Morgunblaðið - 22.02.1995, Page 7

Morgunblaðið - 22.02.1995, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1995 7 FRÉTTIR Hlutabréf ein- staklinga 18,5 milljarðar Framtalinn arður innan við milljarð Mikil nákvæmnisvinna að setja saman skútur Morgunblaðið/Kristinn RÚMLEGA 31.500 einstaklingar áttu samtals 18,5 milljarða í hlutabréfum í árslok 1993 sam- kvæmt skattframtölum. Þar af greiddu 2.600 eignarskatt af bréfunum og þúsund manns greiddu tekjuskatt. Þetta kemur fram í svari fjár- málaráðherra á Alþingi við fyrir- spurn Vilhjálms Egilssonar þing- manns Sjálfstæðisflokks. Einnig kemur fram að af þessum 18,5 milljörðum voru rúmlega 8 millj- arðar eignarskattskyldir en skatt- frelsi hlutabréfa er bundið við 1,2 milljón hjá einstaklingum. Um 2.600 einstaklingar greiddu eign- arskatt af hlutabréfaeign á árinu 1994, samtals um 140 milljónir. Framtalinn arður af hlutabréf- um nam 949 milljónum og var fjöldi framteljenda 17.747. Um helmingur arðsins var skattfrjáls- ar tekjur en skattfrelsi arðs er bundið við 10% af nafnverði hluta- fjár að hámarki hjá einstaklingum. Tæplega 1.000 einstaklingar greiddu tekjuskatt af arði, samtals um 200 milljónir. króna. Eitthvað er að „Það vekur athygli mína hvað einstaklingar eiga ótrúlega lítið af hlutabréfum, samanborið við sparifé í bönkum eða fasteignir. Og það er einnig athyglisvert hvað þetta gefur lítið af sér. Framtalinn arður sem allt atvinnulíf landsins greiðir einstaklingum er aðeins innan við milljarður króna. Ég tel að þetta sýni, að eitthvað er að hjá atvinnulífinu og að það vanti hreinlega hagnað,“ sagði Vil- hjálmur Egilsson. SIGURÐUR V. Jónsson, 67 ára eftirlaunaþegi, hefur síðustu árin sett saman fjölmörg skipa- líkön í frítíma sínum og kveðst hann hafa byrjað á þessu fyrir hreina tilviljun þegar hann fékk í afmælisgjöf módel af skipi. Nú er Sigurður með hillu fulla af likönum heima hjá sér en merkustu skipin, Norska ljónið og Titanic, skipa sérstakan heið- urssess. Sigurður hefur einnig sett saman kútter sömu gerðar og voru til um siðustu aldamót. Hann þekkir nokkuð vel til sögu skipanna og sagði meðal annars að Norska ljónið hefði verið smíðað í tíð Matthildar Dana- drottningar og Friðriks prins þegar Danir háðu styrjöld við Svía. Stríðinu hefði lokið fljót- lega eftir að Norska ljónið komst á flot. Líkanið er 1,30 metrar á hæð frá kili til mast- urs. „Eg var fjögur og hálft ár að setja það saman en ég hef sett saman mörg skip. Svo er ég hér með tvær litlar skútur. Önnur þeirra er Santa Maria, skúta Kólumbusar, en hún er úr plasti sem og önnur dönsk sportsiglingarskúta. Þær fékk ég báðar gefins," sagði Sigurð- ur. Sigurður setti saman likan af Titanic, skemmtiferðaskipinu sem fórst í jómfrúarsiglingu sinni, fyrir nálægt 20 árum, skömmu eftir að hann kom frá Bretlandi þar sem hann gekkst undir hjartaaðgerð. Hann segir að þetta sé mikil nákvæmnis- vinna, hann noti stækkunargler við vinnu sína og verði alltaf að gæta sín á því að loka sig ekki úti við verkið. „Böndin sem fylgdu Norska ljóninu þurfti ég að láta liggja í 90 gráðu heitu vatni í klukkustund til þess að geta sveigt þau. Það er svo margt í kringum þetta. Svo þarf að koma fyrir fallbyssunum og hlerunum en það er nákvæm- lega sama efni haft í líkönin og í upprunalegu skipin," segir Sig- urður. Nýtt og glitrandi gott! Nú er CHtra kom'm i nýjar umbúðir! Glitra uppþvottaduftið er komið i nýjar umbúðir og heitir nú Þvol GLITRA. Þessar umbúðir eru neytenda- vænar og þœgilegar og með sér- stökum öryggistappa. Þvol GLITRA er afburða þvotta- duft i allar uppþvottavélar. Kíktu eftir Þvol GLITRU í ncestu verslunarferð og tryggðu glitr- andi góðan árangur við upp- þvottinn. Gæðin eru trygg!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.