Morgunblaðið - 22.02.1995, Qupperneq 4
4 MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRUAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Réðst á
FLYTJA þurfti fanga úr Síðumúla-
fangelsi á slysadeild seint í fyrra-
kvöld eftir að annar fangi hafði veitt
honum áverka á höfði og_ baki með
ydduðum tannbursta. Áverkarnir
reyndust minniháttar.
Að sögn Haraldar Johannessen
fangelsismálastjóra réðst einn fangi
á annan með tannbursta að vopni á
opnum gangi rétt fyrir lokun fanga
inni á klefa seint í fyrrakvöld.
Fangavörður, sem staddur var hjá,
greip inn í árásina en þá veittist
þriðji fangi að fangaverðinum til
þess að aftra því að honum tækist
að stöðva árásina. Þá komu að fleiri
fangaverðir og tókst þeim að uppr-
æta það ástand sem var að skapast.
„Þetta gerist allt á örskammri
stundu og það er okkár mat að ef
fangaverðir hefðu ekki verið svo
nærri atburðum hefði getað farið
mun verr,“ segir Haraldur.
Annar fanganna, sem að árásinni
stóð, var fluttur í fangaklefa á lög-
reglustöðinni við Hverfisgötu og fer
rannsóknardeild lögreglunnar í
Reykjavík með rannsókn málsins.
Haraldur segir að fangelsisstjóri
Síðumúlafangelsisins taki afstöðu til
þess hvort og þá hvaða agaviðurlög-
um fangarnir tveir verði beittir. Þeg-
ar niðurstaða rannsóknar liggi fyrir
meti lögreglustjórinn í Reykjavík síð-
an hvort hann sendi ríkissaksóknara
málið til meðferðar.
Borgarráð samþykkir að taka upp viðræður víð stjórn Eirar
Farið fram á eftirgjöf
lóðar í Suður-Mjódd
Utför Jónasar
Rafnar
ÚTFÖR Jónasar G. Rafnar, fyrr-
um alþingismanns, var gerð frá
Dómkirkjunni í gær. Séra Arn-
grímur Jónsson jarðsöng en lík-
menn voru ráðherrarnir Þor-
steinn Pálsson og Halldór Blönd-
al, Jóhannes Nordal fv. seðla-
bankasljóri, Baldvin Tryggvason
sparisjóðsstjóri, Lárus Jónsson
framkvæmdastjóri LÍN, Halldór
Guðbjarnason bankastjóri Lands-
bankans, Pétur Guðmundarson
lögfræðingur og Jónas Fr. Jóns-
son lögfræðingur Verslunarráðs.
Útfararstjóri var Sverrir Olsen.
Eir verði aðili að framkvæmdum
við hjúkrunarheimilið
BORGARRÁÐ hefur samþykkt með þremur atkvæðum tillögu borgarstjóra
um að óska eftir viðræðum við stjóm hjúkrunarheimilisins Eirar um að
stofnunin gefi eftir lóð í Suður-Mjódd, sem henni var úthlutað árið 1991
undir hjúkrunarheimili.
Andlát
OLIM. ISAKSSON
ÓLI Magnús ísaksson,
fyrrverandi forstjóri
Stefnis hf., er látinn 97
ára_ að aldri.
Óli fæddist 26. jan-
úar 1898 á Eyrar-
bakka, sonur ísaks
Jakobs Jónssonar
verslunarstjóra þar frá
Yindási í Landsveit og
Ólafar Ólafsdóttur frá
Árgilsstöpum í Hvols-
hreppi. Óli var ungur
sendur í fóstur til Sig-
urðar Ólafssonar að
Nesi á Seltjamarnesi
og konu hans, Ástríðar
Ólafsdóttur en Sigurð-
ur var móðurbróðir Óla.
Óli lauk prófí frá Verzlunarskóla
íslands árið 1914 og var meðal
fyrstu nemenda sem útskrifuðust
úr skólanum. Að námi loknu starf-
aði hann hjá Garðari Gíslasyni hf.
um nokkurt skeið en síðan hjá
Jónatan Þorsteinssyni, sem var
einn af fyrstu innflytjendum bif-
reiða hingað til lands.
