Morgunblaðið - 19.02.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.02.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1995 11 Reykingar 13-16 ára barna og unglinga í Reykjavík 1974-1994 % Hlutfall stúlkna sem reykja daglega . % Hlutfall stráka sem reykja daglega 16ára fíeyklaus heimili 10-16 ára barna í fíeykjavík fíeyklaus heimili 10-16 ára barna í fíeykjavík 1974 1978 1982 1986 1990 1994 1974 1978 1982 1986 1990 1994 Reykingar í 3. bekk Verslunarskóla Islands 1988-94 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 Haust Sveinn Magnússon skólalæknir Verslunarskólans hefur skráð reykingar nemenda í 3. bekk (16 ára á árinu) á hverju hausti frá 1988, en hetur ekki fylgt könnuninni ettir í etri bekkjum. í könnun sem nemendur sjálfir stóðu fyrir í vetur meðal allra nemenda skólans kemur hins vegar í Ijós að um 61 % nemenda reykja ekki, en 39% aO staðaldri. Um 6,5% reykja 1-5 sígarettur á dag, um 5,5% reykja 6-10 á dag, um 5% 11-20 sígarettur á dag og um 1,5% meira en pakka á dag. 17% nemenda reykja einungis undir áhritum áfengis og um 3,5% sjaldnar en einu sinni í viku. REYKINGAR FRAMHALDSSKOLANEMA Hópefliö áhrifamesti þátturinn kAU VORU alveg til í að spjalla f um reykingar en vildu alls í Fellahelli eru leyfðar reykingar starfsfólks í einu herbergi. Á böllum hefur reglan víðast hvar verið sú að undanförnu að hleypa unglingunum út til að reykja. „Við prófuðum að taka upp algjört reykingabann, en það varð til þess að ákveðinn hópur kom ekki á böllin. Af tvennu illu ákváð- um við því að hleypa krökkunum' út á um það bil klukkustundar fresti," sagði Lára S. Baldursdóttir forstöðumaður Frostaskjóls. Frumvarp til tóbaksvarnalaga I frumvarpi sem liggur nú fyrir Alþingi eru meðal annars ákvæði um að banna reykingar í húsakynn- um sem einkum eru ætluð börnum og unglingum. Binda forkólfar gegn reykingum miklar vonir við frum- varpið og vonast til að það nái fram að ganga á þessu þingi. „Þarna er meðal annars ákvæði um að svipta megi sölustaði tima- bundið réttindum til að selja tóbak við ítrekuð brot á sölu til barna og „Þcað haffa komió hingað börn ffrá Reykjavik sem haffa reykt, en þeim heffur verið gert Ijóst að hér ríkir reykinga- bann og þau haffa ffylgt þvi efftir," sögðu skólastjór- artveggja sveitaskóla. unglinga," sagði Þorvarður Örnólfs- son, framkvæmdastjóri Krabba- meinsfélags Reykjavíkur. „Einnig bann við innflutningi, sölu og fram- leiðslu á munntóbaki, sem við telj- um mikinn ávinning. Við lítum þó svo á að það sé ekki nema hálfur sigur unninn og munum því leggja kapp á við þingið að samþykkja bann við sölu á því fínkoma neftób- aksdufti sem krakkar hafa í aukn- um mæli sóst í.“ Krabbameinsfélagið heldur uppi reglubundnu forvarnarstarfi i grunnskólum landsins en Þorvarður Örnólfsson segir félagið ekki hafa bolmagn til að fara inn í einstaka bekki framhaldsskóla. „Við emm að kanna möguleika á því að sýnd- ar verði ákveðnar myndir til dæmis í 1. eða 2. bekk í framhaldsskólum. Einnig emm við að vinna að blaði sem ætlað er elstu bekkjum í grunn- skóla og yngri nemendum í fram- haldsskóla," sagði hann. Er freeóslan á heimilum neeg? Af viðtölum við böm og unglinga hér á síðunum kemur fram að fé- lagsskapurinn skiptir vemlegu máli og sennilega meira en hvort reykt er á heimilum. Margir foreldrar sem reykja kannast við prédikanir barna sinna gegn reykingum og er þá tækifærið oft notað til að ræða skaðsemi reykinga. Umhugsunar- vert er því hvort foreldrar sem neyta ekki tóbaks hugsi nægilega mikið um að ræða skaðsemi reykinga við börn sín. Einokun á fóbakssölu? Einnig er athyglisvert að gmnn- skólabörnin leggja áherslu á að verð á tóbaki verði hækkað. Hins vegar kom fram í máli þeirra að þau ólu önn fyrir ellilífyrisþega sem þau töldu ekki hafa efni á að