Morgunblaðið - 19.02.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.02.1995, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 12.2. - 18.2. ► UNGUR maður beið bana í hörðum árekstri fólksbíls og vörubíls við brúna yfir Laxá í Mikla- holtshreppi sl. þriðjudag. Maður sem var farþegi í fólksbilnum var fluttur slasaður til Reykjavíkur með þyrlu Landhelgis- gæslunnar. ► VERÐ á járnblendi hefur hækkað frá í nóv- ember Gert er ráð fyrir að hagnaður Járnblendi- verksmiðjunnar á Grund- artanga hafi verið um 280 milljónir króna á síð- asta ári. ► GÓÐ loðnuveiði hefur verið undanfarna daga og í vikulokinn var fjöldi báta við loðnuveiðar við Hrollaugseyjar. Loðnu- frysting er víða hafin og til Granda hf. í Reykjavík var fyrsta loðnan til frystingar flutt á bílum frá Þorlákshöfn. ► DEILT hefur verið um grunnskólafrumvarp sem menntamálaráð- herra lagði fram á Al- þingi í vikunni og hafa fulltrúar stjómarand- stöðunnar í menntamála- nefnd lagt til að fmm- varpinu verði vísað frá, m.a. vegna þess að fyrir- vömm Sambands ís- lenskra sveitarfélaga og kennarafélaganna við fmmvarpið hafi ekki verið fullnægt. 4.800 kennarar í verkfalli VERKFALL 4.800 kennara í lang- flestum grunn- og framhaldsskólum landsins hófst á föstudaginn og hefur verkfallið áhrif á skólagöngu nærri 60.000 nemenda. Verkalýðsfélögin í Flóabandalaginu svokallaða, Dags- brún, Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og Hlíf, hafa boðað verk- fall sem hefst á miðnætti 28. febr- úar. Búist var við miklum fundahöld- um í kjaraviðræðum um helgina, en talsverður gangur var í sérkjaravið- ræðum landssambanda og félaga inn- an ASÍ og vinnuveitenda á föstudags- kvöldið, og ekki var talið útilokað að samningar tækjust í kennaradeilunni. Fíkniefni að virði 12,5 millj. gerð upptæk FÍKNIEFNALÖGREGLAN lagði hald á fíkniefni, sem talið er að nemi 12,5 milljónum króna að söluverð- mæti, ,í fórum þriggja 22 ára gam- alla manna sem handteknir voru á miðvikudaginn. Fíkniefnin voru flutt í vörusendingu sem kom til landsins með flutningaskipi frá Evrópu. Vopnað rán í söluturni TVEIR grímuklæddir menn vopnaðir hnífum frömdu rán og ógnuðu fimmt- án ára gamalli afgreiðslustúlku og kærasta hennar í sölutumi við Leiru- bakka í Breiðholti sl. miðvikudags- kvöld. Mennimir, sem komust undan með um 60 þúsund krónur, vora handteknir tveim dögum síðar, en þeir vora báðir 18 ára gamlir. Jeltsín boðar upp- stokkun í hernum BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, gagnrýndi yfirstjóm hersins fyrir slæma frammistöðu í stríðinu í Tsjetsjníju og boðaði uppstokkun í hem- um í árlegri stefnu- ræðu sinni á þinginu á fimmtudag. Dag- inn áður höfðu yfír- menn rússnesku og tsjetsjensku her- sveitanna í Tsjetsjníju náð sam- komulagi um tveggja daga vopna- hlé. Rússar sökuðu á þriðjudag þing Eistlands um afskipti af innanlands- málum Rússlands með því að sam- þykkja að viðurkenna sjálfstæði Tsjetsjníju „eins fljótt og hægt er þegar ástandið í alþjóðamálum gerir það kleift“. Tímamótasamkomu- lag um N-Irland BRESK og írsk stjómvöld eru að leggja síðustu hönd á rammasam- komulag um Norður-írland eftir margra mánaða viðræður. Búist er við að það verði kynnt á leiðtoga- fundi ríkjanna innan skamms en meginefni þess verður líklega stór- aukinn samgangur og samvinna milli írsku ríkjanna. Samkomulag Rabins og Arafats YITZHAK Rabin, forsætisráðherra ísraels, komst að samkomulagi á fimmtudag við Yasser Arafat, Ieið- toga