Morgunblaðið - 19.02.1995, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1995
MORGUNBLA.ÐIÐ
Ujlitidifi'jinil fá.’i
PftUuil'JIII pi-'IH
_____
HÁSKÖLABIO
SÍMI 552 2140
Háskólabíó
FRUMSYNING: EKKJUHÆÐ
aðsokní
num af
Mia Farrow, Joan Plowright og Natasha
Richardsson eru illkvitnislegu, dásamlegu
ekkjurnar á Ekkjuhæð. Allt fer á hvolf þegar
ung og falleg ekkja flytur þangað. Fljótt kvisast
út sá orðrómur að ekki sé allt með felldu
með lát bónda hennar...
Yndislegur húmor með afbragðs leikurum.
Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.
SHORT CUTS - KLIPPT OG SKORIÐ
„Ljómar af meistaralegri
kvikmyndagerð frá einum
af sönnum meisturum
kvikmyndanna"
■<'/> AA. i'jlbl
p.'rl.r. \iíu 2
/i DU'jjljój
Leikstjóri: ROBERT ALTMAN . Ath. ekki ísl. texti.
Sýnd kl. 9. B.Í. 16ára.
STÆRSTA BÍÓIÐ.
ALLIR SALIR ERU
FYRSTA FLOKKS.
SKUGGALENDUR
S.V. Mbl
★ ★★,/2 Á.Þ.
★ ★★★ Ó.H.j
Sýnd kl. 8.50 og 11.10. B.i.i4ára. Sýnd kl. 4, 6.30 og 8.50.
ÓGNARFLJÓTIÐ
★** H.K
Sýnd kl. 11.10.
F0RREST
GUNP
Sýnd kl. 3
og 5.30.
lUorræn hátíð
MANNEN PÁ
BALKONGEN
Sýnd kl. 3.
Síð. sýningar.
Mánudag kl.5.
ZAPPA
Synd kl. 5
Sýnd kl. 7.
OKEYPIS AÐGANGUR!
Gong Li og
Yimou skilin
KÍNVERSKA kvikmyndasljarn-
an Gong Li og leikstjórinn Zhang
Yimou hafa slitið sambandi sínu
og samvinnu til margra ára. Þau
hafa unnið saman að röð verð-
launamynda á borð við Rauða
lampann og Blóðakra, auk þess
að hafa átt í ástarsambandi. Gong
Li sleit sambandi þeirra, en sam-
kvæmt dagblaðinu WenHui hefur
hún tekið upp samband við annan
mann.
Gong Li og Yimou unnu nýiega
saman að kvikmynd, sem á að
eiga sér stað á fjórða áratugnum
í Kína. Þar er Gong Li í hlut-
verki djasssöngkonu sem sér fyr-
ir sér með því að troða upp á
næturklúbbum, auk þess að veca
augnayndi stórglæpamanns.
Líkur eru taldar á því að sam-
vinnu Gong Li og Yimou sé lokið,
en það er mikið áfall fyrir kvik-
myndaiðnaðinn í Kína. Síðasta
mynd þeirra „To Live“ var verð-
launuð á Cannes-kvikmyndahá-
tíðinni og þau eru meðal fárra
Kínveija sem hafa náð frægð og
frama í hinum vestræna heimi.
Við þetta virðist framtíð þeirra
beggja vera afar tvísýn. An leik-
konunnar Gong Li missa kvik-
inyndir Zhangs Yimous óumdeil-
anlega mikið aðdráttarafl, en
þær hafa verið byggðar í kring-
um hana til þessa. Auk þess var
Yimou nýlega bannað að vinna
með erlendum kvikmyndafyrir-
tælg'um eða taka við erlendri fjár-
mögnun. Þannig refsuðu kin-
versk yfirvöld honum fyrir að
sýna myndina „To Live“ á kvik-
myndahátíðinni á Cannes án sam-
ráðs við þau.
Framtíð Gong Li er líka óráð-
in. Hún vinnur nú með öðrum
kínverskum leikstjóra af „fimmtu
kynslóðinni", „Chen Kaige“, en
margir hafa þó spáð því að hún
muni falla í gleymsku án hand-
leiðslu Yimous. Sjálfur segir
Yimou í samtali við kínverska
fjölmiðlaj „Eg virði ákvörðun
hennar. Ég vona innilega að hún
verði hamingjusöm og njóti vel-
gengni í starfi.“
I leit að íslenskum
kúrekaskáldum
GUND í góðum félagsskap Roberts Redfords.
GEORGE Gund III
er á skrá yfir rík-
ustu menn heims,
ekki langt fyrir neð-
an Ted Turner, eig-
anda sjónvarps-
risans CNN. Gund
kom við hér á landi
á einkaþotu sinni
um helgina til að
vera viðstaddur
frumsýningu á
mynd Friðriks Þórs
Friðrikssonar, Á
köldum klaka, sem
hann fjármagnaði
að stórum hluta.