Þar starfaði hann til ársins 1929
er hann réðst til Sveins Egilssonar
hf. sem framkvæmdastjóri og
Óli M. ísaksson
starfaði þar til ársins
1946. Það ár stofnaði
hann Stefni hf. ásamt
Sigfúsi Bjamasyni.
Sigfús keypti síðar
hlut Óla og stofnaði
Heklu hf. og starfaði
Óli þar til ársins 1991
er hann lét af störf-
unij 93 ára að aldri.
Oli var einn af
stofnendum og sat í
stjórn og samninga-
nefndar Sambands
bifreiðaverkstæða,
sem síðar varð Bíl-
greinasamband ís-
lands, og var hann
kjörinn heiðursfélagi
sambandsins. Þá átti hann sæti í
stjórn Vinnuveitendasambands ís-
lands um áraraðir.
Hann var einn dyggasti stuðn-
ingsmaður Sólheima í Grímsnesi
og færði heimilinu fjölmargar gjaf-
ir. Óli var sæmdur riddarakrossi
Hinnar íslensku fálkaorðu.
Kona Óla var Unnur Ólafsdóttir
listamaður sem lést árið 1981.
Þeim varð ekki bama auðið.
Jafnframt er óskað eftir að Eir
gerist aðili að þeirri viljayfirlýsingu
um framkvæmdina sem þeim hefur
verið kynnt og þegar hafí verið undir-
rituð af hálfu borgarinnar og stjóm-
ar Reykjavíkurdeildar Rauða kross
íslands.
Vinnubrögð borgarstjóra
gagnrýnd
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins gagnrýndu harðlega vinnu-
brögð borgarstjóra varðandi bygg-
ingu hjúkrunarheimilisins og sögðu
í bókun sinni að félagsmálaráð væri
sniðgengið í umfjöllun um málið.
Þá væri ámælisvert að undirrituð
hafí verið viljayfírlýsing við aðra
aðila en Eir um nýtingu lóðar sem
úthlutað hafí verið til Eirar. Þetta
sé gert áður en svar hafi borist við
erindi frá Eir um frekara samstarf
um uppbyggingu á lóðinni.
Þá segir: „Fyrrgreind viljayfirlýs-
ing er í algjörri andstöðu við þau
áform sem Eir og borgaryfírvöld
hafa unnið sameiginlega að sl. þrjú
ár. Á þessum fundi borgarráðs hefur
borgarstjóri gengið enn lengra og
heimtað viðræður við Eir um að lóð
samtakanna verði skilað. Þessi
vinnubrögð eru ekki til þess fallin
að afla fjár til byggingar hjúkrunar-
heimila hjá þeim félagasamtökum
sem annars væru til þess reiðubúin."
Á verk- og valdsviði
borgarsljóra
Borgarstjóri segir í bókun sinni
að það sé bæði á verk- og valdsviði
borgarstjóra að hafa umsjón með
hverskyns viðræðum og samningum
sem gætu haft skuldbindingar í för
með sér fyrir borgarsjóð. Slíkar við-
ræður stæðu yfír við alla þá aðila
sem sýnt hafa áhuga á byggingunni.
Bókanir sjálfstæðismanna leiði
athygli að nánu samstarfí fyrrver-
andi meirihluta við sjálfseignarstofn-
unina Eir og umtalsverðum íjármun-
um sem vísað var úr borgarsjóði til
stofnunarinnar án samþykkis borg-
arstjómar, án umfjöllunar í borgar-
ráði og án samninga um kostnaðar-
hlut borgarinnar.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Kjarvalsstaðir
Gunnar
endur-
ráðínn
BORGARRÁÐ hefur sam-
þykkt tillögu menningarmála-
nefndar um að ráða Gunnar
Kváran forstöðumann Kjarv-
alsstaða frá 1. mars 1995 til
næstu fjögurra ára. Tvær
umsóknir bárust um stöðuha.
Jafnframt var samþykkt að
miða ráðningu forstöðmanns
við fjögurra ára tímabil.
