Morgunblaðið - 22.01.1995, Blaðsíða 26
26 B SUNNUDAGUR 22. JANÚAR1995
SKOÐUN
MORGUNBLAÐIÐ
I.
ENN á ný hafa málefni Sorpeyð-
ingar höfuðborgarsvæðisins bs.
(Sorpu) verið til umfjöllunar í fjöl-
miðlum. Að þessu sinni hófst um-
ræðan eftir að austurrískir aðilar
sýndu því áhuga að eignast hlut í
fyrirtækinu. í kjölfar þess birtust
viðtöl og greinar, þar sem ýmsum
gamalkunnum fullyrðingum var
slegið fram, of oft illa rökstuddum,
þverstæðukenndum og röngum. Af
þessu tilefni þykir rétt að draga
fram nokkra þætti í rekstri Sorpu
í von um að það megi verða innlegg
í málefnalega umræðu um rekstur
þessa mikilvæga fyrirtækis.
Sorpa hefur nú starfað í tæp
fjögur ár, og er óhætt að fullyrða,
að vel hafí tekizt til um rekstur
fyrirtækisins í öllum aðalatriðum.
Vinnsla hefur gengið samkvæmt
áætlun, þótt hluti af tækjakosti
hafí í byijun ekki staðizt það álag,
sem til var ætlazt. Frágangur
mannvirkja og umhverfis á at-
hafnasvæðum Sorpu er til fyrir-
myndar, og starfsmenn fyrirtækis-
ins hafa almennt sýnt metnað til
þess að skila starfí sínu vel svo
eftir er tekið, og hafa þeir ótví-
rætt verið í fararbroddi hér á landi
hvað varðar almenna þekkingu á
meðferð úrgangsefna, þannig að
til þeirra er gjarnan leitað bæði
af opinberum aðilum og einkaaðil-
um. Þó er það ekki svo, að rekstur
Sorpu hafí með öllu gengið eftir í
samræmi við upphaflegar áætlan-
ir, enda er það frekar regla en
undantekning, þegar farið er af
stað með nýja starfsemi, ekki sízt
þar sem tækjabúnaður og tekju-
möguleikar að dijúgum hluta eru
nánast óskrifað blað. En þrátt fyr-
ir nokkra byijunarörðugleika, er
óhætt að fullyrða, að rekstur Sorpu
og þá ekki sízt rekstur gámastöðv-
anna, sem helzt snýr að almenn-
ingi, hafi almennt mælzt mjög vel
fyrir meðal fólks á höfuðborgar-
svæðinu. Hinu er hins vegar ekki
að neita, að Sorpa hefur fengið
hressilega ágjöf frá ýmsum áköf-
um áhugaaðilum, fulltrúum nokk-
urra sorphirðufyrirtækja og full-
trúum samtaka atvinnulífsins, og
virðist megingagnrýnin hafa beinzt
að meðhöndlun sorps, ófullnægj-
andi endurvinnslu, meintri einok-
unaraðstöðu, gjalaskrá og rekstr-
argrundvelli fyrirtækisins.
n.
Með setningu laga um hollustu-
hætti og heilbrigðiseftirlit nr.
109/1984, voru hertar til mikilla
muna reglur um meðferð og losun
úrgangsefna. Landsmenn stóðu
frammi fyrir því að þurfa að eyða
sorpi í samræmi við hinar nýju
reglur, og þar sem ekki var kunn-
ugt um frumkvæði eða áhuga ein-
staklinga eða félaga á því að stofn-
setja fyrirtæki til þess að sinna
nýjum verkefnum á þessu sviði,
kom það í hlut sveitarfélaganna
að byggja upp aðstöðu til sorpeyð-
ingar.
