Morgunblaðið - 22.01.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 22.01.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1995 B 7 Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 1995 Miðaldra höfundar ofarlega á afrekaskrá BÓKMENNTAVERÐLAUN Norðurlandaráðs vitna um menningarsamvinnu nor- rænna þjóða sem ekki virðist víkja fyrir vaxandi Evrópuhyggju. Nú fylgir menningarhátíð þingi Norð- urlandaráðs sem haldið verður í Reykjavík á næstunni. A sama þingi mun nýr verðlaunahafi í bók- menntum taka við viðurkenningu sinni sem er 350.000 danskar kr. Pjórir íslendingar hafa fengið verðlaunin í rúmlega þrjátíu ára sögu þeirra. Ólafur Jóhann Sig- urðsson, 1976, Snorri Hjartarson, 1981, Thor Vilhjálmsson, 1988, og Fríða Á. Sigurðardóttir, 1992. Reglur við val verðlaunabókar eiga að tryggja réttlátt val. Slíkt „réttlæti" er þó naumast til, en atkvæðagreiðsla dómnefndar- manna á að greiða fyrir að allir geti verið sáttir og enginn ósætt- anlegur ágreiningur kómi upp. Það ber að hafa í huga að ekki er áreið- anlegt að „besta“ bókin fái verð- launin og ekki heldur að „bestu“ bækurnar séu tilnefndar til verð- launa; um það geta menn deilt. Lítið hefur þó farið fyrir slíkum deilum að undanförnu, að minnsta kosti hér á landi, en í fyrstu gátu þær orðið háværar. Ekki er talið ólíklegt að tilnefnd- ar bækur spegli það sem helst er, að gerast í norrænum bókmennt- um. Augljóst er þó að líklegastír , verðlaunahöfundar eru höfundar á miðjum aldri með góða afrekaskrá og helst fjölda annarra verðlauna að baki. Danmörk Danir leggja fram skáldsöguna Hostnætter eftir Christian Skov (f. 1922). Skov sendi frá sér fyrstu skáldsögu sína í lok sjöunda ára- tugar, Hein dor. I fyrra hlaut hann verðlaun danskra gagnrýnenda. Hostnætter segir frá ungum vandalausum dreng á dönskum sveitabæ um aldamótin. Lesandinn kynnist vinnuhörku og daglegu amstri, en fyrst og fremst gerist sagan í huga drengsins. Foreldrar hans koma til hans í draumi og hann dreymir um stúlkuna á ná- grannabænum. Drengurinn er ein- mana og lifir aðeins fyrir þrá sína. Eins og bent hefur verið á va- rast Christian Skov að kveða upp dóm yfir ómannúðlegu umhverfi, félagslegu óréttlæti. Vandlæting og reiði komast ekki að. Sagan lýsir ómótuðum huga drengsins. Eins og sögur Skovs sækja næringu í heim einfaldleikans, ver- öld barnsins er frásögn hans ein- föld og hljóðlát dregin skýrum dráttum. Territorialsang. En Jerusalem- komposition er ljóðabók eftir Piu Tafdrup (f. 1952). í ljóðum hennar hittum við fyrir Jerúsalem sam- tímans og sögunnar, borg gyðing- legrar, kristinnar og islamskrar menningar. í fyrsta hluta bókarinnar, Byij- uninni, er rifjuð upp saga fjöl- skyldu skáldkonunnar. Vegna gyð- inglegs uppruna móðurinnar flýðu foreldrarnir til Svíþjóðar á hemá- msárunum. Pia Tafdrup er enginn venjulegur ferðamaður í Jerúsalem og ljóð hennar eru ekki ferðaljóð heldur hennar eigin saga og reynsla. Þau eru ort af list og form þeirra með ýmsum hætti. Stuðst er til dæmis við sonnettuform, Tilkynnt verður í Helsingfors 31. þessa mánaðar hver hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 1995. Ellefu bækureru lagðar fram að þessu sinni. Jóhann