Morgunblaðið - 22.01.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.01.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1995 B 25 Kostaði sparnaður þroskahefta lífið? Helsinki. Morgunblaðið. NIU fyrrverandi vistmenn af 63 sem voru nýlega fluttir af meðferð- arstofnun til heimasveita sinna í Suður-Finnlandi hafa látist af ókunnum ástæðum. Er nú talið að dauðaorsökin hafi verið óeðlileg streita vegna þess hve umskiptin hafi verið mikil. Jorma Huuhtanen heilbrigðisráð- herra Finna segist láta til skarar skríða gegn sveitastjórnarmönnum ef í Ijós kemur að níu manns hafi látist vegna sparnaðar í útgjöldum sveitarfélaga. Litlar sem engar ráð- stafanir munu hafa verið gerðar til að sjá um sérþarfir þessa fólks við 'heimkomuna. Nokkrum var t.d. komið fyrir á eiliheimili. Stefna finnskra yfirvalda er að leggja niður starfsemi stórra með- ferðarstofnana til þess að þroska- heftir njóti umönnunar þar sem þeir geti aðlagast eðlilegu lífí. Hef- ur niðurskurður hjá finnska ríkinu hins vegar valdið því að á mörgum stöðum hefur ekkert nýtt kerfí kom- ið í stað hins gamla. Nú á að kanna hvaða rök hafi legið að baki ákvörðun um að flytja þetta vistfólk aftur á heimaslóðir. Hafi ætlunin einungis verið að draga úr útgjöldum má búast við hörðum aðgerðum af hálfu ríkisins. Dagbók Háskóla íslands Miðvikudagur 25. janúar. í Norræna húsinu kl. 16-19.30: Skattamál - nýlegar breytingar. Leiðbeinandi: Árni Tómasson við- skiptafræðingur, endurskoðandi hjá Löggiltum Endurskoðendum hf. Finuntudagur 26. janúar. Stofa 158, VR II, kl. 16.10: Dr. Hans Lilja prófessor í klínískri efna- fræði við Malmö General Hospital flytur fyrirlesturinn „The Molecular Biology of Structural Proteins and Proteases of Seminal Plasma“ á vegum málstofu í efnafræði. Föstudagur 27. janúar. Stofa 158, VR II, kl. 12.10: Á vegum málstofu í efnafræði flytur dr. Ingvar Árnason, Raunvísinda- stofnun, erindið „Sameindabygging kísilafleiða af sýídóhexani. Saman- burður á niðurstöðum mismunandi reikniaðferða." Laugardagur 28. janúar. Odda, stofu 101 kl. 10: Níunda Rask-ráðstefna íslenska málfræði- félagsins. Flutt verða erindi um ýmis svið íslenskrar málfræði. ------------»-♦ ♦------- ■ MYNDÞERAPÍUNÁMSKEIÐ Sigríðar Bjömsdóttur hefst þriðjudagskvöld 24. janúar og stendur skráning nú yfír á kvöldin. Námskeiðið er verklegt og fyrst og fremst ætlað fagfólki sem starfar í heilbrigðismála-, kennslu- og upp- eldismála- og félagsmálaþjón- ustunni. Unnið er út frá eigin mynd- sköpun og persónulegri reynslu, þar sem þátttakendur fá tækifæri til að kanna eigin tilfínningar með hjálp mynda og samskipta innan hópsins. Sigríður er löggiltur félagi í „The Brithis Association of ART Therap- ists“. Menntamálaráðuneytið metur námskeiðið til stiga. radgreiðslur RAÐGREIÐSLUR * ~Q MUNA ÁN TIL ALLT AÐ 30 MÁNAÐA SKIPHOLTI 19 SÍMI 29800 TELEFUNKEN ÞÝSK HÁGÆÐASJÓNVARPSTÆKI MEÐ SURROUND STEREO Telefunken F-531 C STEREO NIC er 28" sjónvarpsteki: Black Matrix-flatur glampalaus skjár • Surround-umhverfishljóm- ur • PSI (Picture Signal Improve- ment) • ICE (Intelligent Contrast Electronic) • Pal, Secam og NTSC- video • 59 stöðva minni • Sjálfvirk stöðvaleitog -innsetning • Mögu- leiki á 16:9 móttöku • Islenskt textavarp • Tímarofi • 40W magnari • A2-Stereo Nicam • 4 hátalarar • Tengi fyrir heyrnartól og sjónvarpsmyndavél • Aðskilinn styrkstillir fyrir heyrnartól • 2 Scart- tengi o.m.fl. Verð 94.900,- kr. eÖa 85.900,-«, * Upphæðin er með vöxtum, lántökukostnaöi og færslugjaldi. hlióöáhrifum líkt og f kvikmyndahúsum. Mono útsending faer blee af stereo- útsendingu og stereo-útsending gefur aukin áhrif, pann*9 aö áhorfandinn færist eins og inn í kvikmyndina. Aðeins þarf aö stinga bakhátölurum í sam- band viö sjónvarpiö til aö heyra muninn ! TIL ALLT AÐ 36 MANAÐA TIL ALLT AD S4 MÁNAÐA Viltu komast í vandað tón- listarnám og læra að spila þá tónlist sem þú hefur áhuga á, hvort sem það er rokk, blús eða dægurlagatónlist? Þá er Nýi músíkskólinn svarið. Við leggjum metnað okkar í öfluga undirbúningskennslu í hljóð- færaleik og söng, hvort sem er fyrir spilamennsku eða frekara tónlistarnám. Kennt er á öllum stigum, byrjendur sem lengra komnum og öllum aldurshópum. Kennt er í einkatímum, allir nemendur fá tón- og hljómfræðikennslu og geta valið um að vera í nemendahljómsveitum. Skólanum lýkur með stórtón- leikum nemendahljómsveita. Kennslugreinar - kennarar (rafgítarog kassagítar, allar stíltegundir) Björn Thoroddsen Jón Elvar Hafsteinsson Hilmar Jensson Gunnar Hrafnsson Róbert Þórhallsson | Ásgeir Óskarsson Jónas Þórir Gunnar Gunnarsson Saxófónn og flauta: Stefán S. Stefánsson IngveldurYr Stefán S. Stefánsson Innritun stendur nú yfirávorönn, Allar uppiýsingar hjá starfsmanni ísíma 621661 millikl. 15-19 virka daga (símsvari utan skrifstofutíma). MUSIKSKOLINNI Laugavegur163, sími621661.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.