Stofnun Sorpu er stærsta verk-
efnið, sem sveitarfélög á höfuð-
borgarsvæðinu hafa í sameiningu
hrint í framkvæmd. Undirbúningur
verksins hófst formlega árið 1988,
en áður hafði verið skipuð verkefn-
isstjórn til þess að vinna að undir-
búningi frá árinu 1984. Aðild að
samlaginu eiga Reykjavík, Kópa-
vogur, Hafnarfjörður,
Garðabær, Mosfells-
bær, Seltjamames,
Bessastaðahreppur og
Kjalarneshreppur, og
era íbúar þessara
sveitarfélaga alls um
156.000 eða um 59%
landsmanna. í stofn-
samningi er kveðið á
um þann tilgang
byggðasamlagsins að
annast sorpeyðingu
fýrir aðildarsveitarfé-
lögin, og er sorpeyðing
skilgreind sem mót-
taka sorps á móttöku-
stað eða móttöku-
stöðvum og öll með-
höndlun þess til leiðarenda, sem
felur m.a. í sér eftirtalin atriði: (1)
starfrækslu urðunarstaðar fyrir
sorp; (2) byggingu og rekstur
móttökustöðva; (3) flutning á sorpi
frá móttökustöðvum; (4) vinnslu
og sölu á efnum úr sorpi til endur-
nýtingar, eftir því sem hagkvæmt
þykir; (5) samstarf við fyrirtæki,
er starfa á sviði endurvinnslu úr-
gangsefna, eftir því sem hag-
kvæmt þykir og (6) umsjón með
eyðingu hættulegra úrgangsefna.
Hafízt var handa við byggingu
móttökustöðvar, þar sem unnt var
að taka á móti sorpi og flokka það
í samræmi við gildandi reglur, og
keypt var land og ráðist í nauðsyn-
legar framkvæmdir, þar sem unnt
var að urða sorpið samkvæmt nýj-
um kröfum, sem heilbrigðisyfirvöld
höfðu sett. Kostnaður við þessar
framkvæmdir reyndist um 1.050
mkr., og var það um 240 mkr. eða
um 30% hærri kostnaður en upp-
haflegar áætlanir gerðu ráð fyrir.
Meginskýringar á auknum stofn-
kostnaði umfram upphaflegar
áætlanir má einkum rekja til þess,
að móttökustöð var stækkuð vera-
lega, svo unnt yrði að vinna innan
húss þá flokkun sorps, sem stjóm-
völd gerðu kröfu um, en auk þess
lá hvorki fyrir ákvörðun um urðun-
arstað né kröfur heilbrigðisyfir-
valda um frágang, þegar upphaf-
legar áætlanir um stofnkostnað
vora unnar.
Áherzla var lögð á
það frá upphafi að
bjóða út þá þætti
rekstrarins, sem frek-
ast var kostur, og er
raunin sú, að um 4.5%
af rekstri Sorpu, í fy'ár-
hæðum mælt, er
einkavæddur, eða með
öðram orðum unninn
af verktökum sam-
kvæmt tilboði að und-
angengnum útboðum.
Verður að ætla, að þau
tilboðsverk séu unnin
á eðlilegu sam-
keppnisverði, og er því
vandséð, að stórar
ijárhæðir sé að sækja
til lækkunar rekstrarkostnaðar
Sorpu.
Við stofnun Sorpu var gengið
út frá því grandvallarviðhorfi, sem
almennt er viðurkennt, að þeir sem
mynda sorp skuli að fullu greiða
fyrir eyðingu þess. Því hefur sá
háttur verið hafður á, frá því að
Sorpa tók til starfa, að sveitarfé-
lögin hafa staðið undir kostnaði
við eyðingu sorps frá heimilum,
og hefur kostnaði við þá þjónustu
verið mætt að hluta eða fullu með
innheimtu fasteignagjalda, en at-
vinnulífið hefur greitt fyrir eyðingu
þess sorps, sem frá því kemur, og
hefur þá væntanlega verið undan-
þegið þeim kostnaðarlið í fast-
eignagjöldum.
