Morgunblaðið - 17.12.1994, Side 42

Morgunblaðið - 17.12.1994, Side 42
42 LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ + Markúsína Jóns- dóttir, hús- freyja á Egilsstöð- um í Ölfushreppi, var fædd í Stóru- Hildisey í Austur- Landeyjum 19. mars 1900. Hún lést í Reykjavík 8. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Þórðarson bóndi, ættaður úr Landeyjum, og kona hans Guðrún Símonardóttir frá Bjarnastöðum í Ölf- usi. Sumarið 1929 giftist Mark- úsína Guðmundi Steindórssyni bónda á Egilsstöðum i Ölfusi, f. 18. april 1906, dáinn 2. febr- úar 1965. Foreldrar Guðmund- ar voru Jónína Ingibjörg Guð- mundsdóttir og Steindór Stein- dórsson, bóndi á Egilsstöðum, MARKÚSÍNA fluttist að Núpum í Ölfusi á fardögum 1901 með foreldr- um og systkinum sínum ásamt hjú- um og bústofni, en þar bjuggu þau til 1931 að þau brugðu búi og fluttu til Reykjavíkur. Markúsína var í miðið af fimm systkinum en fjögur komust upp. Það var eins og tíðkað- ist í þá daga, börn voru látin taka til hendi um leið og kraftar og aldur leyfði. Fljótlega komu í ljós hæfileik- ar Markúsínu við að umgangast dýr og sjá fyrir um þarfir þeirra þegar á bjátaði, lagin við að halda og blása lífi í þau dýr sem tæpt stóðu. Auðvit- að var brugðið á leik þegar tími gafst til og hlegið yfir litlu enda hafði Markúsína ákaflega ljúft og gott skap. Ungdómsárin liðu við störf og leik. Oft hefur verið gaman að hlusta á frásagnir Markúsínu frá þessum árum og minntist hún sam- ferðafólksins með gleði og bliki í augum. Liðlega tvítug fór Markúsína til Reykjavíkur og var þar í vist ásamt því að læra að sníða og sauma sem gafst henni vel. Á þessum árum kynntist hún Guðmundi Steindórs- syni mannsefni sínu. Gengu þau í hjónaband 1929 og hófu búskap að Egilsstöðum í Ölfusi. Þegar undirrit- aður kom fyrst að Egilsstöðum í byrjun sumars 1958 í fylgd dóttur þeirra hjóna, Guðrúnar, hófust kynni sem ekki bar skugga á. Þau hjón tóku mér strax eins og syni og er ég þakklátur fyrir allar samveru- stundir. Guðmundur bóndi var þá orðinn heilsulítill en stýrði búi ásamt syni sínum Steindóri, en eftir að Guðmundur féll frá 1965 tók Stein- dór við búinu og rak það ásamt móður sinni Markúsínu. Mig undraði oft sá kraftur og það þol sem Mark- úsína hafði. Með kvikum augum hafði hún yfirsýn yfir völlinn og þekkti landið eins og handarbakið á sér, vissi hvar hættur voru fyrir skepnur og var fljót til ef eitthvað bjátaði á. Þegar ég tel í huganum þá ungl- inga sem verið hafa í sveit á Egils- stöðum, í lengri eða skemmri tíma, og ég þekki til um, þá munu þau vera á bilinu milli 40 og 50. Komu mannkostir og mildi Markúsínu þá vel í ljós við leiðsögn og fræðslu um lífið og tilveruna, en það er eftirtekt- arvert hvað mörg af þessum ung- mennum hafa haldið tryggð og sam- bandi við Egilsstaði, jafnt skyldir sem óskyldir og átt þá Markúsínu sem trúnaðarvin. Gestrisni var í hávegum höfð á Egilsstöðum og öllum veittur góður beini, hvort sem um var að ræða kunnuga eða ókunnuga og borið fram það besta sem til var og var jólakaka Markúsínu orðlögð fyrir gæði. Nú seinni árin þegar starfsþrek fór minnkandi og hugsunin dofnaði naut Markúsína umhyggju Stein- dórs. Síðustu þijú árin átti hún samastað hjá dóttur sinni Guðrúnu í Reykjavík. Þá kynntist ég nýrri hlið á Markúsínu en það var hve ljóð- sem lengi __ var hreppstjóri í Ölfus- inu. Þau Markúsína og Guðmundur eignuðust fjögur börn. Þau eru: 1) Jónína, f. 6. júlí 1929, maki Guð- mundur Hjartar- son. Eiga þau fjög- ur börn og þrjú barnabörn. 