I tillögu menningarmála-
nefndar segir að báðir um-
sækjendur um stöðuna hafí
verið hæfír en afgerandi mun-
ur væri á menntun og starfs-
reynslu. í ljósi þess mælti
nefndin með því að Gunnar
yrði endurráðinn.
Þá var samþykkt að breyta
2. grein samþykktar um
Kjarvalsstaði á þann veg að í
stað þess að heimilt sé að
miða ráðningu forstöðumanns
við sex ár verði framvegis
miðað við fjögurra ára tímabil
að loknum 3ja mánaða
reynslutíma. Jafnframt var
samþykkt heimild til að endur-
ráða sama aðila einu sinni til
jafn langs tíma.
samfanga
með yddum
tannbursta
Fjörlegt fuglalíf í skógræktarstöðinni í Fossvogi
Sjaldséðir flækingar
o g þrestir í þúsundavís
í skógræktarstöðinni í Foss-
vogi er fjölbreytt fuglalíf og
þar hafa sést ýmsir sjaldséðir
flækingsfuglar.
Gunnar Þór Hallgrímsson
skrifar fréttir af flækingsfugl-
um í nýjasta fréttabréf Fugla-
vemdarfélags Islands. Þar
nefnir hann m.a. að fjallafinka,
dómpápi og skógarsnípa hafi
sést í Fossvogi. Hann segir að
dómpápar hafi verið að sjást á
mörgum stöðum á landinu síð-
an í haust og hafi aldrei áður
sést jafnmargir dómpápar í
einu á Islandi.
Skógarsnípa íFossvogi
Hjá Gunnari kemur fram að
Ijóshöfðaönd haldi sig inni í
Fossvogi eða við olíustöðina í
Skerjafirði og að skeiðandar-
kolla hafi haldið til á Reykja-
víkurtjöm í allan vetur, utan
þess að hún hafi horfið um tíma
í kringum jólin. Hvinendur hafi
haldið til við olíustöðina í
Skerjafirði í vetur eins og und-
anfarin ár og hafi þær verið
32 þegar mest var.
Frá áramótum hafi sést
skógarsnípa í skógræktinni.
Hún haldi sig við Fossvogslæk-
inn, sem rennur í gegnum skóg-
ræktina. „Um miðjan síðasta
mánuð sást svo skyld tegund,
sem heitir dvergsnípa, og var
hún í skurði við bæinn Lund í
Kópavogi, sem á land að skóg-
ræktinni. Lappajaðrakan hélt
sig í Skerjafirði, en hann hefur
ekkert sést eftir áramót.“
Svartþröstúr mikill söngfugl
Hólmfríður Geirsdóttir,
ræktunarstjóri hjá Fossvogs-
stöðinni, segir mikið um að fólk
komi í stöðina til að fylgjast
með fuglalífinu, m.a. komi
skólanemar til að fylgjast með
skógarþresti þegar hann komi
inn í ljósaskiptunum á kvöldin.
„Svefnstaður hans er í stöð-
inni. Þeir fara héðan í þúsunda-
vís þegar fer að birta og koma
aftur þegar fer að skyggja,“
segir Hólmfriður.
Hún segir að svartþröstur sé
eftirtektarverður þar sem hann
sitji í efstu toppum tijánna og
syngi mikið en hann hafi verið
i stöðinni undanfarin ár. Þá
hafí sést snæugla og fleiri teg-
undir sjaldséðar. „Smyrillinn
er nokkuð algengur, hann flýg-
ur um og eltir smáfuglana. Svo
er mikið af hrafni hér núna.
Skógarsnípa
Hann er hér í hópum þessa
dagana.“
Fossvogsstöðin öllum opin
Hólmfríður segir að margir
fastagestir komi í stöðina til
að fylgjast með fuglum en Foss-
vogsstöðin er opið svæði fyrir
Dvergsnípa
almenning og þangað er hægt
að koma hvenær sem er.
Meðfylgjandi teikningar eru
eftir Steen Langvad og eru
fengnar úr bókinni Fuglum á
Islandi og öðrum eyjum í Norð-
ur-Atlantshafi, sem Skjaldborg
gaf út 1991.