Morgunblaðið - 17.12.1994, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.12.1994, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ 36 LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1994 GULLSMIÐJAN « PYRIT-G15 —m' H ANDSMIÐAÐIR GULLHRINGIR MEÐ EÐALSTEINUM ODYRT Leikföng — rammar — gjafavörur 10% afmælisafsláttur 17. og 18. desember. Opnunartími til jóla: Laugardagur Sunnudagur Mánudagur Þriðjudagur' Miðvikudagur Fimmtudagur Þorláksmessa Aðfangadagur 17. des. 18. des. 19. des 20. des. 21. des. 22. des. 23. des. 24. des. kl. 11.00-19.00 kl. 11.00-19.00 kl. 11.00-21.00 kl. 11.00-21.00 kl. 11.00-21.00 kl. 11.00-21.00 kl. 11.00-23.00 kl. 9.00-12.00 Rnocdiio Hringbraut 119 - sími 17107 Foe Foe Foe Foe Foe Alvöru heilsuskór sem endast þe-ý,a/<- / ÁáðjÁcí Áreýðurfér-, ée-?úa &ogÚr/(fr^m/ft/u. c?e-úúa.^aðs’em /s’ée/ts’^Ú e-r, e-fi?ú Oý,ý^eð//t r-e/ff/c/u. Fást um land all NY NII I ISK- NÚ A FRÁBÆRU KYNNINGARVERF)! MUNURINN LIGGURI LOFTINU! Nilfisk hefur hreinna útblástursloft en nokkur önnur heimilisryksuga. Nýr síunarbúnaður, svonefnd HEPA sía, er svo fullkomin, að 99,95% rykagna, jafnvel þótt þær séu smærri en 1/10.000 úr millimetra, verða eftir í ryksugunni. NILFISK jfrOniX OMENGUÐ GÆÐI HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI (91)24420 li---« ara aoyryo NILFISK GM210 NILFISK GM200 NILFISK GM200E 25.640,- stgr. 21.400,- stgr. 17.990,- stgr. 3 litir og 3 útfærslur: Sameiginlegt er 1200W mótor, inndregin snúra, innbyggð sogstykkjageymsla og aflaukandi kónísk slanga. GM200 og GM210 hafa rykmæli og stillanlega rörlengd. GM210 að auki 2ja hraða mótor, HEPA-síu og TURBO-teppasogstykki með snúningsbursta. HEPA-sía og TURBO-sogstykki fást aukalega með GM200 og GM200E. AÐSENDAR GREINAR Á að skilja að ríki og kirkju? Síðari grein ÞJÓÐKIRKJAN á íslandi er stór. Hún er í raun lítið stærri en flestar systurkirkjur hennar á Norðurlönd- unum. Hún er samt stærri í vitund þjóðarinnar, vegna þess, að eitt pró- sent af mannfjölda hefur annað vægi í Svíþjóð en á Islandi; fámenni okkar gerir það að verkum að önnur trúfélög en þjóðkirkjan eiga örðug- ara að láta í sér heyra en kollegar þeirra erlendis, þótt hlutfall af fólks- tölu sé svipað. Við bætist einangrun okkar Enn reisa íslendingar, þvert gegn betri samvisku, mikla varnar- múra gagnvart fólki sem vill eignast skjól fyrir ofsóknum eða styijaldar- hörmungum og játar aðra trú en þorri landsmanna. Mikill innflutn- ingur fólks, svo það vonda orð sé nú notað um lifandi fólk, hefur birt nágrannaþjóðum okkar veruleika trúarbragðanna og þá einnig marg- breytileika hinna kristnu trúarhefða. Af þessu hafa nágrannar okkar lært og þjóðkirkjurnar á Norðurlöndun- um hafa skoðað stöðu sína og hlut- verk í ljósi aðkominnar og innlendrar fjölhyggju. Því miður verður það að segjast, að það hefur verið landlægt viðhorf með íslendingum, að þeir sem til- heyra trúfélögum sem ranglega eru kölluð sértrúarsöfnuðir, séu skrítnir, öðru vísi, jafnvel annars flokks; ein- hvers konar furðufólk sem ekki beri að taka alvarlega. Þetta viðhorf á því miður heima í því ógurlega ein- kenni íslendinga að hugmyndir og sannfæring fólks um grundvallarat- riði mannlífsins séu aukaatriði og hjámál og að þar gildi engin al- mennt viðurkennd viðmið. Við um- göngumst oft dauðans alvörumál, hin eiginlegu hjartans mál tilverunn- ar, með nöldri, rökleysum og upp- hlaupum, án þess að verða sammála um nokkur meginviðmið í umræðu. Á málþingi um mannréttindi og stjórnarskrá, sem haldið var 1. des. síðastliðinn varpaði einn framsögu- manna fram þeirri spurningu, hvort brotið væri á utankirkjumönum með stjórnarskrárákvæðinu