2) Mar- ía, f. 2. desember 1931, maki Helgi Daníelsson, þau eru bæði látin. Eignuð- ust þau fjögur börn og tvö barnabörn. 3) Steindór, f. 8. júni 1933, bóndi á Egils- stöðum, ókvæntur. 4) Guðrún, f. 24. desember 1935, maki Ást- þór Runólfsson. Eiga þau fimm börn og tólf barnabörn. Mark- úsína verður jarðsungin frá Kotstrandarkirkju í dag. elsk hún var, þó svo minnið hafi oft verið dofið þá fór hún með kvæði og stökur og á náttborðinu hjá henni lágu alltaf ýmsar ljóðabækur sem hún greip í. Það var viðkvæðið hjá Markúsínu þegar barnabörnin birt- ust í dyrunum á herbergi hennar að bjóða góðan dag. Gaman var að sjá hvað þau hændust að henni og fyrsta sem þau sögðu þegar þau byijuðu að tala var daginn. Ekki var mikið sagt þegar krílin drógu úr pijónum hjá henni en Markúsína pijónaði mikið og vel. Hún átti undanfarin jól nóg af vettlingum eða sokkum til að senda bömum, bamabömum og öðmm aðstandendum. Það er ekki langt síðan hún tók í síðustu lykkjuna. Ég vil þakka Markúsínu sam- fýlgdina og sérstaklega Egilsstaða- heimilinu fyrir þátttöku í uppeldi barna minna. Ég held að nú sé geng- inn einhver sá mesti kvenkostur sem ég hef kynnst. Hvíl þú í friði, friður Guðs þig blessi. Ástþór Runólfsson. Lækkar lífdaga sól, löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verð. Guð minn gefðu þinn frið, gleddu og blessaðu þá sem að lögðu mér lið, ljósið kveiktu mér hjá. (Herdís Andrésdóttir) Það var á haustdögum árið 1929 að eldri dóttir hjónanna á Núpum var að búa sig til brottferðar. Hún var að flytja að heiman þar sem ör- lög hennar voru ráðin. Hún var að flytja á vit brúðguma síns, yngsta sonarins á Egilsstöðum, en þau höfðu gengið í hjónaband þá um sumarið. Ferðamátinn var að sjálfsögðu hesturinn. Unga konan var ekki ein á ferð því yngri bróðir hennar fylgdi henni á nýja heimilið. Hann reiddi fyrir framan sig á hnakknefinu, vafða innan í gæmskinn, fmmburð- inn, dótturina, þriggja mánaða. Mæðgunum varð ekki meint af ferða- laginu þó þetta væri alllöng bæjar- leið enda hvoragri fisjað saman. Aðkoman hjá ungu konunni var ekki slæm því það beið hennar nýtt íbúðarhús að flytja í. Settist hún í gott bú eftir því sem þá gerðist, því flestir vom fátækir þá í upphafi kreppunnar. Þama beið hennar langt og giftudijúgt starf. Þetta er konan sem við kveðjum hinstu kveðju frá Kotstrandarkirkju í dag. Þegar Markúsína flytur að Egils- stöðum era til heimilis, auk eigin- manns, tengdaforeldrar hennar þau Steindór Steindórsson og Jónína Ingibjörg Guðmundsdóttir og tvö systkini Guðmundar, þau Steindór og Svanhildur. Steindór eldri var orðinn háaldraður og Iést stuttu eftir að Markúsína kom að Egilsstöðum og lést Steindór yngri skömmu síð- MINNINGAR ar. Jónína móðir Guðmundar var um hálfsextugt, vel vinnandi kona sem vann heimilinu til dauðadags. Það er vandi að setjast í heimili þar sem eldra fólk býr fyrir og hefur það orðið sumum ofviða. Ég heyrði aldrei talað um neina árekstra milli Mark- úsínu og tengdaforeldra hennar. Jón- ína fékk að ráða til að byija með og leystu þær sín mál án hávaða. Mark- úsína var þannig skapi farin að hún átti auðvelt með að umgangast ann- að fólk enda kom það sér vel því hún var komin í hverfi þar sem voru átta bæir í þyrpingu, einskonar sveitaþorp með um það bil 40 íbúa og nærri 60 manns ef Auðsholtsbæir em tald- ir með, en þeir em í næsta nágrenni. Eins og gefur að skilja var oft mikil fénaðarferð kringum bæina og ekki alltaf hver skepna á sínum reit. Það komu einstaka gripir og jafnvel