Morgunblaðið - 22.02.1995, Side 1

Morgunblaðið - 22.02.1995, Side 1
64 SÍÐUR B/C/D 44. TBL. 83. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Jospin fram úr Balladur París. Reuter. KAPPHLAUPIÐ um starf Frakk- p 1 landsforseta er r \ orðið geysitví- NíNtfjifc 'f sýnt eftir að birt l 'GuSfjíÉ var í gær skoð- M ■: anakönnun, sem sýnir að gífurlegt f forskot Edouards k—, Balladurs for- Jospin sætisráðherra er að engu orðið. Könnunin sýnir að Lionel Jospin. forsetaefni Jafnaðarmannaflokks- ins, er orðinn fylgismestur. Hlyti hann 21-22% atkvæða færi fyrri umferð forsetakosninganna fram nú en hún er ráðgerð 23. apríl. Balladur og Jacques Chirac, borgarstjóri í París, flokksbræður í Lýðveldisflokknum (RPR), eru Chirac líklegri til að sigra í seinni umferðinni nú hnífjafnir og með eins prósents minna fylgi en Jospin. Samkvæmt könnuninni væri Chirac líklegri til að vinna Jospin ef kosið yrði milli þeirra tveggja í seinni umferðinni, sem fram fer 7. maí. Niðurstaðan yrði 54% gegn 46% honum í hag. Ef kosið yrði milli Balladurs og Jospins, eins og staðan er í dag, fengi forsætisráðherrann 53% at- kvæða en Jospin 47%. Þá sýnir könnunin, að yrði kosið milli Chiracs og Balladurs 7. maí fengju þeir 50% atkvæða hvor. Könnunin nýja var gerð fyrir tíma- ritið Paris Match, útvarpsstöðina Europe 1 og sjónvarpsstöðina France 2 17.-20. febrúar. Ólöglegar símahleranir Vinsældir Balladurs hafa fallið afar hratt undanfarnar vikur. Ástæðan er einkum rakin til þess, að í síðustu viku var því ljóstrað upp að hann hefði heimilað lög- reglu að stunda ólöglegar símhler- anir, að því er virðist til þess að skemma fyrir rannsókn á meintri fjármálaspillingu í útborg Parísar, Hauts-de-Seine, vígi Charles Pasqua, helsta stuðningsmanns hans í slagnum um forsetastólinn. Reuter „Guðlöstur- um“ hótað lífláti UM 300 herskáir múslimar komu í gær saman við dómshús í Lahore í Pakistan þar sem réttað er í áfrýjunarmáli tveggja kristinna manna, sem voru dæmdir til dauða fyrir guðlast. Annar þeirra er aðeins 14 ára. „Ó, spámaður, við skömmumst okkar fyrir að guðl- astararnir skuli enn vera á lífi,“ söngluðu múslimarnir og hótuðu ■ að drépa sakborningana, veijend- ur þeirra og dómarana ef dauða- dómnum yrði hnekkt. Mannrétt- indasamtökin Amnesty Internati- onal hvöttu til þess í gær að sak- borningarnir yrðu látnir lausir. ■ Mælt með sýknun/16 Fyrsti knap- innvar úkraínskur Boston. Morgnnblaðið. BANDARISKUR mannfræðing- ur, David Anthony, kveðst hafa fundið fyrsta hestamanninn. Hann hafi fyrir sex þúsund árum sett bein í munn hesti, fest við það taum, brugðið sér á bak og þar með markað upphaf hesta- mennskunnar. Að sögn Anthon- ys átti þessi merki atburður sér stað í dalverpum Úkraínu. Anthony leitaði upphafs reið- listarinnar með því að rannsaka og bera saman tennur úrhestum á söfnum um allan heim. í upp- hafi bar hann saman tennur villtra og tamdra hesta á okkar dögum og komst að því að mélin skilja eftir sig ummerki á tönn- um, sem sjást greinilega með rafeindasmásjá. Mélin úr beini Því næst lagði hann land und- ir fót til að kanna hve langt aft- ur notkun mélanna næði og lauk leitinni á safni einu í Rússlandi. Þar fann hann leifar hests, sem greinilega bar ummerki méla á tönnum og með hjálp aldurs- greiningar með geislakolum komst hann að því að hesturinn hefði verið beislaður 4.000 árum fyrir Kristsburð. Mannfræðingurinn kannaði einnig áhrif ýmissa efna á tann- garð hesta og komst að því að sennilega hefðu fyrstu mélin verið úr beini. Anthony starfar við Hartwick háskóla í Öneonta í New York ríki og hann kynnti niðurstöður sínar á fundi vísindasamtakanna American Association for the Advancement of Science, sem nú stendur yfir í borginni Atl- anta. Þarfasti þjóninn Anthony sagði á ráðstefnunni að upphaf hestamennskunnar hefði markað byltingn í siðmenn- ingu og lífsháttum mannsins og gert honum kleift að ferðast langa végu. Hann kvað fyrstu hestamennina hafa búið við ár í dölum Úkraínu og handan þeirra Grosní gjöreydd og meira en 24.000 óbreyttir borgarar fallnir Rússar hefja nýja sókn í Tsjetsjníju Moskvu. Reuter. RÚSSNESKI herinn hóf stórsókn gegn sveitum Tsjetsjena í gær og vonir um vopnahlé eru sagðar að engu orðnar. Voru harðar loftárásir gerðar á bæi skammt frá Grosní og á eitt hverfi borgarinnar. 