Morgunblaðið - 22.01.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 22.01.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1995 B 9 Nýi músík- skólinn MU SIKKENN SLA stendur með blóma og grúi skóla sinnir menntun tónlistar- manna framtíðarinnar. Þar á meðal er Nýi músíkskólinn, sem hefur nú annað starfsár sitt. Nýi músíkskólinn tók til starfa í haust og hefur því aðra önn sína um þessar mundir. Aðal skól- ans er kennsla í hrynfastri tónlist, rokk, blús °g fPP'- StefánS. en kennt Stefánsson er á rafgít- ar og -bassa, trommur, saxó- fón, flautu, hljómborð og söng. Kennslan fer fram í námskeiðsformi og er hvert námskeið tíu vikur og lýkur með prófskírteini. Að sögn Stefáns S. Stef- ánssonar, eins aðstandenda skólans eru kennarar við skólann allir starfandi og sjó- aðir tónlistarmenn, m.a. Bjöm Thoroddsen, Asgeir Óskarsson, Gunnar Hrafns- son og Stefán, sem kennir líka við skólann, á saxófón og tónfræði að auki. Eins og áður segir hóf skólinn starfsemi í haust og að sögn Stefáns var aðsókn í nám meiri en aðstandendur höfðu búist við, því um 70 nemendur voru í skólanum þessa fyrstu önn, sem lauk svo með tónleikum á Kriglukránni, þar sem nem- endur spreyttu sig í flutningi frammi fyrir áheyrendum og hömpuðu kunnáttu vetrarins. Rapparará uppleið RAPPFLOKURINN Lords of the Underground vakti athygli fyrir frumraun sína, sem kom út snemma á síð- asta ári. í árslok kom svo út önnur breiðskífa flokks- ins. Lords of the Undergro- und eru frá Newark í New Jersey og segjast hafa átt undir högg að sækja fyrir nágrönnum sínum, rapphetjun New York-borg- ar. „Á endanum urðum við svo leiðir á yfirganginum í þeim,“ segja þeir, „að við gáfum frat í þá og ákváðum að standa á eigin fótum.“ Afraksturinn var fyrsta breiðskífan, þar sem þeir spottuðu keppinautana og montuðu sig af sjálfum sér. Platan seldist og gullsölu og þrjár smáskífur fóru hátt á listum vestanhafs. Þeir fé- lagar eru því borubrattir þegar plötu númer tvö,. Keepers of the Funk, ber á góma. „Á plötunni er lag, What I’m After, þar sem við segjumst vilja ná platínu- sölu. Útgefandi okkar var skíthræddur við að gefa þetta út, en málið er að það vilja allir verða frægir, en enginn þorir að segja það _opinberlega.“ Brattir Lords of the Underground. Tilraunkennd Björk Guðmundsdóttir. BJÖRK Á NETINU MARGIR bíða með óþreyju næstu breiðskífu Bjarkar Guðmundsdóttur, enda Deb- ut selst í á fjórðu milljón eintaka og fékk hvarvetna fyrirtaks dóma. Fyrir skemmstu birtist viðtal við Björk á Internetinu og þar rekur hún eilítið plötugerð- ina. * Aalþjóðlega tölvunetinu Internet er áhugahóp- ur um tónlist Sykurmolanna og eftir að þeir lögðu upp laupana er viðfangið Björk. Umræðurnar snúast reyndar iðulega um hjóm eitt, hvað hún hafi falleg augu eða hvað hún sé hávaxin. Fyrir skemmstu birtist þó í þessum umræðuhópi viðtal við Björk, sem er fyrsta viðtalið sem drepur á væntanlega breið- skífu og hvernig vinnu við hana miði. Fyrir viðtalinu er skrifaður Dr. Gunni, sem flestir þekkja sem Gunnar Lárus Hjálmarsson, en hér er eru birtar glefsur úr við- talinu, með góðfúslegu leyfi Gunnars: DÆGURTÓNLIST Komplatan ofseint? Lengi von á dnum ENGRI breiðskífu hefur verið beðið með annarri eins eftirvæntingu síðustu ár og plötu Stone Roses Second Coming. Stone Roses var í fremstu röð breskra ‘ný- sveita í lok níunda áratug- arins, þegar lagastapp setti hana út af sporinu; svo mjög að fimm ár liðu frá fyrstu plötu sveitarinnar þar til önnur breiðskífan kom út fýrir seint á síðasta ári. Endurkomu Stone Roses var beðið með mikilli eftirvæntingu og hlakkaði í mörgum, því fjölmargir spáðu því að sveitin væri mmmmmmmmm löngu bú- in að syngja sitt sið- asta; tón- listar- heimur- inn breski hefði tek- ið stakka- skiptum síðan Stone Roses var á toppnum og lengi vel var það helsta umræðuefni poppblaða og tímarita í Bretlandi hvað væntanleg breiðkífa sveitarinnar væri léleg, án þess að nokkur sem lagði orð í belg hefði heyrt