Morgunblaðið - 19.02.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 19.02.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1995 33 Dagbók Háskóla Islands DAGBÓK Háskóla íslands fyrir vik- una 19.-26. febrúar: Þriðjudagnr 21. febrúar. Á vegum málstofu í stærðfræði talar Eggert Briem, Raunvísinda- stofnun, um föll sem verka á Banach fallarúm. Gamla loftskeytastöðin, kl. 10:30. Á vegum rannsóknastofu í kvennafræðum talar Guðni Elísson, bókmenntafræðingur, um hentugar leiðir til að afbyggja karlaveldið út frá feminísku sjónarhomi. Árnagarð- ur, stofa 422, kl. 12:00-13:00. Miðvikudagur 22. febrúar. Arnþór Garðarsson flytur fyrir- lestur á Líffræðistofnun háskólans sem nefnist „Endurkoma anda.“ Stofa G6, Grensásvegi 12, kl. 12:15. Háskólatónleikar í Norræna hús- inu frá 12:30-13:00. Háskólakórinn, undir stjóm Hákonar Leifssonar, flytur nokkur lög. Föstudagur 24. febrúar. Dr. Hörður Filippusson flytur fyrirlestur á vegum málstofu efna- fræðiskorar sem hann nefnir „Grip- tækni tengd örsíun til hreinvinnslu próteina." VRII, stofa 158, kl. 12:10. August Tsikh, prófessor við há- skólann í Krasnojarsk í Síberíu, fiyt- ur fyririestur á vegum stærðfræði- skorar sem nefnist „Multi- dimensi- onal residues, Mellin-Barnes integr- als, and hypergeometric functions of several variables". VR II, stofa 157, kl. 15:15. Klukkustund síðar, eða kl. 16:15, talar Mikael Passare, prófessor við háskólann í Stokk- hólmi, um „Holomorphic functions and forms on singular analytic vari- eties.“ Námskeið Endurmenntunarstofn- unar 20.-25. febrúar: í Tæknigarði 20. febrúar kl. 10: 00-18:00 og 21. febrúar kl. 9:00- 17:00: „Kostnaðarfræði N „Cost Engineering." Leiðbeinandi: Kenneth K. Humphreys PhD, prófessor í kostnaðarverkfræði. í Tæknigarði 20. febrúar kl. 16: 00-19:30: „Áhrif EES á réttarstöðu launamanna." Umsjón: Birgir Bjöm Siguijónsson, hagfræðingur. I Borgarleikhúsinu mánud., mið- vikud. og föstud. 20. febrúar-31. mars kl. 13:00-16:00: „Að skrifa fyrir leikhús." Umsjón: Hlín Agnars- dóttir, leikhúsfræðingur og leikstjóri. í Tæknigarði 20. febrúar-27. mars kl. 20:15-22:15: „Handan góðs og ills - meginstef í siðfræði Nietzsch- es.“ Leiðbeinandi: Vilhjálmur Árna- son, dósent við HÍ. í Tæknigarði 21. og 22. febrúar kl. 8:30-12:30: „Uppsetning WWW- þjóna á Internetinu." Leiðbeinendur: Heimir Þór Sverrisson, verkfræðing- ur, og Ari Jóhannessontölvunarfræð- ingur, báðir hjá Plúsplús hf. I Tæknigarði 21. og 22. febrúar og 2. mars kl. 13:00-18:00: „Gæða- stjórnun í fyrirtæki þínu: II. Gæða- stjómun og þróun á Evrópumark- aði.“ Leiðbeinendur: Pétur K. Maack, prófessor við HI, og Kjartan Kára- son, forstjóri hjá Vottun. í Tæknigarði 21., 22. og 23. febrú- ar kl. 13:00-17:00: „Kennslutækni fyrir heilbrigðisstarfsfólk - notkun myndrænna kennslugagna." í Tæknigarði 23. og 27. febrúar kl. 8:30-12:30: „Hagnýtir þættir í starfsmannastjórnun." Leiðbeinandi: Þórður Óskarsson, vinnusálfræðing- ur hjá KPMG Sinnu hf. í Tæknigarði 23. og 24. febrúar kl. 8:30-12:30: „Microstation." Leið- beinendur: Sigurður Ragnarsson, verkfræðingur hjá Verkfræðistof- unni Línuhönnun. í Tæknigarði 23. og 24. febrúar kl. 13:00-17:00: „Innra eftirlit í mat- vælaiðnaði - Áhættugreining (HACCP).“ Leiðbeinendur: Örn T. Johnsen, Haukur Alfreðsson og Mar- grét Eyrún Birgisdóttir, rekstrarráð- gjafar hjá Nýsi hf. í Tæknigarði 24. febrúar kl. 9:00-12:00: „Réttindi og réttarstaða lífeyrisþega." Umsjón: Birgir Björn Sigurjónsson, hagfræðingur. Ármúla 30, 2. hæð, föstudaga, 24. febrúar-28. apríl kl. 15:15- 17:00: „Hagnýt tölfræði." Leiðbeinandi: Magnús Jóhannsson, prófessor við HÍ. í Odda 25. febrúar kl. 10:00-18: 00: „Kynning á tölvunetinu Inter- net.