Morgunblaðið - 22.02.1995, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 22.02.1995, Qupperneq 6
6 MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ H KJARASAMNINGAR Kjarasamningar á almennum vinnumarkaði tókust í fyrrinótt. Samningamir eiga eftir að hljóta samþykki aðildar- ? 1----------------_____------------——---------—-----—----------------------------------------- félaga ASI. Ríkisstjómin samþykkti að greiða fyrir samningum, meðal annars með að miða verðtryggingu fjár- skuldbindinga við framfærsluvísitölu í stað lánskjaravísitölu og að framlag launþega í lífeyrissjóð verði frádráttar- bært frá skatti. Forystumenn á vinnumarkaði, í atvinnulífí og stjómmálum tjá sig um niðurstöðuna. Magnús Gunnarsson Flóknir og erfiðir samningar „ÉG VIL fyrst og fremst lýsa yfir ánægju minni yfir því að samningunum skuli lokið. Það er ljóst að þetta hafa verið af- skapiega flóknir og erfiðir samn- ingar vegna þess að við hðfum verið að semja við landssam- bönd og ein- stök félög sem er allt önnur að- koma að samningum heldur en verið hefur undanfarin ár þeg- ar við höfum yfirleitt verið að gera heildarrammasamninga við Alþýðusambandið," sagði Magnús Gunnarsson, formaður Vinnuveitendasambands Is- lands. „Það var sameiginlegt mat manna þegar lagt var upp í þessa samningalotu að reynt yrði að nýta það svigrúm sem væri til staðar til þess að bæta kjör þeirra sem hefðu lægstu launin og ég held að einkenni þessara samninga sé sú aug- ljósa launajöfnunarstefna sem kemur fram í útfærslunni á kauphækkununum. Ég held að það sé afskapalega mikilvægt að allir geri sér grein fyrir að þetta er það sem er inntakið í þessum samningum og við þurf- um að standa sáman um að veija þessa útfærslu og að þeir sem hafa lægstu launin haldi þessum ávinningi sem samning- arnir skila,“ sagði Magnús enn- fremur. „Það er hins vegar alveg augljóst að þessi samningagerð hefur í för með sér verulegan útgjaldaauka fyrir íslensk fyr- irtæki og það mun gera mildar kröfur til stjórnenda fyrirtælg- anna að taka á sig þennan kostnaðarauka og reyna að koma honum inn í reksturinn án þess að hann kalli fram kostnaðarauka eða hækkanir á vöruverði," sagði Magnús. Benedikt Davíðsson Varð að taka a sérmálum BENEDIKT Davíðsson, forseti Alþýðusambands íslands, sagði að það væri alltaf fagnaðarefni þegar samningar væru í höfn, þótt menn væru ekki allt- af sáttir við allt innihaldið. „Þó vil ég segja það að innihaldið í þessum samn- ingi er í þeim stíl sem við lögðum upp með þegar við byijuðum þessa vinnu í sumar. Við fórum á stað með að það yrði að sinna sérmálum einstakra félaga og sambanda og það var sameigin- leg ákvörðun allra að samböndin Morgunblaðið/Sverrir KJARASAMNINGARNIR undirritaðir í húsakynnum ríkissáttasemjara um kl. 3 í fyrrinótt. Frá vinstri: Björn Grétar Sveinsson, formaður Verkamannasambandsins, Magnús Gunnarsson, formaður Vinnuveitendasambandsins, Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdasljóri VSÍ, og Kristinn Björnsson, varaformaður Vinnuveitendasambandsins. Birgir ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri Verðbólga verður innan hóflegra marka „ SEÐLAB ANKINN hlýtur að fagna því að náðst hafi kjarasamn- ingar á almennum vinnumarkaði sem líklegir eru til að tryggja áframhaldandi stöðugleika," segir Birgir ísleifur Gunnarsson, seðla- bankastjóri. Bankamenn hafa sumir áhyggjur af breytingum á vísitöluviðmiðun fjárskuldbind- inga. Birgir Isleifur segir að í bank- anum sé verið að vinna að verð- bólguspá á nýjum