Morgunblaðið - 22.01.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.01.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JANÚAR1995 B 15 AUSTURBRÚIN séð frá Halsskov og út að Sprogo, en hún verður ekki tilbúin fyrr en árið 1997. og lauk því verki fyrir um ári. Síðan hefur verið unnið við pússningu og margháttaðan frágang. A þessum hluta Stórabeltis er lítið um siglingar kaupskipa og aðeins minni skipum heimil umferð en þarna er hins vegar mik- ið um skútur og skemmtibáta. Brúarstöpl- arnir eiga að þola að tvö þúsund tonna skip sigli á þá en þó mega ekki stærri skip en þúsund tonna sigla um þennan hluta Stórabeltis í dag. Við hönnun brúarinnar voru skoðuð veðurfarsgögn 115 ár aftur í tímann og ísmælingar á sundinu síðustu 75 ár. Þessar upplýsingar voru þó ekki nægar og því fóru fram umfangsmiklar rannsóknir í Ottawa í Kanada þar sem lík- ön voru gerð af brúnni og sundinu. Þá varð einnig að meta hvort vindhraði gæti haft áhrif á umferð, t.d. stórra flutninga- bíla með gáma en talið er að það verði hverfandi. Komið var upp sérstöku athafnasvæði fyrir brúargerðina við Lindholm sem náði yfir 32 hektara. Þar eru vinnuskálar og aðstaða fyrir starfsmenn, stórar skemmur þar sem járnverkið var framleitt, steypu- stöð og um allt svæðið þurfa síðan stór- eflis kranar að athafna sigtil að færa brúar- stykkin til. Sem dæmi um nákvæmni við steypuvinnuna má nefna að steypan verður að harðna á sérstakan hátt og við ákveðið hitastig sem þýddi að ýmist þurfti að hita brúarhlutana upp eða kæla þá í allt að 10 daga og til viðbótar þurfti að veija þá fyr- ir frosti og úrkomu þar til endanlegum styrk var náð áður en hægt var að flytja þá út á stöplana á sundinu. Göngin Framkvæmdir við göngin hófust snemma árs 1989. Ákveðið var að bora undir sjávarbotnin- um en einnig hafði komið til greina að grafa rennu í hafsbotninn, steypa gangahlutana í rennunni og ýta jarðvegi yfir. (Á dönskunni er þetta fyrir- bæri kallað sænketunnel eða göng sem sökkt er í sæ.) Miklar umræður og vangaveltur voru um hvora leiðina skyldi fara en eftir rannsóknir á líf- ríki sjávar var talið aug- ljóst að mun meiri röskun yrði ef göng yrðu lögð á hafsbotninn heldur en af jarðgöngum. Eins og fyrr segir eru göngin milli Sproge og Sjálands og eru þau 8 km löng, næst- lengstu göng í heimi undir sjávarmáli. Aðeins Ermar- sundsgöngin eru lengri. Göngin liggja dýpst 75 m undir yfirborði sjávar og eru boruð 10 til 40 m undir hafsbotninum. Hallinn við akstur niður í göngin og uppúr þeim er 15,6 m fyrir hveija 1.000 metra. Um er að ræða tvenn göng með einu lestarspori í hvoru, 8,5 m í þvermál að utanverðu og 7,7 að innanverðu. Fjarlægð- in milli miðju ganganna er 25 m. Göngin eru fóðruð með 62 þúsund járnbentum 40 em þykkum steypueiningum sem eru bolt- aðar saman. Á allri leiðinni eru 31 þver- göng með 250 m millibili og er þvermál þeirra 4,5 metrar. í þeim er komið fyrir ýmsum öryggis- og eftirlitsbúnaði og þau eru neyðarútgangur ef önnur göngin lokast. Úr göngunum verða alls grafnir út 900 þúsund rúmmetrar af jarðvegi, í þau fara 250 þúsund tonn af steypu og 19 þúsund tonn af járni. Þar sem göngin liggja lægst verður öflug dæiustöð sem dælt getur vatni út í Stórabelti en það getur m.a. verið regn- vatn, vatn vegna hreingerningarvinnu, vatn frá hugsanlegu slökkvistarfi, leki úr tönk- um sem lestir flytja eða hugsanlega leki. Austurbrúin Framkvæmdir við Austurbrúna hófust árið 1991 en þá hafði undirbúningur staðið í nærri þijú ár. Hún er hengibrú, heildar- lengdin 6.790 metrar en sjálf hengibrúin verður 1.624 m löng milli tveggja aðalstöpl- anna. Alls verða 27 stöplar undir brúnni og eru aðalstöplarnir 254 m háir en brúar- gólfið er í 65 m hæð yfir sjó. Hinir ýmsu brúarhlutar eru unnir í einum fimm Evrópulöndum, aðallega í Portúgal, Ítalíu og Danmörku, en einnig í Þýskalandi og Englandi og kaplar sem brúargólfíð er hengt í eru spunnir í New York og má segja að