Morgunblaðið - 22.01.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.01.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ u. oq flrioínrjyiriP ÍT í)l SUNNUDAGUR 22. JANÚAR1995 B 17 ATVMMW.At'GIYS^/G.AP Veitingastjóri óskast til starfa í Súlnasal Hótel Sögu. Óskað er eftir reyndum framreiðslumanni, sem hefur góða faglega þekkingu og reynslu af stjórnun. Nánari upplýsingar gefur starfsmannastjóri. Umsóknir sendist til Hótel Sögu fyrir 4. febr- úar nk. Yfirvélstjóri óskast á togskip frá Vestmannaeyjum. Vélarstærð 1765 kw. Upplýsingar í síma 98-13400. Vinnslustöðin hf. Fasteignasala Umsvifamikil fasteignasala óskar að ráða kröftugan og drífandi sölumann. Góð starfs- aðstaða og líflegur starfsandi. Upplýsingar um aldur, menntun og fyrri störf sendist afgreiðslu Morgunblaðsins merkt: „Sjálfstæður - 16104“ fyrir 26. janúar. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Akureyrarbær - skipulagsdeild Laus eru til umsóknar eftirtalin störf á Skipu- lagsdeild Akureyrarbæjar: 1. Föst staða arkitekts eða skipu- lagsfræðings í starfinu felst m.a. vinna við hvers kyns verkefni á sviði bæjarskipulags s.s. aðal- skipulag, deiliskipulag og önnur hönnunar- verkefni. Einnig felst í starfinu undirbúningur og úrvinnsla afgreiðslumála og erinda sem berast skipulagsnefnd. Tölvuvæðing er kom- in áleiðis og ér stefnt að tölvuvinnslu upp- drátta og annarra skipulagsgagna. Umsækjandi þarf að hafa háskólamenntun í byggingalist og/eða skipulagsfræðum (skipu- lag bæja), hafa staðgóða þekkingu á bygg- ingar- og skipulagsmálum og starfsreynslu á því sviði. Umsækjandi þarf að geta unnið sjálfstætt og jafnframt eiga auðvelt með samvinnu á breiðum grunni. Lögð verður áhersla á áhuga á bæjarskipulagi og byggingarlist. Hann þarf að eiga auðvelt með að tjá sig munnlega, skriflega og með teikningum. Tölvukunnátta og færni æskileg. 2. Afleysingastarf vegna fæðingar- orlofs og sumarleyfa Um er að ræða tímabundna ráðningu frá feb./mars til sept./okt. 1995 eða eftir nánara samkomulagi. Óskað er eftir umsækjanda með háskólamenntun á sviði byggingar- og skipulagsmála eða aðra viðeigandi menntun og starfsreynslu. í starfinu felast hvers kyns skipulags-, hönnunar- og skrifstofustörf á verksviði deildarinnar. Áhugi og einhver inn- sýn í verksvið deildarinnar er nauðsynleg. Umsækjandi þarf að eiga auðvelt með að tjá sig munnlega og skriflega, vera samvinnulip- ur og sjálfstæður í vinnubrögðum. Tölvu- kunnátta æskileg: Upplýsingar um störfin gefa skipulagsstjóri og starfsmannastjóri í síma 96-21000. Umsóknareyðublöð fást í starfsmannadeild Akureyrarbæjar í Geislagötu 9. Umsóknarfrestur er til 31. janúar nk. Starfsmannasstjóri. Lögfræðingur Lögfræðingur, sem lauk prófi sl. haust og hyggur á frekara nám erlendis, í Evrópu- rétti, næsta vetur, leitar eftir tímabundnu starfi. Meðal kosta eru dugnaður, sjálfstæði og samviskusemi. Getur hafið störf nú þegar. Nánari upplýsingar í síma 686273. Leikskólar Hafnarfjarðar Leikskólastjóri óskast í leikskólann Álfaberg, sem er tveggja deilda leikskóli. Staðan veitist frá 15. mars. Umsóknum skal skilað á skólaskrifstofu Hafnarfjarðar, Strandgötu 4, fyrir 15. febrúar nk. á umsóknareyðublöðum sem þar fást. Einnig eru lausar stöður leikskólakennara. Nánari upplýsingar veitir leikskólafulltrúi í síma 53444. Fiskiðnaðarmaður frá Fiskvinnsluskólanum í Hafnarfirði óskar eftir góðu framtíðarstarfi. Áhugasamir vinsamlega sendið