Tekjur Sorpu vegna móttöku-
gjalda á árinu 1994 námu um 353
mkr., og skiptust þær þannig, að
sveitarfélögin greiddu um 181
mkr. eða 51%, en fyrirtækin
greiddu um 172 mkr. eða 49% af
heildartekjum. Gjaldskrá Sorpu er
byggð þannig upp, að þeir sem
skila inn sorpi greiða fyrir eyðingu
þess í samræmi við tilkostnað, og
er í því efni tekið tillit til þess,
hversu vel sorpið er flokkað, hve-
nær dags því er skilað í móttöku-
stöð og hver kostnaður er við förg-
un þess. Einingarverð gjaldskrár-
flokkanna er svo við það miðað,
að þau skili heildartekjum, sem
standa eiga undir föstum og breyti-
legum rekstrarkostnaði, svo og
í gagnrýni á Sorpu hef-
ur lítið faríð fyrír um-
fjöllun um aðrar lausnir.
Ingimundur Signr-
pálsson segir þögn
manna um kosti og
galla annarra kosta
býsna háværa.
afborgunun og vöxtum af stofn-
kostnaði. Þannig greiða sveitarfé-
lögin fyrir eyðingu heimilissorps
og fyrirtækin fyrir eyðingu fram-
leiðsluúrgangs.
í upphafi rekstrar Sorpu var
gjaldskrá fyrirtækisins ákvörðuð á
grandvelli þeirra upplýsinga, sem
þá iágu fyrir um magn húsasorps
og framleiðsluúrgangs. Segja má,
að tölur um magn húsasorps hafi
legið nokkuð skýrar fyrir hjá sveit-
arfélögum, sem sáu um söfnun
þess þá eins og nú. Upplýsingar
um magn framleiðsluúrgangs lágu
hins vegar ekki eins ljósar fyrir
hér á landi, enda hafði enginn einn
aðili beina hagsmuni af því að
safna þeim saman, þar sem hver
og einn hafði fijálsan aðgang að
sorphaugum sveitarfélaganna. í
ljós hefur komið, að úrgangur hef-
ur ekki borizt til Sorpu í þeim
mæli, sem upphaflegar áætlanir
gerðu ráð fyrir, og má einkum
rekja það til þess, að framleiðsluúr-
gangur hefur reynzt töluvert minni
en upphaflega var áætlað. Ástæður
þess má án efa fyrst og fremst
rekja til ónógra upplýsinga um
magn framleiðsluúrgangs, sem til
féll á starfssvæði Sorpu, en vænt-
anlega — og eðlilega má segja —
er það einnig hluti skýringarinnar,
að fyrirtækin hafa dregið úr úr-
gangsmyndun í því skyni að lækka
förgunarkostnað. Má raunar
vænta þess, að slíkra áhrifa eigi
eftir að gæta í auknum mæli á
komandi tímum, eftir því sem for-
svarsmenn fyrirtækja verða sér
betur meðvitaðir um kostnað við
sorpeyðingu og hvernig hafa megi
áhrif á hann til lækkunar. Auk
þessa hefur svo ríkisvaldið sett
fram það markmið, að dregið skuli
úr sorpmagni um 50% fyrir næstu
aldamót, og mun það eðli málsins
samkvæmt óhjákvæmlega leiða til
hærri gjaldskrár Sorpu að öðra
óbreyttu, sem aftur hlýtur að leiða
til minna sorpmagns svo sem dæm-
in sýna. í þessu felst sú þversögn
og sá vandi, sem stjóm Sorpu,
sveitarstjórnir og að minni hyggju
einnig ríkisvaldið standa frammi
fyrir. Þetta vekur upp þá spum-
ingu, sem svara þarf og sátt verð-
ur að takast um: Hvar á, eða öllu
heldur, hvar er heppilegast að láta
kostnað við sorpeyðingu falla til:
(1) hjá einstaklingum, sem fyrr eða
síðar greiða vissulega allan kostn-
aðinn; (2) hjá sveitarfélögum eða
ríki með aukinni skattlagningu eða
á kostnað annarra þjónustuþátta
eða (3) hjá atvinnulífínu með
hærra vöraverði eða aukinni hag-
ræðingu.
