Morgunblaðið - 22.02.1995, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1995 9
FRETTIR
Þungir á brún
Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar
71,6% tekna bæjar-
sjóðs fara í rekstur
i
ÁÆTLAÐAR tekjur bæjarsjóðs
Hafnarfjarðar fyrir árið 1995 eru
rúmir 1,8 milljarðar og er það 9%
hækkun miðað við upphaflega
áætlun ársins 1994. Áætluð
rekstrargjöld eru rúmir 1,3 millj-
arðar eða 71,6% af sameiginlegum
tekjum. í lokaorðum Magnúsar
Jóns Ámasonar bæjarstjóra í grein-
\ argerð fjárhagsáætlunar bæjarins
er bent á að vandi bæjarsjóðs sé
mikill og að hann stafi fyrst og
fremst af erfiðri skuldastöðu.
í fjárhagsáætluninni kemur fram
Samkeppnisráð
Þrír brjóta
I lög um verð-
upplýsingar
SAMKEPPNISRÁÐ hefur úr-
skurðað að auglýsing frá Sam-
vinnuferðum-Landsýn, sem birtist
15. janúar síðastliðinn samrýmist
ekki samkeppnislögum.
í henni voru auglýstar utan-
I landsferðir á 7.900 krónur, stað-
} greiddar án flugvallarskatts og
gjalda og segir í niðurstöðu að
upplýsingarnar séu ófullnægjandi
samkvæmt lögum um verðupplýs-
ingar í auglýsingum og lögum um
alferðir.
Einnig hefur samkeppnisráð
bannað auglýsingar frá Radíóbúð-
inni frá 8. desember 1994 þar sem
samtala höfuðstóls, vaxta og
* kostnaðar var ekki gefin upp í
tengslum við afborgunarverð til-
) tekinnar vöru.
Loks hefur samkeppnisráð lagt
bann við auglýsingum Heimsferða
frá 15., 22., og 19. janúar þar sem
gefið var upp verð á tilteknum
ferðum án flugvallarskatts og for-
fallagjalda.
Lagt er bann við auglýsingum
þar sem endanlegt verð er ekki
tilgreint og verða fyrirtækin beitt
| dagsektum að upphæð 50.000
| krónur hlíti þau ekki úrskurði sam-
keppnisráðs.
að nettóskuldir bæjarsjóðs við ára-
mót voru 2,5 milljarðar og jafn-
framt að íjárhagsáætlunin fyrir
árið 1995 miðist við að nettórekstr-
argjöld verði innan við 72% af sam-
eiginlegum tekjum.
Útsvar hefur verið ákveðið 9,2%
og er það hámarksálagning sam-
kvæmt lögum. Áætlaðar útsvars-
tekjur árið 1995 eru 1.363.628
þús. Fasteignagjöld eru 0,375% af
fasteignamati íbúðarhúsnæðis,
1,25% af atvinnuhúsnæði og sér-
skattur af verslunar- og skrifstofu-
húsnæði er 1,25%. Fasteignagjöld
af hesthúsum hækka í 0,5% auk
þess sem lóðarleiga reiknast 1%
af fasteignamati allra lóða í
Hafnarfirði. Gert er ráð fyrir að
tekjur af fasteignaskatti árið 1995
verði rúmar 468,8 millj. og aðrir
skattar og gjöld verði 45 millj.
Ekkert framlag úr
jöfnunarsjóði
í fjárhagsáætlun er ekki gert ráð
fyrir tekjujöfnunarframlagi úr jöfn-
unarsjóði sveitarfélaga á árinu og
ekki er búist við framlagi úr sjóðn-
um árið 1996, þrátt fyrir að sveitar-
félagið fullnýti alla möguleika til
álagningar. Búist er við að endur-
skoðun á úthlutunarreglum leiði til
þess að stærri og öflugri sveitarfé-
lög fái ekki framlag þrátt fyrir
fullnýtta álagningu á íbúanna.
Fram kemur að gert er ráð fyrir
að framleiðsla ÍSAL á árinu verði
nálægt 100.000 tonn af áli. Miðað
við gildandi samninga um hlutdeild
bæjarins í álgjaldi er reiknað með
45 millj. í bæjarsjóð.
Aðhald í rekstri
Þá segir að ýtrasta aðhalds hafi
verið gætt við áætlun rekstrar-
gjalda án þess að skerða þá þjón-
ustu sem veitt er af stofnunum
bæjarins.
Þrír liðir lækka mest milli ára
en það eru húsaleigubætur sem
lækka úr rúmlega 31,2 millj. í 17,2
millj., fjárhagsaðstoð lækkar úr
rúmum 67,8 millj. í rúmar 56,6
millj. og til skrifstofu félagsmála-
stjóra er áætlað að veita 31,9 millj.
en áætluð niðurstaða ársins 1994
er 37 millj.