Hjálmarsson fjallar um þær að undan- skildum íslensku bókunum sem eru skáld- sögumar Hvatt að rúnum eftir Álfrúnu Gunnlaugsdóttur og Englar alheimsins eftir Einar Má Guðmundsson. Pia Tafdrup Arto Melleri Torgeir Schjerven Katarina Frostenson Jens Pauli Heinesen ÞINGHÚSIÐ í Helsingfors þar sem dómnefndin fundar. frelsi prósaljóðsins nýtt og hniðm- iðun og myndhverfingar miðlei- tinna Ijóða. Heiti bókarinnar, Ter- ritorialsang, vísar til þess sérstaka söngs sem karlfuglar gefa frá sér þegar þeir marka sér yfirráða- svæði og kalla um leið á kvenfugl- inn. Finnland Finnska skáldið Arto Melleri (f. 1956) fékk Finlandia-verðlaunin 1992 fyrir ljóðabók sem í sænskri þýðingu kallast Inskriven i livet. Melleri er skáld undirheimanna, einfari í finnskum skáldskap, en getur stundum minnt á Pentti Saarikoski í flæðandi og háðskum ljóðstíl sínum. Melleri kemur úr sveitaþorpi í Austurbotni og yrkir um andstæður lands og borgar. Hann er þó í ljóðum sínum einkum staddur í hringiðu borgarlífs og fjöldamenningar þar sem enginn kemst undan þrúgandi áreiti tímans, hver og einn eyðist í eigin eldi. Irmelin Sandman Lilius (f. 1936) er lítt kunn á íslandi, en bækur hennar hafa verið þýddar á mörg tungumál og meðal viðurkenninga sem hún hefur hlotið eru verðlaun kennd við Nils Holgersson og Astrid Lindgren. Sandman Lilius er líka myndlistarmaður og liggja eftir hana nokkrar myndabækur. Irmelin Sandman Lilius hefur verið líkt við Tove Jansson. Bækur hennar eru ævintýri þar sem hug- arflugið fær að njóta sín. í Korp- folksungen segir frá siglingu skips- ins Suðvestur frá borginni Tula- vall í norðri til grísku eyjarinnar Avrion. Tímamörk eru engin í sög- unni sem hentar jafnt börnum sem fullorðnum. Söguhetjan er tólf ára telpa sem leggur óhikað á vit ævin- týra og goðsagna. Bókin er talin allt í senn: ævintýri, frásögn og skáldsaga sem fjalli um sígild efni eins og illsku, umhyggju fyrir nátt- úrunni, vináttu, ást og dauða. Noregur Omvei til Venus eftir Torgeir Schjerven (f. 1954) er skáldsaga sem markar tímamót fyrir höfund- inn. Hann hefur ekki áður náð út fyrir hóp bókmenntaunnenda og er þess vegna ekki mjög þekktur. Hann hefur gefið út þrjár ljóðabækur og skáldsögu. Omvei til Venus er skáldsaga um hlutverk kynjanna, óreiðu lífs- ins og karlmennskuímyndina þar sem allar konur verða viðföng og allir karlmenn keppinautar um þær. Norskir höfundar sem glímt hafa við sama efni eru meðal ann- arra Agnar Mykle og Dag Solstad. Söguhetjan sem er nýkomin frá Austurlöndum hittir fyrir tilviljun konu með bláa ferðatösku, býðst til að bera töskuna fyrir hana og fylgir henni upp á hótelherbergi. Konan biður hann að afklæðast og leggjast fyrir því að hana langi til að virða fyrir sér sofandi karl- mann. Daginn eftir er hún horfin. Maðurinn sem hefur unnið fyrir sér með því að njósna um fólk fær það verkefni að finna þessa sömu konu. Þótt söguþráður sé einfaldur liggur lausnin ekki í augum uppi. Sérstöku lofsorði hefur verið lokið á Torgeir Schjerven fyrir málið á sögunni; það þykir í anda nýsköp- unar. Bjorn Aamodt gaf út fyrstu ljóðabók sína 1973. Hann er ekki þekkt skáld, en hagur hans vænk- aðist við að Jan Erik Vold