Frelsissamtaka Palestínumanna (PLO), um að aflétta að hluta banni við ferðum araba til ísraels. k- FIMMVELDIN svo- kölluðu eru reiðubúin að bjóða Júgóslavíu, sam- bandsríki Serbíu og Svartfjallalands, að af- létt verði viðskiptabanni á ríkið gegn því að það taki upp stjómmála-' tengsl við Króatíu og Bosníu. Stjóm Serbíu gaf til kynna að tryggja þyrfti öryggi serbneska minnihlutans í löndunum áður en hún gæti viður- .kennt sjálfstæði þeirra. Þ- WILLY Claes, fram- kvæmdastjóri Atlants- hafsbandalagsins, hefur sætt harðri gagnrýni nokkurra NATO-ríkja vegna ummæla hans þess efnis að Vesturlöndum stafaði jafn mikil ógn af íslömskuift bókstafstrú- armönnum og kommún- ismanum á sínum tíma. Ummælin eru sögð geta skaðað áform NATO um viðræður við Norður- ■ Afríku um öryggismál þessa heimshluta, ^ VOLKER Riihe, varn- armálaráðherra Þýska- lands, hefur lagttil að Atlantshafsbandalagið hefji samningaviðræður um sérstakan samning við Rússa til að tryggja aukið samráð í öryggis- málum Evrópu. Hug- myndin gæti endurspegl- að viðhorfsbreytingu innan NATO, sem hingað til hefur sagt að ekki komi til greina að tryggja Rússum sér- stöðu. FRÉTTIR Engar hjartaaðgerðir á börnum á Landspítala á þessu ári Stofnkostnaður myndi sparast á tveimur árum TIL AÐ mæta niðurskurði á fjár- framlögum til hjartaaðgerða á Landspítala hefur verið ákveðið að engar hjartaaðgerðir verða gerðar á bömum á spítalanum á þessu ári. Að sögn Ásgeirs Haraldssonar, yfírlæknis á Bamaspítala Hringsins, myndi stofnkostnaður til að hægt yrði að gera slíkar aðgerðir hérlend- is borga sig upp á innan við tveimur áram og eftir það myndu um 10 milljónir króna sparast á ári. Á síðasta ári gengust 27 íslensk böm undir hjartaaðgerðir. Af þeim voru 20 send til Englands í 22 ferð- um en 7 aðgerðir vora gerðar á ís- landi af Bjama Torfasyni hjarta- skurðlækni og Hróðmari Helgasyni, sérfræðingi í hjartasjúkdómum bama, en í fyrra var ákveðið að hefj- ast handa við að færa þessar aðgerð- ir hingað heim að svo miklu leyti sem kostur er. Tryggingastofnun ríkisins greiðir kostnað við að senda böm utan til aðgerða og felst hann i sjúkrahúsvist og kostnaði við aðgerð, fylgd foreldr- is og dagpeningum og fylgd læknis, sem oft er nauðsynleg. Hjarta- og lungnavél dýrust „Það sem við þurfum til að geta hafíð þessa starfsemi fýrir alvöra á íslandi er bætt aðstaða til að greina hjartagalla, hjarta- og lungnavél fyr- ir böm og nokkur tæki til eftirlits. Hjarta- og lungnavélin, sem er það dýrasta í þessu, myndi verða ákveðið öiyggistæki því hún yrði hugsanlega notuð við miklar ofkælingar, við al- varlegar eitranir eða stórslys og það væri tæknilega mögulegt að nota hana við ákveðna sjúkdóma hjá ný- fæddum börnum. Síðan þarf að kosta rekstur deildarinnar, sem felst í mannahaldi og afskriftum af tækj- um. Við teljum að stofnkostnaðurinn muni skila sér á einu og hálfu til tveimur árum og eftir það yrði veru- legur sparnaður af starfseminni," segir Ásgeir. Stofnkostnaður, þ.e. hjarta- og lungnavél og annar tækjabúnaður, kostar um 30 milljónir króna, að sögn Ásgeirs, en kostnaður við að senda 20 böm til Englands, eins og gert var á síðasta ári, er tæpar 40 milljónir króna. Frábær árangur „Ef við gætum gert þessar aðgerð- ir heima yrði það gríðarlegur munur fyrir aðstandendur. Það er nógu erf- itt að eiga barn með alvarlegan hjartagalla þótt ekki þurfí að þvæl- ast utan, með tilheyrandi erfiðleik- um, og þurfa að eiga öll samskipti á