Morgunblaðið - 17.12.1994, Qupperneq 40
40 LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
KARÓLÍNA
JÚLÍUSDÓTTIR
+ Karólína Júlíus-
’ dóttir fæddist í
Ytri-Njarðvík 30.
maí 1926. Hún lést
í Bandaríkjunum 6.
desember síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru Júlíus
Vigffússon sjómaður
og Guðfinna Magn-
úsdóttir. Bróðir
hennar var Árni
Jóhann, f. 1927, d.
1935. Hinn 19. októ-
ber 1948 giftist Ka-
rólína eftirlifandi
eiginmanni sínum,
Rafni A. Péturssyni, fyrrum
fiskverkanda, f. 3. ágúst 1918,
og eignuðust ust þau sex böm.
Þau eru: Arni Júlíusson, f. 30.
sept. 1943, kvæntur Sólveigu
Jónsdóttur; Júlíus Rafnsson,
kvæntur Guðrúnu Gísladóttur;
Pétur Rafnsson, kvæntur Guð-
ríði Friðiksdóttur; Kjartan
Rafnsson, kvæntur Sólveigu
Einarsdóttur; Auður Rafnsdótt-
ir, gift Júlíusi Bjarnasyni; og
Dröfn Rafnsdóttir, gift Sigurði
Sævarssyni. Karólína ólst upp
í Ytri-Njarðvík. Hún giftist
eftirlifandi eiginmanni sínum
3. ágúst 1948 og bjuggu þau
fyrst í Innri-Njarðvík. Þau
fluttust til Akraness, síðan vet-
ur til Flateyrar. Frá 1968
bjuggu þau í Reylgavík og frá
1973 í Njarðvík. Utför Karólínu
fer fram frá Ytri-Njarðvíkur-
kirkju í dag.
MIG langar í örfáum orðum að
minnast kærrar tengdamóður og
vinar. Ekki grunaði okkur þegar
við kvöddum Línu og Rafn í haust
að Lína kæmi ekki til okkar aftur
í vor. Hún, sem var svo sterk og
kraftmikil.
Amma Lína, eins og við kölluðum
hana alltaf, var greind kona og
hafði gaman af að spjalla, bæði við
börn og fullorðna. Hún hafði
ákveðnar skoðanir en var alltaf til-
búin til að hlusta á aðra. Amma
Lína var sívinnandi. Henni féll yfir-
leitt aldrei verk úr
hendi. Ef hún var ekki
í vinnu sat hún við
pijónaskap, sauma eða
var með eitthvert fönd-
ur handa sínum nán-
ustu fyrir næstu jól.
Hvert einasta heimili í
okkar ijölskyldu ber
merki um myndarskap
og smekkvísi hennar.
Það verða því ófá heim-
ili sem munu minna á
ömmu Línu um jólin.
Heimsóknir til Línu
og Rafns suður á Nes
eða í Hveragerði síð-
ustu sumur verða mér ógleymanleg-
ar. Það var svo notalegt að koma
og fá að gista hjá þeim eina nótt
eða tvær í stofunni þeirra. Við eld-
uðum saman, skoðuðum gamlar
myndir og bréf og spjölluðum sam-
an yfir kaffibolla langt fram eftir
kvöldi. Þá sagði Lína mér gjaman
frá hugmyndum sém hún hafði
fengið að næstu rúmteppum eða
dúkum, sem hún ætlaði að sauma
handa bamabömunum. Þessar
stundir með ömmu Línu eru mér
dýrmætar minningar. Sérstaklega
vil ég þakka Línu fyrir hversu góð
hún var mér og börnum mínum.
Eg kveð kæra tengdamóður mína
með virðingu og þökk.
Guðríður (Systa).
Sú frétt kom okkur mjög á óvart,
að látin væri mágkona okkar, Karó-
lína Júlíusdóttir, en hún lést í
Florida hinn 6. des. sl., þar sem hún
og Rafn bróðir dvöldust jafnan yfir
vetrarmánuðina hin síðari ár.
Það var sumarið 1946 að Rafn
kom með unnustu sína norður á
Sauðárkrók og kynnti hana fyrir
foreldmm og systrum sínum. Okkur
sem þá vorumr Tieima, er ennþá
minnisstætt hversu stoltar við vor-
um af bróður okkar, þegar hann
var að kynna sitt glæsilega konu-
efni fyrir vinum og venslafólki fyrir
norðan.