þessi hluti Stórabeltis- brúarinnar sé einna al- þjóðlegastur. Þyngd hvors af aðalbrúarstöplunum er 190 þúsund tonn, í aðrar undirstöður fóru 250 þús- und rúmmetrar af steypu. Þá fara í brúna um 78 þúsund tonn af plötujámi. Kaplarnir sem bera brúar- gólfíð eru 85 cm í þvermál og er samanlögð lengd þeirra um þrír km. Fram- kvæmdir við brúna standa nú sem hæst en þessi áfangi á leiðinni yfír Stórabelti verður síðast tilbúinn og umferð ekki hleypt á fyrr en í árslok 1997. Greitt á 14 til 30 árum Kostnaður við fram- kvæmdirnar verður greiddur niður með vegatolli og gjaldi sem reiknað verður inn í lestarfargjöldin. Gert er ráð fyrir að gjald fyrir fólksbíl verði kring- um 2.500 ísl. krónur og skiptir þá ekki máli hvort ökumaður er einn eða með fullan bíl af farþegum. Gjaldtakan verður sjálf- virk, notuð greiðslukort eða árskort og tek- ur þá afgreiðslan aðeins örskamma stund en þeir sem þurfa „venjulega" afgreiðslu gætu þurft að bíða í nokkrar mínútur. Bí- laumferðin á að greiða upp framkvæmdirn- ar á 14 árum en hugsanlega mun gjaldtak- an þó standa nokkru lengur. Eins og fyrr segir verður Stórabeltisbrúin eða öllu heldur Vesturbrúin og járnbraut- argöngin opnuð fyrir umferð lesta árið 1996. Þannig fá almenningssamgöngurnar ákveðið forskot en ákveðið var að heimila dönsku járnbrautunum aðlögun að þessari miklu breytingu. Núverandi feijur járn- brautanna hætta siglingum en feijusam- göngur leggjast þó ekki af og munu farþeg- ar um Stórabelti spara sér kringum 500 ísl. krónur með því að halda áfram að sigla með feijunum en eru þá kringum klukku- stund lengur að koma sér yfir Stórabeltið. Gert er ráð fyrir að kostnaður við lestar- hluta framkvæmdanna hafí að fullu verið greiddur niður eftir 30 ára gjaldtöku. 16 þúsund bílar á dag Mjög mikið hefur verið kannað og spáð í hversu mikil umferð verði um Stórabelti þegar þessi nýi möguleiki verður kominn til skjalanna. Árin 1988 til 1989 fór fram fyrsta víðtæka könnunin og fleiri síðan en á þeim hafa verið byggðar umferðarspár. Danska vegagerðin og Stórabelti hf. stóðu fyrir þessum könnunum en fengu ýmis ráð- gjafafyrirtæki í lið með sér. Minna má á að hægt er að ferðast milli austur- og vest- urhluta Danmerkur á margan annan hátt, m.a. með feijum á þremur stöðum rnilli Sjálands og Jótlands og með flugi. Talið er að flugfarþegum milli vestur- og austurhluta landsins muni fækka úr 5.800 í 4.500 á dag eða úr 14% í 7% af heildarfjölda farþega á þessari leið og að Ljósmynd/Sören Madsen UM miðjan síðasta mánuð voru síð- ustu metrarnir boraðir og Jóakim prins fór fyrstur manna í gegn. Göng- in eru tvöföld og eru 7,7 m í þvermál. PRAMMI siglir með mannskap og steypubíla í eina undirstöðuna fyrir Austurbúna. fólksbflum sem taka myndu feijur fækki á hinum ýmsu leiðum um 38-79%. Farþegum járnbrauta mun fjölga úr 11.400 á sólar- hring í 25.200 eftir tilkomu brúarinnar. Hlutur járnbrautanna í samgöngumynstr- inu milli austur- og vesturhluta Danmerkur hefur verið 30% og mun aukast í 40% og hlutur bíla mun sömuleiðis aukast verulega en þeir eru taldir verða 16.220 á sólarhring árið 1998. Stórabeltisbrúin og göngin eiga að end- ast í eina öld. Mannvirkið þarf þó vitaskuld margs konar viðhald á þessum tíma og á fimm ára fresti á að fara fram viðamikil skoðun. Milli 10 og 15 tæknimenn munu starfa við rekstur þessa samgöngumann- virkis og nýta þeir hvers kyns tölvutækni og gagnasöfn við vinnu sína. Þrátt fyrir gögn á tölvutæku formi munu þeir hafa aðgang að um fjögur þúsund hillumetrum af skjölum sem varða bæði tæknimál og lagahliðina. Stórabeltis- mannvirkið í hnotskurn • Tilgangur: Að koma allri Danmörku í vegasamband. • Lega: Milli Sjálands og Fjóns. • Fyrirkomulag: Fjónn- Sprogo: Brú. Sprogo-Sjá- land: Brú fyrir bílaumferð, göng fyrir járnbrautir. • Heildarlengd brúa og ganga: 20 km. • Kostnaður: 350 til 400 milljarðar ísl. króna. !

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.