Morgunblaðið - 22.01.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.01.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1995 B 3 Ekki auóvelt aó skipta um vinnustaó Þeim hjónum ber saman um að það hafi ekki verið mjög auðvelt að skipta um vinnustað. Þótt þau þekktu ýmsa samstarfsmenn á nýja staðnum tók þau langan tíma að aðlagast á nýja staðnum. „Ég er mjög fegin að maður sér ekki fram- tíðina, það finnst mér gífurlegur kostur við lífið að vita ekki hvað er bak við næsta horn,“ segir Helga þegar ég spyr hvort þau hefðu skipt hefðu þau vitað um ýmsa þá erfið- leika sem mættu þeim á vissu tíma- skeiði í starfinu í Þjóðleikhúsinu. „Okkur finnst við hafa grætt sem persónur á þeim erfiðleikum sem mættu okkur. Við komum úr vernd- uðum hóp og vorum skyndilega á bersvæði. Það var athyglisverð reynsla. En oft var líka gaman, við fengum ýmjs mjög spennandi við- fangsefni að fást við. Svo sem Nótt ástmeyjanna, sem var afar skemmtileg sýning,“ segir Helgi. í fyrra léku þau hjón í Seiði skugganna efir Lars Norén. „Þetta var tímamótaverk á okkar ferli,“ segir Helga.„Þetta er mjög sterkt verk, við fengum góðan tíma og magnaður texti sem mæddi á okk- ur, sérstaklega Helgu, það er eitt- hvað það mesta sem ég hef vitað af því tagi,“ segir Helgi. „Þá var ég sammála sumu fólki sem finnst konur tala of mikið, þessi Jcona gerði það - og þeim mun meira af því að maðurinn þagði gjarnan. Þetta verk er um Eugéne O’Neill og þriðju konu hans, hún var gríðarlega góð í hausnum, ótrú- lega,“ segir Helga. „Maður þurfti að draga djúpt andann áður en lagt var í þá sýningu," segir Helgi. „Hvert skipti var það eins og fjall- ganga,“ bætir Helga við. - Er heimilislífið þá ekki ákaf- lega friðsamlegt þegar svona mikið gengur á á sviðinu? spyr ég. „Jú, blessuð vertu, við erum eins og englar þegar við komum heim,“ segir Helgi og kímir. „Þess vegna finnst okkur það mikil viðbrigði það sem við erum að gera í Fávitanum núna. Einhverra hluta vegna hitt- umst við aldrei á sviðinu þar.“ - Finnst ykkur það ekki leiðin- legt, spyr ég. „Nei, það er ekki nokkur ástæða fyrir þá karaktera að hittast," seg- ir Helga og hlær. Ekki öllum gefió aó gela stjórnaó - Eruð þið sátt við hlutskipti ykkar í dag? spyr ég þessu næst vafningalaust. „Já, það verð ég að segja,“ seg- ir Helgi. „Það hefur margt gjör- breyst til hins betra síðan Stefán Baldursson tók við rekstri Þjóðleik- hússins, það er ekki öllum gefið að geta stjómað svo vel sé,“ segir Helga. „Stefán fylgist mjög náið með því sem er að gerast og þeir sem við húsið vinna finna að þeirra framlag skiptir máli. Þessi brenn- andi áhugi hans skilar sér í öllu sem gert er og fólkinu líður vel á sínum vinnustað," segir Helgi. - Hver er staða leikara í dag? segi ég. „Við erum BSRB-fólk og staða þess er ekki merkileg, hvað laun snertir," segir Helga. „Vegna þessa skilja ekki allir hvernig maður get- ur hangið í þessu. Maður ætlast heldur ekki til þess. Ef fólk er að hugsa um leiklist en vill þó alveg eins fara í eitthvað annað þá ætti það að gera það, maður verður ekki ríkur af að verða leikari, ekki einu