Það kom fljótt í ljós að Karólína
var sérstök atorkukona, það var
+
Maðurinn minn,
JÓHANN BJÖRN JÓNASSON
frá Álfgeirsvöllum,
lést á dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, fimmtudaginn 15: desember.
Jarðarförin auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ingileif Guðmundsdóttir.
Elskuleg föðursystir mín, t
HELGA ANDREASEN
frá Desey, Norðurárdal,
andaðist í Danmörku 14. desember.
Fyrir hönd aðstandenda, Svava Þorbjarnardóttir.
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem
auðsýndu okkur samúð og hlýhug við
fráfall og útföreiginkonu minnar, móður
okkar, tengdamóður og ömmu,
KRISTRÚNAR NÍELSDÓTTUR.
Ragnar Sigurðsson,
Andrés Ragnarsson,
Sigurður Ragnarsson, Inga Stefánsdóttir,
Ása Helga Ragnarsdóttir, Kari Gunnarsson
og barnabörn.
MIIMNINGAR
sama að hvaða verki hún gekk, öllu
var skilað svo sæmd var að. Þau
hjón urðu einkar samrýnd og reynd-
ist hún Rafni bróður okkar einstak-
ur lífsförunautur, á nærri hálfrar
aldar vegferð. Glaðlyndi hennar og
kjarkur voru fjölskyldunni mikill
styrkur á erfiðum tímum. Jafnframt
því að sjá um stórt heimili, tók hún
ávallt virkan þátt í hvetju því verk-
efni er hann tók sér fyrir hendur
og því er missir hans nú mikill.
I morgun sastu hér
undir meiði sólarinnar
og hlustaðir á fuglana
hátt uppí geislunum
minn gamli vinur
en veist nú, í kvöld
hvemig vegimir enda
hvemig orðin nema staðar
og stjömumar slokkna.
(Hannes Pétursson)
Við leiðarlok viljum við kveðja
kæra mágkonu, með virðingu og
þökk fyrir samfylgdina, og biðjum
henni blessunar Guðs. Við sendum
þér elsku bróðir, börnum ykkar, og
þeirra fjölskyldum, okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Mágkonur.
Hún amma Lína er nú farin. Eina
amman sem við systumar höfum
átt síðan amma Þórunn dó. Amma
Lína var alltaf svo elskuleg og
hjartahlý. Það geislaði af henni
umhyggjan og þess vegna var svo
gott að vera hjá henni. Þegar við
komum í heimsókn tók hún á móti
okkur með stóru faðmlagi og kossi.
Það er erfitt að átta sig á dauðan-
um þegar maður er svona ungur,
sérstaklega þegar hann ber svo
óvænt að dyrum.
Elsku amma, við kveðjum þig nú
í hinsta sinn þegar þú leggur upp
í ferðalag, þú átt ætíð stað í hjörtum
okkar.
Vertu bless, amma.
Hafðu hjartans þökk
mér horfin stund er kær.
í minni mínu klökk
er minning hrein og skær.
Þú gengur um gleðilönd,
þér glampar sólin heið
og við herrans hönd
þú heldur fram á leið.
(Páll Janus Þórðarson).
Tinna og Harpa Þórunn
Pétursdætur.
Okkur langar að minnast elsku-
legrar ömmu okkar sem er kært
kvödd og guði falin.
Við kynntumst henni þegar móð-
ir okkar giftist Pétri Rafnssyni,
syni hennar, og vorum við þá börn
að aldri. Hlýja og góðvild er það
fyrsta sem kemur upp í huga okkar
þegar við minnumst hennar ömmu
Línu eins og við kölluðum hana.
Hún var með eindæmum barngóð
og allt frá okkar fyrstu kynnum tók
hún okkur sem við værum hennar
eigin bamabörn.
Með henni áttum við margar
góðar samverustundir. Hún spjall-
aði ávallt við okkur sem jafningja
sína og miðlaði hún okkur af þroska
sínum, reynslu og það af einstakri
hlýju. Hún kenndi okkur margt sem
á eftir að vera okkur að leiðarljósi
á lífsleiðinni, m.a. það að vera við
sjálf.
Elsku afi, sorg þín er mikil. Megi
Guð styrkja þig á þessum erfiðum
tímum.
