Morgunblaðið - 19.02.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1995 23
Hrefnuveiðar
Norðmanna
Byrjað í
maí?
Ósló. Morgunblaóid.
NORSK stjórnvöld munu að líkind-
um láta hrefnuveiðar hefjast 1.
maí nk. eða mánuði fyrr en tíðk-
ast hefur. Er þetta gert til að
tryggja að búið verði að veiða
heildarkvótann, um 300 dýr, áður
en vísindamenn hefja hvalataln-
ingu 3. júlí.
Venjulega hefur verið beðið með
að hefja veiðar þar til ársfundi
Alþjóðahvalveiðiráðsins, IWC, lýk-
ur. „Ef við eigum að bíða fram
að 2. júní, þegar IWC-fundurinn
er búinn, verður útilokað fyrir
hvalfangarana að ljúka veiðum
áður en talningin hefst,“ segir
Lars Walloe, prófessor sem stjórn-
ar talningunni, á föstudag. Hann
segir hana ávallt fara fram í nánu
samráði við sjómennina ella væri
hún óframkvæmanleg.
-----» » ♦---
Ungverjaland
Fjármála-
ráðherra
tilnefndur
Búdapest. Reuter.
GYULA Hom, forsætisráðherra
Ungveijalands, hefur tilnefnt Gy-
orgy Suranyi sem seðlabanka-
stjóra og Lajos Bokros í embætti
fjármálaráðherra.
Suranyi er fyrrverandi ráðgjafi
Alþjóðabankans og var seðla-
bankastjóri á árunum 1991-92 en
sagði af sér vegna deilna við
hægristjórnina sem var þá við
völd.
Bokros hefur lengi verið í Sós-
íalistaflokknum, áður kommúni-
staflokknum, og er bankastjóri
Budapest Bank, eins af stærstu
fjármálastofnunum landsins.
Stjómarflokkarnir, Sósíalista-
flokkurinn og Frjálsir demókratar,
sömdu um tilnefninguna og geng-
ið verður til atkvæða um hana á
þinginu í næstu viku.
NYR SJALFVIRKUR
OFNHITASTILLIR
Heldur orku-
reikningnum
i lágmarki.
= HÉÐINN =
VERSLUN
SELJAVEGI 2 SÍMI 91-624260
JO Jj 12
sérstakar morgunferöir
kl. 7:35 og 8:35
SVR bætir þjónustuna jafnt og þétt.
Nú kemstu hratt og áhyggjulaust í vinnuna á
morgnana og ferö létt meö þaö.
Tvær hraðferðir aka á morgnana úr stærstu hverfum
borgarinnar, Breiöholti, Grafarvogi og Árbæ, til
viðbótar þeim sem fyrir eru.
Vagnarnir koma viö á öllum biöstöövum í hverfinu.
Síöan aka þeir rakleiöis í miöbæinn,
meö viðkomu á Grensásstöö, við Laugardalshöll,
Sjónvarpið og á Hlemmi.
Hraðferðirnar fara svo niöur Laugaveg
og eru á Lækjartorgi á heila tímanum, ki. 8 og 9.
Leið 10 frá Þingási
ki. 7:35 og 8:35
Leiö 11 frá Seljabraut
kl. 7:35 og 8:35
Leið 12 frá Álftahólum
kl. 7:35 og 8:35
Leið 15 frá Keldnaholti
kl. 7:35 og 8:35
vinnu n a