Morgunblaðið - 22.02.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.02.1995, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Starfsfólk 1 veitingahúsum samdi KJARASAMNINGUR milli Félags starfsfólks í veitingahúsum (FSV) og verkalýðsfélaganna í Stykkis- hólmi og á Seyðisfirði annars veg- ar og Sambands veitinga- og gisti- húsa hins vegar var undirritaður kl. 18 í gær. Að sögn Jóns Guðmundssonar, formanns Þjónustusambands ís- lands, sem annaðist samningsgerð- ina fyrir SFV og verkalýðsfélögin, er samningurinn frábrugðinn samningunum frá því í fyrrinótt að því leyti að honum fylgir launa- tafla, og einnig er ákvæði um að hann samþykkist ekki sjálfkrafa, heldur sé tilkynningarskylda um niðurstöðu afgreiðslu félaganna á samningnum. Af félögum innan Þjónustusam- bandsins eiga þjónar einir eftir að ganga frá samningi við viðsemj- endur sína og sagðist Jón reikna með að frá þeim samningi yrði gengið síðar í vikunni. Hann sagði ígær að með samningnum sem undirrit- aður var í gær hefðu náðst þær tryggingar sem hann teldi nægja. Ófrágengin atriði hjá iðnnemum Að sögn Amar Friðrikssonar, varaformanns Samiðnar, var gerð- ur samningur í fyrrinótt við Sam- iðn um málefni iðnnnema í sveina- félögum innan samtakanna, t.d. í málmiðnaði og byggingariðnaði, en þó ætti eftir að ganga frá nokkr- um smáatriðum sem Om sagði að gengið yrði frá seinna í vikunni. „Þetta var spuming um túlkun á ákveðnum atriðum hvemig með skyldi fara og menn vildu ekkert vera að leggjast í það þama í Iok- in þegar menn vom orðnir þreyttir og láta þá aðra bíða. Það var vitað að málin stóðu ekki um hluti sem verulegur ágreiningur yrði um en þurfti hins vegar að hafa rétta,“ sagði Öm. Síbrotamaður fær 33. dóminn HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt 36 ára síbrotamann, Bjama Leif Pétursson, í tveggja ára fangelsi fyrir líkamsárás og þjófnað. Þetta er 33. refsidómur mannsins, sem hefur samtals verið dæmdur í 12 ára fangelsi og hefur að auki 12 sinnum hlotið sektir fyrir ýmis brot. • Málið snerist um líkamsárás sem framin var í kjallaraíbúð í Þingolt- unum aðfaranótt 14. júní sl. Bjami Leifur lenti í átökum við mann sem ruddist þar inn í sam- kvæmi þar sem Bjami Leifur var ásamt fleirum og kom til átaka á milli þeirra. Sá sem ruddist inn átti fmmkvæði að átökunum. Dómurinn telur sannað að í þeim átökum hafí Bjami Leifur brotið flösku og lagt til mannsins með brotnum flöskustút sem olli áverka á hálsi. Dómurinn telur að atlagan hafi verið lífshættuleg og hafi mátt litlu muna að hún yrði hinum að fjör- tjóni en hún kom í háls hans og munaði litlu að slagæðar fæm í sundur. Báðir mennimir kváðust fyrir dómi hafa verið ölvaðir og undir áhrifum fíkniefna og mundu máls- atvikin ekki nákvæmlega en árásarmaðurinn kvaðst hafa lagt til hins í sjálfsvöm. Pétur Guðgeirsson taldi refsingu Bjarna Leifs Péturssonar hæfílega ákveðna 2 ára fangelsi, en honum var einnig refsað í málinu fyrir að hafa brotist inn í íbúð og stolið þaðan áfengi, myndavél Qg mynd- bandstökuvél. Snjóflóð féll á hesthúsabyggð Bolvíkinga Morgunblaðið/Gunnar BJÖRGUNARMENN að störfum í hesthúsabyggð Bolvíkinga þar sem snjóflóð féll í gærmorgun. Fimm hross drápust Bolungarvík. Morgunblaðið FIMM hross drápust þegar snjó- flóð féll úr austanverðu fjallinu Emi í gærmorgun og á hesthúsa- byggð Bolvíkinga. Snjóflóðið sem er um 150 metra breitt hafnaði á Qóram af átta hesthúsum