ejlendu tungumáli." Ásgeir segir að árangur Bjama og Hróðmars sé frábær og hafi spít- alinn heiðrað þá sérstaklega um síð- ustu áramót fyrir þetta starf þeirra. „Síðan eru fjárveitingar til spítalans mikið skornar niður og m.a. verður að fækka hjartaskurðaðgerðum verulega. Því hefur verið ákveðið að hætta þessari þróunarstarfsemi. Við vonumst til þess að við fáum aukafj- árveitingu til að geta hrundið þessu af stað og að það fáist skilningur á því að ef lagt verður út í fjárútlát þá skila þau sér tiltölulega fljótt til baka,“ segir Ásgeir. ,<-S/íti Ganga land- gönguliða GÓÐGERÐRAGANGA breskra landgönguliða þvert yfir ísland hefst 3. mars og koma mennirnir til landsins í lok mánaðarins. Ferð- in er farin til styrktar mæn- usködduðum en á myndinni eru Alan Chambers, Sean Chapple, Simon Barnes upplýsingafulltrúi rannsóknasjóðs fyrir mænuskadd- aða og Tim Welford. Mennirnir ætla á skíðum og er gert ráð fyr- ir að þeir muni ganga um 14 tíma á dag og að hver þeirra muni draga allt að 113 kílóa hlass á eftir sér. Alþýðubandalagið ætlar að afnema gjöld á nemendur, aldraða og sjúklinga Vill að lágmarkslaun hækki um 10-15 þúsund Morgunblaðið/Þorkell LAUNAMÁLIN voru ofarlega á baugi á stefnu- þingi Alþýðubandalagsins og óháðra. ÓLAFUR Ragnar Grímsson, formað- ur Alþýðubandalagsins, sagði á stefnuþingi Alþýðubandalagsins og óháðra í gær að lágmarkslaun á ís- landi yrðu að hækka um 10-15 þús- und á mánuði. Hann hét því jafn- framt að ef Alþýðubandalagið kæm- ist í ríkisstjóm að loknum kosningum myndi það afnema gjöld á nemend- ur, sjúklinga og aldraða sem núver- andi ríkisstjórh hefði lagt á fólk á þessu kjörtímabili. „Við eigum á þessum fundi að segja það skýrt og afdráttarlaust að lágmarkslaun á Islandi verður að hækka um a.m.k. 10-15 krónur á mánuði. Kjarasamningar sem gerðir verða á næstunni og fela ekki í sér slíka niðurstöðu munu ekki verða mikilvægt skref til að leiðrétta það mikla misrétti sem _hér hefur verið fest í sessi,“ sagði Ólafur Ragnar. Launafólk að gera uppreisn „Skólarnir sem standa auðir þessa dagana og verkfallsboðun Dagsbrún- ar, Hlífar og Verkalýðs- og sjó- mannafélagsins Keflavíkur eru tákn- rænir vitnisburðir, hrópandi veruleiki um að hægri tilraunin á íslandi hef- ur mistekist. Hún er að leysast upp í allsherjar uppreisn Iaunafólksins í landinu gegn þessari stefnu. í þeirri uppreisn er mikilvægt að á G-listum allt í kringum landið sitja nú forystu- menn launafólksins í landinu, sem hafa gengið inn á vettvang stjórn- málanna til þess að sýna það í verki að baráttan um lífskjörin á Islandi fer ekki bara fram við samningaborð- ið, fer ekki bara fram með verkföll- um, hún fer fyrst og fremst fram á þeim vettvangi sem lýðræðið hefur kosið sér í sölum þjóðþinganna þar sem fulltrúar fólksins ákveða hvað gera skuli,“ sagði Ólafur Ragnar. Ögmundur Jónasson, formaður BSRB og frambjóðandi á G-listanum í Reykjavík, sagði að það væri erfið- ara að vera efnalítill í dag en fyrir fjórum árum þegar núverandi ríkis- stjórn tók við völdum. Mikil kjara- skerðing hefði verið ákveðin í sölum Alþingis á kjörtímabilinu. Þess vegna þyrfti að fjölga fulltrúum launafólks á Alþingi. Á stefnuþinginu, sem er undir kjörorðinu „vinstri kjölfesta, vinstri lífskjör, vinstra vor“, verður gengið frá kosningastefnuskrá Alþýðu- bandalagsins og kosningastarfið skipulagt. Miðstjórn Alþýðubanda- lagsins kemur saman til fundar í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.