hana. Liðsmenn Stone Roses sýndu og bresku popppressunni fulla fyrirlitningu þegar breið- skífan var væntanlega; engin eintök voru látin leka í Qölmiðla og engar myndir látnar í té af plötuumslag- inu, en þeir félagar sögðust vilja tryggja að aðdáendur sveitarinnar fengju að heyra plötuna um leið og blaðamenn; þeir ættu það fyllilega skilið. Einnig neit- aði sveitin að veita nokkuð blaðaviðtöi, utan að blað heimilislausra í Bretlandi, The Big Issue, sem er selt þeim til stuðnings, fékk einkaviðtal við sveitina. Með lagni mátti svo næla í viðtalsstubb fyrir Morg- unblaðið um krókaleiðir. Erfitt að komast af stað Að sögn þeirra Stone Roses-liða byijuðu þeir á eftir Árno Matthíosson breiðskífunni fyrir rúmum tveimur árum, en hún tafð- ist nokkuð vegna þess að upptölustjórinn hætti í miðjum klíðum. Þeir segja einnig að það hafi verið erfitt að komast af stað, „og það má segja að vinna hafi ekki bytjað í alvöru fyrr en um mitt síðasta sumar“. Þeir féiagar segj- ast ekki hafa neinar áhyggjur af viðtökum plöt- unnar, þar komi þeim ekki á óvart að sumir gagnrýn- endur tæti plötuna í sig, þeir hafi beðið lengi eftir því tækifæri. „Við vissum að við ættum eftir að lenda á milli tannanna á fólki fyrir plötuna og fannst því ekki liggja lífið á að klára hana, en frekar reyna að leggja okkur alla fram og gera plötu sem við værum fullkomlega sáttir við sjálf- ir.“ Stone Rosesliðar gefa lítið fyrir þær htjómsveitir sem hæst ber um þessar mundir, utan að Osasis segja þeir þokkalega sveit, og hafa greinilega ekki áhyggjur af því að platan muni ekki spjara sig; segj- ast reyndar ólmir í að kom- ast í hljóðver að taka upp þriðju breiðskífuna. „Alla langar að fræðast um væntanlega Bjarkar- plötu. „Ég er búin að taka upp 20 lög og er að velja þau bestu úr á plötuna. Hún verður hljóðblönduð í febrúar og kemur út í vor, en ég veit ekki hvenær. Það fyrsta sem kemur út, sennilega í febrúar, en hljóðblöndun á Army of Me, sem Beastie Boys gerðu. Ég kann vel við The Beastie Boys og það var gaman að vinna með þeim.“ Með hveijum vinnur þú öðrum? „Öll platan verður dúettar með hinum og þessum, en ég sé um allan sönginn. Ég er að vinna með Graham Massey, LFO, Tricky, Black Dog og Evelyn Glennie, sem er skoskur heyrnarlaus slag- verksleikari á mínum aldri. Ég vann líka með Brodsky kvarettinum sem tók upp með Elvis Costello. Mér finnst lítið varið í Costello, en ég kann vel að meta Brod- sky kavrtettinn." Hver stýrir upptökum? „Ég ætlaði að gera það allt sjálf, en svo varð það svo flókið að ég fékk Nellie [Hooper] sem öryggisnet. Hann gerir þó mun minna að þessu sinni en á Debut." Hvemig ér nýja platan samanborið við Debut? „Hún er tilraunkenndari en líka einfaldari. Debut var mjög örugg, með viðlögum og öllu tilheyrandi, en þetta verður mjög frábrugðin plata. Til að mynda er eitt kántrýlag með ópíumkeim sem heitir ... ég er reyndar ekki búin að ákveða hvað það á að heita, en viðlagið er Possibly, Mabe, Probably Love. Það leikur í því fetilgít- arleikari." Er það einhver frægur? „Já hann hlýtur að vera frægur, hann vann með Björgvin Halldórssyni," seg- ir Björk og hlær.“ Bíó- plata SÉRVITRINGURINN Rob- ert Altman fer jafnan eigin leiðir í kvikmyndagerð, en á ekki í erfiðleikum með að fá flesta helstu leikara heims- ins til liðs við sig. Á næst- unni verður frumsýnd kvik- myndin Pret a Porter, þar sem hann speglar tískuheim- inn. Plata með tónlist úr myndinni kom út fyrir skemmstu. Lagaval plötunnar segir sitt um virðingu þá sem Altman nýtur, því ekki er aðeins að þar er eitt vinsæl- asta lag heims, Hot Stepper með Ini Kamoze, heldur leggja Rolling- arnir og Janet Jackson til ný af- bragðslög, aukin- heldur sem lög eru með M People, Salt-N Pepa, Cranberri- Vinsæll Ini es, Ter- Kamoze sér ence Trent fram á náð- D’Arby og uga daga eft- frá U2 ir tuttugu ára kemur ný streð. hljóð- blöndun af Lemon, svo ein- hveijir séu nefndir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.