Morgunblaðið - 17.12.1994, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ
MIIMIMINGAR
LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1994 43
Egilsstöðum hafði tölu á öllum þeim
unglingum, sem þar dvöldust á yfír
50 sumrum, en það munu hafa verið
nokkrir tugir. Það er oft sagt um
farsæla skipstjóra, að þeir hafí ávallt
skilað skipi sínu og skipshöfn heilu
á húfi í höfn og aldrei hafi maður
misst svo sem nögl af fingri hjá þeim.
Markúsína var sú gæfukona að eng-
inn þeirra unglinga, sem á Egilsstöð-
um dvöldust, missti nögl af fingri
og hjá öllum þeirra eru æskuminn-
ingarnar tengdar dvöl þeirra hjá
Egilsstaðafólkinu.
Eiginmaður Markúsínu, Guð-
mundur Steindórsson, lézt fyrir um
30 árum eftir löng og erfið veikindi.
Þegar Guðmundur var jarðaður frá
Kotstrandarkirkju, var bjart og fal-
legt vetrarveður. Faðir minn sagði
þá, að þeir, sem bölvuðu aldrei veðri,
fengju gott veður í gröfina.
Eftir lát Guðmundar ráku þau
Markúsína og Steindór sonur hennar
búið saman. Sambúð þeirra mæðgina
var einlæg og góð.
Um miðja öldina voru bæirnir sjö
í Arnarbælishverfinu svonefnda, þ.e.
fyrir vestan Sandána. Búskapur
lagðist síðan smám saman niður á
öllum þessum bæjum nema Egils-
stöðum.
Aldrei heyrði ég Markúsínu ljá
máls á því að bregða búi og yfirgefa
Egilsstaði. Hún sagði föður mínum
eitt sinn, að sér hefði ekki leiðzt einn
dag og þá hlýtur hún að hafa lent á
réttri hillu í lífinu.
Ég sé Markúsínu fyrir mér ganga
hröðum skrefum yfir bæjarhlaðið á
Egilsstöðum. Hún bregður hendi yfir
augu, lítur til vesturs og hlustar eft-
ir hvort brimhljóð berist frá ósum
Ölfusár, því það var óbrigðult merki
um, að suðaustanáttin var að nálg-
ast og rosi framundan. Þá var gott
að vera búinn að ná upp heyinu í
sæti. Það kom ekki oft ofan í flatt
hey á Egilsstöðum. Eftir þessa stuttu
veðurathugun sína heldur hún inn í
fjósið og stuttu síðar birtist hún með
fyrstu mjólkurfötuna og brátt hækk-
ar í mjólkurbrúsanum. Þegar þeir
fyrir sunnap hófu baráttu fyrir styttri
vinnuviku, hló Markúsína við og
sagði, að seint yrði vinnuvikan stytt
í sveitinni, það yrði alltaf að mjólka
og hugsa um blessaðar skepnurnar,
um helgar sem aðra daga og einnig
á jólum.
Nafn Markúsínu á Egilsstöðum
verður alltaf nefnt með virðingu.
Blessuð sé minning hennar.
Jón Gunnar Sæmundsson.
Þegar ég læt hugann reika hálfa
öld aftur í tímann, meðan enn var
mannlíf og búskapur í blóma í hinni
votlendu byggð niður með Ölfusá,
verður oft fyrir hugskotssjónum lítið
atvik. Austan heimreiðina að Arnar-
bæli kemur fríður flokkur fólks,
hesta og verkfæra, þar er á ferð
Egilsstaðafólkið á leið út í Nauteyrar
til heyskapar. Kannski hef ég gjóað
öðru auganu að hinum föngulegu
heimasætum, en hins minnist ég
ekki síður að~ fyrir flokknum reið
hnarreist kona á brúnum færleik
forkunnarfögrum, það sem athygli
vakti var ásetan. Konan hallaðist
fram í hnakknum eins og til að leggja
áherslu á nauðsyn þess að ekki væri
tafið of lengi, heldur hafður hraðinn
á. Því minnist ég þess að þar var
kominn lífstíll Markúsínu á Egils-
stöðum í hnotskurn, ævinlega aðeins
á undan í huganum og ekki tafið að
nauðsynjarlausu við einhverja þar-
fleysu.
Markúsína og Guðmundur Stéin-
dórsson maður hennar bjuggu prýði-
legu búi þar til Guðmundur féll frá
og eftir það bjó Markúsína með
Steindóri syni sínum til dauðadags,
en gat lítið verið heima hin allra
seinustu ár.
