
frelsarinn hefur í sígildum bók-
menntum okkar svo bundnum sem
óbundnum: Nefnifall Jesús, þolf.
Jesúm, ávai'psfall Jesú, þáguf. og
eignarf. sömuleiðis Jesú.
2) „Við erum ekki búin að súpa
úr nálinni með þetta,“ sagði mað-
urinn. Seinleg athöfn er það að
vísu, ef mikið á að súpa, enda
óheppilega valið áhaldið.
3) Á Stöð 2 var þess skilmerki-
lega getið í fréttum að „ýmsir
aðilar“ töluðu á ráðstefnu
(kannski menn) og þeirra á meðal
„fulltrúar styrktaraðila".
4) Þá fréttist og á þeirri stöð
að glöggra manna sögn, að körfu-
boltamaður hefði þotið upp völlinn
„eins og mús undir fjalaketti" og
að Nadia Comaneci sé í þann veg-
inn að „kvænast“. Bót í máli er
þó, að hún kvað ætla að „kvæn-
ast“ karlmanni.
5) Ritað er mér, að frá Eim-
skipafélagi íslands sé það að
frétta, að „ástarævintýri eru ekki
uppi á borðinu hjá okkur".
Kannski á gólfinu?
6) Brottfall eignarfallsendingar
er orðið mikið áhyggjuefni. Frétta-
þulur sagði að tilteknir menn
krefðust „stórhækkun launa“.
Hvernig er þetta hægt?
7) Annar fréttamaður var enn
með þá vitleysu að „hellast úr lest-
inni“. Líkingin er hér frá hestalest-
um, og sumir hestanna gátu orðið
haltir. Þeir heltust úr lestinni, en
þeim var ekki „hellt“ niður. Svo
. svakalegt var það ekki.
Auk þess legg ég til að „sam-
keppnisaðili" geti sem hingað til
heitið keppinautur og „marka-
skorari“ megi kallast skotmaður
eða skytta.