heilar hjarðir í túnið þegar komið var að slætti. Þá gat Markúsínu orðið heitt í hamsi, jafn mikil búkona og hún var. En það var aldrei látið bitna á skepnum og enn síður á fólkinu. Ég var svo heppinn að alast upp í þessu umhverfi, þar sem árekstrar vora óþekktir útaf búfé. Vorið 1932 flytja foreldrar mínir að Auðsholtshjáleigu. Þau vom aftur komin á sínar æskustöðvar því faðir minn var frá þeim bæ og móðir mín var fóstmð frá átta ára aldri til tví- tugs hjá Steindóri föðurbróður sínum á Egilsstöðum. Það rifjast fljótt upp gömul kynni við heimilið á Egilsstöð- um. Fyrsta minningin mín tengd Egilsstöðum er frá vetrinum 1933 þegar Steindór eldri var jarðsettur. Við krakkarnir vomm ekki við jarð- arförina en móðir okkar lét okkur fara í skástu flíkumar sem til vom meðan á athöfninni stóð. Fljótlega eftir að foreldrar mínir fluttust að Auðsholtshjáleigu var tekin upp eins konar samvinna milli bæjanna. Móð- ir mín og Markúsína keyptu saman pijónavél og siðar spunavél sem þær skiptust síðar á að nota. Býst ég við að Markúsína hafi oftar en ekki hlaupið undir bagga og pijónað flík fyrir móður mína þegar hún hafði ekki undan, því hún þurfti að pijóna á átta börn en Markúsína fjögur og hafi auk þess aðstoðað tengdamðður sína. Fyrir það ber að þakka. Guðmundur maður Markúsínu missti heilsuna innan við fertugt og lifði við skerta starfsorku í 20 ár. Hann lést árið 1965 langt um aldur fram, aðeins 59 ára gamall. Ég var ekki gamall þegar ég uppgötvaði að Guðmundur var hestamaður og átti ævinlega góða og fallega hesta sem hann fór vel með og má segja að allt er laut að hestamennsku hafi verið sérlega snyrtilegt og gerði hann m.a. við sín reiðtygi sjálfur. Þess vegna notaði ég hvert tækifæri sem gafst ef þurfti að sendast að Egils- stöðum til að geta skoðað hrossin hjá Guðmundi í leiðinni. Ég á mörg sporin að Egilsstöðum gegnum árin, stundum án þess að eiga brýnt er- indi, en alltaf mætti ég þessu hlýja viðmóti. Ef hægt er að tala um mikla bú- konu þá er það hún Markúsína á Egilsstöðum. Hún var líkamslétt og átti létt með að hreyfa sig, hún hljóp gjarnan við fót úti við alveg fram yfir áttrætt. Hún fór í fjós fram að níræðu. En Markúsínu var fleira til lista lagt. Henni var mjög sýnt um matargerð og saumaskapur fórst henni afar vel úr hendi. Eftir að Guðmundur lést árið 1965 bjó Markúsína með Steindóri syni sínum á meðan kraftar entust. Stein- dór hlúði vel að móður sinni á meðan hann gat en seinustu árin var hún hjá Guðrúnu dóttur sinni og Ástþóri tengdasyni sínum til hinstu stundar og lést hjá þeim 8. desember án þess að taka út miklar þjáningar. Þökk sé þeim hjónum. Ég þakka kærri tengdamóður fyr- ir tryggð við mig og mína og kveð hana með broti úr ljóði eftir Höllu Eyjólfsdóttur á Laugabóli. En drottins svo mikil er mildi, að með sínum almættis skildi mitt heimili ver fyrir hættum, og hann kemur ætíð á sættum. Já, því ber mér þakkir að færa, og það skulu bömin mín læra, að vegsama guð, sem er góður, og gleyma ekki trú sinnar móður. Guðmundur Hjartarson. Þegar ég heyrði lát þessarar mætu konu, setti mig hljóðan. Minningam- ar streymdu fram, æskuminningam- ar úr Olfusinu. Egilsstaðir vom einn af nágranna- bæjum foreldra minna. Óhætt er að segja að góður kunningsskapur hafi ríkt milli þessara bæja og raunar alls þess fólks, sem þama bjó. Ég held að ég geti sagt með góðri sam- visku að velvild og hjálpsemi hafi verið ríkjandi milli nágrannanna allra. Þess vegna á ég margar kærar minningar tengdar öllu þessu góða fólki