Egilsstaðabúið var alla tíð mynd-
arbú og öllu vel til skila haldið með
aðhaldi og vinnusemi. Mér fannst
hin síðari ár að Markúsína skildi illa
kvótakerfi nútímans og þá pólitík að
launa mönnum jafnvel fyrir að fram-
leiða ekki. Okkur gömlum sveita-
mönnum sem flúnir erum á malbikið
þykir sjálfsagt að geta komið í gömlu
sveitina og þar á helst allt að vera
eins og áður var. Engum tekst það
að vísu en okkur úr Arnarbælishverf-
inu hefur þótt gott að geta komið
að Egilsstöðum á umliðnum árum,
þeg'ið góðgerðir húsfreyju og rætt
um landsins gagn og nauðsynjar, þar
sem Markúsína hafði sína skoðun á
málunum og lá ekkert á þeim.
Ég tek mér það bessaleyfi að
þakka fyrir hönd okkar brottfluttra
Ólfusinga, þakka þá tryggð og vin-
áttu sem Egilsstaðafólk sýndi okkur
alla tíð. Með láti Markúsínu er vissum
kafla lokið í byggð Ölfushrepps. Hún
tilheyrði þeirri kynslóð er síðust átti
allt sitt undir duttlungum hinna gjöf-
ulu slægjulanda sem tilheyrðu jörð-
unum niður með Ölfusá. Þar gat
duglegur sláttumaður slegið kýrfóð-
ur með orfi og ljá og hlöður fyllst
af sílgrænni stör þegar vel áraði og
þurrkur var nægur, en þar gat í
óþurrkatíð orðið fátt til bjargar, þá
var hesturinn ennþá þarfasti þjónn-
inn og af þeim var mikið úrvai á
hennar heimili.
Það var vinum Markúsínu ærið
ánægjuefni hve hún hélt sinni and-
legpi reisn fram á síðustu ár en ekki
fór hjá því að langt og erfitt ævi-
starf setti mark sitt á líkamlegt heil-
brigði. Það var því vissulega ánægju-
legt að fylgjast með því á hennar
ævikvöldi hve hennar nánustu voru
samhentir í að gera henni iífið sem
bærilegast og sannaðist þar sem oft
áður að það er hjartalagið sem mestu
ræður í þeim efnum og er þeirra
heiður mikill.
Rósant Hjörleifsson.
Mig langar til að minnast með
nokkrum orðum Markúsínu Jónsdótt-
ur ömmusystur minnar. Þó að Mark-
úsína hafi verið orðin 95 ára gömul
og fyrir löngu búin að vinna sitt
dagsverk, þá átti maður einhvem
veginn ekki von á því að dauðinn
myndi beija dyrum hjá henni, þrátt
fyrir að ýmislegt benti til þess á
undanförnum misserum að hennar
dagar yrðu brátt taldir. Þegar mér
var tilkynnt um andlát hennar mynd-
aðist eitthvert tómarúm innra með
mér og minningamar um kæra
frænku byrjuðu að streyma um huga
minn. Það fyrsta sem mér kom í hug
er ég hugsaði um Markúsínu var
hláturmildi og léttleiki hennar, einnig
ótrúlegur dugnaður og eljusemi til
allrar vinnu.
Eftir Markúsínu hef ég munað
eins lengi og ég man eftir sjálfum
mér, en það var ekki fyrr en ég varð
þeirra gæfu aðnjötandi að fara í sveit
til Markúsínu og Steindórs að Egils-
stöðum á mínu áttunda ári sem ég
kynntist henni fyrir alvöru. Upphaf-
lega var ætlunin ég myndi eiga stutta
viðveru á Egilsstöðum, en sumrin
urðu víst átta. Þeim tíma sem undir-
ritaður dvaldist á Egilsstöðum var
vel varið og oftsinnis koma þeir tímar
þar sem hugurinn reikar til æskuár-
anna og riijar upp þann tíma er ég
átti þar ásamt frændsystkinum mín-
um sem minningin hefur sveipað
þeim ljóma sem betri stundimar úr
lífi manns fá.