kaupa tób- ak svo háu verði. Þá má hins vegar velta því fyrir sér hvort betri kostur sé að hækka verð á tóbaki eða færa sölu þess eingöngu yfir til Áfengis- og tókbaksverslunar ríkisins? ekki myndatöku, nema þau sem reyktu ekki, þeim var alveg sama. Það var ekki einu sinni hægt að semja við þau hin um að andlitin sæjust ekki. Ástæðan var ekki sú að þau væru að reykja í felum fyr- ir foreldrum sínum heldur fannst þeim óþarfi „að alþjóð fylgdist með“, sem bendir til að þau séu ekki stolt af atferli sínu. Ungmennin sem við hittum í Menntaskólanum við Hamrahlíð em: Börkur, 19 ára, sem byijaði að reykja í framhaldsskóla, Guð- mundur, 18 ára, byijaði að fikta í 9. bekk, Gyða, 16 ára, fór að reykja sumarið eftir 10. bekk, Rebekka, 16 ára, fiktaði í kringum 13 ára aldur en kveðst núna hafa tekið þá ákvörðun að reykja ekki, Magnús, 17 ára, sem hefur aldrei reykt og Kári, 17 ára, sem prófaði einu sinni og fannst það vont. Ganga I augun á stelpunum „Ég man þegar ég reykti fyrst,“ segir Guðmundur. „Það var á gaml- árskvöld þegar ég var í 9. bekk. Vin- ur minn var að fikta við að reykja til að vekja at- hygli stelpnanna og þá fór ég að prófa líka. í 10. bekk var ég farinn að reykja frekar reglulega.“ „Ég var í hópi þeirra í grunn- skóla sem ætlaði aldrei að reykja,“ segir Börkur. „Þegar ég byijaði í framhaldsskóla hófst það þannig að ég settist inn í reykingaherberg- ið í frímínútum því þar var oft skemmtilegasta fólkið. Svo fór ég að prófa og smám saman var ég farinn að reykja. Ég held ég hafí keygt fyrsta pakkann á fylleríi." „Á vinnustaðnum sem ég vann um sumarið reyktu allar vinkonur mínar og þá fór ég að reykja líka,“ segir Gyða. Lítió reykt heima Þau koma ýmist frá reyklausum heimilum eða þar sem „pabbi verð- ur að reykja úti á svölum". Hins vegar reykja foreldrar Rebekku, en hvorki hún né systkini hennar. Unga fólkið er sammála um að fé- lagsskapurinn í kunningjahópnum hafí mest um það að segja hvort unglingar byiji að reykja. „Það er alla vega ekki vegna nikótínskorts," segir Börkur. „ímyndin skiptir líka máli,“ segir Guðmundur. „Maður heldur að það sé „töff“ í byijun, en þegar maður er byijað- ur er ekkert jákvætt við þetta,“ segir Börkur. „Það er ekkert „töff“ að reykja, þvert .á móti,“ segir Rebekka. „Það reykja svo margir að skiljanlegt er að fleiri bætist í hópinn. Sumir eru bara þannig að þeir verða að vera eins og aðrir til að falla í hópinn. Þá skiptir ekki máli hvort verið er að tala um reykingar eða eitthvað annað.“ Fjölbreyttur áróóur nauósynlegur Þegar þau eru spurð hvers konar áróður sé mikilvægastur segja þau að ekkert eitt skipti máli, það sé misjafnt hvað höfði ti! hvers um sig. Þeim finnst til dæmis glataður áróður og árangurslítill að nefna íþróttamenn sem dæmi um hreysti og fyrirmynd þeirra sem reykja ekki. „I grunnskóla horfðum við ár eftir ár á mynd frá Krabbameinsfé- laginu og fannst hún ógeðsleg, en svo fóru krakkarnir beint út að reykja í frímínútum," segir Reb- ekka. Þau eru öll sammála um að óþarfí sé að banna reykingar í MH meðan þær eru á einum ákveðnum stað. Þau sem reykja segja að erfitt sé að hætta því nema félagamir taki sig saman. Aðspurð hvort þau hafi hugleitt að hætta kveðst Gyða ekki hafa gert það alvarlega. Börkur seg- ist ætla að hætta þegar hann hafi fundið tilgang lífsins og Guðmundur segir það mögulegt síðar. „Meðan ég er í þessum félagsskap þar sem allir reykja, er það vonlaust," segir hann og bætir við að það sé ekki heldur hægt að fara á kaffihús án þess að reykja. „Svo brýtur það oft upp óþægilegar þagnir.