sem þama em og drápust hrossin í því húsinu sem skemmdist mest. Þá brotnuðu fjórir staurar í flutningslínu Orkubús Vestfjarða, svokallaðri Reiðhjallalínu, sem liggur ofan við hesthúsin, en í aðeins 100 metra fjarlægð frá þeim stað sem flóðið féll er að- veitustöð Orkubúsins ásamt tengi- virki. Það vom starfsmenn í aðveitu- stöð Orkubús Vestfjarða í Syðridal sem fyrstir urðu varir við að snjó- flóð hafði fallið, en um kl. 9 í gærmorgun fór Reiðhjallalínan skyndilega út og þar með urðu sveitabæir í Syðridal og Ósi raf- magnslausir. Strax og ljóst var hvað hafði gerst var björgunarsveitin kölluð út og stjómaði hún aðgerðum á flóðasvæðinu. Tvö hesthúsanna urðu fyrir vemlegum skemmdum, en flóðið gekk inn í hin tvö þegar hurðir gáfu sig. Tíu hross vom í húsinu sem hrossin fimm sem drápust vom í, en alls vom á fjórða tug hrossa í húsunum sem snjó- flóðið lenti á. Hestamenn í Bolung- arvík hafa síðustu 20 árin byggt upp aðstöðuna á þessu svæði og hafa aldrei áður fallið snjóflóð upp af húsunum sem standa undir brattri fjallshlíðinni. Sérstök aðgát í aðveitustöðinni Að sögn Halldórs Jónatansson- ar, verkstjóra hjá Orkubúi Vest- fjarða, tók um 8 tíma að koma aftur á rafmagni í sveitina til bráðabirgða en fullnaðarviðgerð verður að bíða þar til síðar þar sem allnokkur hætta er á að fleiri snjó- flóð geti fallið á þessu svæði. Halldór sagði að þeir myndu takmarka vem manna í aðveitu- stöðinni og hafa sérstaka gát, en þegar ekki þarf að keyra varaafl þar er alla jafna ekki nauðsynlegt að manna stöðina. Víða hættuástand vestra SNJÓFLÓÐAHÆTTA var enn tal- in vera á ísafirði, í Hnífsdal og á Flateyri í. gærkvöldi og einnig á tveimur bæjum í Reykhólasveit. Hættuástandi var Iýst yfir á þess- um stöðum á sunnudagskvöldið. Þá var ákveðið að rýma fjögur íbúð- arhús og hesthúsabyggðina í Bol- ungarvík eftir að snjóflóð féll þar í gærmorgun. Á ísafirði og í Hnífsdal hafa 16 íbúðarhús verið rýmd. í Hnífs- dal er um að ræða hús við Smára- teig og Fitjateig, Heimabæ 3-5 og hesthúsabyggðina, íbúðarhúsin Seljaland og Grænagarð á ísafirði, sölutuminn Brúamesti og fyrir- tækið Steiniðjuna. Að sögn Kristj- áns Þórs Júlíussonar, bæjarstjóra á ísafirði, hafa alls 44 einstakling- ar þurft að yfirgefa hús sín. Óbreytt ástand á Flateyri Á Flateyri vom níu hús við Ól- afstún með um 20 íbúum enn tal- in í snjóflóðahættu í gærkvöldi og er það óbreytt ástand frá því sem var á sunnudagskvöldið. Rafmagn fór af um tíu bæjum í sveitinni utan Flateyrar á sunnudagskvöld og vegna ófærðar þurfti að senda viðgerðarmenn sjóleiðis frá bæn- um í fyrrinótt. Að sögn Kristjáns Haraldsson- ar, orkubússtjóra, kom í ljós að strengur frá aðveitustöð hafði bil- að og tókst að ljúka viðgerð á honum um kl. 4 í fyrrinótt. Eftir að veiða um 515 þúsund tonn af loðnu á þeim sjö vikum sem eftir eru af vertíð Vertíðarverðmæti áætluð 9 milljarðar Mikil verðmæti eru í húfí á loðnuvertíðinni, jafnt fyrir einstaklinga, fyrirtæki og þjóðarbúið í heild. Fyrir áhafnir margra loðnuskipa skipta þær um sjö vikur sem eftir eru af vertíð- inni sköpum fyrir af- komu ársins. LÍKLEGT má telja að ef veiðist upp í eftirstandandi íoðnukvóta á vetr- arvertíð skili veiðin og vinnslan hátt í níu milljörðum króna í útflutn- ingsverðmætum, samkvæmt laus- legum útreikningum Þjóðhags- stofnunar. Gera má ráð fyrir að hásetahluturinn á vetrarvertíð, þ.e. frá áramótum þar til loðnuveiði lýk- ur, líklega