Morgunblaðið - 22.01.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.01.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ verið á Álfsnesi í Kjalarneshreppi. Með þessari aðferð verður rúmmál úrgangsins um 8-10% af upphaf- legu rúmtaki. Af hálfu Hollustu- vemdar ríkisins og sveitarstjórnar Kjalarneshrepps em ströng skil- yrði sett í starfsleyfi Sorpu á urð- unarsvæði í Álfsnesi, og ber fyrir- tækið og þar með aðildarsveitarfé- lög Sorpu ábyrgð á svæðinu til frambúðar. Þess vegna eru tak- mörk á því, að unnt sé að opna fyrir almenna losun á urðunar- svæðinu. Rík áherzla er lögð á hreinsun vatns, sem rennur frá móttökustöð og urðunarsvæði Sorpui í móttökustöðinni fer allt frárennslisvatn gegnum sérhannað tvöfalt hreinsikerfi áður en það fer út úr stöðinni. Undir urðunarsvæð- inu eru frárennslislagnir, sem leiddar eru í sérstakan hreinsibún- að til þess að koma í veg fyrir, að mengað vatn renni til sjávar, og er fylgzt grannt með lífríki svæðis- ins. Þannig er kappkostað að gæta sjónarmiða umhverfisverndar í hví- vetna, og mun óhætt að fullyrða, að Sorpa gangi lengra í þeim efn- um en reglur gera almennt kröfu um. Eitt af meginverkefnum Sorpu er að stuðla að endurnotkun og endurnýtingu efna, eftir því sem hagkvæmt þykir, bæði til þess að vernda náttúru landsins og spara vandfundið urðunarland. Árið 1990 var stigið stórt skref í endur- nýtingu hér á landi, þegar skila- gjald var tekið upp og söfnun hófst á plast- og álumbúðum, sem flutt- ar eru utan til vinnslu. Ymsar til- raunir á sviði endurvinnslu hafa verið gerðar hérlendis á undan- förnum árum, svo sem framleiðsla eggjabakka úr völdum úrgangs- pappír, vinnsla bobbinga og motta úr gúmmídekkjum, framleiðsla mjölpoka úr pappa, gerð plöntu- bakka og blómapotta úr ónýttum fiskikössum, þakpappaframleiðsla og söfnun á hvers kyns úrgangs- plasti, sem hakkað er til útflútn- ings og endurvinnslu. Um árabil hefur úrgangstimbur verið rifið niður í kurl og nýtt sem kolefn- isgjafi í stað innflutts efnis hjá Járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga, dagblöð, pappír og pappi eru send utan til endur- vinnslu sem og rafgeymar og málmar af ýmsu tagi, og unnið er að því að nýta garðaúrgang til jarðgerðar. Á vegum Sorpu er fylgzt grannt með þróun endurnýt- ingar erlendis ásamt tæknifram- förum á því sviði með það fyrir augum að opna nýja möguleika hérlendis, eftir því sem hagkvæmt og skynsamlegt er talið hveiju sinni'. m. í þeirri gagnrýni, sem fram hef- ur komið á rekstur Sorpu, er áber- andi, hve lítið fer fyrir umfjöllun um aðrar lausnir í meðferð úr- gangsefna og hvað aðrar lausnir þýða í reynd. Er þar átt við kosti og galla hinna ýmsu aðgerða mælt í verkgæðum og kostnaði. Er þögn manna í þeim efnum reyndar orðin býsna hávær. Vissu- lega er það jákvætt, að starfsemi Sorpu er sýndur áhugi, og auðvitað er mikilsvert, að stjóm