Morgunblaðið - 22.01.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.01.1995, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ Hugsun bítkynslóðarinnar dró í efa sjálfbirgings- leg og íhaldssöm gildi þjóðar sinnar, þótt deila megi um hversu rökstudd sú efahyggja var. Hún losaði að endingu um stífpressaðan flibba banda- rísks samfélags sem kynslóðinni þótti saurgað af spillingu ogómanneskjulegum viðhorfum. Sindri Freysson stiklar á stóru um kynslóð sem gat af sér hippa, krappa vinstribeygju á 7. áratugnum og loks neðanjarðarmenningu pönksins. Eftir seinni heimsstyijöld blasti tilgangsleysið hvar- vetna við, einkum í augum ungmenna. Öil gildi höfðu riðlast í hamförum stríðsins. Skömmu áður en átökin hófust og að nokkru leyti á meðan þeim stóð, voru svo kallaðir „hipsters" áber- andi í nokkrum borgum Bandaríkj- anna sökum mikillar notkunar slangurs og Jitríks klæðaburðar. Þessir áhrifavaldar bítnikka voru annars vegar „sjóðheitir" eða ákaf- lyndir gleðigjafar sem vegsömuðu hið ljúfa líf, og hins vegar „svalir“ eða hlédrægir svartagallsrausarar sem hneigðust til tómhyggju. Sæluvekjandi þreyta Alræmdur glaumgosi í röðum „hipstera" var New York-búi að nafni Herbert Huncke en Jack Kerouac kvaðst hafa lært orðatil- tækið „I’m beat“ (eða; ég er bít- nikk) af honum. Upphafleg merking „Beat“ er áreiðanlega „dauðþreytt- ur“, enda hugTnyndasmiðirnir upp- gefnir (á öllu sem nöfnum tjáir að nefna), en orðið fékk síðar á sig tónlistarlegan svip og Kerouae sagði það vera dregið af „beatific" eða „sæluvekjandi". Sú merking næði í senn yfir andlega sviðið sem annað. Ihaldssömum öflum þótti sælan beisk á bragðið og notuðu önnur orð til að lýsa fyrirbærinu. Afneitun viðtekinnar hegðunar og gildismats er vitaskuld andfélags- legt fyrirbæri í augum valdhafa og ekki bætti úr skák að forkólfamir voru yfirlýstir andstæðingar efnis- hyggju og þess valds sem vaninn tekur sér. Vitsmunadýrkun var þeim ekki þóknanleg heldur. í innsta eðli sínu var bíthreyfingin þó í raun og veru ópólitísk og þjóð- félagsleg vandamál lögðust ekki þungt á sinnið. Eins og kom fram í skrifum Pauls Goodmans árið 1960 í „Growing up Absurd", sem varði bítnikka snöfurmannlega, var þjóðfélag þess tíma svo laust við gleði og tilgang að réttlæta mátti hvers konar mót- mæli og flótta frá því. Höfuðtil- gangurinn var að stuðla að persónu- legri frelsun hvers einstaklings, uppljómun og hreinsun. Skynjunina átti að rækta, svo og vitundarlífíð. Aflið til breytinga var sótt í yfír- náttúrlega reynslu sem knúin var af eiturlyfjum, jazztónlist, kynlífi og hugleiðslu í anda zen-búddisma. í augum kynslóðarinnar var hið hefðbundna þjóðfélag „square" eða ferhyrnt, og til þess að ögra því og brjóta rammann tamdi hún sér „hip“ málfar sem var stælt og stol- ið frá svörtum jazz-tónlistarmönn- um á borð við snillingana Dizzy Gillespie, Lester „Prez“ Young og Charlie „Bird“ Parker. Það var frá- leitt „hip“ að vera „square“. Klæða- burðurinn og látbragðið tóku líka mið af því inarkmiði að forðast meðalhófíð; gallabuxur, hökutopp- ar, þverröndóttir bolir, sandalar, skinnjakkar og alpahúfur í anda Camus, Sartre og franskra saka- málamynda voru algengir einkenn- isbúningar, ef marka má myndir frá þessu tímabili og aðrar heimildir. Tímaritið Life lýsti ört fjölgandi bítgellum á eftirfarandi hátt í nóv- emberhefti sínu árið 1959: „Hárið er tætingslegt, sokkarnir háir og svartir, þær eru mikið málaðar kringum augun og státa af svip sem gæti annað hvort bent til hroka eða meltingartruflana.