Morgunblaðið - 19.02.1995, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Þrátt fyrir stöðuga fræðslu og fleiri reyklaus
heimili aukast reykingar unglinga, einkum hjá
piltum 15-16 ára. Hildur FrióriksdóttSr
kannaói hvort umhverfi unglinganna ýti undir
reykingar eða dragi úr þeim og ræddi með-
al annars vió nokkur ungmenni í Hlíðaskóla
og Menntaskólanum við Hamrahlíð.
GERA MÁ ráð fyrir að í dag
byrji tveir einstaklingar á
íslandi að reykja, tveir á
morgun og raunar alla daga ársins
falli tveir unglingar í þá freistni að
byija að reykja samkvæmt útreikn-
ingum Sveins Magnússonar læknis,
sem var meðal fyrirlesara á mál-
þingi fyrir skólahjúkrunarfræðinga
um vamir gegn tóbaksneyslu barna
og unglinga fyrir rúmri viku.
Talað er um unglinga, því sjald-
gæft er að fólk eldra en tvítugt
he§i reykingar. Þetta gerist þrátt
fyrir áróður, reykingabann á opin-
berum stöðum og fleiri reyklaus
heimili, svo dæmi séu tekin. En
hvar skyldi skýringanna vera að
leita? Finnst unglingunum ennþá
„töff“ að reykja meðan fullorðna
fólkið skammast sín æ meira fyrir
það? Hvers vegna nær áróðurinn
ekki eyrum unglinganna?
Ekkert eitt tvar
Eins og við er að búast er ekk-
ert eitt svar við þessum spuming-
um. Nefndir hafa verið þrír þættir
sem sagt er að hafi mikil áhrif á
að böm og unglingar hefji reyking-
ar. í fyrsta lagi sé ástæðan persónu-
bundin og þá skipti persónuleiki og
almenn þekking unglingsins máli.
í öðru lagi félagsleg ástæða og þar
mega vinir og fjölskylda sín mikils.
Og í þriðja lagi umhverfið og þá
skipta tóbaksauglýsingar máli, hvar
leyft er að reykja og hVersu auð-
velt er að nálgast tóbak.
Ástæða er til að ætla að þessar
forsendur eigi einnig við hér á landi
auk þess sem fleiri þættir koma við
sögu eins og tískusveiflur. „Oft em
tengsl á milli hegðunar og umhverf-
is þeirra unglinga sem byija
snemma að reykja. Þeir eiga það
oft sameiginlegt að hanga í sjopp-
um, að vera lengi úti á kvöldin og
búa við almennt agaleysi. Auðvitað
em þetta ekki einu ástæðurnar, því
sum böm em í meiri áhættuhóp en
aðrir,“ sagði einn þeirra skóla-
manna er blaðið ræddi við.
Greinilegt er að aðhald umhverf-
isins skiptir máli, því í tveimur
sveitaskólum á gmnnskólastigi í
Borgarfirði, Laugagerðisskóla og
Varmalandsskóla, er algjört reyk-
ingabann. Vita skólastjórarnir ekki
til að neinn nemandi reyki og er
þó heimavist á Varmalandi.
„Þetta er vemdað umhverfi að
vissu marki. Krakkamir koma til
dæmis ekki saman í sjoppum hér á
þessum slóðum,“ sagði Höskuldur
Goði Karlsson, skólastjóri Lauga-
gerðisskóla.
„Það hafa komið hingað böm frá
Reykjavík sem hafa reykt, en þeim
hefur verið gert Ijóst að hér ríkir
reykingabann og þau hafa fylgt því
eftir,“ sögðu báðir skólastjórarnir.
Reykt á nágrannalóóum
í gmnnskólum á Reykjavíkur-
svæðinu þar sem nemendur em frá
1.-10. bekk ríkir algjört reykinga-
bann, bæði innan skólans og á lóð.