og er Egilsstaðaheimilið þar engin undantekning. Þar að auki hagaði þannig til; að þegar móðir mín, Jóhanna Ásta Hannesdóttir, var aðeins sex ára gömul, árið 1904, þá missti hún föð- ur sinn, en hún var dóttir Hannesar Steindórssonar, bónda í Stóru-Sand- vík. Eftir Iát hans var heimili þeirra leyst upp og systkinunum komið fyr- ir á ýmsum stöðum. Sjálfri var henni komið fyrir hjá föðurbróður sínum, Steindóri Steindórssyni á Egilsstöð- um. Ólst hún þar upp hjá frænda sínum og öðm heimilisfólki, sem þar var. Var hún á Egilsstöðum til 18 ára aldurs, eða þar til hún sjálf hóf búskap. Ég held að móðir mín hafi ávallt minnst þessa tíma með hlýhug og ætíð síðan litið á Egilsstaðaheimilið og fólkið þar sem sitt nánasta. Og alla tíð, meðan aldur og heilsa leyfðu, höfðu móðir mín og hálfsystur Guð- mundar, þær Svanhildur og Sigþrúð- ur, sem flutti til Ameríku, gott sam- band sín á milli. Markúsína Jónsdóttir og Guð- mundur Steindórsson hófu búskap á Egilsstöðum, föðurleifð Guðmundar, um 1930. Ég tel að þau hjón hafi að ýmsu leyti verið ólík að eðlisfari, en þeirra góðu mannkostir farið ákaflega vel saman. En minning þeirra svo sam- ofin í mínum huga að ég get ekki minnst þeirra nema saman, þau vom heild. Heimiíi þeirra Markúsínu og Guð- mundar bar svipmót manndóms og ráðdeildar. Endumýjuðu þau húsa- kost á jörðinni með myndarlegum hætti, bæði útihús og íbúðarhús. Þau vom mjög góðir bændur, miklir skepnuvinir og kunnu þar vel til verka. Vom þau mjög næm á alla meðferð á skepnum, svo sem fóðmn og aðra umhirðu. Guðmundur var sérstakur áhugamaður um hesta. Kunni hann góð skil á öllu sem þeim viðkom. Einnig var hann góður tamningamaður og að sjálfsögðu gerði hann mikið af því að fara á hestbak, enda átti hann góða gæð- inga sem hann ól upp sjálfur. Margur áhugamaðurinn um hesta átti erindi við Guðmund til að fræð- ast um ættir hesta, því um þær var hann mjög fróður. Guðmundi var margt til Iista lagt og hann var mjög góður handverks- maður. í einu útihúsi sínu hafði hann eldsmiðju. Þar vann hann gjaman, ef tími gafst til frá öðmm bústörfum. Smíðaði hann aðallega skeifur og aðra smáhluti tilheyrandi búskapn- um. Ennfremur fékkst hann talsvert við að vinna úr leðri, svo sem beisli, aktygi og jafnvel hnakka. Oft munu nágrannar hans hafa leitað til hans, ef þá vanhagaði um skeifur, eða þurftu að fá gert við beisli og annað þess háttar. Þau hjón þóttu ákaflega gestrisin og góð heim að sækja. Ég minnist þess að í kringum áramótin var okk- ur systkinunum, ásamt öðmm ung- mennum úr nágrenninu, iðulega boð- ið út að Egilsstöðum til að spila. Voru þá bornar fram góðar veitingar. Ósjaldan kom það fyrir, á björtum sumarkvöldum, að afioknum erfiðum degi við heyskapinn, að þessi sömu ungmenni hittust á „Veitunni“ fyrir framan Egilsstaði og fóm þar í fót- bolta, eða aðra leiki. Eg minnist þess- ara tíma með ánægju. Einn var sá dagur á vetri hveijum sem tengdist Egilsstaðaheimilinu mjög sterkt í hugum okkar krakk- anna. Það var dagurinn þegar féð úr þessu nágrenni var baðað, en sú athöfn fór fram á Egilsstöðum. Þetta var mikil uppáhaldsdagur hjá okkur krökkunum og fengum við að sjálf- sögðu frí í skólanum þentian dag. Eftir að féð hafði verið baðað, þótti sjálfsagt að rekstrarfólk kæmi í MARKUSINA JÓNSDÓTTIR bæinn og fengi góðgerðir. Það hefur áreiðanlega verið nóg að gera í eld- húsinu á Egilsstöðum þessa daga, þó að ég leiddi ekki hugann að því þá. Markúsína var grannvaxin, fin- gerð og nett kona. Hún var bein í baki, kvik á fæti