Morgunblaðið - 19.02.1995, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Tæpur helmingur þjóðarinnar illa á vegi staddur með skipulagningu eftirlaunasparnaðar
Eftirlaunamal
í ólestri
Hvað myndir þú vilja stefna á að hafa í mánaðar-
legar tekjur eftir skatta á eftirlaunaárunum?
Heildarniðurstaða:
5,3% 200.000 eða meira
r\ 7,7% 150 til 170 þús.
s9,3% 110 til 140 þús.
Skipting svara eftir kyni:
Konur:
3,0%
4,3%
Veist þú hvað þarfmikla peninga til að standa undir
þessum greiðslum í 15 ár eftir að þú hættir að vinna?
20-29 30 millj. Veit
millj. eða meira ekki
Hversu vel eða illa finnst þér að þér hafi tekist að
skipuleggja fjármál þín til eftirlaunaáranna?
Heildarniðurstaða:
5,3% IVIjög vel
Frekar vel
Hvorki vel
né illa
Frekar illa
Mjög illa
Skipting svara eftir kyni:
Karlar:
6,8%
20,3%
32,5%
14,6%
íslendingar virðast al-
mennt sætta sig við
verulega tekjuskerð-
ingu á eftirlaunaárun-
um en hafa óljósar
hugmyndir um hvaða
eignir þurfi til að ná
settu marki. Krístinn
Bríem rekur hér m.a.
niðurstöður í nýrri
skoðanakönnun Gallup
á Islandi um eftirla-
unamál sem kynntar
voru á námstefnu
Verðbréfamarkaðs Is-
landsbanka í gær.
STÓR hluti íslendinga
virðist ekki hafa gert sér-
stakar ráðstafanir til að
tryggja sér viðunandi
afkomu á eftirlaunaár-
unum. Einungis þriðjungur þjóðar-
innar telur sig frekar vel eða mjög
vel undirbúinn til eftirlaunaár-
anna. Jafnframt virðist fólk al-
mennt sætta sig við verulega
tekjuskerðingu þegar það fer á
eftirlaun án þess þó að hafa grein-
argóða hugmynd um það hversu
mikla fjármuni þurfi til að að ná
settu markmiði um tekjur á eftirla-
unaárunum. Þetta kemur fram í
niðurstöðum nýrrar skoðanakönn-
unar sem Gallup á íslandi hefuf
unnið fyrir Verðbréfamarkað ís-
landsbanka og kynntar voru á
námstefnu fyrirtækisins í gær.
Fólk sættir sig almennt við
lágar tekjur
í könnun Gallup var fyrst spurt
um hvaða tekjum viðkomandi vildi
stefna að á eftirlaunaárunum. Nið-
urstaðan úr þessari spurningu kom
forráðamönnum VÍB nokkuð á
óvart, að því er fram kom hjá
Ásgeiri Þórðarsyni, forstöðumanni
hjá VÍB, á námstefnunni. „Al-
mennt virðist fólk sætta sig við
frekar lágar tekjur að lokinni
starfsævi. Þannig vill tæplega
fjórðungur stefna að því að hafa
70 þúsund krónur eða minna í
mánaðarlegar tekjur eftir skatta
og rúmlega 51% vilja stefna að
tekjum upp að 95 þúsund krónum.
Rétt um 13% vilja stefna að tekjum
yfír 150 þúsund krónum á mánuði.
Ef skoðaðar eru tekjur fólks í
dag og þær bomar saman við þær
tekjur sem stefnt er að á eftirla-
unaárunum kemur í ljós að flestir
gera ráð fyrir verulegri tekju-
skerðingu við lok starfsævinnar.
Rúmlega 80% af þeim sem hafa
fjölskyldutekjur á bilinu 100 til
199 þúsund á mánuði vilja stefna
að lægri tekjum en 100 þúsund á
eftirlaunaárunum. Þar af sætta
tæplega 28% sig við tekjur undir
70 þúsund krónum.
Fólk með fjölskyldutekjur á bil-
inu 200 til 299 þúsund krónur á
mánuði gerir einnig ráð fyrir mik-
illi tekjuskerðingu. Þannig stefna
tæplega þrír af hveijum fjórum
að mánaðartekjum undir 100 þús-
und krónum á eftirlaunaárunum.