Blaðamaður króaði Gund af í
stutta stund á frumsýningarhófi og
spurði hann hvernig honum líkaði
myndin sem hann lagði hálfa milljón
dollara í.
„Mér fannst hún mjög skemmti-
leg. Hún er frábærlega tekin og
óvenjuleg. Hún sýnir vel fegurð
landsins á vetuma; þetta er hrika-
leg, næstum ógnvekjandi fegurð sem
þú' fínnur hvergi annars staðar í
heiminum.“
Gund lagði líka töluvert á sig við
að sjá myndina. Hann sagðist hafa
lagt af stað á föstudagsmorgni frá
Stokkhólmi, heimsótt borgina Bmo
í Tékklandi um daginn að skoða ís-
hokkíleik og lenti í Reykjavík rétt í
tæka tíð til að mæta á frumsýning-
una. Hann sagðist gera stuttan stans
á íslandi, en héðan hélt hann aftur
til Tékklands og þaðan til Moskvu,
Pétursborgar, Novosibirsk og
fleiri borga í Rússlandi til að
skoða íshokkíleikara sem gætu
hugsanlega leikið með liði Gunds
í San Diego í Kaliforníu.
Hvernig kom það til að auðmaður
frá Kaliforníu fjármagni íslenska
kvikmynd?
„Ég hef verið viðriðinn kvikmynda-
gerð í mörg ár. Ég var í sambandi
við marga leikstjóra í Austur-Evrópu
áður en múrinn féll og hef átt þátt
í að halda kvikmyndahátíðir eins og
San Francisco-hátíðina. Svo er kon-
an mín kvikmyndagerðarmaður og
hefur gert heimildarmyndir, meðal
annars um Jiaiku-ljóð í Japan og
sýndarveruleik. Ég hitti Friðrik á
hátið í Tékkóslóvakíu og mér líkar
vel við myndimar, eins og Börn nátt-
úrunnar og Kúreka norðursins. Ég
sýndi þá mynd á Kúrekaljóðlistarhá-
tíðinni í Nevada."
„Heimsæki kannski
Skagaströnd“
Gund styrkir þá hátíð ríflega og
hittir „kúrekaskáld“ víðs vegar að
úr heiminum á flakki sínu á milli
kvikmyndahátíða og íshokkíleikja.
„Við höfum fengið til okkar kúreka-
skáld frá Argentínu, Hawaii og Ástr-
alíu. Kannski við fáum til okkar
næst íslenska kúreka. Ég hef komið
við á íslandi í 30 ár, fyrst í laxveiði
og ég get vel hugsað mér að heim-
sækja næst Skagaströnd og fleiri
staði og reyna að fínna íslensk kú-
rekaskáld."
Gund biður blaðamann að afsaka
á meðan hann bregður sér út á götu
til þess að hringja í son sinn í San
Francisco. Á Gund heima þar? „Jú,
líklega. Synir mínir eru þar, en
stundum er eins og maður búi í
ferðatösku," segir George Gund III,
sem á hús á sex stöðum í heiminum,
þar sem hann dvelur á milli þess að
hann flýgur um jarðkúluna á þot-
unni sinni að leita uppi íþróttamenn,
ljóðskáld og kvikmyndagerðarmenn.
GEORGE Gund III er mikill athafnamaður.
Nýtt í kvikmyndahúsunum
Úlfhundurinn 1
Sambíóunum
SAMBÍÓIN hafa tekið til sýninga
Disney-myndina Úlfhundinn 2
(White Fang 2).
Eins og í fyrri myndinni þarf
úlfhundurinn að sýna kjark og þor
til að lifa af í víðáttum Alaska,
eins og segir í fréttatilkynningu.
„Hér segir frá ferð úlfhundsins
niður með fljótinu þar sem hann
kynnist vinalegum flokki ipdíána,
sem kallast Haida. Og nú mun
aldagamall spádómur indíána leiða
úlfhundinn inn í nýjan heim hættu-
legra ferða og ævintýra þar sem
hann verður að reiða sig á skarp-
skyggni sína til að lifa af og bjarga
þessu stolta fólki og um leið meist-
ara sínum, Henry Casey.“
Með aðalhlutverk í myndinni
fara þau Scott Bairstow, Charma-
ine Craig, Alfred Molina og Geof-
frey Lewis. Leikstjóri er Ken Olin,
sem er einna þekktastur fyrir leik
sinn í þáttaröðinni Á fertugs-
aldri, en hann hefur einnig leik-
stýrt verðlaunamyndum fyrir
sjónvarp.