og snör í snúning- um. Það er ótrúlegt hvað þessi fín- lega kona var búin miklu starfs- þreki, sem segja má að enst hafí ævina út. Ég álít að hún hafi verið mjög alhliða vakandi manneskja, næm á umhverfi sitt og samferðafólk. Hún fylgdist vel með veðurfari og öðru slíku. Markúsína var tæplega þrítug, þegar hún kom að Egilsstöðum. Þar festi hún rætur, sem uxu djúpt og héldu henni fast. Ég held að henni hafi þótt ákaflega vænt um sína jörð. Hún var sönn íslensk bóndakona, sem unni sinni mold. Á Egilsstöðum er fremur vítt til veggja, eins og víð- ast hvar í Ölfusinu, og talsvert gott svigrúm. Ég held að hún hafi þurft á þessu svigrúmi að halda og kunnað að meta það. Ég er viss um að hún hefur notið þess sjóndeildarhrings sem hún hafði og starfaði innan öll þessi ár, fjalla- hringsins sem umlykur Ölfusið að vestanverðu og ekki hefur það spillt fyrir að hafa Ólfusána í forgmnni. Þó ber ekki að skilja þessi orð þannig að Markúsína hafi setið löng- um stundum við að virða fyrir sér útsýnið, til þess hefur sjálfsagt ekki gefíst mikill tími, heldur hafi hún samhliða sínum störfum, bæði innan- húss og utan, orðið hluti af þesari náttúru sem hún lifði í og elskaði. Guðmundur, maður Markúsínu lést langt fyrir aldur fram, tæplega sextugur. Éftir lát hans hélt hún áfram búskap með Steindóri, syni sínum, sem reyndist henni ákaflega vel. Markúsína átti því láni að fagna að vera heilsuhraust. Þó kom að því, fyrir um það bil tveimur ámm, að heilsu hennar tók að hraka til mikilla muna. Þar kom að lokum að hún varð að yfirgefa sitt bú, enda komin á tíræðisaldur. Eftir það dvaldist hún að mestu hjá Guðrúnu dóttur sinni og tengdasyni í Reykja- vík. Naut hún góðrar umönnunar þeirra þessi siðustu misseri. Fyrir Tiönd systkina minna kveð ég Markúsínu Jónsdóttur með hlýhug og virðingu. Öllum sem tengjast Egilsstaða- heimilinu sendi ég samúðarkveðjur. Steindór Hjai-tarson. í dag verður jarðsett að Kotströnd móðursystir mín Markúsína Jóns- dóttir, húsfreyja að Egilsstöðum í Ölfusi. Lokið er langri ævi heiðurskonu og hetju. Ég var einn þeirra fjölmörgu ungl- inga, sem fóm „í sveitina“ þegar skóla lauk á vorin. Fyrsta sumarið mitt á Egilsstöðum hjá hjónunum Guðmundi og Markúsínu var árið 1948. Ég kom þangað feiminn og uppburðarlítill og illa gekk að toga út úr mér fréttir að sifnnan, en á þessum ámm var Reykjavík sjaldan nefnd með nafni í Ölfusinu, það hét að fara suður eða að vera fyrir sunn- an, þótt síðari tíma mælingar hafi sannað, að Reykjavík er í vestnorð- vestur frá Ölfusinu. Alls dvaldist ég í fimm sumur á Egilsstöðum og em minningar mínar frá þessum ámm ljúfar og góðar. Lífið í sveitinni snerist um vinnu og aftur vinnu, þar sem hver maður gekk að sínu verki. Tæknin hélt inn- reið sína um miðja öldina en heimilis- fólkið á Egilsstöðum lét ekkert trufla sig en fylgdist vel með og tók þátt í breyttum búskaparháttum án nokk- urs asa og nýjungargirni. Það er mér mjög minnisstætt hve meðferð á öllum búsmala vartil fyrir- myndar á Egilsstöðum. Þegar við snúningsstrákarnir vorum sendir á morgnana til að ná í vagnhestana í hagann, þá biðu þeir Kári, Neisti, Háleggur og Brúnn gamli sallaróleg- ir meðan við beizluðum þá. Styggð þekktu þeir ekki og vissu, að þótt erfiður dagur væri framundan yrði þeim ekki pískað út. Þeir fengu síðan þá umbun að vera vel fóðraðir á veturna og vera ekki notaðir í hesta- prangi. Það þekktist ekki á Egilsstöð- um. Ekki veit ég hvort heimiiisfólkið á

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.