nafn og símanúmer til afgreiðslu Mbl. fyrir 27. janúar, merkt: „F - 15757“. FJÓROUNGSSJÚKRAHÚSIÐ A AKUREYRI Hjúkrunarfræðingar - Ijósmæður Lausar eru til umsóknar stöður á: Lyflækningadeild, Öldrunardeild, Fæðingardeild. Einnig óskum við eftir hjúkrunarfræðingum og Ijósmæðrum til sumarafleysinga. Upplýsingar veitir Þóra Ákadóttir, starfs- mannastjóri, hjúkrunar, í síma 30273. MÖTUNEYTI FYRIRTÆKBÐ er virt þjónustufyrirtæki í Reykjavík. STARFIÐ felst í framreiðslu aðkeyptra veitinga, tiltekt og frágangi í mötuneyti. Vinnutími er frá kl. 09.00-14.30 alla virka daga. HÆFNISKRÖFUR eru að umsækjendur hafi reynslu af sambærilegum störfum, séu snyrtilegir, reglusamir og þægilegir í fram- komu. Æskilegur aldur er 30-55 ár. UMSÓKNARFRESTUR er til og með 25. janúar nk. Ráðið verður frá 1. febrúar nk. Því er brýnt að umsækjendur skili um- sóknum innan ofangreinds tíma. Umsóknareyðublöð eru fyrirliggj- andi á skrifstofunni, sem opin er frá kl. 10-16, en viðtalstímar eru frá kl. 10-14. Starfsráðningar hf Suðurlandsbraut 30 ■ 5. hceð ■ 108 Reykjavík , Sími: 588 3031 ■ Fax: 588 3010 RA Guðný Harbardóttir Félagsráðgjafi óskast Félagsmálaráð Vestmannaeyjabæjar óskar eftir félagsráðgjafa til starfa í eitt ár frá 1. marz 1995. Starfið er fjölbreytt og krefjandi og nær til flestra þátta félagslegrar þjónustu. Nánari upplýsingar veitir Hera Einarsdóttir, félagsmálastjóri, í síma 98-12816. Félagsmálastjóri. Sölumaður Söluskrifstofa KEA leitar eftir sölumanni til starfa. Á söluskrifstofu KEA fer fram sala á fram- leiðsluvörum KEA í matvælaiðnaði, en einnig er um hreinlætis- og máiningarvörur að ræða. Sérstök áhersla verður lögð á að sölumaður taki þátt í reglulegum söluferðum og heim- sóknum til viðskiptavina Söluskrifstofunnar. Um framtíðarstarf er að ræða. Æskilegt er að viðkomandi hafi góða undir- stöðumenntun, skipulagshæfni og eigi gott með samskipti. Reynsla af sölumennsku er æskileg. Upplýsingar veitir Páll ÞórÁrmann, fórstöðu- maður markaðs- og sölusviðs, í síma 96-30300. Umsóknum skal skilað í síðasta lagi 24. janúar 1995 til Kaupfélags Eyfirðinga, starfsmanna- stjóra, Hafnarstræti 91-95, 600 Akureyri. ORACLE hugbúnaður Traust fyrirtæki með aukin umsvif í þjónustu og verkefnum á sviði Oracle hugbúnaðar leitar að starfskrafti til framtíðarstarfa. Starfið felst einkum í þjónustu við kröfu- harða notendur, sem og fjölbreyttum og krefjandi verkefnum sem tengjast Oracle hugbúnaði. Hæfniskröfur ★ Reynsla af Oracle hugbúnaði eða sam- bærilegum hugbúnaði, æskileg. ★ Reynsla af DBA (Database Administration) mikilvæg, en ekki skilyrði. ★ Reynsla af hugbúnaðargerð með Oracle hugbúnaði eða sambærilegum hugbún- aði æskileg, en ekki skilyrði. ★ Reynsla af einu eða fleirum eftirfarandi stýri- kerfum; DOS/Windows, UNIX, Netware, NT og Open VMS. ★ Metnaður í starfi, sem og sjálfstæð vinnu- brögð skilyrði. ★ Háskólamenntun ekki skilyrði, en afar æskileg. ★ Tungumálakunnátta í ensku og dönsku. ★ Æskilegur aldur 26-39 ára. í boði er áhugavert starf fyrir réttan aðila með mikla möguleika á allan hátt. Nánari upplýsingar veitir Torfi Markússon í síma 616688. Lögð er áhersla á 100% trúnað vegna umsókna og fyrirspurna. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðgarðs merktar: „Oracle - tækifæri" fyrir 28. janúar nk. RÁÐGARÐUR hf. STJÓRNUNAR OG REKSTRARRÁÐGJÖF NÓATÚN 17105 REYKJAVÍK SÍMI616688

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.