“ Ungmenni sem voru „bítnikkar í frístundum" skutu fljótt upp kollinum á kaffihúsum með „rétt“ útlit og „smekk". Ónefndur athafnamaður í New York hóf rekstur á „rent-a-beatnik“ þjónustu fyrir þá sem þráðu að falla í kramið með litlum fyrirvara og tilkostnaði. Bítkynslóðin batt trúss sitt við ákveðnar borgir og ákveðin hverfi í borgum eins og fleiri þjóðfélags- og listahópar hafa gert á þessari öld; North Beach í San Francisco var þeirra helst, en Venice West í Los Angeles og Greenwich Village i New York eru önnur kunn dæmi. Þrír páfar Bókmenntasagan hefur stjakað mörgum rithöfundum tímabilsins út í kuldann. Þeir sem eftir standa teljast fæstir til þungaviktarmanna í augum þorra bókhneigðra. Líf- seigastir hafa orðið Allen Ginsberg, Jack Kerouac (nýbakaður Nóbels- verðlaunahafi í bókmenntum, Kenzabúró Óe, kveðst t.d. hafa sér- stakar mætur á honum), William S. Burroughs (sem var um áratug eldri en höfundarnir sem hér eru nefndir, en var spyrtur saman við bítnikkana vegna m.a. vinfengis við Alan og Jack og áþekk hugðarefni, einkum á sviði eiturlyfja og kynlífs auk rit-tilrauna sinna), Gregory Corso og Lawrence Farlinghetti, en auk þessara meginstoða má til- greina Philip Whalen og Gary Snyd- er. Höfundar sem komu fram á sjónarsviðið á svipuðum tíma, svo sem Norman Mailer, Arthur Miller og jafnvel Truman Capote o.fl. falla ekki að skilgreiningunni bít-skáld. Arthur Miller segir í ævisögu sinni að bíthreyfingin hafi gefið hinu nafnlausa nafn og hinu formlausa í tilveru manna lögun, en samt hafí hann ekki haft snefíl af samúð með henni á sínum tíma. Þeir hafí virst vera að „æfa sig fyrir harma- kvein týndu kynslóðarinnar sem síð- ar yrði, því að áður en þeir byijuðu að falla í Víetnam, virtust kvein- stafir þeirra skorta neyð“. Fyrir betlarann og blókina Beat-skáldin vildu losa skáld- skapinn úr akademískum viðjum og bera hann út fyrir fólkið á göt- unni, vegfarendur á öllum aldri, stéttum eða lit; mellur, dópmang- ara, rakara, betlara, húsmæður, skrifstofublækur, gluggaþvotta- menn, skyndibitasala og götulista- menn - eða alla þá sem höfðu e.t.v. aðeins heyrt um bækur af afspurn og álitu skáldskapinn ranglega til- heyra þröngum hópum menntafólks og auðmanna. Öðru en útrásinni, uppreisninni og storkuninni var kastað á glæ . Skáldin lásu upp á reykmettuðum búllum og kaffihús- um á borð við Coexistence Bagel Shop og City Lights-bókabúðinni sem Farlinghetti stofnaði á North Beach. Þeir skrifuðu fyrir „eyrað“ ekki síður en „augað“ og t.d. raðaði Ginsberg orðunum í kvæði sínu „Howl“ eftir kerfi talmáls og önd- unar. Burroughs byggði mikið af skrifum sínum á munnlegum frá- sögnum sem hann skemmti vinum og vandalausum með. Þegar hann las upp úr „Naked Lunch“ og öðrum verkum sínum, lék hann persónurn- ar með góðum árangri. Skáldin reyndu einnig að lesa upp með full- tingi jazztónlistar, sem kallaðist m.a. „Word Jazz“. Kerouac las upp á þennan hátt í fyrsta skipti árið 1957 og hljóðritaði þijár plötur í fullri lengd næstu tvö árin. Þessar hljóðritanir og aðrar sem tengjast bítskáldum eða bittónlist, hafa verið vel varðveittar. Til marks um það má nefna að fyrir stuttu kom út athyglisverður „kassi“ sem Japís hefur haft á boðstólum og inniheld- ur þijá geisladiska með völdum köflum úr upplestrum, jazztónlist, viðtöl og margt fleira sem tengist alvörubítnikkum og tískubítnikkum í Bandaríkjunum. Skrif Kerouacs og Ginsbergs voru kraftmikil með hijúfar brúnir og flæðið var óstöðvandi. Ritháttur- inn byggðist á því að höfundurinn gat fest á blað allar tilfinningar sínar og hugleiðingar án fyrirfram ákveðins skipulags eða endurskoð- unar. Þessi milliliðalausa tjáning reynslunnar var ekki öllum gefin; eftirhermur páfanna þriggja fram- leiddu flestir óagaða og samhengi- lausa textabálka með rýru listrænu gildi. Fyrrnefndir höfundar tileink- uðu sér eða þróuðu aðferðimar bet- ur og aðlöguðu þær eigin stílein- kennum og hugðarefnum. Þeir tryggðu sér lengrí lífdaga fyrir vik- ið ásamt því að ryðja brautina fyrir frekari tilraunir í þessa veru í bók- menntum næstu ára og áratuga. Ekki síst í Bandaríkjunum sem hafa löngum átt erfitt með að komast í fylkingarbijóst listrænna nýjunga, af einhveijum djúpstæðum en óljós- um orsökum. Rótlauslr ferðalangar Jack (skírnarnafnið var Jean- Louis en hann átti rætur að rekja til fransk-kanadískra forfeðra og var enska „annað“ tungmál drengs- ins) Kerouac fæddist árið 1922 og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.