um þjóð- kirkju. Fleiri hafa haft uppi svipuð áhyggjuefni. Ekki skal gert lítið úr þessuro áhyggjum eða grunsemdum. Mann- réttindi eru alvörumál. Ekki verður séð að brotið sé á öðrum trúfélögum með stjómarskrárákvæðinu um þjóðkirkju. Eða hvaða mælikvarða á að nota? Ef notaður er mælikvarði peninganna, þá njóta önnur trúfélög en þjóðkirkjan alls hins sama og þjóðkirkjan nýtur. Laun sóknar- presta og framlag til reksturs bisk- upsembættisins eru skyldur sem hvíla á ríkisvaldinu, byggðar á göml- um, en óvefengdum sáttmálum um ráðstöfun kirkjueigna og uppgufun kirkjueigna. Með lögum árið 1907 gekkst þjóðkirkjan inn á það sam- komulag við ríkið að það tæki við umsjá, útleigu og sölu kirkjujarða, gegn því að tryggja prestum föst laun. Kirkjujarðirnar höfðu um aldir gegnt því hlutverki að standa undir launum sóknarpresta. Ríkisvaldið fékk þennan höfðustól kirkjunnar í sínar hendur fyrir tæpum níutíu árum, og hefur þess vegna staðið við þá skuldbindingu að standa kirkj- unni skil á launum prestanna. Hvað prestlaunin varðar er því um enga mismunun að ræða gagnvart öðrum trúfélögum, eða þeim sem utan trú- félaga standa. ígildi sóknargjalda er innheimt af ríkisvaldinu og greitt til allra trú- félaga, eins og áður er fram komið. í ljósi þessa fyrirkomulags má segja, að engin fríkirkja, fijáls eða óháður söfnuður sé til á íslandi. Þeir sem standa utan trúfélaga greiða sömu upphæð, liðlega 4 þúsund krónur á ári, til Háskóla ís- lands. Þetta fyrirkomu- lag kann að ork.a tví- mælis, vilji menn nota þrönga túlkun á mann- réttindahugtakinu. Fyrirkomulagið má reyndar rökstyðja með því, að í því felist eins konar þjóðarsátt um friðhelgi trúfélaga. Á móti má segja, að það sé ósanngjarnt að setja þá sem standa utan allra trúfélaga upp við vegg og spyija þá hvort þeir vilji ekki láta þetta lítilræði renna til Háskóla íslands. Við megum ekki gera ráð fyrir því að utantrúfélagamenn séu fúsir til Þjóðkirkjan er almenn kirkja. Þorbjörn Hlyn- ur Arnason segir að þjónusta hennar standi öllum til boða, líka utankirkjumönnum. að greiða gjald sitt til Háskóla ís- lands; þeir gætu, einhverjir, verið svarnir andstæðingar mennta og menningar. Utantrúfélagamenn geta líka sagt með góðum rökum að þeir vilji gera vel við Háskólann en ekki eftir lögum er varða afkomu trúfélaga. Hvað þetta varðar má síð- an fara víða um vettvang ríkisút- gjalda og spyrja hvort sátt ríki um útgjöld til heilbrigðismála, mennta- mála eða varðandi styrki af skattfé almennings til íþróttahúsa og íþróttahreyfingarinnar - hvað um réttindi antísportista ? Staða og hlutverk þjóðkirkju í Svíþjóð hefur nýverið verið sam- þykkt ný skipan mála um samband ríkis og kirkju. Árið 2000 taka gildi lög um breytt samband ríkis og kirkju. Ekki er um aðskilað að ræða, þótt svo sænskir fjölmiðlar hafi túlk- að breytingarnar á þann veg. Reynd- ar felast breytingarnar í því að stærstum hluta að að ná fram réttar- bót fyrir önnur trúfélög og tryggja mannréttindi þjóðhöfðingjans, sem ekki þarf lengur að vera evangelísk- lútherskrar trúar. Áfram verða í gildi sérlög um sænsku þjóðkirkjuna og hún mun njóta ákveðinna réttinda og ríkisverndar umfram önnur trúfé- lög. Rökstuðningur fyrir þessu fyrir- komulagi byggist á því, að þjóðkirkj- an verði skyldug til að þjóna á lands- vísu og hafi vegna stærðar sinnar skyldur gagnvart almenningi, um- fram önnur trúfélög. Þarna eru á ferðinni röksemdir er ber að huga að varðandi stöðu og hlutverk þjóðkirkju á íslandi, og einvörðungu er hægt að tæpa á í framhjáhlaupi í blaðagrein. Þjóð- kirkjan er almenn kirkja. Hún er allra, líka utankirkjumanna. Þjón- usta hennar stendur hveijum