Morgunblaðið - 19.02.1995, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 19.02.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1995 39. Ástarljóð í Nönnukoti FÓLK í FRÉTTUM Hvað segir Elizabeth Taylor? ►SHERILYN Fenn, sem leikur Elizabeth Taylor í fram- haldsþáttum um líf leikkonunnar, segir í nýlegu viðtali að fólk verði að skilja að hún sé ekki Elizabeth Taylor, heldur hafi hún aðeins tekið að sér að leika hana. Þá mun Sherilyn Fenn ekki verða með fjólubláar augn- linsur til þess að Ííkja eftir augnalit Taylor, heldur mun hún verða með fjólubláan farða kringum augu sín, sem eru fagurblá. Fenn segist hafa horft á margar myndirmeð Elizabeth Taylor, þar á meðal „Who’s Afraid of Virginia Woolf?“. „Eg hef aldrei áður séð tvær manneskjur hakka hvor aðra í spað eins og þar.“ Annars sagði Fenn að hún væri vissulega „dálítið hrædd“ við að leika persónu sem væri á lífi og bætti svo við: „Hvað ætli Elizabeth segi?“ SHERILYN Fenn býr sig nú undir að leika Eliza- beth Taylor. í TILEFNI af Valentínusardeginum voru lesin ástarljóð við kertaljós í kaffihúsinu Nönnukoti í Hafnar- firði. Nína Björk Ámadóttir ljóð- skáld, Magnús Ragnarsson leikari og Vilborg Halldórsdóttir leikkona og Didda ljóðskáld sáu um upplest- urinn, en Gunnhildur Einarsdóttir hörpuleikari um undirleik. Lesið var upp úr skáldskap gömlu meistaranna, meðal annars verkum Davíðs Stefánssonar, Jónasar Hall- grímssonar, Skáld-Rósu, Sigurðar Breiðíjörð, Steins Steinars og Jón- asar Guðlaugssonar. Vilborg Hall- dórsdóttir, sem hafði veg og vanda af skipulagningu kvöldsins, segir ekki útilokað að þetta verði endur- tekið: „Þótt Valentínusardagurinn sé liðinn, er alltaf tilefni til að gleðj- ast yfir ástinni." EFTIRMINNILEGT atriði úr „Casablanca" frá árinu 1942. Endurgerð Casablanca ►í HOLLYWOOD er nú í bígerð að endurgera kvikmyndina sí- gildu „Casablanca" og sam- kvæmt dagblaði í New York mun Kevin Costner að öllum líkindum leysa Humphrey Bogart af hólmi sem Rick. Demi Moore þykir lík- legust til að hreppa hlutverk Ilsu, sem áður var leikin af Ingrid Bergman. Fær Love hluverkið? COURTNEY Love hefur sóst mikið eftir því að fá hlutverk í kvikmyndum. Hingað til hafa kvikmyndagerðarmenn ekki séð sér hag í því að nýta hæfileika sðngkonunnar. Það gæti þó breyst. Danny DeVito sást ný- lega fylgjast með frammistöðu Love á tónleikum, en hann er að vinna að myndinni „Feeling Minnesota", þar sem Keanu Reeves og Vencent D’Onofrio verða í aðalhlutverkum. Þeir leika bræður sem beijast um ástir stúlku. Gwyneth Paltrow átti fyrst að leika stúlk- una, en hætti við. Marisa To- mei var næst á óskalistanum, en reyndist setja of háar launa- kröfur. WrTF* TL i 11 m ort a aoeins Kr. y.y Vegna væntanlegrar stækkunar World Class og verkfalls kennara bjóðum við þetta einstaka tilboð til 15. mars nk. Skeifunni 19, Reykjavík. Símar 553 0000 og 553 5000 , : 1 \ §1 SE' tgr. fpw'i *' ■w^bbI \ «p»a» , jc

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.