Elsku amma, við söknum þín
sárt. Þú dvelur í hjörtum okkar og
á kveðjustund drúpum við höfði og
þökkum þér allar þær ánægjustund-
ir sem þú veittir okkur. Guð blessi
þig og varðveiti.
Arnar Már og Sólveig.
Þegar þú ert sorgmæddur, skoð-
aðu þá huga þinn og þú munt sjá
að þú grætur vegna þess, sem var
gleði þín. (Kahlil Gibran).
Okkur systkinin langar að minn-
ast hennar Línu ömmu með örfáum
orðum. Þegar við settumst niður
við skriftir þá streymdu að okkur
alls kyns skemmtilegar minningar.
Við munum þó sérstaklega eftir því
hvað það var gaman að koma í jóla-
boðin til ömmu og afa á Grundar-
veginum og eftir að þau fóru að
fara út til Bandaríkjanna á veturna
var alltaf sérstök stemmning að
fara í heimsókn til þeirra daginn
sem þau komu heim á vorin. Okkar
innilegustu minningar um ömmu
eru samt hvað það var gott þegar
hún faðmaði okkur. Hún var svo
innileg, svo mjúk og svo hlý og
þannig munum við minnast hennar.
Elsku Rafn afi, við systkinin og
fjölskyldur okkar sendum þér okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Karólína, Greipur og Rafn.
Það settist að depurð í sál og
sinni er okkur var tilkynnt að hún
Lína okkar hefði látist úr hjarta-
slagi á sjúkrahúsi í Deltona í Banda-
ríkjunum, en fyrir þremur vikum
kvaddi hún okkur hress og glöð á
Orlandoflugvelli eftir yndislegar
samverustundir með henni og Rafni
eiginmanni hennar á heimili þeirra.
Lína var einstök kona eða eins
og Baldur sonur okkar sagði: Lína
frænka var skörungur. Alla um-
vafði hún hlýju og ástúð og vildi
allt fyrir alla gera, en gestrisni
þeirra hjóna var einstök, enda var
oft gestkvæmt á heimili þeirra. Það
var nú ekki mál að skreppa til Siggu
og Jónasar til að fá lánaðan
svefnbedda og setja hann upp í sjón-
varpsherberginu þegar öll önnur
pláss voru orðin full.
Já, það var oft glatt á hjalla í
Hlíð, en svo nefndu þau heimilið
sitt eftir æskuheimili Línu í Ytri-
Njarðvík, en þar var hún fædd og
uppalin. Þó gestkvæmt væri á heim-
ilinu, sat Lína ekki auðum höndum,
því listakona var hún mikil. Unun
ÞÓRÐUR
RAGNARSSON
+ Þórður Ragnarsson fæddist
í Reykjavík 24. nóvember
1936. Hann Iést á heimili sínu
í Reykjavík hinn 21. nóvember
síðastliðinn. Foreldrar Þórðar
voru hjónin Margrét Þorvarð-
ardóttir og Ragnar Þórðarson
sem lengi var stýrimaður á tog-
arunum Röðli og síðar starfs-
maður í Áburðarverksmiðju
ríkisins. Þau eru bæði látin.
Þórður var elstur fjögurra
systkina. Næstelst er Jóhanna,
sjúkraliði, þá Ragnar Þor-
steinn, tölfræðingur, og yngst-
ur Birgir, skipatæknifræðing-
ur. Þórður kvæntist Inge Jen-
sen frá Álaborg í Danmörku
og eignuðust þau þijú börn,
Ragnar, Evu og Þorstein. Þau
búa nú í Álaborg. Þórður og
Inge slitu samvistir. Þórður
kvæntist síðar Guðrúnu Jens-
dóttur. Þau slitu samvistir eftir
stutta sambúð. Þriðja eigin-
kona Þórðar var Sigríður E.
Tryggvadóttir. Þau slitu sam-
vistir. Útför Þórðar fór fram
frá Fossvogskapellu mánudag-
inn 5. desember síðastliðinn.
Þá er jarðnesk bresta böndin,
blítt við hjörtu sorgum þjáð
vonin segir: Heilög höndin
hnýtir aftur slitinn þráð.
(H. Hálfd.)
ELSKU Daddi, nú ert þú farinn og
skilur okkur eftir með sorg í hjarta,
og kvíða fyrir hátíðunum sem verða
tómlegar án þín.