og starfs- mönnum Sorpu sé veitt nauðsyn- legt aðhald. Það er ekki sízt mikil- vægt í ljósi þess', að Sorpa er eina fyrirtækið sinnar tegundar hér á höfuðborgarsvæðinu og er rekið af sveitarfélögum á svæðinu í þeim tilgangi að farga úrgangi frá heim- ilum og fyrirtækjum í samræmi við lög og reglur með eins litlum tilkostnaði og frekast er unnt. Skilningur og stuðningur íbú- anna ræður fyrst og síðast úrslitum um þann árangur, sem að er stefnt með rekstri Sorpu, en það er að halda umhverfi okkar óspilltu og hreinu. Að þessu verkefni er þýð- ingarmikið að vinna í samvinnu og með jákvæðum huga — gangi það eftir, er von til þess, að umræð- an um framtíðarlausn á meðferð úrgangsefna verði annað og meira en góður ásetningur. Eitt blab fyrir alla! - kjarni málsins! -þín saga! JftO SAGA Skemmtisaga vetrarins Hinir alþýðlegu og ástsælu Ágúst Atlason, Helgi Pétursson og Ólafur Þórðarson fara á kostum í upprifjun á því helsta af 30 ára ferli MeWmm Það er sama á hvernig málið er litið enginn nær BtmÉmée.ins vel og þeir sjálfir! Hin bráðskemmtilega Úíajfw fímnndxr á létta strengi með þeim félögum, tekur lagið og verður til alls vís. Kvöldið hefst með þríréttaðri, glæsilegri máltíð. Síðan hefst íHo:stíga\>rrr sem félagarnir rifja upp það besta og versta á ferlinum. Einnig koma fram hljóðfæraleikararnir Björn Thoroddsen, Szymon Kuran og Reynir Jónasson. Að lokinni skemmtidagskrá leikur danshljómsveitin Saga Klass fram á nótt ásamt söngvurunum Guðrúnu Gunnarsdóttur og Reyni Guðmundssyni. Me sqga kejf&t immgmáœgpm, l$L§ámkm «£. SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1995 B 27 KOMIÐOG DANSID! [ iRÐU LÉTTA DANSSVEIFLU Á TVEIM DÖGUM! æstu námskeið um næstu helgi Det Nodvendige Seminarium ■ nanmnrlru getur enn tekið inn 3 íslenska ■ KU NEMENDUR ÞANN 1. SEPT. 1995 Fjögura ára alþjóðlegt, nútima kennaranám, sem veitir réttindi til kennslu í mörg- um skólum og uppeldisstofnunum í Evrópu og þriðja heiminum. Námið er: • 1 ár með alþjóðlegu námsefni. Innifalin er 4ra mánaða námsferð til Asíu. • 1 ár námskefni innanlands. Innifalin er 6 mán. þátttaka í dönsku atvinnulífi. • 2ja ára fagnám, innifalið er 2x6 mánaða starfsnám í grunnskóla og öðrum skólum innanlands og utan. Eftir útskrift tekur við eins árs vinna í skóla í Afríku. Allir nemendur búa í skólanum. Kynningarfundur um skólann verður haldinn í Reykjavík laugard. 11. febrúar kl. 16 á Hótel íslandi, Ármúla 9,108 Reykjavík. Ef þú hefur áhuga, hringdu þá eða sendu símbréf og fáðu baekling áður en kynningarfundurinn er haldinn. Det Nodvendige Seminarium, Tvind, DK-6990 Ulfborg Sími 00 45 43 99 55 44, símbréf 00 45 43 99 59 82. Tryggvagötu 15,101 Reykjavík, sími 5511990 Vornámskeið 2. febrúar-8. maí Barna- og unglingadeildir 6—10 ára þriðjudaga og fimmtudaga kl. kennari Þóra Sigurðardóttir. 6—10 ára þriðjudaga og fimmtudaga kl. kennari Þóra Sigurðardóttir. 