grundvelli. Nið- urstöður liggi ekki fyrir en allt bendi til þess að verðbólgan verði innan hóflegra marka, hugsanlega um 2 til 3% þegar litið er til hækk- ana milli ára. Á móti segir Birgir ísleifur að Seðlabankinn hafi áhyggjur af auknum halla ríkissjóðs. Ef kjara- samningarnir leiði til mjög aukins halla muni þrýstingur á vaxta- hækkanir aukast. Hins vegar sé í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar talað um að tekjutapi verði mætt með auknum tekjum og/eða niður- skurði útgjalda og á það muni Seðlabankinn leggja áherslu. Útfærslan skiptir máli Birgir ísleifur segir um breyting- ar á lánskjaravísitölunni að bank- inn hafl haldið á lofti því almenna sjónarmiði að ekki væri gott að hrófla oft við grundvelli lánskjara- vísitölunnar sem verðtrygging fjár- skuldbindinga væri miðuð við. Það veikti tiltrú á fjármálamarkaðnum. Hins vegar skipti mikiu máli hvemig sú breyting sem ákveðin hefði verið yrði útfærð og Seðla- bankinn myndi vinna að því máli í samráði við viðkomandi ráðu- neyti. „Það vekur athygli að fulltrú- ar stærstu fjármagnseigendanna, þ.e. lífeyrissjóðanna, hafa samein- ast um þessar breytingar sem draga úr verðtryggingu þeirra eigna og koma launþegum til góða,“ segir Birgir. Guðmundur Hauksson, fram- kvæmdastjóri Kaupþings hf.( segir að það veiki tiltrú fólks á iánskjara- Áhyggjur sumra bankamanna af breytingum á vísitölu vísitölu sem viðmiðun við verð- tryggingu fjárskuldbindinga þegar grundvellinum sé breytt. Það sé nú verið að gera í annað sinn. Á móti komi að ríkisstjórnin ætli að festa þessa viðmiðun betur með því að gera það að skilyrði að henni verði ekki breytt nema með lögum. Aukín eftirspurn eftir óverðtryggðum bréfum „Það sem mestu máli skiptir í þessum samningum er að þeir munu hafa i för með sér minni verðbólgu en menn hafa reiknað með,“ segir Guðmundur. Það segir hann leiða til aukinnar eftirspumar eftir óverðtryggðum skuldabréfum sem gefí betri ávöxtun í bili og hafi þess þegar orðið vart á verð- bréfamarkaðnum. Telur Guðmund- ur að það geti leitt til þess að menn vilji selja verðtryggð skulda- bréf til að losa peninga til að fjár- festa í óverðtryggðum og gengis- tryggðum bréfum. „Eg á von á að það verði þrýst- ingur til hækkunar á vöxtum verð- tryggðra lána þegar til skemmri tíma er litið. Þegar til lengri tíma er litið skapa samningamir áfram- haldandi stöðugleika sem leiðir til þess að vextirnir lækka á ný,“ seg- ir Guðmundur. Varðandi áform ríkisstjómarinn- ar að draga úr verðtryggingu í áföngum segist Guðmundur telja góðan grundvöll til að halda áfram því starfi sem unnið hefur verið verið. Með því geti skapast tiltrú á fjárfestingum í óverðtryggðum skuldabréfum til lengri tíma en nú er. „Við hljótum að verða að fá nákvæmari útlistanir á þessari vísitölu áður en maður getur myndað sér skoðun á þessu en almennt séð er vont að vera að breyta gmnni," sagði Stefán Páls- son bankastjóri Búnaðarbanka ís- lands þegar viðbragða hans við yfirlýsingu ríkisstjómarinnar um breytta verðtryggingu var leitað. Vont að krukka í vísitölu „Við höfum lítið rætt um þetta hér innan stofnunarinnar en það er vont að vera að kmkka í grunnvísi- tölu þótt engin sé vísitala heilög.