Hingað til hefur þessari spurn-
ingu verið svarað á þann veg, að
sveitarfélög og fyrirtæki skuli taka
beinan þátt í greiðslu kostnaðar
við sorpeyðingu í samræmi við það
sorpmagn, sem til fellur. Enn hafa
ekki komið fram haldbær rök fyrir
því að breyta þessari kostnaðar-
viðmiðun. Því hefur þó verið haldið
fram, að stofnkostnaður og rekstr-
arkostnaður Sorpu hafí verið og
sé óheyrilega mikill, og því beri
eigendum fyrirtækisins, sveitarfé-
lögunum, að leggja fram enn meira
stofnframlag og taka þannig á sig
stærri hlut í rekstrarkostnaði fyrir-
tækisins en lagt hefur verið upp
með. Stjórn Sorpu hefur á fundum
sínum margoft farið yfir þessi at-
riði, og verður ekki séð, að fullyrð-
ingar um óeðlilega mikinn kostnað
eigi við rök að styðjast, ef miðað
er við þær kröfur, sem löggjafínn
og heilbrigðisyfirvöld hafa sett um
meðferð og förgun sorps. En eng-
inn er dómari í eigin sök, og því
óskaði stjóm Sorpu eftir J)ví við
Vinnuveitendasamband Islands,
Samtök iðnaðarins og Kaup-
mannasamtök íslands, að tekið
yrði upp formlegt samstarf þessara
samtaka atvinnulífsins og stjórnar
Sorpu í von um að leiða mætti hið
rétta í ljós og færa mál til betri
vegar, ef efni standa til. Fulltrúar
Sorpu og atvinnulífsins hafa hitzt
á nokkram fundum undanfama
mánuði, og hefur sá samstarfsvett-
vangur þegar sannað gildi sitt. Þar
er ijallað um söfnun og flutning
úrgangsefna á vegum atvinnulífs-
ins, móttöku, böggun og urðun
sorps á vegum Sorpu, svo og lík-
lega skipan sorpeyðingar og endur-
nýtingar til lengri tíma litið. Vert
er að hafa í huga, að heildarkostn-
aður sorpeyðingar er ekki ein-
göngu bundinn við rekstur Sorpu.
Þar kemur einnig til kostnaður
vegna íláta og flutninga, sem er
utan verksviðs Sorpu, og er sá
kostnaður almennt talinn nema
60-70% af heildarkostnaði við
sorpeyðingu. Því era frekari líkur
á, að lækkun kostnaðar við ílát og
flutninga skili atvinnulífinu meiri
ávinningi en lækkun á kostnaði við
móttöku og eyðingu.
Á höfuðborgarsvæðinu er áætl-
að, að til falli árlega um 46 þús.
tonn af húsasorpi, 39 þús. tonn
af framleiðsluúrgangi og 22 þús.
tonn af öðram úrgangi, s.s. málm-
um, drykkjarvöruumbúðum og ol-
íuúrgangi, eða samtals um 107
þús. tonn. Áætlað er, að nú þegar
séu endurnýtt í einhverri mynd um
32 þús. tonn eða um 30% af úr-
gangi á höfuðborgarsvæðinu, en
auk Sorpu eiga þar hlut að máli
ýmis einkafyrirtæki. Utlit er fyrir,
að á næstu árum verði þáttur end-
umýtingar í heildarúrgangi á höf-
uðborgarsvæðinu um 50 þús. tonn,
en allur úrgangur, sem ekki fer í
endurnýtingu. er pressaður og vír-
bundinn í um 600-700 kg bagga
og hann urðaður á 40 hektara urð-
unársvæði, sem skipulagt hefur
GUFUNES
Ingimundur
Sigurpálsson