“ Leiðbeinandi: Anne Clyde, dós- ent við HÍ. Vakning- arsam- komur og biblíuhelgi HJÁLPRÆÐISHERINN í Reykja- vík fær um þessar mundir til sín Norðmanninn, söngvarann og predikarann, Jan Óystein Knedal, en þetta er í fyrsta sinn sem hann kemur til íslands. Knedal hefur veitt for- stöðu ýmsum söfnuðum Hjálp- ræðishersins í Noregi, en starfar sem farandpred- ikari og þykir koma boðskap sínum til skila á skeleggan og skýran hátt. I tilefni af heimsókn hans verða haldnar vakningarsamkomur á Hjálpræðishemum, Kirkjustræti 2. Frá þriðjudegi til föstudags verða samkomur á hverju kvöldi kl. 20.30 og sunnudag 26. febrúar kl. 11 og 20. Auk þess verður boðið upp á Biblíutíma á laugardag kl. 10 og 14 og sunnudag kl. 16. Á samkomunum munu ýmsir sönghópar koma fram, m.a, Lof- gjörðarhópur Fíladelfíu og Gospel- kórinn. -----»--»-♦-- Rabb um rannsóknir og kvenna- fræði GUÐNI Elísson, bókmenntafræð- ingur, fjallar þriðjudaginn 21. febrú- ar um rannsóknir sínar í boði Rann- sóknastofu í kvennafræðum við Háskóla íslands. í fyrirlestrinum ræðir Guðni um hentugar leiðir til að gagnrýna ráð- andi menningarkerfi frá sjónarhóli femínisma með því að afbyggja þær „tvíundarandstæður" sem strúkt- úralistar hampa gjarnan í ritum sín- um. Afbygging leitast við að taka slíkar andstæður og sýna hvemig þær svíkja lit í tilraun til að halda velli. Með afbyggingu má hafa enda- skipti á hugmyndakerfum eða reyna að draga aftur inn í miðju textans ýmis smáatriði sem færð hafa verið út í jaðarinn svo þau valdi ekki usla. Þetta er gert með því að einbeita sér að sýktu svæðum textans, þar sem merking hans leysist upp í mótsagnir. Guðni Elíasson er með cand. mag. próf í íslenskum bókmenntum frá Háskóla íslands og doktorspróf í ensku frá The University of Texas at Austin. Rabbið verðu í stofu 422 í Áma- garði kl. 12-13. Allir eru velkomnir. Tjarnarmýri - Seltjarnarnesi Erum með íeinkasölu húsið nr. 9-15 við Tjarnarmýri Nú er aðeins ein 4ra og ein 5 herb. íbúð eftir og örfáar 3ja herb. íbúir. Sérbílastæði í bílgeymslu fylgir hverri íbúð. Frágangur: AXIS-eldhúsinnr., vönduð eldavél m/keramikhelluborði, blástursofni og eldhúsviftu. Fataskápar frá AXIS. Flísalagt baðherbergi, gólf og veggir. Stór- ar sólríkar suðursvalir. Sérbílastæði fylgir hverri íbúð í bílgeymslu. Sérlega vönd- uð fullfrágengin sameign, t.d. flísar á gólfum á jarðhæð, fullfrágengin lóð með hita í gangstéttum og búið að planta trjám. VERÐ: frá 8.950.000 til 12.300.000. AFHENDING: Við gerð kaupsamnings. ÞJÓNUSTA: í næsta nágrenni er stór verslunarmiðstöð, skóli, dagheimili, leik- skóli, sundlaugar, íþróttasvæði KR o.fl. BYGGINGARAÐILI: Byggingafélag Gylfa og Gunnars hf. ibúðirnar veróa til sýnis kl. 13-15 i dag, sunnu- dag 19. febrúar, og mið- vikudag 22. febrúar. FJÁRFESTING FASTEIGNASALAf Borgartúni 31, 105 Rvk., s. 624250. Lögfr.: Pétur Þór Sigurðsson, hdl. SÖLUSÝNING í DAG FRÁKL. 14.00-16.00 RAOHÚS VIÐ SUÐURÁS16-22 - REYKJAVÍK í næsta nágrenni er: Skóli, leikskóli, íþróttasvæði Fylkis, Árbæjar- sundlaug og útivistarsvæði Elliðaárdalsins. Upplýsingar og teikningar á staðnum. Byggingaraðili: FAGHÚS hf Söluaðili: IIUSVAMJR FASTEIGNASALA SÍMI 562-1717 BORGARTÚNI 29 105 REYKJAVÍK // VcLtu prófou frönsku kart'öflMmar okfcnr? "

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.