“ Um þá yfirlýsingu ríkisstjórn- arinnar að unnið verði að því að draga úr verðtryggingu í áföngum, sagði Stefán: „Ef verðbólga er mjög lítil eins og á síðasta ári, er ekki eins mikil þörf á verðtrygg- ingu og þegar verðbólga var veru- leg í landinu," sagði Stefán Páls- son. Verðtrygging ekki nauðsynleg Ragnar Önundarson, fram- kvæmdastjóri hjá íslandsbanka, segir að breytingin á vísitöluviðm- iðun sé ekki til að hafa áhyggjur af, þar sem framfærsluvísitalan sé nú betri mælikvarði á verðlags- breytingar en lánskjaravísitalan og betur til þess fallin að varðveita kaupmátt. „Verðlagsbreytingar hafa verið mjög litlar á síðustu misserum og með þessum kjarasamningum er tryggt að þær verði áfram litlar. Með þessu er svo dregið úr þörf fyrir verðtryggingu, þannig að mitt viðhorf er það að þetta gefi frekar tilefni til þess að draga al- mennt úr notkun verðtryggingar á næstunni á styttri inn- og útlán- um,“ sagði Ragnar. Hann sagði að það mikla frjáls- ræði sem nú gilti í gjaldeyrismálum gerði verðtryggingu óþarfa og þegar við bættist að kjarasamning- ar hefðu verið gerðir sem tryggja lágar verðlagsbreytingar sýndist honum ástæða til að draga enn frekar úr notkun verðtryggingar en ákveðið hefði verið. færu með þau verkefni. Það var einnig sameiginleg ákvörðun að ) forysta samtakanna færi með mál gagnvart stjórnvöldum," sagði Benedikt. Hann sagði að það hefði verið sameiginleg niðurstaða að ekki væri ástæða til að reyna frekar að fá meiri framlög frá rikinu vegna samninganna. Hins vegar væri margt í yfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar sem þyrfti að fylgj- ast með framkvæmd á og það væri sameiginlegt verkefni næstu vikurnar að tryggja að það kæmist til framkvæmda sem rætt hefði verið um við sljóm- völd. Bendikt sagði að þessi samn- ingur væri í framhaldi af fyrri samningum þar sem stefnt væri að því að viðhalda stöðugleika og koma í veg fyrir sveiflur í atvinnulífinu. Nokkur árangur hefði náðst í að hækka lægstu laun sérstaklega og kannski væri árangurinn hlutfallslega meiri nú en oftast áður. Hins vegar væru lægstu laun alltof lág og þessi samningur breytti því ekki mikið. Það þyrfti að finna einhveija lausn á því að hækka lægstu launin og lausn- in væri kannski fyrst og fremst fólgin í breytingu á atvinnulífinu sem gerði það að verkum að það byggðist meira á framleiðslu á verðmætari vöru með meiri virð- isauka sem gerði það að verkum að hægt yrði að greiða hærri laun. Benedikt sagði að þessir samn- ingar sýndu að ekki væri hægt að steypa alla kjarasamninga- gerð í sama mót. Undanfarin ár hefðu verið gerðir svonefndir samflotssamningar. Þeir hefðu verið taldir nauðsynlegir miðað við þau verkefni sem þá voru fyrirliggjandi að gera breytingar á efnahagslífinu í Iandinu. Nú hefði verið nauðsynlegt að ein- stök félög og sambönd kæmu að samningagerðinni til þess að taka á sínum sérmálum. „Ég vil segja að þetta hafi tek- ist mjög vel því áður en gengið var í að ganga frá kaupliðunum mátti heita að búið væri að loka öllum sérkjaraviðræðum ein- stakra sambanda. Síðan var farið að vinna sameiginlega í kauplið- unum og sameiginlega í tillögu- gerð gagnvart ríkisstjórninni sem við lögðum fram fyrir tveim- ur vikum síðan. Ég vil meina að þessi aðferðafræði í þetta skipti hafi átt rétt á sér og gengið upp,“ sagði Benedikt ennfremur. Magnús L. Sveinsson Eftir atvik- um sáttur MAGNÚS L. Sveinsson, formað- ur Verslunarmannafélags Reykjavíkur, sagði að hann væri eftir atvikum tiltölulega sáttur við samning- ana þegar á heildina væri litið. Þetta væru launajöfnunar- samningar og verslunarmenn hefðu lagt upp í viðræðurnar með kjarajöfn- un sem megin- markmið og að samið yrði um krónutöluhækkanir en ekki pró- sentuhækkanir. „Það má segja að sú aðferða- fræði sem VR mótaði með fram- Sjá bls. 10 ► i -t

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.