Markúsína var alltaf glaðvær og
skemmtileg. Alltaf var stutt í hlát-
urinn og Markúsínu þótti gaman að
spjalla við fólk. Þegar maður átti við
hana samtal þá gleymdist allt hjal
um kynslóðabil og þessháttar mas,
því Markúsína fyigdist mjög vel með
öllu sem gerðist í okkar þjóðfélagi
og var ávallt vel inni í öllum þeim
málum sem voru efst á baugi þá
stundina. Samt greindi maður það
ávallt í öllum samskiptum við Mark-
úsínu að þar fór kona sem hafði lifað
þá tíð þegar íslendingar lifðu við
mun verri kost en við gerum í dag.
Og lengi býr að fyrstu gerð því
Markúsína var ákaflega nýtin og
þann tíma er ég dvaldi á Egilsstöðum
sá ég aldrei neinu matarkyns hent,
alltaf var einhver skepna sem vildi
borða afgangana. Markúsína var
búkona í húð og hár og undi sér allt-
af best í sveitinni. Nokkru eftir að
hún _var farin að dvelja hjá Guðrúnu
og Ástþóri, kom fjölskyldan saman
og fagnaði sextugsafmæli Steindórs.
Þá tilkynnti hún það öllum sem heyra
vildu að nú hefði hún sko ekki kom-
ið að austan heldur hefði hún komið
úr Reykjavík. Þetta þóttu henni mik-
il tíðindi því alltaf var hugur hennar
á Egilsstöðum þar sem hún bjó mest-
an hluta ævi sinnar og þegar hún
var í Reykjavík þá lét hún alltaf
fyigja að hún ætlaði bara að stoppa
stutt og svo þyrfti hún að fara að
drífa sig heim því ekki mjólkuðu
beljurnar sig sjálfar.
Markúsína var ákaflega dugleg
kona og vann sitt dagsverk ogúneira
en það. Það var ekki fyrr en allra
síðustu árin sem hún dró sig í hlé
frá bústörfum og fór að lifa sínu
ævikvöldi í rólegheitum í Þúfuselinu.
Meðan heilsan leyfði þá var unnið
og hvergi slegið slöku við.
Ég vil þakka Markúsínu fyrir allar
samverustundirnar og þann þátt sem
hún og Steindór eiga í bemsku minni.
Minningin um bernskuna yljar okkur
flestum á fullorðinsárum og það mun
minningin um Markúsínu Jónsdóttur
gera einnig hjá mér.
Ómar Geir Þorgeirsson.
Nú er hún amma okkar horfin
yfir móðuna miklu. Minningar okkar
bamabarnanna um þessa lífsglöðu
konu munu seint gleymast. Flest öll
vorum við í sveit á Egilsstöðum í
Ölfusi og má því segja að það hafi
verið okkar annað heimili. Tilhlökkun
mikil á vorin þegar skólinn var búinn
að komast í sveitina. Á Egilsstöðum
lærðum við að umgangast dýr því
hennar umgengni og umhyggja fyrir
dýmm var okkar fyrirmynd. Á tíræð-
isaldri lét hún sig ekki muna um það
að fara í fjósið um miðja nótt til að
taka á móti kálfi enda þótti henni
ekki taka því að vekja vinnumennina
til verksins.
Vinnusemi lærðum við af ömmu
okkar en hún lagði mikla áherslu á
að vinna hlutina hratt og vel en með
glöðu geði. Því létt lund var hennar
einkenni og alltaf var stutt í gaman-
semina eins og Símon Dalaskáld orti
um hana á hennar yngri árum á Núpi.
Með létta lund og bros á brá
búin fríðleiks hjúpum,
Markúsína meyjan smá
mikið glöð á Núpum.
Á Egilsstöðum var oft glatt á
hjalla og uppátektarsemi okkar var*
með ólíkindum, en hún amma tók
þessu öllu með jafnaðargeði. Á sinn
einstaka hátt tókst henni að leiðbeina
okkur á uppvaxtarárunum um gildi
hluta og lagði hún okkur lífsreglurn-
ar.
Oft var íjölment hjá ömmu og var
jafnan tekið vel á móti öllum með
kökum og kræsingum, svo við tölum
nú ekki um hennar víðfrægu flatkök-
ur með heimareyktu hangiketi. Þetta
var og er okkar ættaróðal og þar
mynduðust bönd milli okkar barna-
barnanna sem ekki verða rofin.
Nú þegar líður að jólum og við
kveðjum ömmu okkar þá rifjast upp
minningin um jólapakkana frá henni,
fjölbreytilegt innihald þeirra lýsti
umhyggju hennar fyrir hveijum og
einum.