“ „ E g var í hópi þeirra í grunnskóla sem ætlaói aldrei a ó reykja" REYKINGAR GRUNNSKOLANEMA Veró á lóbaki skiptir máli MAFNLEYND og „engar myndatökur vegna ömmu og afa“ voru skilyrðin sem ungling- amir í 10. bekk Hlíðaskóla fóru fram á í upphafi viðtals. Við skul- um því kalla þau Palla og Sigga, sem byijuðu að reykja sumarið eftir 8. bekk, og Siggu og Jónu sem byijuðu að reykja í 8. bekk. Núna reykja þau hvert um sig í kringum 8-12 sígarettur á dag. Þijú þeirra fá vasapeninga hjá for- eldrum sínum og eiga þannig fyrir tóbaki en ein stúlknanna vinnur um helgar. Þau segjast öll sjá eftir því að hafa byijað að reykja og vildu gjarnan hætta. Siggi hefur reynt það nokkrum sinnum en félag- arnir eru ekki samstíga og því finnst honum það erfitt. Undir þetta tekur Sigga: „Það þýðir ekkert að hugsa um það þegar allur hópurinn reykir.“ Vilja ókeypis námskeió Aðspurð hvort þau mundu taka þátt í námskeiði á vegum Krabba- meinsfélagsins með öðrum ungl- ingum til að hætta að reykja segj- ast þau vera tilbúin til þess ef það kosti ekkert. Aðspurð segjast þau ekki vera tilbúin að borga 1.000 kr. fyrir slíkt námskeið. „Það er alltaf talað um að full- orðna fólkið eigi að hætta og hald- in eru námskeið fyrir það, en aldr- ei talað um unglingana," segja þau. Stelpurnar byijuðu að reykja í frímínútum í skólanum til að falla inn í hóp eldri nemenda, en strák- arnir þegar þeir kynntust öðrum hópum unglinga sumarið fyrir 9. bekk. Til að geta reykt í frímínút- um urðu þau að pukrast á ná- grannalóðum og Jóna segist einu sinni hafa verið rekin úr skóla þegar upp komst um hana. - Hvernig er hægt að koma í veg fyrir reykingar í frímínútum? Kjósið þið svo strangar reglur að það væri aðhald fyrir ykkur að reykja ekki? „Nei, ekki fyrr en við erum hætt í skólanum. Það yrði alltaf hægt að finna einhverja smugu til að reykja,“ segja Sigga og Siggi. „Eldri krakkarnir í skólanum mega fara út af lóðinni í frímínút- um og þá reykja þau á leiðinni út í sjoppu. Ef sjoppa yrði sett upp í skólanum mundu reykingar minnka, því þá væri hægt að banna algjörlega að fara út af lóðinni,“ segir Jóna. Þátti flott aó reykja Þau eru sammála um að þegar þau byijuðu að reykja hafi þeim þótt sú athöfn flott. Hins vegar hafi þau komist að því síðan að svo sé ekki og það kosti einungis peningaútlát. Þau eru líka sammála um að þau vilji ekki að yngri krakkarnir í skólum falli í sama farið og segja að fræðslan verði að vera meiri og fjölbreyttari. „Það þýðir ekki alltaf að sýna sömu myndina og sama leiðinlega efnið, svo maður sofni,“ segja þau og bæta við að reyndar hafi vel tekist til í Tónabæ í síðustu viku en þangað kom Þorvarður Örnólfs- son og lék fyrir þau nokkurs konar leikþátt. „Það þarf að vera eitthvað svona skemmtilegt,“ segir Sigga. Undir þetta taka þau hin og Siggi bætir við: „Hræðsluáróður- inn er árangurslítill, því við hugs- um ekkert um að við eigum eftir að deyja vegna reykinga eftir 40 ár.“ iþróttamenn - hvaó? Þegar þau eru spurð um íþrótta- menn sem góða fyrirmynd skella þau upp úr og þegar blaðamaður verður eitt spumingarmerki kemur skýringin: „Félagið mitt varð ís- landsmeistari í körfubolta í fyrra og það reyktu nokkuð margir í lið- inu,“ segir Palli. „Mjög margir krakkar sem stunda íþróttir reykja pg allir fremstu handboltamenn á Islandi reykja.“ - Hvemig er þá hægt að koma í veg fyrir að unglingar byrji að reykja, þráast blaðamaður við. „Það er ekkert hægt. Það fer eftir krökkunum,“ segir Sigga. ______________ - Ef sígarettu- I pakkinn hækkaði veralega, hvað þá? „Það mundi skipta öllu máli. Ég mundi hætta," segir Palli og hin taka öll undir það og segja að eng- inn hafí efni á að kaupa sígarettu- pakkann á 400-500 krónur. Eftir nokkrar umræður og vangaveltur var niðurstaðan greini- lega sú að veruleg hækkun á tób- aki væri það sem þau teldu árang- ursríkast í baráttunni gegn reyk- ingum ungs fólks. „Enginn heffur effni á a ö k a upasi g arettupakka á 400-500 kr."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.