Þú komst inn í fjölskylduna þeg-
ar þú og mamma giftust og þó að
þið slituð samvistir varst þú ávallt
einn af fjölskyldunni og góður vin-
ur.
var að sjá hvað allt lék í höndum
hennar. Unun að horfa á öll búta-
saumslistaverkin hennar og hefðu
þau getað fyllt stóran sýningarsal.
Lína var greind kona og hafsjór
af fróðleik um menn og málefni
og um ættir sínar og skyldmenni,
enda var frændrækni hennar mik-
il. Sást það best á því hversu inni-
legt. samband var á milli hennar
og frændsystkinanna Önnu og
Bóbó. Oft rifjaði hún upp skemmti-
leg atvik úr æsku, sem hún og
Anna höfðu brallað saman og var
þá hlegið dátt.
Eg átti því láni að fagna að vinna
um tíma í fiskvinnslufyrirtæki
Rafns A. Péturssonar, en það ráku
þau hjónin Lína og Rafn ásamt
syni sínum, Júlíusi. Það var lær-
dómsríkur tími, ekki síst fyrir það
hversu mikla alúð þau sýndu starfs-
fólki sínu og fannst mér það ein-
stakt að í lok hvers vinnudags voru
starfsfólkinu þökkuð vel unnin
störf, sem gladdi lund fójksins.
Elsku Lína, sárt munum við
sakna þín, en sárastur er söknuður
þinn, elsku Rafn, barna og fjöl-
skyldna. Guð styrki ykkur öll, bless-
uð sé minning hennar.
Ada og Friðrik.
í dag kveðjum við elsku frænku
mína og vinkonu Karólínu Júlíus-
dóttur. Við höfum fylgst að frá
barnæsku, hún var stóra frænkan
mín. Aldrei bar skugga á vináttu
okkar eða ást hennar og umhyggju
fyrir mér og mínum, munum við
sakna þín elsku frænka.
Minningamar mætu dvelja heima,
Munu þær til æviloka geyma
öll þín mætu’ og elskuverðu störf,
oss til sannrar gleði' og heilla þörf.
Hjartans þakkir fyrir aðstoð alla,
er í kærleik léstu’ í skauti oss falla;
öll þín gæði’, er ávallt nutum vér,
eilíflega drottinn launi þér.
(Ágúst Jónsson)
Við sendum þér, elsku Rafn, og
fjölskyldu þinni okkar innilegustu
samúðarkveðjur. Guð styrki ykkur
öll.
Anna Magnúsdóttir
og fjölskylda.
„Það kemur ekki til mála, þið
farið ekki heim í kvöld. Það er allt
of hættulegt," voru ein síðustu
varnaðarorð sem Karólína sagði við
mig í október sl., þegar ég ásamt
fjölskyldu minni heimsótti vini
mína, hjónin Rafn Alexander og
Karólínu, á heimili þeirra í Deltona
á Flórída. í orðum hennar fólst
ennfremur augljós bón um það að
við dveldum næturlangt á heimili
þeirra. Þrátt fyrir að fyrirvarinn á
heimsókninni væri aðeins liðlega
hálf klukkustund, þá voru þau hjón
boðin og búin að takd á móti okkk-
ur. Reyndar óku þau til móts við
okkur, til að tryggja að við villt-
umst ekki. Ekki bara það, áður en
Þú varst alltaf tilbúin til-að hjálpa
til, ef þú gast aðstoðað með þinni
kunnáttu og ávallt var það þegið
með þökkum.
Það er erfitt að setjast niður og
riija upp allar góðu minningarnar
því tárin sem leita fram í augun
gera manni erfitt fyrir.
En við getum huggað okkur við
það að nú ert þú í góðum höndum,
elsku Daddi, nú líður þér vel og
öllum þínum þjáningum er lokið.
Með þessum fáu línum viljum við
þakka þér fyrir að hafa verið okkur
góður fósturfaðir og börnunum
okkar afi.
Þegar æviröðull rennur,
rökkvar fyrir sjónum þér,
hræðstu eigi, hel er fortjald,
hinum megin birtan er.
Höndin, sem þig hingað leiddi,
himins til þig aftur ber.
Drottinn elskar, - Drottinn vakir
daga’ og nætur yfir þér.
(S. Kr. Pétursson.)
Tryggvi Þórisson,
Þóra Guðrún Þórisdóttir,
Sigríður Kristín Þórisdóttir,