Elsku amma, við þökkum fyrir
þann góða tíma sem við fengum að
njóta með þér og megi góður Guð
varðveita þig.
Barnabörnin.
t
Elskulegur faðir okkar, stjúpfaðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
JÓN ÓSKAR GUÐLAUGSSON
fyrrv. verkstjóri á Kletti,
Bergstaðastræti 44,
lést í Borgarspítalanum að mprgni
16. desember.
Grétar Hreinn Óskarsson, Steinþór Örn Óskarsson,
Bergþór Smári Óskarsson, Haraid Ragnar Óskarsson,
Hjörtur Arnar Óskarsson, Jóhannes Konráð Jóhannesson,
Hafdís Sigrún Kjartansdóttir,
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabarn.
t
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
SÓLRÚN ELSA STEFÁNSDÓTTIR,
er látin.
Kristján Gíslason,
Gylfi Kristjánsson, Birna Blöndal,
Gerður Jóna Kristjánsdóttir, Jens Magnússon,
Stefán Kristjánsson, Sólveig Ogmundsdóttir
og ömmubörn.
t
Elskulegur sambýlismaður minn, faðir
okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
SÆMUNDUR BENEDIKTSSON,
Melteigi 22,
Keflavik,
andaðist í sjúkrahúsinu í Keflavík þann
14. desember.
Jarðsett verður frá Keflavíkurkirkju
þriðjudaginn 20. desember kl. 14.00.
Þeir, sem vildu minnast hans, vinsam-
legast láti Krabbameinsfélagið njóta þess.
Gunnhildur Jónsdóttir,
Jón Sæmundsson, Ragnheiður Stefánsdóttir,
Benedikt Sæmundsson, Fjóla Jóhannesdóttir,
Pétur Sæmundsson, Edith Óladóttir,
Hallbjörn Sæmundsson,
Gisli Þorvaldsson, Elín Heiðdal,
Guðmundur Maríasson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
KRISTLAUG (DÓTLA)
GUNNLAUGSDÓTTIR,
Bláhömrum 2,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Neskirkju fimmtu-
daginn 22. desember kl. 13.30.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakk-
aðir, en þeim, sem vildu minnast henn-
ar, er bent á heimahlynningu Krabba-
meinsfélagsins.
Gunnlaugur Valtýsson, Elín Þóra Eiriksdóttir,
Jón S. Valtýsson, Ásta Björnsdóttir,
Guðmundur Valtýsson,
Valtýr E. Valtýsson, Björk Einisdóttir,
Róbert Valtýsson, Linda Karlsdóttir
og barnabörn.
+
Þökkum af alhug þeim fjölmörgu, sem sýndu samúð og hlýhug
við fráfall
SÓLEYJAR EIRÍKSDÓTTUR,
Bræðraborgarstfg 5.
Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks sem annaðist hana
í veikindum hennar.
Jón Axel Björnsson, Brynja Jónsdóttir,
Bryndís Sigurðardóttir, Eirikur Smith,
Smári Eiriksson,
Unnur Jónsdóttir, Björn Guðmundsson.
+
Innilegar þakkir til þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug
við andlát og útför
NÍELSAR S. ÞORVALDSSONAR BECK
frá Litiu-Breiðuvík.
Dagmar Beck, Sigfríður Björgólfsdóttir,
Bjarni Sveinsson, Laufey Sveinsdóttir,
Guðrún Sigurðardóttir, Eygerður Þorvaldsdóttir,
Nikólína Þorvaldsdóttir, Níels S. Þorvaldsson,
Ólöf Maria Þorvaldsdóttir, Þórður Sigurðsson
og fjölskyldur.
+
Þökkum öllum þeim, er sýndu samúð og vinarhug við andlát og
Útför
FANNEYJAR GUNNLAUGSDÓTTUR,
Furugerði 1,
Reykjavík.
Árni Eliasson,
Elías Hilmar Árnason, Steinvör Sigurðardóttir,
Gunnlaugur Orn Arnason, Sólveig Helgadóttir,
Guðrún Esther Árnadóttir, Jón Haukur Baldvinsson,
Ólafur Jón Árnason,1 Þórunn Berndsen,
Ómar Þór Árnason, Margrét Pétursdóttir,
Svanhildur Agústa Arnadóttir, Jón Baldvin Halldórsson,
barnabörn og barnabarnabörn.