sinni kvikmyndaleikari eins og Helgi,“ segir Helga og lítur með svolítið „íronisku" brosi til manns síns. Augnaráðið sem hann sendir konu sinni til baka segir mér örlít- ið um hve náin og innileg þeirra vinátta er. Tal okkar beinist nú skamma stund að kvikmyndaleik. „Mér hef- ur fundist gríðarlega gaman að leika í flestum þessum bíómyndum sem ég hef leikið í,“ segir Helgi. - Er ekkert leiðinlegt að leika oftast einhverja skúrka, spyr ég. Ljósmynd: Morgunblaðið/Sverrir HELGA Bachmann og Helgi Skúlason í hlutverkum sinum í Fávitanum sem Þjóðleikhúsið sýnir um þessar mundir. „Nei. Það eru gömul sannindi að skúrkahlutverkin eru gjaman mest spennandi og eftirsóknarverð- ust fyrir leikarana. Höfundarnir eru alltaf í meiri vandræðum með góðu mennina, þeir eru svo bundnir af því að ekki megi kasta rýrð á þá. Kvikmyndaleikur er ennþá meiri ögrun á tækniplaninu, það hefur alltaf heillað mig. Ég naut þess áður fyrr að setja upp leikrit og leika hjá öðrum til skiptis, þetta skilar sér við kvikmyndaleik, maður skynjar betur hreint tæknilega hvað þarf og af hverju." - Hefur þetta ekki haft í för með sér talsverðan aðskilnað ykkar hjóna? spyr ég. „Alveg_ hæfilegan," svarar Helga. „Ég var t.d. fegin að vera ekki með í Noregi í 40 stiga gaddi. Þá var ég í Jónshúsi í Kaupmanna- höfn að gera nýja leikgerð að Marmara Guðmundar Kambans.“ Þess má geta að Guðmundur Kam- ban og móðir Helgu voru systkini. „Þetta verk var barn síns tíma en ég fækkaði karakterunum og stytti verkið svo það væri aðgengilegra fyrir leikhús í dag,“ segir Helga. Staóa leikarans? - En hvað um stöðu leikarans í dag? spyr ég. „Það er eðli starfsins að standa í argaþrasi. Eigi að síður verður að varðveita ákveðinn hreinleika til þess að geta mætt til leiks aftur og aftur með hreint léreft. Það má ekki leyfa hinu neikvæða sem mætir manni í starfinu að menga hugann. Það verður að moka því út. Hreinleikinn er mikilvægastur. Það verður ekki eins hreint ef allt- af þarf að mála ofan í,“ segir Helga. „Það er best að ég tali um stöðu Verðbréfasjóðir Skandia bjóða fjölbreyttar leiðir til að ávaxta sparifé þitt iqfir Skandia Löggilt veröbréfafyrirtæki • Laugavegi 170 Sími • 561 97 00 Fjárfestingarfélagið Skandia hf er alfarið t eigu Skandia HNMMMmimmmmiMmnmmmmi J iimmmimwi—wiiHiiHi \Ierðbréfasjóðir Skandia eru góður kostur fyrir þá sem vilja spara markvisst og jjárfesta til lengri eða skemmri tima. Þegar þú fjárfestir í verðbréfasjóðum Skandia geturþú verið viss um að alltaf er leitast við að ná hœstu ávöxtun sem mögulegt er, án þess að mildl áhœtta sé tekin með peningana þína. Á árinu 1994 nam munávöxtun sjóða Skandia alltað 11.1%. Skandia býður upp á 5 sjóði sem hver um sig er sniðinn að mismunandi þörfum jjárfesta: Kjarabréf Tekjubréf Markbréf, Skyndibréf og Fjölþjóðabréf. Ráðgjafar Skandia eru ávallt reiðu- búnir til að leiðbeina þér við val á rétta verðbréfasjóðnum jýrir þig. Tiyggðu þér góðar fréttir i blaðinu á rnorgun og jjárfestu i verðbréfa- sjóðum Skandia. ER BESTA FRÉTT BLAOSINS í DAG UM PITT SPARIFÉ?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.