manni til boða. Meðal hinna svonefndu kirkjunnar manna hefur oft verið rætt um þetta hlutskipti kirkjunnar. Þar hefur komið fram, að kirkjan þarf hvort tveggja, að gæta að arfi sínum, játningum og kenningu og endurnýjaðri lítúrgíu og vera heimili þar sem vítt er til veggja og hátt til lofts í trúarefnum. Islensk þjóð- kirkja verður aldrei eins og lítið sam- stíga trúfélag sem talar einni röddu, hefur eina skoðun, gengur sömu stigu. Kirkjan mætir nú vaxandi fjölhyggju í samfélaginu sem felur í sér heilnæma ögrun og hvatningu. Þetta er sannarlega flókið hlut- skipti. Við bætist svo hugmyndin um kirkj- una sem óaðskiljanleg- an hluta af menningu, listum og vitund þjóðar; ákaflega dularfullur, rómantískur og óágríp- anlegur partur af þjóð- arsögunni, en líklega sannur. Kirkjan er samt þrátt fyrir allt kjölfesta; hún er eitthvað sem er, hægt er að leita til þeg- ar þannig stendur á, skammast útí og hneykslast á þegar svo ber undir. Aðskilnaður ríkis og kirkju myndi engu breyta um þetta hlutskipti þjóðkirkjunnar, að vera allra, það gæti hins vegar gert henni erfiðara fyrir, ekki síst í fámennari byggðum. Viðfangsefni þjóðkirkjunnar eru næg. Kröfur almennings í kirkjunni um ríkari og almennari, hversdags- legri, þjónustu aukast stöðugt. Safn- aðarheimilin og kirkjurnar, sem helst má ekki byggja, eru síður en svo tóm eða starfslaus hús. Og þyki einhveij- um eitthvað á vanta, er rétt að benda á aðalsafnaðarfundi í hverri sókn, á hverju ári, þar sem hveijum og ein- um er heimilt að leggja sitt til mál- anna um hvernig kirkjan á að vera í lífi og starfi safnaðarins frá degi til dags og leita eftir því að komast til áhrifa. Ástæða er til að benda á þessa skipan þjóðkirkjunnar, að hún starfar í sjálfstæðum einingum ; hún er ekki eitt, samstætt fyrirtæki sem stýrt er með tilskipunum ofan frá og þess vegna íjarri lagi að jafna henni saman við eitthvert stirt ríkis- bákn. Ríkisstofnunarkirkjan er ekki veruleiki á Islandi. Þjóðkirkjan er sjálfstæð stofnun, aðgreind frá rík- isvaldinu en tengd því með ákveðn- um sáttmálum og iögum, líkt og hér hefur verið lýst á undan. Verkefni þjóðkirkju er að boða fagnaðarerindið um Jesú Krist á grundvelli játninga sinna og hefðar. 1 flóknum samtíma er það gert með margvíslegu móti. Núverandi þjóð- kirkjuskipan stendur til að breyta. Kirkjan hefur sjálf mótað þær tillög- ur er fram koma í frumvarpi til laga um stöðu, stjórn og starfshætti þjóð- kirkjunnar og lýst hefur verið hér að framan. Ekki er áformaður að- skilnaður, heldur enn ríkari aðgrein- ing hvað varðar ytri stjórnsýslu og skipulag. Eigi starf kirkjunnar að bera góðan ávöxt þarf hún viðun- andi starfsskilyrði. Markmiðið með hinum nýju tillögum um skipulag kirkjunnar og samband hennar við ríkisvaldið er að tryggja eðlilegan starfsgrundvöll og auka enn sjálf- stæði kirkjunnar þannig að hún geti skjótar brugðist við breyttum að- stæðum í samtímanum hveiju sinni. í upphafi greinarinnar var vikið að spurningu dagsins í Alþýðublað- inu. Þeir sem íhuga samband ríkis og kirkju, þurfa ekki að gefa jáyrði sitt við spurningunni um hvort beri að skilja að ríki og kirkju, vegna þess að þjóðkirkjan sé í óheilnæmum fjötrum ríkisvalds. Því er ekki þann- ig farið að kirkjuyfirvöld séu í linnu- lausum slagslmálum við ráðherrra ríkisstjórnarinnar um frelsi fagnað- arerindisins. Því fer víðs fjarri. Spurningin snýst miklu frekar um það, hvorí þjóðkirkja eigi að fá að starfa á íslandi á heilnæmum for- sendum, eigin forsendum sem fijáls og óháð kirkja er ber sannleikanum vitni. Höfundur er biskupsritari. Þorbjörn Hlynur Árnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.