24.350 óbreyttir borgarar hafa látið lífíð í Grosní að því er fram kemur í skýrslu, sem unnin hefur verið fyr- ir rússneska mannréttindafulltrú- ann Sergei Kovaljov. Orrustu- og sprengjuflugvélar réðust á bæina Gudermes, Argun og Samashki skammt frá Grosní en þar hafa Tsjetsjenar komið upp nýrri víglínu í stríðinu við Rússa. Voru einnig gerðar loftárásir á Promyslovskíj-hverfið í Grosní og skriðdrekasveitir sóttu fram fyrir sunnan borgina. Búist hafði verið við auknum hernaðaraðgerðum eftir að fjögurra daga vopnahlé rynni út og Pavel Gratsjov vamarmálaráðherra hefur útilokað viðræður við liðsmenn Dzhokhars Dúdajevs, forseta Tsjetsjníju. Krefst hann skilyrðis- lausrar uppgjafar þeirra. 2% þjóðarinnar fallin í skýrslu, sem unnin hefur verið fyrir mannréttindafulltrúa rússn- eska þingsins, Sergei Kovaljov, seg- ir, að mannfallið meðal óbreyttra borgara í Grosní sé aðeins sambæri- legt við það, sem gerðist í Póllandi í síðari heimsstyijöld. Af 24.350 föllnum eru 3.700 börn yngri en 15 ára. Ef þessar tölur eru réttar er um að ræða 2% þjóðarinnar og þá er mannfall meðal hermanna ekki talið með. Til samanburðar má nefna, að Bretar misstu 65.000 óbreytta borgara í heimsstyijöldinni síðari, sem stóð í sex ár. Kurr á Vesturlöndum Talið er, að þessar upplýsingar muni valda kurr á Vesturlöndum og sagt. er, að Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, sé á báðum áttum um að þiggja boð Borísar Jeltsíns, forseta Rússlands, um fund í Moskvu í maíbyijun. Rússneski hershöfðinginn Alex- ander Lebed, sem hefur gagnrýnt Jeltsín harðlega, sagði í gær í við- tali við þýska dagblaðið Bild, að búið væri að jafna Grosní við jörðu og enduruppbygging þar væri óger- leg. Tæki að minnsta kosti 10 ár að koma olíuiðnaðinum í landinu aftur af stað. MAÐUR og hestur hafa verið eitt í 6.000 ár. hefðu verið grösugar sléttur, sem hefðu verið erfiðar yfirferð- ar fyrir fótgangandi menn. Hest- arnir hefðu gert þeim fært að yfirgefa dalina og fara um gresj- urnar, allt frá Karpatafjöllum til Mongólíu. Christiania Bank Verður stjórnin rekin? Ósló. Reuter. STJÓRNVÖLD í Noregi hafa í hótunum um að reka banka- stjórn Christiania Bank og Kreditkasse en ástæðan er þó ekki slæm frammistaða henn- ar við reksturinn. Hagnaður- inn á síðasta ári var um 15 milljarðar ísl. kr. en tillaga stjórnarinnar um arðgreiðslur hefur vakið reiði ríkisvaldsins, aðaleiganda bankans. Bankastjórnin leggur til, að greiddar verði 0,90 nkr. í arð af hveijum hlut en það svarar til 34% af hagnaði. Pjárfest- ingarbanki ríkisins krefst hins vegar 50% af hagnaði í arð í krafti þess, að ríkið á 69% í bankanum. Vilja talsmenn ríkisstjórnar- innar ekki útiloka, að banka- stjórninni verði vikið frá á árs- fundi Christiania Bank 27. apríl nk. Den norske Bank er enn naumari Helstu bankar í Noregi voru í raun þjóðnýttir í bankakrepp- unni fyrir nokkrum árum og ríkið á 72% hlut í Den norske Bank, DNB, stærsta bankan- um. Hann er einnig rekinn nú með verulegum hagnaði en í síðustu viku lagði stjórn hans til, að arðgreiðslur yrðu aðeins 30% af hagnaði. Stjórnir beggja bankanna halda því fram, að lögum sam- kvæmt sé það þeirra einna að gera tillögu um arðgreiðslur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.