Morgunblaðið - 19.02.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.02.1995, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/C 42. TBL. 83. ARG. SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Jógaflug á herflugvelli FYRRVERANDI herflug-völlur banda- ríska hersins í Suffolk í Bretlandi verð- ur brátt notaður til annars konar flugs, því jógar hafa keypt hann til að geta stundað flugæfingar sínar og íhuganir. Maharishi-stofnunin hyggst koma þar á fót háskóla náttúrulögmálsins og búist er við að þúsundir jóga stundi þar nám. Dr. Geoffrey Clements, að- stoðarrektor skólans, sagði að flug og íhuganir svo margra jóga ætti að draga úr glæpum og sjúkdómum; tvö þúsund manns nægðu til að fækka glæpum um allt Bretland, en 7.000 ættu að hafa áhrif út um allan heim. Óaðskiljan- legir feðgar FAHD, konungur Saudi-Arabíu, hefur skipað yngsta hirðráðgjafann i sögu landsins - son sinn Abdelaziz prins. Sonurinn er 22 ára og hermt er að hann víki aldrei frá föður sínum. Þessu fékk Qaboos soldán af Óman að kynn- ast þegar hann heimsótti Fahd nýlega og óskaði eftir því að fá að tala við hann einslega. Soldáninum til mikillar armæðu var prinsinn kyrr í salnum og ómanski þjóðhöfðinginn varð að fara án þess að geta borið upp erindið. Soldáninn lét rannsaka málið og hermt er að hann hafi fengið þær upp- lýsingar að spámaður hafi greint Fahd konungi frá því að þegar engill dauð- ans kæmi að vitja hans í konungsgarði yrði yngsti sonur hans ekki við hlið hans. Fahd konungur fyrirskipaði því prinsinum að vikja aldrei frá honum meðan hann væri í höllinni. Bankarán með hjálp leigubíla BANKARÆNINGJAR í Berkeley í Kali- forníu nota nú í æ ríkari mæli þjónustu leigubíla til að flýja eftir að hafa rænt bankana. Á einum mánuði voru framin sex bankarán þar sem ræningjarnir stukku upp í Ieigubíla og brunuðu í burtu með ránsfenginn. Einn ræningj- anna var þó óheppinn, því leigubílstjór- inn hans skrapp á skyndibitastað með- an farþeginn rændi banka. Ræninginn varð því að bíða eftir bílstjóranum í bílnum og starfsmaður bankans sá hann. Lögreglunni tókst að finna bíl- stjórann og náði ræningjanum. Lögreglan segir að oft sé erfítt að hafa uppi á leigubílum sem bankaræn- ingjarnir nota og þegar það takist sé sjaldgæft að bílstjórarnir geti lýst þeim. Konudeginum fagnað Morgunblaðið/RAX Tilskipun frá Jeltsín Rússlandsforseta Skjöl um kjama- vopn verði birt Markmið forsetans er að afhjúpa sögu fyrstu kjarnavopna Sovétríkjanna Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, fyrirskipaði í gær að leynileg skjöl um sögu fyrstu kjarnavopna Sovét- ríkjanna yrðu birt, að sögn frétta- fulltrúa hans. í yfirlýsingu frá fréttafulltrúan- um sagði að Jeltsín hefði gefið út forsetatilskipun þess efnis að skjöl um kjarnavopnin, allt til ársins 1954, yrðu tekin saman og undirbú- in til birtingar. Ekki kom fram hvenær skjölin yrðu gefin út. „Tilskipuninni... er ætlað að skapa nýja og hlutlæga mynd af upphafi kjarnorkuiðn- aðar landsins og sögu fyrstu kjarnavopn- anna í Sovétríkjunum,“ sagði í yfirlýsing- unni. Borís Sovétmenn sprengdu fyrstu kjarnorkusprengju sína í tilrauna- skyni árið 1949, fjórum árum eftir að Bandaríkjamenn vörpuðu kjarn- orkusprengju á Hiroshima. Sovét- menn urðu hins vegar fyrstir til að prófa vetnissprengju árið 1953. Deilt um tilurð vopnanna Jeitsín Rússneskir fjölmiðlar og sagn- fræðingar hafa deilt um hvort Sovétríkin hafi þróað kjarnavopn sín upp á eigin spýt- ur eða komist yfir upplýsingar um tæknina frá Bandaríkjunum. Ekki kom fram í yfirlýsingunni hvort öll skjöl sem tengjast sögu kjarnavopnanna yrðu birt eða aðeins hluti þeirra. Minnisbæk- ur Whitmans fundnar New York. Reuter. FJÓRAR minnisbækur bandaríska skáldsins Walts Whitmans hafa fund- ist eftir að hafa verið týndar frá heimsstyrjöldinni síðari og þær gætu veitt fræðimönn- um nýja innsýn í þróun eins af þekktustu ljóðum heims. Uppboðsfyrir- tækið Sotheby, sem komst yfir bækurnar, segir að í þeim séu ýms- ar heimspekilegar hugleiðingar skáldsins, lýsingar reynslu hans af hjúkrunarstörfum í þrælastríðinu, og fyrstu drög að þekktasta ljóði hans, Song of Myself. Bækurnar hurfu úr bókasafni bandaríska þingsins árið 1942 þegar þær voru settar í kassa og fluttar á öruggari stað þar sem talin var hætta á að Þjóðverjar gerðu árásir á Wash- ington. Þegar kassarnir voru opnaðir 1946 höfðu 14 minnisbækur horfið. Walt Whitman Whitmans á ERU <15 GLERAUGUN FEIG? 20 VIÐ ERUM BESTAR VmSEOPn/AlVZNN^ KRISTUR NÆGIR MER

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.