Hins vegar virðist það vera sameig-
inlegt vandamál nágranna þessa
skóla, að' eldri nemendur safnist í
skúmaskot á lóðum þeirra í frímín-
útum til að reykja. Yfirleitt vita
skólayfirvöld hveijir em hér að
verki og því er ekki nema von að
sú spuming vakni af hveiju reyk-
vískum skólayfírvöldum gangi verr
að hemja „sín“ börn heldur en
stjórnendum úti á landi.
Vegna kvartana nágranna
Laugalækjaskóla var sú regla tekin
upp fyrir að minnsta kosti 10-15
ámm að leyfa reykingar í einum
stað á skólalóðinni. „Af tvennu illu
viljum við frekar að krakkarnir séu
á skólalóðinni í stað þess að angra
nágrannana," sagði Björn Magnús
Björgvinsson aðstoðarskólastjóri.
Aðspurður hvort hann héldi að
fleiri hafi farið að reykja vegna
þessa sagði hann, að eflaust mætti
leiða líkur að því að einhveijir sem
ekki reyktu hafi fengið sér
AHRIFAÞÆTTIR
VARÐANDI REYKINGAR
► Persónubundin
óstœóa, þar sent per-
sónuleiki 09 almenn
þekking unglings
skipta máli.
► Félagsleg
ástæóa, þar sem
vinir og f jölskylda
mega sin mikils.
„smók“ í horninu. „Annars eru
reykingar ekki miklar hér núna og
má stgja að ástandið sé andstætt
við könnuna frá því í haust.“
Awkning i 10. bekk
í tveimur öðmm skólum sem
blaðið hafði samband við kom í ljós
að í öðmm skólanum voru báðir
áttundu bekkir reyklausir, einn
nemandi reykti í 9. bekk, en í 10.
bekk reyktu 10 unglingar af 50. í
hinum skólanum reyktu tveir nem-
endur í 8. bekk, tveir í 9. bekk og
6-7 af 40 nemendum í 10. bekk.
Ljóst er af þessu að áhættan varð-
andi það að byija að reykja er einna
mest sumarið fyrir 10. bekk og
veturinn sem fylgir á eftir.
I Hagaskóla samþykkti kennara-
fundur síðastliðið vor algjört reyk-
ingabann í húsi og á Ióð. Nemendur
höfðu fram til þess haft leyfí til að
reykja framan við aðalinngang
skólans en kennarar í einu her-
bergi. „Það er orðið nokkuð snúið
fyrir nemendur að reykja, en þeir
sem láta sig enn hafa það fara út
í strætisvagnaskýli í frímínútum,“
sagði Flosi Kristjánsson, aðstoðar-
skólastjóri.
Hann sagði einnig að á böllum
hafí nemendum verið leyft að fara
út og reykja, en sá siður hafí yerið
aflagður á síðustu jólagleði. „Þá var
lokað og þeir sem fóm út fengu
ekki að koma inn aftur,“ sagði
hann.
Hertar reglwr i
félagsmióstöóvwm
Hertar reglur gegn reykingum
birtast einnig á þeim stöðum sem
börn og unglingar koma saman eins
og í félagsmiðstöðvum. „Það er
stefna okkar að útrýma reykingum
í félagsmiðstöðvum. Við teljum það
ekki vera lagaskyldu okkar að
banna reykingar en viljum fá krakk-
ana í lið með okkur, þannig að þau
kjósi að vera í reyklausu um-
hverfí," sagði Gísli Árni Eg-
gertsson, yfírmaður félags-
miðstöðva í Reykjavík.
Á undanförnum árum
hafa reglur í félagsmið-
stöðvum breyst þannig að
reykingabann gildir
innanhúss fyrir
unglingana, en á
sumum stöðum
eins og til
dæmis
► Omhverfió, t.d.
tóbaksauglýsing-
ar, hvar leyft er
aó reykja og
hversu auóvelt er
aó nólgast tóbak.