Konur stefna að lægri eftirlaun-
um en karlar og sama má segja
um eldra fólkið miðað við það
yngra og landsbyggðarfólk miðað
við höfuðborgarbúa. Fjölskyldu-
tekjur fólks hafa einnig mikil áhrif
á það hvaða tekjum er stefnt að
á eftirlaunaárunum. Þegar niður-
stöður eru greindar eftir starfí
skera sérfræðingar sig úr en þeir
stefna að mun hærri tekjum á
eftirlaunaárunum en aðrir.“
Um 38% þátttakenda vita ekki
hvaða eignir þarf til
VÍB hafði einnig hug á að vita
hvort fólk almennt gerði sér grein
fyrir því hvaða eignir þyrfti til að
standa undir tekjum í fímmtán ár
eftir lok starfsævinnar. Reyndust
tæplega 38% aðspurðra ekki vita
hversu mikla peninga þyrfti til að
standa undir þeim greiðslum sem
það stefndi að. Um 30% nefndu
tölur á bilinu 10 til 19 milljónir.
„Virtist þar litlu máli skipta að
hvaða tekjum var stefnt, ef undan
er skilinn efsti tekjuflokkurinn,
þar töldu margir þurfa meira til.
Athyglisvert er að tæplega 58%
af þeim sem stefna að eftirlaunum
yfir 200 þúsund krónur á mánuði
telja sig ekki vita hvaða fjárhæð
þarf til að ná þeim tekjum,“ segir
Ásgeir.
En hversu nærri raunveru-
leikanum skyldu þau 62% vera sem
telja sig vita hversu mikla peninga
þurfti til að ná settu marki um
tekjur á eftirlaunaárunum? Af
þeim hópi sem nefndi 10-19 millj-
ónir hafa ýmsir rétt fyrir sér, að
því er fram kom hjá Ásgeiri.
„Þannig duga 10 milljónir til tæp-
lega 80 þúsund króna mánaðar-
tekna í 15 ár eftir að starfi lýkur
ef gert er ráð fyrir 5% ávöxtun.
Miðað við sömu forsendur duga
19 milljónir til um 150 þúsund
króna tekjur á mánuði. Þeir sem
vilja hafa 200 þúsund krónur í
mánaðartekjur þurfa að eiga rúm-
ar 25 milljónir króna við starfs-
lok.“
Þriðjungur fólks telur sín
eftirlaunamál í lagi
Loks var í skoðanakönnun Gall-
ups spurt um hversu vel eða illa
viðkomandi fyndist sér hafa tekist
til við að skipuleggja fjármál sín
með tilliti til eftirlaunaáranna. í
ljós kom að einungis rúmlega 34%
telja sig vera mjög vel eða frekar
vel undirbúna til eftirlaunaáranna.
Rúmlega 21% telja sig hvorki vel
né illa stadda með tilliti til skipu-
lagningar fjármálanna að lokinni
starfsævi. Tæp 45% telja sig vera
mjög eða frekar illa á vegi stadda
með skipulagningu eftirlauna-
sparnaðar.
„Það hlýtur að teljast nokkuð
uggvænlegt að einungis um þriðj-
ungur þjóðarinnar virðist finnast
vel hafa tekist til við skipulagn-
ingu fjármála sinna til eftirlauna-
áranna. í sambærilegri' könnun
sem gerð var í Bandaríkjunum nú
í desember voru niðurstöður öfug-
ar við það sem birtist hér. Þar
töldu tveir af hveijum þremur sig
vel á vegi stadda með tilliti til
eftirlaunasparnaðar. Erfitt er að
segja til um hvers vegna þessi
munur er á fjármálum Islendinga
og Bandaríkjamanna en enginn
vafí virðist leika á að undirbúning-
ur að eftirlaunaárunum virðist
mun ríkari í vitund Bandaríkja-
manna en okkar hér á landi.“
25 milljóna eignir skila 150
þúsund kr. á mánuði
Gunnar Baldvinsson, forstöðu-
maður reksturs sjóða, gerði grein
fyrir áætlaðri dreifingu eigna
3.140 hjóna á aldrinum 66-70
ára. Stuðst var við upplýsingar
um eignarskattstofn úr skattfram-
tölum í árslok 1993 sem fengnar
voru frá Þjóðhagsstofnun. Aðrar
eignir eins og innstæður á banka-
reikningum, eignarskattsfijáls
verðbréf og réttindi í lífeyrissjóð-
um eru áætlaðar. Gunnar sýndi
fram á að dreifíng eigna er mjög
mikil. Meðaleign var 25 milljónir
og voru 880 hjón með eignir yfír
30 milljónir en 400 hjón áttu eign-
ir undir 9 milljónum. Flestir áttu
eignir að fjárhæð um 19 milljónir
eða rúmlega 360 hjón.
