Morgunblaðið - 22.01.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.01.1995, Blaðsíða 16
16 B SUNNUDAGUR 22. JANÚAR1995 MORGUNBLA.ÐIÐ ATVIN N U A UGL YSINGAR Atvinnurekendur! 21 árs stúlka með stúdentspróf óskar eftir vinnnu. Vön verslunarstörfum en allt kemur til greina. Svör sendist til afgreiðslu Mbl., merkt: „A - 15008“. Atvinna óskast 26 ára maður óskar eftir atvinnu. Hef reynslu af launabókhaldi og ýmiskonar skrifstofu- störfum. Ýmislegt annað kemur þó til greina. Get byrjað strax. Upplýsingar í símum 557-8213 og 587-0470. Bakaranemi Samsölubakarí hf. óskar eftir að ráða bakara- nema sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. Umsækjendur verða að uppfylla eftirfarandi: Að hafa að minnsta kosti lokið grunnskóla- prófi, vera stundvís og snyrtilegur, hafa frum- kvæði, geta unnið óreglulegan vinnutíma. Fyrirtækið er reyklaus vinnustaður. Meðmæli og afrit af prófskírteinum skulu fylgja umsókn. Umsókn skal skila inn til afgreiðslu Mbl. fyr- ir 30. janúar 1995, merkt: „Nemi - 7714“. Vantar þig góðan starfskraft? Ung kona óskar eftir traustu og skapandi starfi. Hefur starfað sjálfstætt m.a. við mark- aðsmál og verslunarrekstur. Vill gjarnan tak- ast á við eitthvað nýtt. Hlutastarí kemur til greina. Meðmæli. Upplýsingar í síma 10122 milli kl. 10 og 12 og eftir kl. 17. BLÖNDUSKÁLINN SF. BLÖNDUSKALINN er veitingastaður og OLÍS þjónustustöd, staðsett við þjóðveginn í gegnum Blönduós. Auk jjólbreyttrar þjónustu við ferðamenn býður staðurinn uþþá jjólbreyttan matseðil og þeegilegt umhverji. Einnig er boðið uþþá kajfi (Sf kökur frá KRUTT KÖKUHÚSI auk sœlgcetis og matvöru. Er matreiðsla þitt fag ? Ofangreint fyrirtæki óskar eftir að ráða matreiðslumeistara eða aðila vanan mat- reiðslu til starfa. Starfið felst í daglegri matargerð, undir- búningi matseðla, aðstoð við innkaup, stjómun starfsmanna, ásamt því að hafa eftirlit með að viðskiptavinir fái umfram allt góða þjónustu. Óskað er eftir duglegum og drífandi að- ila, sem tilbúinn er að taka þátt í lifandi og skemmtilegri starfssemi. Áhersla er lögð á útsjónarsemi, skipulagsgáfu og góða hæfi- leika í mannlegum samskiptum. Æskilegur aldur er 30-40 ár. Umsóknarfrestur er til og með 27. jan- úar nk. Ráðið verður fljótlega. Aðstoðað við að útvega húsnæði auk þess sem mögu- leiki er á starfi fyrir maka ef svo ber und- ir. Reyklaus vinnustaður. Vinsamlega athugið að umsóknar- eyðublöð og allar nánari upplýs- ingar eru eingöngu veittar hjá STRA Starfsráðningum hf. Skrifstofan er opin frá kl. 10-16 en við- talstímar eru frá kl. 10-14. Starfsrábningar hf Suöurlandsbraut 30 ■ 5. hæð ■ 108 Reykjavík , Sími: 588 3031 Fax: 588 3010 RA Guðný Harðardóttir Bygginga- tæknifræðingur óskar eftir starfi. Áralöng starfsreynsla á verkfræðistofu. Margt kemur til greina. Fyrirspurnir skal leggja inn á afgreiðslu Mbl. fyrir 28. janúar nk., merktar: „B - 555“. Deildarstjóri Staða hjúkrunarfræðings, deildarstjóri 3, er laus til umsóknar. Um er að ræða starf á 19 manna hjúkrunardeild þar sem unnið er eftir hjúkrunarskráningu. Óskað er eftir hjúkr- unarfræðingi með próf í hjúkrunarstjórnun og reynslu af hjúkrun aldraðra. Staðan er laus frá og með 1. maí nk. Umsóknarfrestur er til 15. febrúar. Upplýsingar veitir ída Atladóttir, hjúkrunar- forstjóri, í síma 35262 og Þórunn A. Svein- bjarnar, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma 689500. Verkstjóri á bifreiðaverkstæði Okkur vantar verkstjóra á verkstæði okkar. Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt, hafa bifvélavirkjaréttindi, vera lipur í um- gengni og hafa reynslu í stjórn á fólki. Hann þarf að geta byrjað f febrúar og hafa skrifleg meðmæli. Einungis skriflegar umsóknir ásamt með- mælum verða teknar til greina. Fyrirspurnum verður ekki svarað í síma og öllum umsóknum, sem hafa meðmæli, verð- ur svarað. Framreiðsiunemi Getum bætt við okkur framreiðslunemum (í þjóninn). Þeir sem áhuga hafa geta fengið upplýsingar á staðnum mánudag og þriðjudag frá kl. 13.00. P E R L A N 'Vf) II I fll ■ III Mj LANDSPÍTALINN .../' þágu mannúðar og vísinda... GEÐDEILD LANDSPITALANS Hjúkrunarfræðingur og sjúkraliði Staða hjúkrunaríræðings og staða sjúkraliða á deild 33 A við Eiríksgötu eru lausar til umsóknar. Deildin sérhæfir sig í þjónustu við sjúklinga með geðræna kvilla og áfengis- og vímuefna- fíkn. Aðlögunartími og fræðsla eru í boði. Góð starfsaðstaða. Starfshlutfall og vinnu- tími eftir samkomulagi. Allar nánari upplýsingar gefa Jóhanna Stef- ánsdóttir, hjúkrunaríramkvæmdastjóri, s. 601750/602600, og Ragnheiður Naríadóttir, deildarstjóri, s. 601750. 1. stýrimann og 2. vélstjóra vantar á beitningarvélabát frá Vestfjörðum. Upplýsingar í síma 94-1500 á skrifstofutíma eða í síma 985-22323. „Au pair“ í Noregi Piltur eða stúlka 17 ára eða eldri óskast. Þarf að gæta 3ja barna. Reyklaust heimili. Nánari upplýsingar í síma 611625. Svör, merkt: „Au pair í Noregi", leggist inn á afgreiðslu Mbl. fyrir 1. febrúar. Baðvörður Hafnarfjarðarbær auglýsir lausa baðvarða- stöðu karla í íþróttahúsinu Kaplakrika. Umsóknir skulu berast á Bæjarskrifstofur Hafnarfjarðar eigi síðar en 27. janúar 1995. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður íþróttahússins í Kaplakrika, sími 651711, eða á staðnum. íþróttafulltrúinn í Hafnarfirði. Garðabær Leikskólinn Kirkjuból Óskum eftir að ráða leikskólakennara eða annað uppeldismenntað starfsfólk til starfa. Skemmtilegt og fjölbreytt starf er í boði. Góð aðstaða til hreyfiþjálfunar og tilvalið fyrirfólk með tónlistarmenntun. Reyklaus vinnustaður Nánari upplýsingar gefur leikskólastjóri í síma 656533 eða 656322 eða leikskólafull- trúi í síma 656622. Hjúkrunarforstjóri Heilsugæslustöðin Hveragerði auglýsir starf hjúkrunarforstjóra laust til umsóknar. Starfshlutfall 100%. Staðan veitist frá 1. mars 1995. Umsóknarfrestur er til 15. febrúar. Umsóknir sendist til stjórnar Heilsugæslu- stöðvarinnar Hveragerði, Breiðumörk 18, 810 Hveragerði. Upplýsingar um starfið veitir Jóhann Tr. Sig- urðsson, stjórnarformaður, í síma 98-34290. n? Staða forstöðumanns Kjarvalsstaða Staða forstöðumanns Kjarvalsstaða er laus til umsóknar frá og með 1. mars nk. Umsækjendur skulu vera listfræðingar að mennt eða hafa víðtæka þekkingu á mynd- listarmálum og öðrum greinum, er snerta starfsemi Kjarvalsstaða. Launakjör eru skv. kjarasamningum Reykja- víkurborgar. Umsóknum, er greini menntun og starfsfer- il, sé skilað til borgarstjóra, Ráðhúsi Reykja- víkur, fyrir 6. febrúar nk. Borgarstjórinn í Reykjavík, 19. janúar 1995.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.