í apríl, verði nálægt 2 milljónum króna og skipstjórahlut- urinn 6,5 milljónir króna. Þar er miðað við 515 þúsund tonna kvóta á vetrarvertíð og er þá meðtalinn óveiddur kvóti Græn- lendinga og Norðmanna sem féll niður 15. febrúar síðastliðinn. Út- hlutaður kvóti á allri vertíðinni var 950 þúsund tonn og af honum fengu bæði Norðmenn og Grænlendingar kvóta, hátt í 200 þúsund tonn, og eftir því sem næst verður komist veiddu þeir um 113 þúsund tonn samtals. Óveiddur kvóti Grænlendinga og Norðmanna 15. febrúar var því rétt rúmlega 80 þúsund tonn og fellur hann í hlut Islendinga. Meiri frysting vegur upp verðlækkanir Líklegt þykir að verð á loðnu til bræðslu verði svipað og í fyrra en með tvöföldun á afkastagetu í loðnufrystingu þykir fullvíst að verð á frystri loðnu lækki. Þessi þróun ásamt minnkandi loðnuneyslu í Jap- an hefur leitt til þess að þegar hef- ur verið samið um allt að 25% lægra verð á frystri loðnu til Japans í ár. Verð á loðnumjöli í fyrra var 10 krónur á kg og skila hver 100 þús- und tonn, sem unnin em í mjöl og lýsi, því nálægt einum milljarði króna í útflutningsverðmæti. Út- flutningsverðmæti loðnu í fyrra var rúmir tíu milljarðar króna. Þar af vom um 20 þúsund tonn fryst og hrogn unnin úr 5.600 tonnum. Af þessum tíu milljörðum króna vom vel yfir fjórir milljarðar króna vegna frystingar og hrognavinnslu, að sögn Ásgeirs Daníelssonar hjá Þjóð- hagsstofnun. „Það þarf ekki mikið magn af loðnu til að fá fjóra milljarða króna út úr hráefninu og mögulega meira,“ segir Ásgeir. Hann segir að Þjóðhagsstofnun gefí sér þá forsendu að fryst verði meira magn í ár en í fyrra, en á móti komi verðlækkanir. Ásgeir telur raunhæft að áætla að loðnufrystingin í ár skili 4-4,5 milljörðum króna og mjöl og lýsi öðru eins. Vetrarvertíðin skili því nálægt níu milljörðum króna í út- flutningsverðmæti. Að sjálfsögðu spili þama inn í margir þættir, eins og veðurfar og loðnugöngur. „Miðað við það sem ég veit í dag yrði ég tregur til að fara langt frá því að vertíðin gæfi svipaðar tekjur og í fyrra, en óvissan er vissulega mikil," segir Ásgeir. Skipstpórahluturinn 6,5 milljónir króna Sveinn Hjörtur Hjartarson segir að miðað við upplýsingar Þjóðhags- stofnunar megi ætla að hásetahlut- ur á vetrarvertíðinni verði um 2 milljónir króna. Ætla megi að helm- ingur verðmætisins fari til loðnu- skipaflotans, eða um 4,5 milljarðar króna. Loðnuskipaflotinn er 40 skip og á hvert skip kemur til skiptanna að meðaltali 120 milljónir króna. Hásetahluturinn á vetrarvertíð, sem líklega stendur eitthvað út aprílmánuð, verður því nálægt tveimur milljónum króna með or- lofi, en skipstjórahluturinn 6,5 millj- ónir króna, að sögn Sveins Hjartar Hjartarsonar, hagfræðings hjá LÍÚ. Jón B. Jónasson, skrifstofustjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, sagði að ekki væri fyllilega búið að ganga frá^ útreikningum um hve mikill kvóti félli niður hjá Norðmönnum og Grænlendingum. Hann sagði að grænlenski kvótinn hefði dreifst víða, bæði til danskra skipa og færeyskra auk þess sem grænlenski loðnubáturinn Ámmasat var hér við veiðar. Hann sagði að endanlegur heild- arafli Islendinga yrði 840 þúsund tonn á loðnuvertíðinni. Norðmenn veiddu um 97 þúsund tonn og Grænlendingar um 15 þúsund tonn. Það sem fellur íslendingum í skaut skiptist niður á loðnuskipin eftir aflahlutdeild þeirra í loðnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.