6-10 ára sunnudaga kl. kennari Katrín Briem 10-12 ára mánudaga og miðvikudaga kl. kennari Margrét Friðbergsdóttir. 10- 12 ára þriðjudaga og fimmtudaga kl. kennari Harpa Björnsdóttir. 11- 13ára þriðjudaga og fimmtudaga kl. kennari Guðrún Nanna Guðmundsdóttir. kl. 13- 15 ára mánudaga og miðvikudaga kennari Margrét Friðbergsdóttir. 14- 16 ára laugardaga kennari Margrét Friðbergsdóttir. 14-16 ára laugardaga kennari Katrín Briem. kl. kl. 10.00—11.30 13.30- 15.00 10.30- 12.15 15.30- 17.00 15.30- .17.00 17.30- 19.00 17.30-19.00 10.00-13.00 14.00-17.00 Leirmótun 11-15 ára miðvikudaga kl. 17.00-20.00 kennari Þórdís Alda Sigurðardóttir. Fullorðnir: Teiknideildir: Teiknun 1 Teiknun 1 Teiknun 1 Teiknun 1 Teiknun 2 Teiknun 3 Modelteiknun 1 Modelteiknun 1 Modelteiknun 1 Modelteiknun 1 Modelteiknun 2 þriðjudaga miðvikudaga fimmtudaga laugardaga mánudaga laugardaga mánudaga miðvikudaga fimmtudaga laugardaga þriðjudaga kl. 17.30-22.15 kl. 17.30-22.15 kl. 17.30-22.15 kl. 09.00-13.30 kl. 17.30-22.15 kl. 09.00-13.30 kl. 17.30-22.15 kl. 17.30-22.15 kl. 17.30-22.15 kl. 09.00-13.30 kl. 17.30-22.15 kennari Hilmar Guðjónsson. kennari Anna Guðjónsdóttir. kennari Sólveig Aðalsteinsdóttir. kennari Sólveig Aðalsteinsdóttir. kennari Þóra Sigurðardóttir.. kennari Katrín Briem kennari Þorri Hringsson. kennari Þorri Hringsson. kennari Hilmar Guðjónsson. kennari Kristín Arngrimsdóttir. kennari Ingólfur örn Arnarson. Málaradeildir Málun 1 þriðjudaga Málun 2 fimmtudaga Modelmálun miðvikudaga og laugardaga Frjáls málun mánudaga Frjáls málun föstudaga Vatnslitur og þriðjudaga pastel Teiknun og föstudaga vatnslitur með modeli kl. 17.30-22.15 kl. 17.30-22.15 kl. 17.30-22.15 kl. 14.00-17.00 kl. 17.30-22.15 kl. 14.30-19.00 kl. 17.30-22.15 kl. 17.00-21.30 kennari Margrét Zophoniasdóttir. kennari Kristján Steingr. Jónsson. kennari Svanborg Matthíasdóttir. kennari Daði Guðbjörnsson. kennari Kristján Steingr. Jónsson. kennari Peter Leplar. kennari Gunnlaugur Stefán Gíslason. Mótunardeildir Keramik 1 mánudaga kl. 18.30-22.15 kennari Kolbrún Kjarval ogfimmtudaga kl. 17.30-22.15. Keramik 2 laugardaga kl. 09.00-13.30 kennari Kolbrún Kjarval og þriðjudaga kl. 18.30-22.15. Tilraunir með form, formfræði. Byrjendaáfangi í þrívidd Fimmtudaga kl. 17.30-22.15 kennarar Þórdís Alda Sigurðardóttir og Gunnar Árnason. Módelstúdía. Mótað eftir mannslíkama Laugardaga kl. 09.00-13.30 kennari Sigrún Guðmundsdóttir. Listasögufyrirlestrar verða kynntir síðar. Vakin er athygli á að öll námskeið standa í 12 vikur. Námskeið barna og unglinga eru 48 kennslustundir. Námskeið fullorðinna eru 72 kennslustundir. Leitið upplýsinga í síma 5511990. Innritun er hafin á skrifstofu skólans í Tryggvagötu 15 kl. 14—19 mánudaga til föstudaga. Námskeiðsgjald greiðist við innritun. Kennsla hefst 2. febrúar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.