Af 25 milljóna meðaleign er
áætlað að eignarskattskyldar
eignir séu 39% eða 10 milljónir
króna en þar er að stærstum hluta
um að ræða fasteignir. Eignar-
skattsfijáls verðbréf og bankainn-
stæður voru samtals 7 milljónir
eða 29% af eignum en réttindi í
lífeyrissjóðum námu 8 milljónum
eða 32% af eignum.
„Ef miðað er við að réttindi í
lífeyrissjóði og annar sparnaður
séu endurgreidd á 15 árum þá
hafa hjón sem eiga 25 milljónir í
ofangreindum hlutföllum tryggt
sér rúm 150 þúsund króna mánað-
arlaun, þar af koma 80 þúsund
krónur úr lífeyrissjóði. Þessar tölur
staðfesta það að eftirlaunaspam-
aður er oftast stærsta eign ein-
staklinga við starfslok.
Spara þarf aukalega til að
komast hjá kjaraskerðingu
Þá vék Gunnar einnig að því
hvernig einstaklingar ávinna sér
réttindi í lífeyrissjóðum. Kom fram
að aðili sem greiðir í lífeyrissjóð í
45 ár ávinnur sér rétt til 74% af
launum en sá sem greiðir í 30 ár
ávinnur sér rétt til 54% af launum.
Er þá miðað við að sjóðfélagar
ávinni sér rétt til 1,8% á ári af
þeim launum sem greitt er af
fyrstu þijátíu árin í lífeyrissjóð og
1,35% af árunum umfram það. „Af
þessu má draga þá ályktun að ein-
staklingar verða að spara aukreit-
is til eftirlaunaáranna til að koma
í veg fyrir að tekjur minnki þegar
þeir hætta að vinna.
Hver og einn ætti að þekkja
reglur síns lífeyrissjóðs vegna þess
hversu stóru hlutverki þeir gegna
í fjármálum einstaklinga. Auk þess
láta lífeyrissjóðir reglulega gera
úttekt á hæfí sínu til að standa
undir framtíðarskuldbindingum og
verður fólk að kynna sér niður-
stöður þessara úttekta til að geta
gert raunhæfar áætlanir um tekjur
við starfslok. Flestir stærri lífeyr-
issjóðir em nú í þeirri stöðu að
geta staðið við skuldbindingar sín-
ar og staða margra minni sjóða
hefur batnað vemlega síðustu ár.“
Gunnar hvatti námstefnugesti
til dáða í þessum efnum og sagði
að því fyrr sem einstaklingar
treystu sér til að leggja hluta af
ráðstöfunartekjum sínum fyrir, því
auðveldara yrði að ná settum
markmiðum um tekjur á eftirla-
unaárunum. „Ef ekkert er lagt
fyrir til eftirlaunaáranna á lífsleið-
inni fær aðilinn engar tekjur þegar
hann hættir að vinna. Ef hann
sparar eingöngu með því að greiða
í lífeyrissjóð tryggir hann sér rétt
til u.þ.b. 95% af meðaltekjum en
ef miðað er við lokatekjur þá eru
greiðslur úr lífeyrissjóði rétt rúm-
lega 65% af þeim og viðkomandi
verður því að sætta sig við tölu-
verða kjaraskerðingu við starfslok.
Með því að leggja fyrir aukalega
tekst honum að bæta hag sinn
verulega og tryggja sér tekjur á
eftirlaunaárunum vel yfír meðal-
tekjum og kjaraskerðingin við að
hætta verður mun minni en ella.“