EITTHUNDRAÐ læknar úr
Sérfræðingafélagi íslenskra
lækna komu saman til fundar á
sunnudagskvöld til þess að ræða
afleiðingar tilvísanaskyldunnar
sem gengin er í gildi.
Að sögn Bárðar Sigurgeirs-
sonar ritara félagsins var mikill
hiti í fundarmönnum og segir
hann að um 95% sérfræðinga
hafi nú sagt upp samningi sín-
um við Tryggingastofnun. Ekki
sé rétt að taka augn-, röntgen-,
og krufningalækna méð inn í
reikninginn yfir þá sem ekki
hafi sagt upp samningum því
ekki þurfi tilvísanir til að leita
til þeirra.
Bárður segir ennfremur að
ákveðið hafi verið á fundinum
að hittast að tveimur vikum
liðnum og sérfræðingar muni
ekki grípa til frekari aðgerða
að svo stöddu. „Við ætlum að
einbeita okkur að því að upp-
lýsa almenning á meðan og
munum birta opinberlega nöfn
allra þeirra lækna sem sagt
hafa upp samningi við Trygg-
ingastofnun svo hægt verði að
sjá það svart á hvítu,“ segir
hann.
UTSALA - UTSALA
20-50% afsláttur
Síðasta vika.
FILA
Cortína sport j aU
Skólavörðustíg 20,
sími 21555. iMBnri
REIÐI
INSLA
AFANGÁSKIPTING
í hestamennskunámi er efni fræðslufundar í félagsheimili
Fáks fimmtudaginn 23. febrúar. Fundurinn hefst kl. 21,
en ekki kl. 20:30, eins og áður var auglýst. Ræðumenn
verða Bjarni E. Sigurðsson, Erlingur Sigurðsson, Eyjólfur
ísólfsson, Hafliði Halldórsson, Kári Arnórsson og Sigur-
björn Bárðarson.
Fræðslunefnd Fáks.
Ókeypis lögfræðiþjónusta
íkvöld milli kl. 19.30 og 22.00
ísíma 55 11012.
Orator, félag laganema.
Vestmannaeyingar - Vestmannaeyingar
Komið í Félagsheimilið Seltjarnarnesi á árshátíð Kvenfélagsins
Heimaeyjar laugardaginn 25. febrúar og skemmtum okkur
saman eins og Vestmannaeyingum einum er lagið.
Hljómsveitin þín" leikur fyrir dansi — Laugi í Logum, Ég veit þú
kemur..., Á trillu ég fór með trana... og fleiri Eyjalög. Söngvarinn
Tony Moro skemmtir og veislustjóri verður Árni Johnsen.
Forsala verður í Félagsheimilinu Seltjarnarnesi
fimmtudaginn 23. febrúar kl. 17-19.
Skemmtinefndin.
.......... Kr. 500.000
EQJ-TENGT
SPARISKÍRTEINI
FIMM HUNDRUÐ 1‘ÚSUND KRÓNUlt
v7Vv7\A.A/vA.'\ a
Gengistryggð spariskírteini
ECV spariskírteini með erlendri vaxtaviðmiðun
Þú þarft ekki að kaupa erlendan gjaldeyri með tilheyrandi kostnaði.
Þú þarft ekki að taka árlega við vaxtamiðunum og hafa fyrir því að fjárfesta þá aftur.
Þú getur alltaf selt skírteinin þegar þörf krefur, á þinum heimamarkaði.
Það er auðvelt að innleysa skírteinin.
Þú greiðir engin há þjónustugjöld.
Þú nýtur ákveðins skattfrelsis.
Þú fjárfestir erlendis hér heima á þægilegan og öruggan máta.
Útboð á ECU-tengdum spariskírteinum fer fram í dag
kl. 14:00. Hafðu samband við ráðgjafa
Þjónustumiðstöðvar ríkisverðbréfa með tilboð í vexti
ECU-tengdra spariskírteina.
Leitaðu ekki langt yfir skammt.
Ráðgjafar Þjónustumiðstöðvar
ríkisverðbréfa veita þér upplýsingar
um ECU-tengd spariskírteini.
Síminn er 562 6040.
Með ECU-tengdum spariskírteinum ríkissjóðs fjárfestir þú í sameiginlegri mynteiningu Evrópuríkja, með erlendri vaxtaviðmiðun, rétt eins og þegar þú
fjárfestir ( erlendum skuldabréfum. Munurinn er sá að með ECU-tengdum spariskírteinum ertu á þínum eigin heimamarkaði og þú þekkir skuldarannl
ÞJONUSTUMIÐSTÖÐ
RÍKISVERÐBRÉFA
Hverfisgötu 6,2. hæð (neðsta húsið við Hverfisgötu)
sími 562 6040, fax 562 6068
Hvað sem þú gerir - sparaðu með áskrift að spariskírteinum