lýsti því yfir að ljóð hans væru meðal þeirra bestu sem ort eru í Noregi. Skáldið starfar við að stjórna vinnukrana í Ósló. Þótt það spegl- ist í skáldskap hans dytti fáum í hug við lestur ABC, tilnefndu bók- arinnar, að höfundur þessa staf- rófskvers væri úr hópi verka- manna. Ljóðin eru byggð upp af mikilli kunnáttu og leikni og ort á afar fáguðu máli. Ort er um hvern staf og stafrófið hugleitt sem slíkt. Lesandinn fær innsýn í marg- breytileik málsins og margræði. Svíþjóð Ulla Isaksson (f. 1916) hefur frá fyrstu tíð skrifað um samskipti kynjanna. í skáldsögunni Ytterst i havet, 1950, er söguhetjan ráða- laus prestur í skeijagarðinum sem reynir að bregðast við trúarlegum efasemdum með því að vera konu sinni ótrúr, en það leiðir til þess að _hún fargar sér. Ósamlyndi hjóna, átök milli for- eldra og barna, ekki síst mæðgna, setur svip á skáldsögur Isakssons. Hún telst meðal brautryðjenda í því að fjalla um vanda og einangr- un kvenna í nútímasamfélagi. Það að vera í senn móðir og kona veld- ur því að jafnræði verður ekki milli karls og konu. Boken om E. er kynnt sem skáldsaga, en mörgum hættir til að líta á hana sem ævisögu. E. er bókmenntaprófessorinn Erik Hjalmar Linder, eiginmaður Ullu Isaksson, sem lést í fyrra. í bók- inni er því lýst, oft með nöturlegum hætti, hvernig hann verður smám saman elliglöpum að bráð, missir minnið og getur ekki bjargað sér sjálfur. Sorgin og depurðin yfir þessu er þó ekki aðalefni bókarinn- ar heldur uppgjör við móðurlegar tilfinningar; í meðaumkvuninni, samkenndinni er líka fólgin reiði og gremja. Katarina Frostenson (f. 1953) er meðal helstu skálda Svía nú og hefur þegar fengið sinn stól í sænsku Akademíunni, fimmta kon- an frá upphafi. Tankarna er tólfta bók hennar. Áberandi efni er sví- virt kona (eitt ljóðanna byggir á goðsögninni um Philomelu sem var tunguskorin svo að hún gæti ekki sagt frá að mágur hennar nauðg- aði henni). Ofbeldi og stríð ræður ríkjum í heiminum. Það er langt þangað til menn finna til æskilegr- ar samkenndar, en huggunin er þó ekki útilokuð. Mörg ljóðanna eru ástarljóð með rætur í liðnum tíma. Ljóðmál Katarinu Frostenson er hreint og oft skylt miðaldadönsum og danskvæðum. Bókmenntaarfur- inn er aldrei langt undan. í ljóðun- um eru bæði beinar og óbeinar vísanir til skálda eins og Stagnel- iusar og Gunnars Ekelöfs. Færeyjar Færeyingar, Samar og Græn- lendingar mega tilnefna eina bók hver til verðlauna. Aðeins Færey- ingar eru með að þessu sinni. Til- nefnd er skáldsagan Bláfelli eftir Jens Pauli Heinesen (f. 1932). Bláfelli er sjöundi hluti skáld- sagnaflokssins Á ferð inn í eina óendaliga sogu. Sagan greinir frá rithöfundi, Hugin, frá því að hann er þriggja ára til þrítugs. Fjórði og fimmti áratugur í færeyskum bæ er tími sögunnar og sér í lagi stríðsárin. í skáldsögum Heinesens er rakin breyting til nútímalegra samfélagshátta, gömlu og nýju stefnt saman og horft til umheims- ins. Menn hafa kallað Bláfelli sjálfs- ævisögulega listamannaskáld- sögu, en á því hefur höfundurinn fyrirvara. Enginn vafi er á því að Jens Pauli Heinesen er í forystu meðal færeyskra skáldsagnahöf- unda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.